13.04.2016 07:45

Nýsmíðin Eskey ÓF 80 sjósett - Myndasyrpa

Í gærmorgun var nýsmíðin Eskey ÓF 80 sjósett hjá Siglufjarðar Seig á Siglufirði . Var báturinn smíðaður fyrir Bjarna Bragason útgerðarmann sem einnig gerir út Akraberg ÓF 90. Seigla á Akureyri smíðaði skrokkinn upphaflega , þá 11 metra en hann var lengdur hjá Siglufjarðar Seig og er Eskey tæpir 15 metrar á lengd. Ég hef ekki upplýsingar um vélastærð , þyngd bátsins og fleira en mun birta það þegar að þær upplýsingar fást.

Samkvæmt Bjarna verða þrír í áhöfn á bátnum , en báturinn verður útbúin beitningarvél en línan verður stokkuð upp í landi. Enn er rúm vika þar til að báturinn verður klár .

Hér fyrir neðan er myndasyrpa sem sýnir þegar að Eskey ÓF var sjósett í gær.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Ég óska Bjarna til hamingju með bátinn !

12.04.2016 18:30

Nýsmíðin Eskey ÓF 80 - Before and after myndir !

Ég sagði frá því þann 10.mars síðastliðinn að Siglufjarðar Seigur á Siglufirði væri að smíða nýjan bát fyrir Bjarna Bragason , útgerðarmann sem gerir út Akraberg ÓF 90. Í þeirri færslu nefndi ég bátinn Akraberg en í gær kom í ljós að báturinn mun bera nafnið Eskey ÓF 80 og bera skipaskrárnúmerið 2905. Báturinn var dreginn út úr húsi í gærdag og var sjósettur í morgun . Ég tók margar myndir við sjósetninguna sem birtast munu í fyrramálið.

Hér fyrir neðan má sjá tvær myndir , þá efri tók Ómar Freyr Sigurðsson , starfsmaður Siglufjarðar Seigs , af bátnum áður en framkvæmdir við hann hófust en eins og sjá má þá var skrokkurinn lengdur um tæpa 4 metra en skrokkurinn var smíðaður á sínum tíma af Seiglu á Akureyri.

Þá neðri tók ég í gær þegar nýbúið var að draga bátinn út úr húsi Siglufjarðar Seigs.

Mynd : Ómar Freyr Sigurðsson

 

 

12.04.2016 12:00

Arnarborg ÍS 260 seld til Dubai !

Arnar Kristjánsson útgerðarmaður á Ísafirði hefur selt togarann Arnarborg ÍS til Dubaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Á fréttavefnum BB.is segir „Við afhendum skipið í Reykjavík í fyrramálið,“ segir Arnar sem keypti togarann fyrir tæpum tveimur árum af útgerðarfélaginu Birni. „Ég hafði ekki nógu trygg verkefni fyrir skipið og þess vegna lét ég það frá mér,“  en á vef Fiskistofu er síðasta löndun sem skráð er á skipið þann 21.9.2015 og er engin löndun skráð fiskveiðiárið á undan.

Arnarborg ÍS sem í upphafi hét Framnes ÍS var smíðað í Flekkefjord í Noregi árið 1973 fyrir Kaupfélag Dýrfirðinga.

Skipið hefur borið nöfnin Framnes ÍS , Gunnbjörn ÍS og nú Arnarborg ÍS 

 

Myndin hér fyrir ofan var tekin þegar að Arnarborg ÍS kom inn til Siglufjarðar í september í fyrra vegna bilunar.

12.04.2016 09:15

Von SK 21 landar grásleppu - Myndasyrpa

Þiðrik Unason sendi mér þessar myndir af Von SK 21 koma að bryggju á Hofsós  á dögunum eftir að hafa vitjað upp grásleppunetin. Veiðin var með ágætum , eða 2,6 tonn af grásleppu . 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

11.04.2016 13:15

Nýr styrktaraðili

Það er gaman þegar að maður leggur sig fram við að gera eitthvað og fær verðlaun fyrir . Það fer ómældur tími í að mynda , skanna inn myndir , afla upplýsinga og skrifa texta hér inn á síðuna á hverju ári og eins og ég segi , þá er gaman að fá smá klapp á bakið .

Ég veit ekki hvort að menn hafa rekið augun í það , en hér hægra megin á síðunni er komið logo Fiskmarkaðs Siglufjarðar en Fiskmarkaður Siglufjarðar er orðinn styrktaraðili myndasíðunnar . 

Ef fleiri fyrirtæki eða stofnanir hafa áhuga á að gera hið sama , má hafa samband við mig í síma 8689333 eða senda mér póst á 580skoger@gmail.com.

 

11.04.2016 09:45

Nokkrar gamlar : Sigurey SI 71 - Myndasyrpa

Í dag lítum við í myndaalbúmið hjá pabba gamla og sjáum nokkrar myndir af togaranum Sigurey SI 71 koma að bryggju á Siglufirði.

Sigurey SI 71 var í eigu útgerðarfélagsins Togskips hf. sem stofnað var á Siglufirði árið 1970 af Sigurði Finnssyni og Kristjáni Rögnvaldssyni ásamt fleirum. Togskip hf átti meðal annars Margréti SI og Dagný SI .

Sigurey SI var keypt frá Frakklandi árið 1978 og var í eigu Togskips til ársins 1983 en þá kaupir Hraðfrystihús Patreksfjarðar Sigurey og verður hún BA 25. Árið 1989 eignast Stálskip hf. í Hafnarfirði Sigurey í september 1989 og fékk hún þá nafnið Rán HF 4. 

Árið 1994 var skipið selt úr landi .

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar
 

10.04.2016 11:00

Tvær gamlar : Dagný SI 7

Ég fékk lánaðar nokkrar myndir úr Héraðsskjalasafni Fjallabyggðar á dögunum og skannaði þær inn. Í dag sjáum við tvær myndir af aflaskipinu Dagný SI 7.

Mótorbáturinn Dagný SI 7 var smíðaður  úr eik og furu í Svíþjóð árið 1904. Dagný var 121 brl. með 170 hesta June Munktel vél. Eigendur bátsins 16. Júní árið 1937 voru þeir Sigurður Kristjánsson og Axel Jóhannsson frá Siglufirði. Þann 18. Desember 1942 var báturinn skráður í eign Dagný hf. á Siglufirði. Árið 1944 var báturinn lengdur og skráð stærð eftir það 136 brúttó lestir og árið 1945 var sett í bátinn ný 220 hestafla vél að gerðinni Völund. 

Mynd : Úr safni Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar

 

Mynd : Úr safni Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar

Síðustu ár bátsins á Siglufirði lá báturinn í reiðuleysi við bryggju, en var síðan seldur til Akureyrar, þar sem möstrin voru fjarlægð og ofan á dekki bátsins var komið fyrir beltakrana og var báturinn notaður til dýpkunar á höfninni á Akureyri  en báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 18. mars 1964 og var brenndur 31 ágúst 1965 á Akureyri.

09.04.2016 08:50

Júlía Blíða SI 173 að koma úr grásleppuróðri

Ég tók einn bryggjurúnt í fyrradag og náði mynd af Júlíu Blíðu SI 173 koma að bryggju eftir að hafa vitjað um grásleppunetin.

 

08.04.2016 09:15

Gulltoppur GK 24 - Góð veiði fyrir norðan

Gulltoppur GK 24 sem Stakkavík gerir út hefur verið fyrir norðan og landað á Siglufirði frá því í enda febrúar mánaðar. Hefur veiðin verið mjög góð og samkvæmt Aflafréttum situr Gulltoppur GK í 7 sæti í flokknum yfir báta 15 bt í apríl , með 22,1 tonn í 4 róðrum.

Í mars fiskaði Gulltoppur GK 164,9 tonn í 18 róðrum og var í 5 sæti yfir aflahæstu bátana í flokknum bátar yfir 15 bt.

 

07.04.2016 17:35

Snöggur SH 276 - Smíðaður árið 1979

Þiðrik Unason sendi mér þessar þrjár myndir af Snögg SH 276. Myndirnar tók hann á dögunum í Grundarfirði.

Snöggur SH var smíðaður árið 1979 hjá Bátalóni í Hafnarfirði og er gerður út á strandveiði á sumrin

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

07.04.2016 10:55

Norma Mary H110

Norma Mary H110 lá við slippbryggjuna á Akureryi nú á dögunum þegar að ég átti leið til Akureyrar. Ekki veit ég hvað var verið að gera við skipið en samkvæmt Marine Traffic liggur skipið enn við bryggju á Akureyri.

Norma Mary hefur áður borið nöfnin Ocean Castle FD ,  Napoleon FD og Fríðborg FD og var smíðað árið 1989.

 

06.04.2016 10:30

Örninn ÓF 28 - Grásleppuvertíðin hafin

Grásleppuvertíðin er hafin eins og flest allir vita en síðuhaldari er búinn að vera upptekinn síðustu daga og því lítið verið á ferðinni og fáar myndir tekið . Fór þó bryggjurúnt í morgun og smellti af nokkrum myndum þegar að Guðmundur Óli Sigurðsson var að landa rúmum tveimur tonnum af grásleppu .

 
 
 
 

05.04.2016 17:55

Haukur HF 50 nýskveraður

Magnús Jónsson sendi mér þessa mynd á dögunum af Hauk HF 50 við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.

Haukur HF var smíðaður árið 1972 hjá Bátalóni í Hafnarfirði og hefur borið mörg nöfn í gegnum tíðina , meðal annars Borgþór GK , Snæberg BA , Sigþór AK , Stakkavík ÁR , Gulltoppur ÁR , Aðalbjörg II. RE og Aðalberg BA.

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Hauk HF : 

Stærð og mál

Brúttórúmlestir 58,11
Brúttótonn 67,00
Nettótonn 25,00
Mesta lengd 21,93
Skráð lengd 19,63
Skráð dýpt 2,45
Skráð breidd 4,80

05.04.2016 09:40

Sigurbjörg ÓF heldur til veiða - myndasyrpa

Sigurbjörg ÓF 1 hélt til veiða um hádegisbilið í gær en landað var úr skipinu á laugardaginn síðastliðinn um 95 tonnum af afurðum . Var uppistaðan þorskur , rúm 53 tonn . Sigurbjörgin millilandaði þann 22. mars um 190 tonnum og er því heilarafli túrsins tæp 300 tonn.

Hér fyrir neðan eru myndir sem ég tók þegar að Sibban hélt til veiða í gær.

 
 
 
 
 

 

04.04.2016 09:30

Dönsku varðskipin Triton og Thetis

Magnús Jónsson sendi mér nokkrar myndir á dögunum og hér eru tvær þeirra og á þeim má sjá dönsku varðskipin Triton og Thetis í Reykjavíkurhöfn. Thetis liggur við bryggju en Triton er á útleið.

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar