21.06.2016 23:50

Stakkhamar SH 220 landar á Siglufirði - 2 myndir

Stakkhamar SH 220 landaði á Siglufirði á miðvikudaginn í síðustu viku um 14,9 tonnum , þar af 14,1 tonni af þorski.

Að löndun lokinni lagðist Stakkhamar við bryggju framan við Siglufjarðar Seig og er þessa dagana unnið í viðhaldi í bátnum en Stakkhamar verður eflaust hífður á land á morgun. 

Ég tók þessar myndir þegar að Stakkhamar kom inn til löndunar .

 
 

Þann 23.júlí í fyrra birti ég einnig myndir og umfjöllun um Stakkhamar sem sjá má með því að SMELLA HÉR

20.06.2016 22:25

Valdimar GK 195 landar á SIglufirði

Hrafni GK , Sturlu GK og Tómasi Þorvaldsyni GK hefur verið lagt fram í ágúst og er því Valdimar GK 195 eini línubáturinn sem er í drift þessa stundina hjá Þorbirni hf. 

Valdimar GK landaði í Grindavík þann 9 júní og svo tvívegis á Djúpavogi , 12 og 15 júní . Valdimar GK landaði svo á Siglufirði í gærdag . Mestmegnis þorski og fluttu strákarnir frá Jóni & Margeir fiskinn suður til vinnslu .

 
 

19.06.2016 22:45

Anna SI dregur Ölfu SI í land

Þann 8. júní síðastliðinn varð smávægileg vélabilun í Ölfu SI 65 og dróg Anna SI 6 , bátinn til hafnar .

Ég smellti af þremur myndum þegar að bátarnir komu að Togarabryggjunni á Sigufirði.

 
 
 

18.06.2016 20:45

Kleifaberg RE 70 í slipp

Hér eru 3 myndir sem Magnús Jónsson tók í janúar af Kleifaberg RE í slipp í Reykjavík. 

Þann 29.12.2015 sagði á mbl.isFrysti­tog­ar­inn Kleif­a­berg RE er í slipp þessa dag­ana. Afla­verðmæti frysti­tog­ar­ans var ná­lægt 3,7 millj­örðum króna í ár og er það trú­lega mesta afla­verðmæti ís­lensks skips á ár­inu og eru upp­sjáv­ar­skip­in þá ekki und­an­skil­in.

Nærri læt­ur að á hverj­um degi árs­ins hafi fisk­ast fyr­ir 10 millj­ón­ir króna. Í ár hef­ur Kleif­a­bergið sótt um 60% af afla sín­um í lög­sögu annarra ríkja.

Í norskri lög­sögu hef­ur verið veitt fyr­ir um 500 millj­ón­ir króna og 1.400-1.500 millj­ón­ir í rúss­neskri lög­sögu, en þar þarf að greiða fyr­ir veiðiheim­ild­ir að hluta. Á Íslands­miðum hef­ur mikið verið veitt af ufsa. "

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Ég minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com , fyrir þá sem vilja deila myndum sínum með okkur hér á vefnum.

17.06.2016 20:40

17. júní

Íslenski þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert en það var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar. Fæðingardags hans var fyrst minnst með opinberum samkomum árið 1907 en fyrst var haldinn almennur þjóðminningardagur á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911.

Þá var Háskóli Íslands settur í fyrsta sinn. Eftir það héldu íþróttasamtök upp á daginn.

17. júní árið 1944 var Íslenska lýðveldið stofnað á Þingvöllum og jafnframt var fyrsta stjórnarskrá lýðveldisins staðfest. Sveinn Björnsson ríkisstjóri var kjörinn fyrsti forseti lýðveldisins. Síðan þá hefur dagurinn verið þjóðhátíðardagur Íslands.

 

17. júní er 168. dagur ársins (169. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu . 197 dagar eru eftir af árinu.

16.06.2016 11:30

Mánaberg ÓF 42 landar á Siglufirði - Á leið í Barentshafið

Landað var rúmlega 100 tonnum af afurðum úr Mánaberginu á þriðjudaginn en skipið hafði þá verið rúma viku á veiðum . Var aflinn þorskur og ufsi til helminga . 

Mánaberg ÓF heldur svo til veiða í Barentshafið um kl 19:00 í kvöld .

 

 

15.06.2016 12:45

Fönix ST 177 landar á Sigufirði

Það bætist í hóp þeirra skipa sem landa rækju á Siglufirði , því Fönix ST 177 kom inn í morgun og landaði nokkrum körum af rækju . Rækjan var flutt á Hólmavík til vinnslu hjá Hólmadrangi.

Fyrir eru Sóley Sigurjóns GK , Sigurborg SH , Berglín GK og Frosti ÞH að landa rækju á Siglufirði. Múlaberg SI er enn í slipp en bætist í hópinn líklegast í þarnæstu viku.

 
 

13.06.2016 12:30

Grímsnes GK landar á Siglufirði

Grímsnes GK 555 er byrjað á rækjuveiðum og landaði í Grundarfiði 2 júní , um 9 tonnum af rækju. Grímsnes GK er nú komið norður fyrir land og kom inn til Siglufjarðar nú í morgun og landaði smávegis af rækju . Rækjan var flutt á Hvammstanga til vinnslu en hún er unnin hjá Meleyri .

 

Grímsnes GK var smíðað árið 1963 í Flekkefjord í Noregi og er því 53 ára . Skipið bar í upphafi nafnið Heimir SU 100 , síðan Mímir ÍS , Hafalda SU , Ásgeir Magnússon GK , Árni Geir KE , Happasæll KE , Sædís HF , Mímir ÍS , Sædís ÍS , Grímsnes GK , Auðbjörg II SH og svo Grímsnes GK 555

12.06.2016 21:10

Petra ÓF 88

Hér er mynd af Petru ÓF 88 frá því í síðasta mánuði en Petra ÓF er gerð út á línu frá Siglufirði.

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Petru ÓF :

Smíði

Smíðaár 2005
Smíðastaður Reykjavík / siglufjörður
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Seigla ehf
Smíðanúmer 22
Efniviður Trefjaplast

11.06.2016 21:50

Norma Mary H 110

Hér er mynd frá því í maí þegar að Norma Mary H 110 lá við slippbryggjuna á Akureyri.

 

Norma Mary hefur áður borið nöfnin Ocean Castle FD , Napoleon FD og Fríðborg FD og var smíðað árið 1989.

10.06.2016 20:20

Myndasyrpa frá Vestmannaeyjarhöfn - Part II

Þiðrik Unason tók nokkrar myndir þegar að hann var í Vestmannaeyjum í maí mánuði og sendi mér .
Í gær birti ég fyrri hluta myndasyrpunnar en í dag sjáum við seinni hluta hennar.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

09.06.2016 20:20

Myndasyrpa frá Vestmannaeyjarhöfn - Part I

Þiðrik Unason tók nokkrar myndir þegar að hann var í Vestmannaeyjum í maí mánuði og sendi mér .

Hér er fyrri hluti myndasyrpunnar en sá seinni kemur hér inn á morgun.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

08.06.2016 14:15

Bjartur NK seldur úr landi

Á heimasíðu Síldarvinnslunar segir í dag " Ísfisktogarinn Bjartur NK hefur verið seldur til Íran en ráðgert er að afhenda skipið nýjum eigendum í  ágústmánuði næstkomandi.
 
Bjartur var smíðaður í Japan og hefur alla tíð verið í eigu Síldarvinnslunnar. Honum var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð í Niigata hinn 25. október árið 1972 og afhentur Síldarvinnslunni 12. janúar árið 1973. Siglingin frá Niigata til Neskaupstaðar tók 49 sólarhringa og var vegalengdin 13.150 sjómílur "

 

Útgerð Bjarts hefur gengið vel frá upphafi og hefur ekki þótt vera ástæða til að gera miklar breytingar á skipinu. Árið 1984 var þó ný 2.413 hestafla aðalvél sett í það og árið 2004 hélt Bjartur til Póllands þar sem meiriháttar viðhaldi var sinnt. Heildarafli Bjarts frá því að hann hóf veiðar árið 1973 er rúmlega 140 þúsund tonn. Miðað við núverandi fiskverð má gera ráð fyrir að aflaverðmæti skipsins á þessum tíma nemi hátt í 30 milljörðum króna.

08.06.2016 12:30

Frosti ÞH 229 landar á Siglufirði í gær

Frosti ÞH 229 er byjaður á rækju og landaði tvívegis í Grundarfirði í enda síðasta mánaðar og kom svo inn til Siglufjarðar í gær og landaði nokkrum körum af rækju sem fara í vinnslu hjá Ramma hf. 

Símamynd - ggs
 

07.06.2016 15:55

Strandveiðbátar : Blíðfari ÓF 70 og Anna ÓF 83

Fjölmargir bátar gera út á strandveiðar frá Siglufirði í sumar , tveir þeirra eru Blíðfari ÓF 70 og Anna ÓF 83.

Ég smellti af myndum af þeim í síðustu viku þegar að þeir voru að landa ágætis afla.

 
 
 

 

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar