25.07.2016 12:25

Raggi Gísla SI 73

Hér er verið að landa úr Ragga Gísla SI 73 á dögunum en Raggi Gísla SI er einn glæsilegasti plastari landsins .

Báturinn var smíðaður árið 2003 hjá Seiglu og Siglufjarðar Seig.

 

 

23.07.2016 19:30

Myndir úr Grímseyjarhöfn - Part II

Þiðrik Unason sendi mér nokkrar myndir sem hann tók í Grímseyjarhöfn þann 10. júlí síðastliðinn.
Í dag sjáum við seinnihluta þeirra mynda en með því að SMELLA HÉR má sjá fyrrihlutann.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

22.07.2016 13:45

Myndir úr Grímseyjarhöfn - Part I

Þiðrik Unason sendi mér nokkrar myndir sem hann tók í Grímseyjarhöfn þann 10. júlí síðastliðinn.

Í dag sjáum við fyrrihluta þeirra mynda en seinnihlutinn kemur síðar í dag eða á morgun.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

20.07.2016 20:50

Bjarni Sæmundsson RE 30 í úthafsrækjuleiðangri og landar á Siglufirði - Myndasyrpa

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson RE 30 er þessa dagana í úthafsrækjuleiðangri Hafrannsóknastofnunar . Tilgangur leiðangursins er að meta stofnstærð og nýliðun úthafsrækju. Í leiðangrinum eru teknar 86 stöðvar eftir fyrirfram ákveðnu stöðvaplani.

Bjarni Sæmundsson kom inn til Siglufjarðar seinnipartinn í gær og landaði nokkrum tonnum af fisk og rækju . Var þá búið að veiða á 42 stöðvum og voru 44 eftir . Áætlaði Ásmundur Sveinsson skipstjóri að landa næst á Ísafirði .

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir þegar að Bjarni var að koma að bryggju og í lokin mynd sem ég tók að löndun lokinni.

 
 
 
 
 
 

Á vef Hafrannsóknastofnunar segir " Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson var byggt í Þýskalandi 1970 og afhent í desember sama ár.

Skipið er 56 metra langt og 10,6 metra breitt, dýpt að efra þilfari er 7,0 metrar. Í skipinu eru þrjár vélar, 410 kw. hver. Ganghraði ef keyrt er á öllum vélum er um 12 sjómílur. "

20.07.2016 07:40

Mánaberg ÓF kemur í höfn eftir um 30 daga úthald

Mánaberg ÓF kom inn til Siglufjarðar í gærkveldi um kl. 22:45 . Veiðiferðin hófst 16. júní og lauk 13. júlí og tók þá við 6 daga sigling heim en Mánabergið var við veiðar í Barentshafi. 

Aflinn er rúm 300 tonn af frosnum afurðum , mest af þorski.

 

Á myndinni má sjá Mánaberg ÓF og húsnæði Fiskmarkaðs Siglufjarðar .

19.07.2016 07:00

Rifsnes SH 44

Rifsnes SH 44 er í slipp þessa dagana á Akureyri en ég smellti af þessari mynd í síðasta mánuði þegar að ég átti leið þar um . 

Rifsnes SH var smíðað í Noregi árið 1999 . Skipið er 775 brúttótonn, er 43 metrar að lengd og níu metrar á breidd.

 

18.07.2016 12:45

Sóley Sigurjóns GK 200

Sóley Sigurjóns GK hefur síðustu vikur verið á rækjuveiðum fyrir norðan land og landar á sunnudögum á Siglufirði.

Smellti þessari mynd einn sunnudaginn þegar að Sóley hélt úr höfn að löndun lokinni.

 

Sóley Sigurjóns GK var smíðuð árið 1987 í Danmörku. Skipið var upphaflega gert út frá Grænlandi kom svo til Húsavíkur og hét Júlíus Hafsteen ÞH. Þaðan fór skipið til Raufarhafnar og var gert þaðan út sem Rauðinúpur ÞH og fékk svo nafnið Sólbakur hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og Brimi hf , áður en Nesfiskur eignaðist skipið árið 2008.

17.07.2016 21:30

Strandveiðibátar : Alfa SI 65

Fjölmargir bátar gera út á strandveiðar frá Siglufirði í sumar , einn þeirra er Alfa SI 65 sem Baldvin Kárason gerir út .
Alfa SI 65 var smíðuð árið 1986 hjá Trefjar í Hafnarfirði . 

 

16.07.2016 22:35

Strandveiðibátar : Bylgjan SI 115

Fjölmargir bátar gera út á strandveiðar frá Siglufirði í sumar , einn þeirra er Bylgjan SI 115 sem Halldór Bogi Sigurðsson rær á .
Bylgjan SI 115 var smíðuð árið 1992 hjá Trefjar í Hafnarfirði.

 

15.07.2016 21:30

Fannar EA 29

Fjölmargir bátar gera út á strandveiðar frá Siglufirði í sumar , einn þeirra er Fannar EA 29 sem Elvar Þór Antonsson gerir út .
Fannar EA var smíðaður í Svíþjóð árið 1988.

 

14.07.2016 12:20

Strandveiðibátar : Edda SI 200

Fjölmargir bátar gera út á strandveiðar frá Siglufirði í sumar , einn þeirra er Edda SI 200 sem Stafey ehf gerir út .
Edda SI var smíðuð í Noregi árið 1987 en hefur mikið verið breytt í gegnum tíðina . Með því að SMELLA HÉR má sjá færslu frá 30.maí 2013 sem sýnir myndir af Eddu fyrir og eftir breytingar.

 

 

13.07.2016 12:45

Strandveiðibátar : Sægreifi EA 444

Fjölmargir bátar gera út á strandveiðar frá Siglufirði í sumar , einn þeirra er Sægreifi EA 444 sem Steingrímur Svavarsson gerir út .
Sægreifi EA var smíðaður hjá Mótun í Hafnarfirði árið 1985. 

 
 

12.07.2016 18:55

Trilludagar á Siglufirði

Helgina 23. -24. júlí verða haldnir Trilludagar á Siglufirði. Eitt og annað verður í boði þessa helgi og munu nokkrir trillueigendur og aðilar í ferðaþjónustu sem bjóða upp á sjóstöng gefa fólki kost á smá siglingu út fjörðinn og renna fyrir fisk. Boðið er upp á gönguferð, fjölskylduratleik í skógræktinni, tónleika og ýmislegt fleira.

 

Dagskráin má sjá hér fyrir neðan : 

Laugardagur 23. júlí

Kl. 10:00 Gönguferð - Gengið að rústum Evanger síldarbræðslunnar 1 – 1,5 klst.  Nánari upplýsingar á www.fjallabyggd.is  Verð: 1.000 kr.  Skráning í síma: 898 4939 eða gesturhansa@simnet.is Lágmark 8 manns.
Kl. 10:00 Trilludagar settir - Rauðkusvið. Sverrir Sveinsson, hetja hafsins og fyrrum formaður Smábátafélagsins Skalla
Kl. 10:00 – 16:00 Frítt á sjóstöng (Steini Vigg/félag smábátaeiganda). Þátttakendur fá afhent nestisbox á bryggjunni fyrir framan Kaffi Rauðku. Björgunarsveitin Strákar verður með eftirlit á sjó
Kl. 12:00 Síldar- og sjávarréttarhlaðborð – Rauðkutorg 
Kl. 13:20 – 16:00 Sumarferðalag Bylgjunnar
Kl. 13:00 – 16:00 Fjölskylduratleikur í Skógræktinni
Kl. 15:00 Síldarsöltun við Síldarminjasafnið. Söltuð síld við Róaldsbrakka. Harmonikkuleikur og bryggjuball að sýningu lokinni
Kl. 16:00 Lifandi viðburður á Ljóðasetri Íslands
Kl. 16:00 – 18:00 Grill á hafnarsvæðinu í boði Samkaup-Úrval. Allir velkomnir á meðan birgðir endast
Kl. 16:00 – 18:00 Harmonikkutónlist mun hljóma um bryggjusvæðið. Harmonikkubandið og Stúlli skemmta gestum
Kl. 20:00 Kaffi Rauðka. Jóhann Örn trúbador með létta stemmingu

Sunnudagur 24. júlí

Kl. 10:00 Gönguferð - Frá Kleifum í Ólafsfirði, Rauðskörð, Víkurdalur, Héðinsfjörður, Siglufjörður 8 – 9 klst.  Nánari upplýsingar á www.fjallabyggd.is Verð: 3.000 kr., 5.000 kr. fyrir hjón.  Skráning í síma: 898 4939 eða gesturhansa@simnet.is Lágmark 8 manns.
Kl. 10:00 Opna Vodafone mótið á Golfvellinum á Hóli.  Sjá nánar á www.golf.is
Kl. 12:00 Síldar- og sjávarréttarhlaðborð – Rauðkutorg
Kl. 13:00 – 16:00 Fjölskylduratleikur í Skógræktinni
Kl. 14:00 – 18:00 Sjóstöng / útsýnisferðir (Steini Vigg – nánari uppl. á hotelsiglo.is)
Kl. 16:00 Lifandi viðburður á Ljóðasetri Íslands
Kl. 17:00 Tónleikar í Siglufjarðarkirkju – Anna Jónsdóttir sópransöngkona syngur íslensk þjóðlög.  Máninn líður, íslensk tónlist í nýjum búningi. Anna Jónsdóttir – rödd / Ute Völker – harmonikka / Ursel Schlicht – píanó

12.07.2016 12:45

Grímsnes GK 555

Hér er Grímsnes GK 555 á útleið frá Siglufirði í gær eftir að hafa landað rækju .

 

Grímsnes GK 555 var smíðað árið 1963 í Noregi.

11.07.2016 07:30

Hörður Björnsson ÞH 260 (ex Gullhólmi SH)

Hörður Björnsson ÞH 260 lá einnig við slippbryggjuna á Akureyri þann 24.júní þegar að ég átti leið um Akureyri.

Hörður Björnsson bar smíðanúmerið 556 hjá Stord Verft A/S, Stord í Noregi  árið 1964.  Hann var lengdur og hækkaður árið 1973. Yfirbyggður árið 1978 og lengdur aftur árið 1986. Sleginn út að aftan, byggt yfir nótagryfju og breyting í línu og togskip hjá Slippstöðinni, Akureyri árið 2003.

 

Skipið hét í upphafi Þórður Jónasson RE 350 , þá Þórður Jónasson EA 350 , síðar Gullhólmi SH 201 og nú Hörður Björnsson ÞH 260

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar