09.09.2016 16:00

Kristín GK 457 landar á Siglufirði

Kristín GK 457 kom inn til Siglufjarðar um hádegisbilið í gær og landaði um 50 tonnum. Var uppistaðan þorskur eða 40 tonn. Er þetta í fyrsta sinn sem línuskip frá Vísi hf landar á Siglufirði að ég held og vonandi ekki það síðasta.

 

Kristín GK 457 hét í upphafi Þorsteinn RE 303 og var smíðuð árið 1965 í Boizenburg í Austur Þýskaland. Kristín GK hefur borið nokkur nöfn á þessu 51 ári síðan að hún var smíðuð. Nöfnin eru Þorsteinn RE, Hafrún IS og BA , Pétur Ingi KE , Stjörnutindur KE og SU , Lýtingur NS , Vigdís BA , Haraldur EA , Ásgeir Guðmundsson SF , Atlanúpur ÞH, Garðey SF og auðvitað Kristín ÞH og GK . 

08.09.2016 22:25

Sæbjörg EA 184

Dragnótarbáturinn Sæbjörg EA var að landa á Dalvík í enda ágúst mánaðar þegar að ég átti leið þar um . 

Samkvæmt vef Fiskistofu var aflinn um 5,3 tonn . Að stærstum hluta ýsa , eða 3.8 tonn.

Sæbjörg EA var smíðuð árið 1990 í Njarðvík hjá Skipasmíðastöð Harðar hf.

 
 

07.09.2016 22:00

Kolbeinsey EA 252

Kolbeinsey EA 252 stóð á þurru í enda ágúst mánaðar þegar að ég átti leið um höfnina á Dalvík .

 

06.09.2016 21:20

Farsæll SH 30 og Klakkur SK 5

Þiðrik Unason tók þessa mynd í Sauðárkrókshöfn þann 23.ágúst síðastliðinn en á henni má sjá Farsæl SH 20 og Klakk SK 5 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Ég minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com , ef einhver hefur áhuga á að senda mér myndir eða annan fróðleik til birtingar hér á myndasíðunni. 

05.09.2016 20:00

skoger.123.is 4 ára

Í dag 5 september eru fjögur ár síðan að fyrsta færslan birtist á skoger.123.is . Fjallaði hún um nafngift síðunnar og má lesa meira um það HÉR. Segja má þó , að formlegur stofndagur hafi verið að kvöldi 4 september þegar að ég skráði lénið og sló inn fyrstu stafina til þess að prófa kerfið.

 

Á fyrsta árinu voru færslurnar yfir 450 og gestafjöldinn samkvæmt teljara síðunnar fór yfir 67.000 gesti.

Á öðru árinu voru færslurnar orðnar um 840 og gestirnir komnir yfir 166.000 samkvæmt teljara síðunnar.

Á þriðja árinu voru færslurnar orðnar um 1240 og gestafjöldinn kominn yfir 267.000.

Í dag eru færslurnar orðnar um 1600 og gestafjöldinn að nálgast 418.000 þegar að þetta er skrifað.

 

Ég vill þakka þeim sem senda mér myndir og aðrar upplýsingar og svo auðvitað öllum þeim sem líta hér við .

Kveðja , Guðmundur Gauti Sveinsson

04.09.2016 22:45

Blængur NK og Mánaberg ÓF

Þiðrik Unason tók þessa mynd af Blæng NK og Mánaberg ÓF nú á dögunum þar sem þau lágu við slippbryggjuna á Akureyri.

Bæði skipin voru smíðuð hjá Astillaros luzuriaga í Pasajes á Spáni , Blængur árið 1973 og Mánaberg 1972.

Mynd : Þiðrik Unason

 

03.09.2016 21:00

Nýsmíðin Sólberg ÓF 1 sjósett í Tyrklandi ! - 3 myndir

Nýsmíði Ramma hf ,  Sólberg ÓF 1 , var sjósett í Tersan-skipasmíðastöðinni í Tyrklandi í dag .

Sólberg ÓF er um 80 metra langt og rými verður fyrir allt að 1.200 tonn af afurðum á brettum í 1.900 rúmmetra frystirými. Í skipinu verða líka mjöl- og umbúðalestir og í því verður ný gerð af fiskimjölsverksmiðju frá Héðni. 

Ragnar Aðalsteinsson útgerðarstjóri Ramma hf tók þessar myndir í dag og gaf mér leyfi til þess að birta þær hér á vefnum .

Mynd : Ragnar Aðalsteinsson

 

Mynd : Ragnar Aðalsteinsson

 

Mynd : Ragnar Aðalsteinsson

03.09.2016 15:30

Gnúpur GK 11 heldur á ný til veiða - Myndasyrpa

Eins og ég sagði frá í gær þá kom frystitogarinn Gnúpur GK 11 sem Þorbjörn hf gerir út , inn til Siglufjarðar á fimmtudaginn og var landað upp úr skipinu rúmlega 4000 kössum . Var uppistaða aflans þorskur , karfi og grálúða.

Gnúpur GK hélt svo á ný til veiða upp úr kl. 14:00 og smellti ég af nokkrum myndum þegar að skipið hélt á ný til veiða.

 
 
 
 
 
 

02.09.2016 11:00

Gnúpur GK 11 landar á Siglufirði - 4 myndir

Frystitogarinn Gnúpur GK 11 sem Þorbjörn hf gerir út , kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun og var landað upp úr skipinu rúmlega 4000 kössum . 

Voru það starfsmenn Fiskmarkaðs Siglufjarðar og Klafar ehf frá Grindavík sem sáu í sameiningu um að landa upp úr Gnúp GK . 

Gnúpur GK hélt svo á ný til veiða upp úr kl. 14:00 .

 

 

Gnúpur GK 11 - ex Guðbjörg ÍS 46 - Smíðaður í Flekkefjord í Norgi 1981

 

Glæsilegur bíll frá Jón & Margeir

 

Sölvi Guðnason bílstjóri hjá Jón & Margeir lestar bílinn sinn.

 

Fleiri myndir af Gnúp GK koma hér inn á morgun . 

01.09.2016 17:40

Steinunn SF 10

Steinunn SF 10 lá við bryggju í Reykjavík á dögunum þegar að ég fékk mér rúnt um Reykjavíkurhöfn.

Á vefsíðu Skinney-Þinganes segir um skipið "Steinunn var smíðuð hjá Guangzhou skipasmíðastöðinni í Kína árið 2001. Skipið hér áður Helga RE, Skinney-Þinganes keypti skipið árið 2005. Steinunn stundar togveiðar allt árið. "

 

31.08.2016 09:25

Grímseyjarferjan Sæfari

Hér má sjá Grímseyjarferjuna Sæfara við bryggju á Dalvík í gær. Sæfari var smíðaður árið 1991 og er gerður út af Landflutningar Samskip.

 

30.08.2016 20:15

Rannsóknarskipið Dröfn RE 35

Dröfn RE 35 lá á sínum stað við bryggju í Reykjavík á dögunum þegar að ég fékk mér rúnt um Reykjavíkurhöfn .

Á vef Hafrannsóknarstofnunar segir um Dröfn : " Rannsóknaskipið Dröfn er byggt á Seyðisfirði árið 1981 og hét áður Otto Wathne.

Lengd skipsins er 26 metrar; breidd: 6,6 metrar og dýpt: 3,45 metrar. Í skipinu er Caterpillar vél, 573 hö, 421 kW, togkraftur er 9,1 tonn. 

Á skipinu er 8 manna áhöfn og auk þess er rúm fyrir 5 vísinda- og aðstoðarmenn.  "

 

29.08.2016 11:15

Sandfell SU 75 landar á Siglufirði - 5 myndir

Sandfell SU 75 kom inn til Siglufjarðar seinnipartinn í gær og landaði góðum afla , rúmum 16 tonnum samkvæmt vef Fiskistofu

Að löndun lokinni hélt Sandfell SU til Akureyrar þar sem báturinn fór í slipp . 

 
 
 
 
 

Sandfell SU 75 bar áður nafnið Óli á Stað GK 99 og var í eigu Stakkavíkur.

28.08.2016 09:00

Dauðadeildin : Stormur SH 333

Þeir eru víða bátarnir sem bíða eftir dauða sínum og einn þeirra er Stormur SH 333 en hann liggur við bryggju í Njarðvík . Sagan sagði að eigandi hans hafi ætlað að gera hann upp til hvalaskoðunar en mér þykir ólíklegt að svo verði . Stormur SH hefur sokkið ótal sinnum í höfninni í Njarðvík og eflaust er ekkert eftir nema að rífa hann.

Stormur SH 333 var smíðaður hjá Evers-Werft, Niendorf Ostsee í Þýskalandi árið 1959 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Báturinn hét upphaflega Guðbjörg ÍS 14 og kom til heimahafnar á Ísafirði í fyrsta sinn á jólunum 1959 og var síðar afskrifaður sem fiskiskip árið 2006.

 

27.08.2016 11:00

Sturlaugur H Böðvarsson AK 10

Sturlaugur H Böðvarsson AK 10 lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn þegar að ég átti þar leið um á dögunum . Sturlaugur er nýkominn úr slipp og er spurning hvort að þetta hafi verið síðasta slipptakan hjá þessu farsæla aflafleyi , því núna styttist í að Tyrkirnir komi til landsins. 

Veit kannski einhver hver framtíð Sturlaugs H Böðvarssonar er ? 

 

Sturlaugur H Böðvarsson var smíðaður á Akranesi hjá Þorgeir & Ellert árið 1981 og var í upphafi nafni Sigurfari II SH 105

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar