25.09.2016 21:00

Keilir SI 145

Ég hef ekki farið leynt með dálæti mitt á gömlum eikarbátum sem er vel til haldið , samanber bátana sem notaðir eru í hvalaskoðanir. 

Keilir SI 145 er einn af fáum eikarbátum sem enn er gerður út á veiðar , en Keilir SI er gerður út á net og hefur síðustu ár landað á Suðurnesjunum á vorin .

Keilir SI var smíðaður árið 1975 hjá Skipavík á Stykkishólmi og er í eigu Siglfirðings hf á Siglufirði.

 

25.09.2016 08:30

Nýr framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands

Fiskmarkaður Íslands hf. hefur ráðið Aron Baldursson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Aron er fæddur og uppalinn á Rifi á Snæfellsnesi. Undanfarin 8 ár hefur Aron starfað sem sölu- og viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði hjá Skeljungi hf. Áður starfaði Aron sem stýrimaður á Rifsara SH70 sem er í eigu fjölskyldu hans.

 

Páll Ingólfsson sem gengt hefur stöðunni í rúm átta ár lætur nú af störfum að eigin ósk en hann hefur verið viðloðandi félagið alveg frá stofnun þess þ.e. sem stjórnarformaður til ársins 2008 og framkvæmdastjóri frá 2008 til dagsins í dag.

22.09.2016 21:55

Már ÓF 50 á veiðum - 3 myndir

Þiðrik Unason er duglegur að taka myndir og senda mér , en hér eru þrjár myndir sem hann tók í ágúst af Má ÓF 50 að veiðum.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

21.09.2016 21:00

Grandaravindur hífðar um borð í nýsmíðina Sólberg ÓF 1

Ég fékk þessar tvær myndir hjá Ragnari Aðalsteinssyni , útgerðarstjóra Ramma hf , sem hann tók í Tyrklandi í gær þegar grandaravindur voru hífðar um borð í Sólberg ÓF 1.

Mynd : Ragnar Aðalsteinsson

 

Mynd : Ragnar Aðalsteinsson

20.09.2016 22:15

Maron GK 522

Maron GK 522 lá við bryggju í Njarðvík í ágústmánuði þegar að ég átti leið um svæðið . 

Maron GK var smíðaður í Hollandi árið 1955 og er því 61 árs. Maron bar í upphafi nafnið Búðafell SU U90

 

19.09.2016 22:00

Sturla GK 12

Það er mikið líf í Siglufjarðarhöfn þessa dagana . Stóru línuskipin er mætt norður fyrir land og er Sturla GK 12 eitt þeirra skipa. 
Fyrir daginn í dag var Sturla GK búinn að landa þrisvar á nýja fiskveiðiárinu og var aflinn í fyrsta túrnum 68 tonn , 65 tonn í þeim seinni og 52 tonn í þeim þriðja. Landað var svo upp úr Sturlu í dag á bilinu 50-60 tonnum 

 
 

18.09.2016 22:20

Sæþór EA 101

Hér eru tvær myndir af netabátnum Sæþóri EA 101 við bryggju á Akureyri sem ég tók í ágústmánuði.

 

 

 

17.09.2016 21:15

Pourquoi pas ? , Laugarnes , Caribbean Princess og USNS Henson

Magnús Jónsson sendi mér þessar þrjár myndir sem hann tók í fyrradag og í meðfylgjandi texta sagði " sendi hér myndir teknar í morgun sem sína stærðarmuninn á Pourquoi-pas ? og Laugarnes og Caribbean Princess og USNS Henson "

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Ég minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com , fyrir þá sem vilja deila myndum sínum hér á myndasíðunni.

16.09.2016 23:00

Nökkvi ÞH 27

Nökkvi ÞH 27 lá við bryggju á Akureyri í enda ágúst mánaðar þegar ég fór smá bryggjurúnt og tók þessa mynd og samkvæmt Marine Traffic liggur hann þar enn. 

Síðasta löndun sem skráð er á skipið var 2. maí 2016 , en þá landaði Nökkvi ÞH 6,4 tonnum af rækju á Sauðárkróki .

Ekki er mér kunnugt um afhverju Nökkvi er ekki farinn af stað á ný , ef einhver veit ástæðuna , þá kannski laumar hann henni hér undir í athugasemdakerfið. 

 

15.09.2016 22:40

Tvær myndir úr Reykjavíkurhöfn

Hér eru tvær myndir úr Reykjavíkurhöfn frá ferð minni þangað í ágúst mánuði en á þeim má meðal annars sjá Fanney SI 28 og Úlf Re 17 , ásamt fleiri bátum.

 
 

14.09.2016 12:25

Gulltoppur GK 24

Gulltoppur GK 24 sem Stakkavík ehf gerir út er kominn til Siglufjarðar eftir að hafa verið á Djúpavogi frá því í maí . Einnig eru tveir aðrir bátar frá Stakkavík sem gera út frá Siglufirði þessa dagana , Rán GK 91 og Katrín GK 266. Myndir af þeim birtast hér síðar í vikunni.

Ég tók tvær myndir þegar að Gulltoppur færði sig til í höfninni eftir löndun á föstudaginn síðasta . 

 
 

13.09.2016 12:55

Tjaldur SH 270

Það er mikið líf í Siglufjarðarhöfn þessa dagana . Stóru línuskipin er mætt norður fyrir land og er Tjaldur SH 270 eitt þeirra skipa. 
Tjaldur SH er búinn að landa tvisvar á nýja fiskveiðiárinu og var aflinn í fyrri túrnum 59 tonn og 87 tonn í þeim seinni.

 

12.09.2016 20:45

Olíuskipið Laugarnes

Olíuskipið Laugarnes lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn þegar að ég átti leið þar um í ágúst .

Laugarnes var smíðað í Saksköbing maskinfabrik í Danmörku árið 1978 en skipið var keypt til landsins árið 1988 . Laugarnes er í eigu Olíudreifingar.

 

 

11.09.2016 12:55

Valdimar GK 195

Það er mikið líf í Siglufjarðarhöfn þessa dagana . Stóru línuskipin er mætt norður fyrir land og er Valdimar GK 195 eitt þeirra skipa. 

Valdimar GK er búinn að landa tvisvar á nýja fiskveiðiárinu og var aflinn í fyrri túrnum 57 tonn og 51 tonn í þeim seinni.

 
 

Valdimar GK 195 var smíðaður árið 1982 í Noregi hjá H & e skipsbyggeri .

10.09.2016 15:15

Gullhólmi SH 201

Gullhólmi SH 201 er kominn aftur norður eftir stutta dvöl fyrir austan en Gullhólmi landaði þrívegis ágætis afla á Stöðvarfirði .

Hefur Gullhólmi landað yfir 20 tonnum núna tvisvar sinnum síðan að hann kom aftur til Siglufjarðar og landaði svo í morgun um 15 tonnum.

 
Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar