23.05.2016 12:40

Dýpkunarskipið Perla rifið í Hafnarfirði

Magnús Jónsson sendi mér þessar tvær myndir af dýpkunarskipinu Perlu á dögunum með þeim skilaboðum að stefnt væri að því að rífa skipið í Hafnarfirði á næstu dögum. Mér er ekki kunnugt um hvernig staðan á verkinu er , hvort að byrjað sé að rífa skipið eða búið að því.

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Perla var smíðuð í Husum í V-Þýskalandi árið 1964.

22.05.2016 21:45

Rússar og Eldborg

Magnús Jónsson sendi mér þessar myndir á mánudaginn síðasta og í skeytinu sagði Magnús " Rússarnir að umskipa úthafskarfa i skip og Eldborg komin í langlegudeildina. "

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

22.05.2016 12:35

Bjarki SI 33 - Umfjöllun um sögu skipsins

Í dag sjáum við tvær myndir frá Héraðsskjalasafni Fjallabyggðar af línuskipinu Bjarka SI 33. Skipið var smíðað í Þýskalandi árið 1911 og kom upphaflega undir nafninu Siegfried til Íslands árið  1925 og var það frá Cuxhaven. Skipið var 141 brl. 

Fyrsti eigandi þess á Íslandi var Bjarni Ólafsson , Akranesi , frá 9.júlí 1926 og bar þá nafnið Ólafur Bjarnason MB 57. Skipið er selt 7 október 1929 Fiskveiðihlutafélaginu Ármanni , Reykjavík , og ber þá nafnið RE 4. 

Selt 25 júlí 1932 Samvinnuútgerð Siglufjarðar og hét þá Bjarki SI 33 . Í lok árs 1933 eignast Eyþór Hallsson á Siglufirði skipið  , sem síðar selur Steindóri Hjaltalín á Siglufirði það árið 1939 . Árið 1944 er skipið lengt og mælist þá 176 brl.

Árið 1946 er skipið selt til Akureyrar og fær þá nafnið Bjarki EA 764.

 

Í bókinni " Á vaktinni " segir Hannes J Hafstein frá því þegar að hann fékk pláss á Bjarka SI á síldarvertíðinni árið 1944. Í bókinni segir "Ég vissi ekki fyrr en síðar að þetta var svo sannarlega skip með fortíð. Það var smíðað í Þýskalandi árið 1911 og gert út til línuveiða í Norðursjónum. Þar kom að talið var að hægt væri að stunda ábatasamari útgerð en að draga stútunga úr Norðursjó og í byrjun marsmánaðar 1925 var skipið komið alla leið til Íslands og lá við festar í Vogavíkinni. Þrír menn reru á skipsbátnum í land og hélt einn þeirra , sem var Íslendingur , rakleiðis til Reykjavíkur. Þegar hinir tveir ætluðu aftur til skips gripu veðurguðirnir í taumana og hindruðu för út í skipið. Yfirvaldinu suður með sjó þótti ferðir skips og manna grunnsamlegar, lét handtaka þýsku strandaglópana og óskaði eftir að stjórnvöld könnuðu frekar ferðir skipsins. Varðskipið Fylla var sent á vettvang og þegar varðskipsmenn opnuðu lesta skipsins blasti við þeim heill farmur af spírabrúsum og eðalvíni á flöskum.

Til að gera langa sögu stutta þá voru í skipinu 17 þúsund lítrar af áfengi og var skipið með öllum farmi gert upptækt. Skipverjar voru dæmdir í sektir og til tukthúsvistar. Ríkissjóður seldi skipið síðar Bjarna Ólafssyni á Akranesi og fékk það þá Íslenskt nafn, Ólafur Bjarnason MB 57.

 

Bjarki EA 764 var seldur til niðurrifs og tekið af skrá árið 1956.

 

Heimildir : Íslensk skip , 2 bindi - Á vaktinni , Steinar J Lúðvíksson 1996 - Óskar Franz Óskarsson

21.05.2016 11:00

Svipmyndir vikunnar II - Myndasyrpa

Hér fyrir neðan eru 10 myndir sem ég tók í vikunni sem er að líða . Á þeim má sjá hluta af starfsmönnum Fiskmarkaðs Siglufjarðar við löndun úr Sigurbjörg ÓF , hressar konur úr samtökunum Konur í sjávarútvegi og nokkra strandveiðibáta . 

Góða helgi !

 

 

Sigurbjörg ÓF landaði um 130 tonnum af afurðum , mestmegnis þorski og ufsa .

 

Ægir Örn Arnarson

 

Jónas Sumarliðason - Hafnarvörður

 

Óðinn Freyr Rögnvaldsson

 

 

 

Sverrir Bergvin Kárason - Dawid Dziondziakowski - Guðmundur Gauti Sveinsson

 

Lúðvík Gunnlaugsson - Eigandi Trausta EA 98

 

 

Á fimmtudaginn síðastliðinn komu í heimsókn á Fiskmarkað Siglufjarðar 48 hressar konur úr samtökunum Konur í sjávárútvegi. 

Fiskmarkaður Siglufjarðar bauð þeim til smá veislu þar sem þær gæddu sér á veitingum frá Aðalbakaríinu á Siglufirði og skoðuðu húsakynni FMSI .

 

20.05.2016 15:25

Faxaborg SH 207 landar á Siglufirði

Faxaborg SH 207 kom til löndunar á Siglufirði um kl. 22:00 í gærkveldi og landaði um 4 tonnum af slægðu en Faxaborg SH er gerð út á línu.

Faxaborg SH 207, sem er í eigu KG fiskverkunar í Rifi, hét áður Sólborg RE og var í eigu Brims. Faxaborg er svokallaður Kínabátur sem smíðaður var árið 2001. Faxaborgin var lengd um 4,5 metra og yfirbyggð hjá skipasmíðastöð Njarðvíkur. 

 

Myndin er tekin úr eldhúsglugganum heima í gærkveldi.

19.05.2016 22:40

Meira um Fjólu BA 150

Í færslu sem ég setti inn í gærmorgun og fjallaði um hugsanleg endalok Fjólu BA 150 , hafa mér borist nokkar ábendingar .Til dæmis benti Þiðrik Unason mér á það að í Morgunblaðinu , þann 27.ágúst í fyrra hafi verið viðtal við Lárus H. List á Akureyri  , þar sem hann segir frá því að hann hafi nú eignast Fjólu BA og stefni að því að gera upp bátinn og varðveita hann. 

Í viðtalinu segir " Báturinn var smíðaður á Fáskrúðsfirði árið 1971 og er um 17 metra langur, með þessari fínu Gardner-vél sem er algerlega einstök.
Birkir Guðmundsson, bátaáhugamaður og vinur minn, sem er að gera upp Pilott BA í Reykjavík, kom okkur Jóhannesi Haraldssyni, fyrrverandi eiganda Fjólu, saman. Jóhannes hringdi einfaldlega í mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að taka við bátnum, með það að markmiði að gera hann upp og varðveita.
Ég þurfti nú ekki að hugsa málið lengi, enda er Fjóla um margt í mjög góðu standi, þannig að það eru spennandi tímar framundan hjá mér og eflaust fæ ég gott fólk í lið með mér varðandi framhaldið. Ég þakka mínum sæla fyrir að Jóhannes hafi viljað koma bátnum til fólks sem hefur áhuga á að varðveita íslenska skipasögu. Siglingin hingað norður gekk vel, enda veðrið ákjósanlegt.
 "

 

Í viðtalinu segir einnig " Lárus segir að á Akureyri séu um margt góðar aðstæður til að gera upp eikarbáta og bendir á Húna II, sem var smíðaður á Akureyri árið 1963. „Það var búið að taka Húna II af skipaskrá á sínum tíma og til stóð að eyða honum á áramótabrennu. En honum var bjargað og kom hingað 2005 í ágætis standi. Ég átti frumkvæðið og hugmyndina að Húnaverkefninu, sem gekk eftir eins og við þekkjum það hér.

Margir hafa komið að viðhaldi Húna II og ég held að augu landans séu að opnast í þessum efnum. Það tekur nokkur ár að gera upp slíkt margt gott fólk kemur til með að leggjast á árarnar með mér í þessu nýjasta verkefni. Við getum sagt að ástríða sé lykilatriðið í slíku verkefni og hérna á Akureyri er stór hópur sem hefur metnað og vilja til að varðveita söguna og gera upp slíkan bát. Fjóla verður án efa fallegt blóm í flórunni með tíð og tíma. Þótt ekki séu liðnir margir dagar frá því Fjólu var lagt hérna við Torfunefsbryggju, hafa þegar margir sett sig í samband við mig og lýst yfir áhuga á að
koma að endurgerðinni, þannig að ég er viss um að þetta verkefni kemur til með að verða gjöfult og skemmtilegt.
 "

Þá vitum við það , Fjólu BA verður ekki fargað að sinni , ef að draumur Lárusar gengur eftir .. 

18.05.2016 23:15

Binni EA 108 heldur til veiða

Þiðrik Unason sendi mér þessar tvær myndir af Binna EA 108 sem hann tók á Hofsós í fyrradag , þegar að Binni EA var að fara að vitja um grásleppunetin.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

18.05.2016 09:25

Fjóla BA 150 - Komið að endalokum ?

Fjóla BA 150 liggur við bryggju á Akureyri . Fjóla BA var smíðuð árið 1971 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar hjá Trésmiðju Austurlands á Fáskrúðsfirði.

Á vef Fiskistofu eru skráðar fjórar landanir í október og nóvember 2012 en síðasta löndun sem skráð er á bátinn var 26.janúar 2013. Síðan þá hefur báturinn ekki stundað veiðar.

Nú spyr ég lesendur góðir , veit einhver hver framtíð þessa báts er ? Verður hann aftur gerður út eða verður hann nýttur í ferðaþjónustu eða kannski brytjaður niður .. 

 

17.05.2016 12:46

Rannóknarskipið Poseidon - ex Harðbakur EA

Smellti af mynd af rannsóknarskipinu Poseidon við bryggju á dögunum . Skipið var smíðað í San Juan á Spáni sem Harðbakur EA 3 árið 1974 en var breytt í rannsóknarskip árið 2009.

 

16.05.2016 19:10

Frosti ÞH 229

Eins og margir tóku eftir í gær , lá síðan mín niðri vegna bilunar í kerfinu hjá 123.is , en nú er allt komið í lag. 

Ég ætlaði að birta færslu hér í gær um línuveiðarann Bjarka SI 33 en hún bíður til næsta sunnudags en í staðinn sjáum við mynd af aflaskipinu Frosta ÞH 229 liggja við slippbryggjuna á Akureyri . 

 

14.05.2016 16:20

Svipmyndir vikunnar 1 - Myndasyrpa

Núna iða allar hafnar landsins af lífi eftir að strandveiðivertíðin hófst. Að jafnaði tek ég svona 20 - 30 myndir á dag þegar að mikið er um að vera á hafnarsvæðinu á Siglufirði , en margar af þeim myndum sem ég tek birti ég yfirleitt ekki hér á vefnum , heldur enda þær í möppum hjá mér í tölvunni .

Á laugardögum í sumar ætla ég að reyna að birta nokkrar myndir á hverjum laugardegi , myndir sem ekki birtast að öllu jöfnu hér á vefnum . Ég ætla að nefna þennan lið "Svipmyndir vikunnar" og í dag sjáum við fyrsta hluta þessara mynda frá vikunni sem er að líða . 

 

 

Viggó SI 32

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Daníel SI 152

 

Bylgjan SI 115

 

 

d

Sægreifi EA 444

 

Lesendur góðir , það skemmir ekkert fyrir að smella á "Líkar þetta " hnappinn hér fyrir neðan og deila myndunum ef ykkur líkar þær :)

 
Sægreifi EA 444
 

13.05.2016 13:20

Víkingaskipið Drekinn

Magnús Jónsson sendi mér þessa mynd af Víkingaskipinu Drekanum .  Skipið hef­ur verið á sigl­ingu frá Nor­egi síðan 26. apríl  en það kom til Íslands frá Þórshöfn í Færeyjum þar sem áhöfnin þurfti að bíða í viku eftir hagstæðum byr. Áður hafði skipið lent í óvæntu viðgerðarstoppi í Leirvík á Hjaltlandseyjum. Leiðangurinn er til að minnast siglingaafreka Leifs Eiríkssonar og félaga fyrir þúsund árum. Frá Reykjavík liggur leiðin áleiðis til Eystribyggðar á Grænlandi, þar sem Eiríkur rauði nam land, en áfangastaðurinn þar er bærinn Qaqortoq við mynni Eiríksfjarðar hins forna. 

Þaðan er áformað að sigla til Nýfundnalands, til L‘anse aux Meadows, en þar eru einu staðfestu rústir sem fundist hafa í Kanada eftir siglingar norrænna manna, eins og þeim er lýst í fornsögum. Drekinn Haraldur hárfagri siglir síðan inn Saint Lawrence-flóa til Quebec-borgar, þaðan áfram inn á Vötnin miklu og verður  meðal annars komið við í Toronto og Chicago. Áætlað er að siglingunni ljúki í Duluth í Minnesota í Bandaríkjunum þann 18. ágúst.  

Mynd : Magnús Jónsson

 

Skipið var smiðað í Haugasundi í Noregi á árunum 2010-2012 og er 35 metrar að lengd, 8 metra breitt og ristir tvo og hálfan metra. Segl þess er á stærð við veglegt einbýlishús eða 260 fermetrar. 33 eru í áhöfn.

12.05.2016 12:45

Daníel SI 152 -

Verður maður ekki að birta reglulega myndir af Daníel SI 152 í gamla slippnum á Siglufirði ? 

 

Daníel SI var smíðaður eftir teikningu Egils Þorfinnssonar úr Keflavík, 52ja tonna eikarbátur, sem nýsmíði nr. 4 hjá Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar (Júlíus Nýborg) 1943. Kjölurinn var lagður í ágúst 1942, hljóp af stokkum 8. mars 1943 og afhentur í apríl sama ár. Hann var síðan endurbyggður hjá Skipavík hf. í Stykkishólmi 1976-1978.

Nöfn þau sem báturinn hefur borið eru: Guðmundur Þórðarson GK 75, Fálkanes SF 77, Guðmundur RE 19, Þorleifur Magnússon SH 172, Sonja B. SH 172, Bakkavík ÁR 100, Bjarnavík ÁR 13, Bjarnavík ÁR 20 og Daníel SI 152

 

11.05.2016 12:50

Anna EA og Kaldbakur EA landa í Hafnarfirði

Anna EA og Kaldbakur EA lönduðu í Hafnarfirði í gær og smellti Magnús Jónsson af einni mynd og sendi mér. 

Mynd : Magnús Jónsson

 

10.05.2016 21:55

Snekkjan A í Skagafirði - 2 myndir

Þiðrik Unason tók þessar tvær myndir í Skagafirði í dag af Rússnesku glæsisnekkjunni A.

Á Feykir.is má lesa " Snekkja rússneska milljarðamæringsins Andrey Melnichenko var á ferð um Skagafjörð í gær. Snekkjan, sem ber hið látlausa nafn „A“, er 120 metrar að lengd og hönnuð af hinum heimsfræga Philippe Starck. Hún er metin á um 39 milljarða króna en Melnichenko var í fyrra talinn sá 137. á lista yfir ríkustu menn í heimi. "

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem var tekið þegar Wall Street Journal leit inn í snekkjuna árið 2012.

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar