10.08.2016 22:15

Níels Jónsson ÓF 106

Þiðrik Unason tók þessar tvær myndir af hvalaskoðunarbátnum Níelsi Jónssyni ÓF 106 í enda júlí mánaðar.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

10.08.2016 14:30

Sigurbjörg ÓF 1 kemur til heimahafnar eftir um 60 daga úthald

Sigurbjörg ÓF 1 kom til heimahafnar í gærkveldi eftir um 60 daga úthald en skipið hélt til veiða eftir sjómannadag. Landað var úr skipinu þann 7. júlí í Noregi þar sem voru áhafnarskipti áður en annar túr var tekinn í rússnesku lögsögunni.

Landað verður úr Sigurbjörg ÓF á morgun.

 
 

 

09.08.2016 19:50

Geisli SK dregur Ásmund SK í land

Þiðrik Unason tók þessa mynd í gær þegar að Geisli SK dróg Ásmund SK vegna bilunar . Að sögn Þiðriks " slitnaði reim og gataði smurolíusíuna og missti Ásmundur SK nánast alla olíuna af vélinni "

Mynd : Þiðrik Unason

 

09.08.2016 11:15

Gústi Guðna SI 150 - 4 myndir

Árni Ólafsson á Sunnu SI 67 sendi mér þessar myndir á dögunum af Hjalta Gunnarssyni á Gústa Guðna SI 150.

Mynd : Árni Ólafsson

 

Mynd : Árni Ólafsson

 

Mynd : Árni Ólafsson

 

Mynd : Árni Ólafsson

 

08.08.2016 13:30

Margret EA 710

Ég tók þessar tvær myndir af Margret EA 710 2. ágúst en þá var verið að hífa veiðarfæri um borð . Margret EA hélt svo til veiða daginn eftir .

 
 

07.08.2016 23:55

Knörrinn - Glæsilegt fley !

Hér má sjá hvalaskoðunarbátinn Knörrinn sem er í eigu Norðursiglingar á Húsavík en Þiðrik Unason tók þessa mynd á dögunum.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Þann 23. maí 2013 birti ég nokkrar myndir af Knerrinum ásamt Húna II sem sjá má með því að SMELLA HÉR 

06.08.2016 22:15

Varðskipið Þór

Varðskipið Þór er ætíð glæsilegt á að líta en Þór lá við bryggju á Dalvík í dag af tilefni Fiskidagsins mikla.

 

05.08.2016 20:55

Mánaberg ÓF 42 landar á Siglufirði

Mánaberg ÓF 42 kom inn til Siglufjarðar í morgun og millilandaði á Siglufirði og hélt svo til veiða um kl. 16:00 í dag . 

 

Það fer að líða að endalokunum hjá þessum gamla höfðingja . 

04.08.2016 18:00

Mynd af sjónum : Mikill floti á litlum bletti

Hjalti Gunnarsson vélstjóri á Þerney sendi mér þessa mynd í morgun sem hann tók um borð í Gústa Guðna SI 150 og í meðfylgjandi texta sagði " mikill floti à litlum bletti 25 sm NV af Siglufirði "

 

Til gamans má geta að Hjalti bætti því að " græni bletturinn er ekki furðusýn heldur afleiðing þess að ég missti sìmann "

03.08.2016 10:30

Oddverji ÓF 97

Oddverji ÓF 97 er einn af þeim línubátum sem gera út frá Siglufirði. Veiðin hefur verið með þokkalegasta móti hjá bátunum upp á síðkastið en sökum kvótavandræða hafa Siglfirskir sjómenn verið að eltast við ýsu og steinbít til þess að forðast þorskinn.

 

01.08.2016 11:50

Mávur SI 96

Mávur SI 96 er einn af þeim línubátum sem gera út frá Siglufirði. Veiðin hefur verið með þokkalegasta móti hjá bátunum upp á síðkastið en verðin fyrir verslunarmannahelgina voru mjög há , þorskur og ýsa voru nálægt 400 kr per kg , en á rsf.is má sjá graf sem sýnir meðalverð hvers dags aftur í tímann. 

 

30.07.2016 18:40

Frosti ÞH 229

Hér er mynd frá því fyrr í mánuðinum þegar að Frosti ÞH 229 var á útleið frá Siglufirði eftir að hafa landað rækju .

 

29.07.2016 20:30

Sigurborg SH 12

Hér er Sigurborg SH 12 að koma að bryggju á Siglufirði núna á dögunum en samkvæmt Aflafrettir.is er Sigurborg SH aflahæsta skipið sem stundar rækjuveiðar , með 596,2 tonn.

 

 

27.07.2016 21:25

Strandveiðibátar : Sveini EA 173

Fjölmargir bátar gera út á strandveiðar frá Siglufirði í sumar , einn þeirra er Sveini EA 173 sem Óli Brynjar Sverrisson rær á .

Sveini EA 173 var smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1997

 

 

26.07.2016 22:00

Emma II SI 164

Emma II SI 164 er eitt af bryggjublómunum í Siglufjarðarhöfn . Síðasta löndun sem skráð er á bátinn var 4 september 2014 en þá landaði Emma II tvívegis makríl í Ólafsvíkurhöfn . 

 

Emma II SI var smíðuð í Noregi árið 1982.

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar