08.06.2016 14:15

Bjartur NK seldur úr landi

Á heimasíðu Síldarvinnslunar segir í dag " Ísfisktogarinn Bjartur NK hefur verið seldur til Íran en ráðgert er að afhenda skipið nýjum eigendum í  ágústmánuði næstkomandi.
 
Bjartur var smíðaður í Japan og hefur alla tíð verið í eigu Síldarvinnslunnar. Honum var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð í Niigata hinn 25. október árið 1972 og afhentur Síldarvinnslunni 12. janúar árið 1973. Siglingin frá Niigata til Neskaupstaðar tók 49 sólarhringa og var vegalengdin 13.150 sjómílur "

 

Útgerð Bjarts hefur gengið vel frá upphafi og hefur ekki þótt vera ástæða til að gera miklar breytingar á skipinu. Árið 1984 var þó ný 2.413 hestafla aðalvél sett í það og árið 2004 hélt Bjartur til Póllands þar sem meiriháttar viðhaldi var sinnt. Heildarafli Bjarts frá því að hann hóf veiðar árið 1973 er rúmlega 140 þúsund tonn. Miðað við núverandi fiskverð má gera ráð fyrir að aflaverðmæti skipsins á þessum tíma nemi hátt í 30 milljörðum króna.

08.06.2016 12:30

Frosti ÞH 229 landar á Siglufirði í gær

Frosti ÞH 229 er byjaður á rækju og landaði tvívegis í Grundarfirði í enda síðasta mánaðar og kom svo inn til Siglufjarðar í gær og landaði nokkrum körum af rækju sem fara í vinnslu hjá Ramma hf. 

Símamynd - ggs
 

07.06.2016 15:55

Strandveiðbátar : Blíðfari ÓF 70 og Anna ÓF 83

Fjölmargir bátar gera út á strandveiðar frá Siglufirði í sumar , tveir þeirra eru Blíðfari ÓF 70 og Anna ÓF 83.

Ég smellti af myndum af þeim í síðustu viku þegar að þeir voru að landa ágætis afla.

 
 
 

 

06.06.2016 07:00

Klakkur SK 5 á landleið fyrir sjómannadag - 2 myndir

Þiðrik Unason sendi mér þessar tvær myndir sem hann tók um borð í Klakk SK 5 á föstudaginn þegar að skipið var að koma í  höfn á Sauðárkrók. 

Fyrri myndin er tekin úr afturgálganum en sú seinni er tekin ofan af brúarþakinu .

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

 

05.06.2016 16:30

Sjómannadagskveðja

 skoger.123.is sendir öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra hátíðarkveðjur í tilefni af sjómannadeginum !

 

05.06.2016 10:35

Skemmtisigling með Varðskipinu Tý frá Ólafsfirði - Myndasyrpa

Í gærmorgun kl. 11:00 var boðið upp á skemmtisiglingu frá Ólafsfirði með varðskipinu Tý og frystitogaranum Mánaberg ÓF.

Ég skellti mér í siglingu með Tý ásamt Bjössa bróðir og Jóhanni Gauta syni mínum og höfðum við allir mjög gaman af . Leiðinda þoka lá yfir öllu en ég smellti af nokkrum myndum sem sjá má hér fyrir neðan .  

 

 

Þorbjörn Sigurðsson - Yfirhafnarvörður í Fjallabyggð var á vaktinni í gær

 

 

 

Vilhjálmur Sigurðsson skipstjóri á Sigurbjörg ÓF og Þorbjörn Sigurðsson 

 

Mánaberg ÓF á útleið frá Ólafsfirði

 

Sonur minn , Jóhann Gauti Guðmundsson

 

Félagar úr Björgunarsveitinni Tindur á Ólafsfirði

 

 

 

Flottir frændur , Jóhann Gauti og bróðir minn Björn Sveinsson

 

 

 

Því miður láðist mér að taka niður nöfnin hjá þessum herramönnum úr áhöfn v.s Týrs

 

 

 

Halldór B. Nellet skipherra á varðskipinu Tý

 

04.06.2016 10:25

Sjómannadagshelgin !

Sjómannadagurinn er fyrsti sunnudagurinn í júní ár hvert, nema ef hvítasunnu ber upp á þann dag, þá er hann næsti sunnudagur þar á eftir. Hann er hátíðisdagur allra sjómanna. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur þann 6. júní árið 1938 í Reykjavík og á Ísafirði[1] en frá upphafi 20. aldar tíðkaðist að halda sérstakar sjómannamessur í kirkjum áður en þilskipin héldu til veiða eftir vetrarlægi, sem var yfirleitt 3. eða 4. sunnudag eftir þrettánda. Árið 1987 var dagurinn lögskipaður frídagur sjómanna.

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar - ljósmyndari ókunnur

 

03.06.2016 09:45

Mánaberg ÓF 42 landar á Siglufirði

Landað var úr Mánaberg ÓF í gærdag á Siglufirði um 240 tonnum af afurðum. Uppistaða aflans var úthafskarfi , um 145 tonn  .

Tók þessa mynd þegar að Mánaberg ÓF hélt yfir til Ólafsfjarðar að löndun lokinni í gærkveldi.

 

Líklegast var þetta í síðasta sinn sem Mánabergið siglir yfir til Ólafsfjarðar til þess að liggja við bryggju á sjómannadaginn en eins og flestir vita þá er nýr frystitogari í smíðum fyrir Ramma hf .

02.06.2016 14:00

Særún EA 251 í slipp

Særún EA 251 sem er í eigu Sólrúnar ehf á Árskógssandi hefur verið í viðgerð og klössun hjá Siglufjarðar Seig á Siglufirði síðustu daga.

 

Særún EA hét áður Hópsnes GK og var í eigu Stakkavíkur.

01.06.2016 17:00

Berglín GK 300 landar rækju á Sigufirði

Berglín GK 300 er byrjuð á rækjuveiðum og landaði rúmum 20 tonnum af rækju í Grundarfirði þann 25. maí síðastliðinn . 
Berglín er nú komin norður fyrir land og landaði á Siglufirði eftir hádegi í gær um 14 tonnum af rækju. Rækjan er flutt á Hvammstanga þar sem hún er unnin hjá Meleyri . 

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Berglín GK :

Smíðaár 1988
Smíðastaður Garðabær
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Stálvík hf
Smíðanúmer B-33
Efniviður Stál

31.05.2016 08:30

Á halanum í rjómablíðu ! - 3 myndir

Hjalti Gunnarsson Siglfirðingur og vélstjóri á aflaskipinu Þerney RE 1 sendi mér myndir í gær sem hann tók í þokunni fyrir vestan og í skeyti frá honum segir " Tók nokkrar myndir áðan þegar ég var að smyrja í græjurnar á togdekkinu, við erum á halanum í rjómablíðu það var þétt þoka og svo létti til núna eftir hádegið. "

Skipin á myndunum eru Snæfell EA og Mánaberg ÓF 

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

Síðar um daginn kom önnur sending frá honum og í skeytinu sagði " ein í lokin af blíðunni sem brast á þegar þokunni létti, vestfjarðakjálkinn í fjarska tignarlegur "

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

Ég þakka Hjalta kærlega fyrir þessar glæsilegu myndir og minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com , ef sjómenn vilja senda mér myndir til birtingar hér á vefnum. 

30.05.2016 14:20

Sóley Sigurjóns GK 200 landar rækju á Siglufirði

Sóley Sigurjóns GK 200 er byrjuð á rækjuveiðum og landaði 27 tonnum af rækju í Grundarfirði þann 24. maí síðastliðinn . 

Sóley Sigurjóns er nú komin norður fyrir land og landaði á Siglufirði í morgun um 15 tonnum af rækju. Rækjan er flutt á Hvammstanga þar sem hún er unnin hjá Meleyri . 

 
 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Sóley Sigurjóns : 

Smíðaár 1987
Smíðastaður Hvide sande danmörk
Smíðaland Danmörk
Smíðastöð J.k skibsbyggeri aps
Smíðanúmer 0183
Efniviður Stál

29.05.2016 18:00

Geir SI 55 - Umfjöllun um sögu skipsins

Í dag sjáum við mynd frá Héraðsskjalasafni Fjallabyggðar af Geir SI 55 við bryggju á Siglufirði. Ekki veit ég hver tók myndina né hvaða ár hún er tekin.

Skipið var smíðað í Noregi en ekki er vitað um ártal en J.C.I Arnesen á Akureyri eignast skipið 23.ágúst árið 1928 og fær það nafnið og skráninguna Geir EA 552 . Geir mældist 58 brl. og var með 60 ha. Dan vél . Árið 1933 var sett í skipið 130 ha. June Munktell vél. 

 

7 júní 1939 eignast Friðrik Guðjónsson skipið og fær það skráninguna SI 55. Þann 26. nóvember sama ár var Geir SI 55 auglýstur til sölu í Morgunblaðinu , ásamt fleiri bátum Friðriks Guðjónssonar.

 

Þann 6. maí árið 1949 er Geir SI 55 seldur Áka Jakobssyni í Reykjavík og heldur nafninu en fær skráninguna GK 272 .  

Árið 1957 fær Geir skráninguna RE 148 og strandar svo ári síðar við Reykjavík og er talinn ónýtur. Í fljótu bragði fann ég engar upplýsingar um strand skipsins en gaman væri ef einhver hefði upplýsingar um það og væri tilbúinn til þess að deila því hér fyrir neðan í athugasemdarkerfinu.

 

Heimild : Íslensk skip - bindi 1, bls. 102

28.05.2016 11:15

Múlaberg SI 22 í slipp

Múlaberg SI 22 er nú komið í slipp á Akureyri og er áætlað að skipið verði í slipp í 3 vikur , hið minnsta. 

Skipta á um ljósavél , ásamt því að sinna öðru viðhaldi og eflaust verður skipið málað í leiðinni.

 

 

Múlaberg SI 22 var smíðað í Niigata Japan árið 1973 og hét Ólafur Bekkur ÓF 2 þegar að það kom nýtt til landsins þann 8 maí 1973. Þetta var sjöunda systurskipið, sem byggt var í Japan fyrir íslendinga, og jafnframt það fjórða og síðasta frá Niigata skipasmíðastöðinni. Skipið var eign útgerðarfélags Ólafsfirðinga, en það félag stofnuðu Hraðfrystihús Ólafsfjarðar, Hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar og Ólafsfjarðarbær um togarann til að afla hráefnis fyrir frystihúsin á Ólafsfirði

27.05.2016 10:45

Venus NS 150 í slipp á Akureyri

Skrapp í sunnudagsbíltúr til Akureyrar með fjölskylduna á sunnudaginn síðasta og tók þá þessa mynd af Venus NS 150 í flotkvínni en þar fór fram "ársskoðun" á skipinu . 

 

Til gamans má geta að í dag er eitt ár síðan að Venus NS kom til heimahafnar og var formlega gefið nafn.

Umfjöllun mína frá því í fyrra um Venus NS 150 má lesa HÉR

Flettingar í dag: 479
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 711
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 2226089
Samtals gestir: 515002
Tölur uppfærðar: 19.9.2017 22:18:58

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar