11.06.2017 12:50

Grindhvalir á Siglufirði !

Í morgun um kl. 10:00 þegar að Steingrími Óla Hákonarsyni var litið út um eldhúsgluggann heima hjá sér blasti við honum furðulega sjón , því í sjónum fyrir utan bensínstöð Olís virtist vera hvalavaða . Hringdi hann í mig og sagði mér að klæða mig í snatri og vera með myndavélina tilbúna og svo var brunað niður í bæ til þess að reyna að ná myndum . 

Vaðan var frekar langt frá bryggjunni til þess að ná góðum myndum og fengum við þá Jannis Arelakis til þess að fara með okkur á Otur SI til þess að elta þá uppi og ná betri myndum . Fundum við vöðuna í Neskróknum. Við áætluðum að þetta hafi verið um 30 - 40 Grindhvalir .

Ég náði nokkrum myndum sem sjá má hér fyrir neðan en fyrstu tvær voru teknar á bryggjunni en hinar voru teknar þegar að við vorum komnir að vöðunni í Neskróknum.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Ég talaði við karl föður (82 ára) minn í morgun og minntist hann ekki þess að grindhvalir hefðu komið inn til Siglufjarðar í fjölda mörg ár . Síðasta dæmið sem hann vissi um var í kringum 1917 þegar að hvalavaða gekk inn fjörðinn og voru þá Norskir selveiðimenn sem hefðu aðstoðað Siglfirðinga að veiða dýrin á leirunum og voru þau svo dregin upp i gamla slippinn þar sem þau voru skorin.

Grindhvalur eða marsvín er nokkuð stór tannhvalur, skrokkurinn er sívalur og  þreklegur, dökkbrúnn eða svartur með hvítan blett á bringu og  sum dýr hafa ljósan söðul aftan við hornið og ljósa skugga aftur frá augum. Hornið er staðsett fyrir framan miðjan búk, það er nokkuð sérstakt, langt, miðlungshátt, aftursveigt með ávalar útlínur og þykkt næst búknum. Bægslin eru mjó og óvenju löng, allt að 25% af lengd dýrsins, fremsti hluti bægslanna vísar út frá búknum svo sveigjast bægslin aftur og minna á handleggi. Tannapör eru 8 til 20 í hvorum góm.

Grindhvalir halda sig oftast í hjörðum þar sem er að finna fullorðin dýr af báðum kynjum og afkvæmi kúnna. Fullorðnir tarfar eru oftast ekki feður yngstu kálfanna í hjörðinni og virðist mökun verða milli hjarða. Hjarðirnar eru misstórar allt frá nokkrum dýrum upp í meira en þúsund. Hjarðir grindhvala mynda gjarnan stórar vöður oft nokkur hundruð eða þúsund dýr saman. Grindhvalir eru félagslyndir og slást oft í hóp annarra hvala svo sem höfrunga, langreyða, búrhvala og jafnvel háhyrninga. Á mökunartímanum er algengt að karldýrin berjist af mikilli hörku og lýkur slagsmálum oft með dauða eða alvarlegum limlestingum.

Myndbandið hér fyrir neðan tók Steingrímur Óli upp á símann sinn .

Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 379
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 2345416
Samtals gestir: 531244
Tölur uppfærðar: 23.4.2018 01:42:52

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar