03.04.2016 08:30

Nýjar myndir af Sólberg ÓF í skipasmíðastöðinni í Tyrklandi

Ragnar Aðalsteinsson útgerðarstjóri Ramma hf er staddur í Tyrklandi til að fylgjast með smíðinni á Sólberginu .

Ég fékk leyfi til að birta þrjár myndir frá honum og í texta um myndirnar segir " Í morgun (innsk. - 1.apríl ) var fyrstu einingu skipsins komið fyrir í slippnum þar sem skipið verður sett saman . Einingin viktaði 350 tonn að sögn kranamannsins sem hífði stykkið á staðinn "

Mynd : Ragnar Aðalsteinsson

 

Mynd : Ragnar Aðalsteinsson

 

Mynd : Ragnar Aðalsteinsson

 

02.04.2016 11:25

1 apríl - Rammi selur ekki smíðaréttinn á nýja skipinu !

Ég sagði frá því í gær að Rammi hf hefði selt smíðaréttinn á nýja skipinu og væri norskt útgerðarfyrirtæki eða Fisk Seafood sem hefðu keypt smíðaréttinn . Var um 1. apríl gabb að ræða og leiðrétti ég það hér með . 

Síðar í dag mun ég birta myndir sem Ragnar Aðalsteinsson útgerðarstjóri Ramma hf tók í gær af nýsmíðinni.

 

 

01.04.2016 14:05

Rammi hf áframselur smíðaréttinn á Sólbergi ÓF

Óstaðfestar fréttir segja að Rammi hf á Siglufirði sé búinn að selja frá sér smíðaréttinn á Sólbergi ÓF í Tyrklandi .

Er talað um að norskt útgerðarfyrirtæki hafi keypt nýsmíðina en þó eru aðrar fréttir sem segja að Fisk Seafood hafi keypt smíðaréttinn og ætli sér að smíða ísfisktogara en í upphafi var áætlað að Sólberg ÓF yrði frystitogari. Er þá talað um að nýja skipið muni leysa Klakk SK 5 af hólmi ef að rétt reynist.

01.04.2016 08:45

Myndir úr Reykjavíkurhöfn - 3 bátar

Stórvinur myndasíðunnar , Þiðrik Unason , sendi mér nokkar myndir á dögunum og í dag sjáum við þrjár myndir sem hann tók í Reykjavíkurhöfn .

Á þeirri fyrstu sjáum við Áróru RE 82 , á næstu Lunda RE 20 og að lokum björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson en síðar í dag eða í fyrramálið mun ég birta smá umfjöllun um björgunarskipið Sigurvin frá Siglufirði.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

 

31.03.2016 18:00

Mánaberg ÓF 42

Mánaberg ÓF 42 kom til hafnar í Siglufirði í gærmorgun , eftir um mánaðar veiðiferð í Barentshafinu . 

Landað var úr skipinu í gær um 300 tonnum af afurðum , mestmegnis þorski , eða um 260 tonnum . 

 

30.03.2016 11:15

Oddeyrin EA 210

Ég tók þessa mynd af Oddeyrinni EA 210 þegar að hún beið eftir því að komast að bryggju á miðvikudeginum fyrir páska.

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Oddeyrina EA 210 :

Smíði

Smíðaár 2000
Smíðastaður Figueras castrop spánn
Smíðaland Spánn
Smíðastöð Astilleros gondan s.a.
Smíðanúmer 409
Efniviður Stál

 

29.03.2016 19:05

Kristín GK 457

Þiðrik Unason sendi mér nokkar myndir á dögunum og í kvöld sjáum við eina af Kristínu GK 457 þar sem hún lá í höfn í Reykjavík.

Mynd : Þiðrik Unason

 

28.03.2016 11:40

Draupnir EA (ex Kristín VE) kemur til Siglufjarðar - Part IV - Myndasyrpa

Núna um páskana hef ég birt stóra myndasyrpu sem ég skipti niður yfir páskadagana .  Voru þetta yfir 20 myndir sem sýna það þegar að Kristín VE kom til Siglufjarðar með Reykjafoss. Myndirnar eru teknar árið 1995 .

Eiður Marinósson eigandi Kristínar VE 40 gaf Síldarminjasafninu á Siglufirði bátinn og í upphafi stóð til að sigla honum frá Vestmannaeyjum til Siglufjarðar. Í viðtali við tímaritið Dag þann 14. júlí sagði faðir minn , Sveinn Björnsson :  " Fyrst ætluðum við að sigla bátnum norður en hann var
ekki í það góðu ásigkomulagi að við þyrðum að sigla honum alla leið. Við leituðum því ásjár Eimskips og þeir fluttu hann ókeypis fyrir okkur með Reykjafossi.
"

Í grein Morgunblaðsins frá 14.júlí 1995 segir "Bátur þessi er fyrir margra sakir merkilegur, en kannski ekki síst útaf byggingarlagi sínu, því hann er byggður eftir gömlu skútulagi með lóðstefni og skuturinn kemur innundir sig að aftan. Þessi bátur er líklega einn af örfáum bátum sem til eru í upprunalegri mynd og eru m.a. stýrishúsið og möstrin upprunaleg.

Báturinn var smíðaður 1954 á Hauganesi við Eyjafjörð og var lengi gerður þaðan út. Síðan var hann seldur til Þórshafnar og þaðan til Vestmannaeyja. Meðan báturinn var gerður út frá Norðurlandi hét hann Draupnir og mun hann nú aftur hljóta það nafn. "

Draupnir var smíðaður af Sigfúsi Þorsteinssyni og er í dag til sýnis í bátahúsi Síldarminjasafns Íslands.

Í dag er komið að fjórða og síðasta hluta myndasyrpunnar.

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mennirnir á myndinni eru frá vinstri : Örlygur Kristfinnsson , Sveinn Björnsson , Erling Jónsson og Ragnar Hansson.

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

27.03.2016 11:00

Draupnir EA (ex Kristín VE) kemur til Siglufjarðar - Part III - Myndasyrpa

Núna um páskana mun ég birta stóra myndasyrpu sem ég skipti niður yfir páskadagana .  Eru þetta yfir 20 myndir sem sýna það þegar að Kristín VE kom til Siglufjarðar með Reykjafoss. Myndirnar eru teknar árið 1995 .

Eiður Marinósson eigandi Kristínar VE 40 gaf Síldarminjasafninu á Siglufirði bátinn og í upphafi stóð til að sigla honum frá Vestmannaeyjum til Siglufjarðar. Í viðtali við tímaritið Dag þann 14. júlí sagði faðir minn , Sveinn Björnsson :  " Fyrst ætluðum við að sigla bátnum norður en hann var
ekki í það góðu ásigkomulagi að við þyrðum að sigla honum alla leið. Við leituðum því ásjár Eimskips og þeir fluttu hann ókeypis fyrir okkur með Reykjafossi.
"

Í grein Morgunblaðsins frá 14.júlí 1995 segir "Bátur þessi er fyrir margra sakir merkilegur, en kannski ekki síst útaf byggingarlagi sínu, því hann er byggður eftir gömlu skútulagi með lóðstefni og skuturinn kemur innundir sig að aftan. Þessi bátur er líklega einn af örfáum bátum sem til eru í upprunalegri mynd og eru m.a. stýrishúsið og möstrin upprunaleg.

Báturinn var smíðaður 1954 á Hauganesi við Eyjafjörð og var lengi gerður þaðan út. Síðan var hann seldur til Þórshafnar og þaðan til Vestmannaeyja. Meðan báturinn var gerður út frá Norðurlandi hét hann Draupnir og mun hann nú aftur hljóta það nafn. "

Draupnir var smíðaður af Sigfúsi Þorsteinssyni og er í dag til sýnis í bátahúsi Síldarminjasafns Íslands.

Í dag er komið að þriðja og næst síðasta hluta myndasyrpunnar .

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar
 

26.03.2016 10:00

Draupnir EA (ex Kristín VE) kemur til Siglufjarðar - Part II - Myndasyrpa

Núna um páskana mun ég birta stóra myndasyrpu sem ég skipti niður yfir páskadagana .  Eru þetta yfir 20 myndir sem sýna það þegar að Kristín VE kom til Siglufjarðar með Reykjafoss. Myndirnar eru teknar árið 1995 .

Eiður Marinósson eigandi Kristínar VE 40 gaf Síldarminjasafninu á Siglufirði bátinn og í upphafi stóð til að sigla honum frá Vestmannaeyjum til Siglufjarðar. Í viðtali við tímaritið Dag þann 14. júlí sagði faðir minn , Sveinn Björnsson :  " Fyrst ætluðum við að sigla bátnum norður en hann var
ekki í það góðu ásigkomulagi að við þyrðum að sigla honum alla leið. Við leituðum því ásjár Eimskips og þeir fluttu hann ókeypis fyrir okkur með Reykjafossi.
"

Í grein Morgunblaðsins frá 14.júlí 1995 segir "Bátur þessi er fyrir margra sakir merkilegur, en kannski ekki síst útaf byggingarlagi sínu, því hann er byggður eftir gömlu skútulagi með lóðstefni og skuturinn kemur innundir sig að aftan. Þessi bátur er líklega einn af örfáum bátum sem til eru í upprunalegri mynd og eru m.a. stýrishúsið og möstrin upprunaleg.

Báturinn var smíðaður 1954 á Hauganesi við Eyjafjörð og var lengi gerður þaðan út. Síðan var hann seldur til Þórshafnar og þaðan til Vestmannaeyja. Meðan báturinn var gerður út frá Norðurlandi hét hann Draupnir og mun hann nú aftur hljóta það nafn. "

Draupnir var smíðaður af Sigfúsi Þorsteinssyni og er í dag til sýnis í bátahúsi Síldarminjasafns Íslands.

Í gær birti ég fyrsta hluta myndasyrpunnar og í dag sjáum við annan hluta : 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

25.03.2016 13:20

Draupnir EA (ex Kristín VE) kemur til Siglufjarðar - Part I - Myndasyrpa

Núna um páskana mun ég birta stóra myndasyrpu sem ég skipti niður yfir páskadagana .  Eru þetta yfir 20 myndir sem sýna það þegar að Kristín VE kom til Siglufjarðar með Reykjafoss. Myndirnar eru teknar árið 1995 .

Eiður Marinósson eigandi Kristínar VE 40 gaf Síldarminjasafninu á Siglufirði bátinn og í upphafi stóð til að sigla honum frá Vestmannaeyjum til Siglufjarðar. Í viðtali við tímaritið Dag þann 14. júlí sagði faðir minn , Sveinn Björnsson :  " Fyrst ætluðum við að sigla bátnum norður en hann var
ekki í það góðu ásigkomulagi að við þyrðum að sigla honum alla leið. Við leituðum því ásjár Eimskips og þeir fluttu hann ókeypis fyrir okkur með Reykjafossi.
"

Í grein Morgunblaðsins frá 14.júlí 1995 segir "Bátur þessi er fyrir margra sakir merkilegur, en kannski ekki síst útaf byggingarlagi sínu, því hann er byggður eftir gömlu skútulagi með lóðstefni og skuturinn kemur innundir sig að aftan. Þessi bátur er líklega einn af örfáum bátum sem til eru í upprunalegri mynd og eru m.a. stýrishúsið og möstrin upprunaleg.

Báturinn var smíðaður 1954 á Hauganesi við Eyjafjörð og var lengi gerður þaðan út. Síðan var hann seldur til Þórshafnar og þaðan til Vestmannaeyja. Meðan báturinn var gerður út frá Norðurlandi hét hann Draupnir og mun hann nú aftur hljóta það nafn. "

Draupnir var smíðaður af Sigfúsi Þorsteinssyni og er í dag til sýnis í bátahúsi Síldarminjasafns Íslands.

Hér kemur fyrsti partur úr myndasyrpunni : 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

24.03.2016 19:40

Málmey og Klakkur

Þiðrik Unason sendi mér þessa mynd í fyrradag af skipum Fisk Seafood við bryggju á Sauðárkrók . 

Eins og sést vel á myndinni er smá stærðarmunur á Málmey SK og Klakk SK

Mynd : Þiðrik Unason

24.03.2016 09:45

Rétt svar : Sigluvík SI 2

Ég spurði um í færslunni hér fyrir neðan hvort lesendur síðunnar þekktu skipið á myndinni og voru nokkrir sem spreyttu sig , en Guðmundur Óli Sigurðsson var fyrstur að koma með rétt svar , Sigluvík SI 2 . 

Góðvinur myndasíðunnar , Óskar Franz Óskarsson , sendi mér þessa mynd af Sigluvíkinni þar sem hún er í slipp . Myndin er tekin í fyrra og ber skipið nafnið Kombat L-1169 frá Luderitz í Namibíu.

Sigluvík SI var smíðuð árið 1974 á Spáni og var í eigu Þormóðs Ramma á Siglulfirði.

Mynd : Úr safni Óskars Franz Óskarssonar

 

23.03.2016 17:20

Gáta : Hvert er skipið ?

Ég fékk þessa mynd senda í gærkveldi frá góðvini síðunnar og ætla að spyrja ykkur lesendur góðir , þekkið þið skipið ? 

 

23.03.2016 08:00

Sirrý ÍS 36 - 4 myndir

Magnús Jónsson sendi mér þessar 4 myndir í fyrradag af Sirrý ÍS 36 við bryggju í Reykjavíkurhöfn en í meðfylgjandi pósti sagði Magnús að ástæðan fyrir inniverunni væri bilun , líklegast rafmagnsbilun.

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Ég þakka Magnúsi kærlega fyrir sendinguna og minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar