05.09.2017 23:50

skoger.123.is 5 ára

Í dag 5 september eru fimm ár síðan að fyrsta færslan birtist á skoger.123.is . Fjallaði hún um nafngift síðunnar og má lesa meira um það HÉR. Segja má þó , að formlegur stofndagur hafi verið að kvöldi 4 september þegar að ég skráði lénið og sló inn fyrstu stafina til þess að prófa kerfið.

 

Á fyrsta árinu voru færslurnar yfir 450 og gestafjöldinn samkvæmt teljara síðunnar fór yfir 67.000 gesti.
Á öðru árinu voru færslurnar orðnar um 840 og gestirnir komnir yfir 166.000 samkvæmt teljara síðunnar.
Á þriðja árinu voru færslurnar orðnar um 1240 og gestafjöldinn kominn yfir 267.000.
Á fjórða árinu voru færslurnar orðnar um 1600 og gestafjöldinn að nálgast 418.000 .

Í dag eru færslurnar að nálgast 1800 og gestafjöldinn kominn yfir 512.000 þegar að þetta er skrifað. 

Frá áramótum hef ég verið mjög latur við að setja hér inn efni, hef lítið myndað og ekkert skannað inn gamlar myndir , en með lækkandi sól og aukinni vinnu á Fiskmarkaðnum hef ég aðeins verið að mynda upp á síðkastið og vonandi næ ég að drulla mér í gang á ný. 
 
Ég vill þakka þeim sem senda mér myndir og aðrar upplýsingar og svo auðvitað öllum þeim sem líta hér við .
Kveðja , Guðmundur Gauti Sveinsson

Flettingar í dag: 368
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 524
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 2404509
Samtals gestir: 535921
Tölur uppfærðar: 19.7.2018 21:23:07

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar