10.03.2016 12:55

Nýsmíði hjá Siglufjarðar Seig - Nýtt Akraberg

Ég skrapp á dögunum í heimsókn til strákanna í Siglufjarðar Seig með Bjarna Bragasyni útgerðarmanni , en hjá Siglufjarðar Seig er verið að smíða nýjan bát fyrir Bjarna sem mun fá nafnið Akraberg (að ég held)

Samkvæmt Bjarna verða þrír í áhöfn á bátnum , en báturinn verður útbúin beitningarvél en línan verður stokkuð upp í landi.

Stefnt er að því að báturinn verði tilbúinn um mánaðarmótin og mun ég gera honum nánari skil þegar að nær dregur afhendingu.

 
 
 
 

Hér er mynd af gamla Akraberginu sem ég tók sumarið 2014.

 

d

09.03.2016 12:10

Ein gömul : Skógafoss á Siglufirði

Ég dundaði mér við það í gær að skanna inn hluta af myndasafninu hans pabba og rakst þá á þessa mynd .

Á henni má sjá Skógafoss að ég held við bryggju á Siglufirði fyrir fjölda ára . 

Það væri gaman ef einhver fróður gæti frætt okkur aðeins um skipið og ekki skemmdi það fyrir ef einhver vissi deili á bílunum sem eru á bryggjunni.

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

08.03.2016 09:15

Bjarni Sæm landar á Siglufirði

Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum er hafin og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fjögur skip taka þátt í verkefninu; togararnir Ljósafell SU og Bjartur NK og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson. Alls verður togað á um 600 stöðvum á 20-500 m dýpi umhverfis landið.

Verkefnið, sem einnig er nefnt marsrall eða togararall, hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti á hverju ári síðan 1985. 

Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson hefur verið við veiðar fyrir norðan land og landaði á Siglufirði á sunnudagsmorguninn síðastliðinn og síðan aftur seinnipartinn í gær. Hefur aflinn verið rúm 10 tonn í hvorri löndun.

Bjarni Sæmundsson RE 30 að kom inn til löndunar í gær

 

Hér fyrir neðan má sjá skjáskot af vef Hafró , af staðsetningu skipanna sem taka þátt í vorralli Hafró

Skjáskot af vef Hafró - http://www.hafro.is/skip/skip.html

 

07.03.2016 13:00

Gulltoppur GK 24

Gulltoppur GK 24 er kominn norður á ný , eftir að hafa farið einn hring í kringum landið en Gulltoppur kom til Siglufjarðar 24. janúar og landaði nokkrum sinnum áður en hann hélt austur og landaði á Djúpavogi , í Grindavík , Sandgerði og á Skagastönd áður en hann kom aftur til Siglufjarðar og landaði 27. febrúar.

 

Gulltoppur GK hefur borið nokkur nöfn í gegnum tíðina , meðal annars Egill Halldórsson SH , Farsæll SH og Langanes ÞH

06.03.2016 22:40

Sunnudagsgátan : Rétt svar er Frosti ÞH 229

Það gekk frekar hægt að fá rétt svar við gátu dagins , en það kom þó að lokum eftir að ég setti inn tengil á Facebook síðuna mína . 

Ragnar Aðalsteinsson , útgerðarstjóri Ramma hf , kom svo með rétta svarið , Frosti ÞH 229.

Mynd : Þórhallur Sófuson Gjöveraa

 

Mynd : Þórhallur Sófusson Gjöveraa

 

Ég þakka Þórhalli kærlega fyrir myndirnar og minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com , ef fólk lána mér myndir hér til birtingar.

06.03.2016 09:50

Sunnudagsgátan : Hver á brúna ?

Sunnudagur í dag og við spyrjum eins og svo oft áður , hver á brúna ?

Mynd : Aðsend

 

Það gekk frekar hægt að fá rétt svar við gátunni , þannig að ég setti inn tengil á færsluna á Facebook. Að lokum kom rétta svarið , eins og sjá má hér fyrir neðan :

 
 
Ragnar Aðalsteinsson Frosti ?
 
LikeReply1 hr
Haraldur Hermannsson Gulltoppur?
 
LikeReply19 mins
Guðmundur Sveinsson
Write a reply...
 
Guðmundur Sveinsson Ragnar Aðalsteinsson er með rétta svarið , Frosti
 
LikeReplyJust now

05.03.2016 20:30

Nökkvi ÞH 27

Ég sá á Marine Traffic að Nökkvi ÞH er farinn af stað á ný til rækjuveiða , en Nökkvi hafði legið lengi við bryggju á Dalvík en síðasta löndun sem skráð var á skipið var í október 2015.

Myndina hér fyrir neðan tók í byrjun febrúar .

 
Skjáskot af Marine Traffic
 

04.03.2016 20:18

Hrappur SK 121 seldur á Stykkishólm !

Þiðrik Unason sendi mér þessar myndir í dag af Hrapp SK 121 , en búið er að selja bátinn vestur til Stykkishólms.

Hrappur SK var smíðaður árið 1980 á Hofsós af Þorgrími Hermannssyni.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

03.03.2016 20:00

Sigurborg SH 12

Ég hljóp út á trébryggjuna fyrir framan Síldarminjasafnið á Siglufirði til þess að ná myndinni af skipum Ramma hf í heimahöfn á þriðjudaginn og smellti af um leið mynd af Sigurborg SH þar sem hún lá við Ingavarsbryggjuna á Siglufirði.

 

Myndin er pínu óskýr vegna snjókomu sem skall á þegar að ég var kominn út á bryggjusporðinn.

02.03.2016 17:00

Valbjörn ÍS 307 landar á Siglufirði

Valbjörn ÍS 307 landaði á Siglufirði í morgun tæpum 10 tonnum af rækju , sem flutt var vestur í vinnslu hjá Kampa á Ísafirði.

 
 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Valbjörn ÍS : 

Smíði

Smíðaár 1984
Smíðastaður Ytri-njarðvík
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Hörður h/f
Smíðanúmer 0002
Efniviður Stál

 

01.03.2016 12:55

Sigurbjörg , Múlaberg & Mánaberg í heimahöfn

Það er ekki oft sem að skip Ramma hf liggja á sama tíma í heimahöfn en Sigurbjörg ÓF , Múlaberg SI og Mánaberg ÓF liggja þessa stundina við bryggju á Siglufirði.

 

Landað var úr Mánaberginu í gær , rúmlega 300 tonnum af afurðum , mest þorski eftir um mánaðar túr í Barentshafið.

Landað verður úr Múlaberginu eftir hádegi, rúmlega 100 körum en Múlinn fór út á seinnipart sunnudags og kom inn seinnipartinn  í gær.

Landað verður úr Sigurbjörginni á morgun , rúmlega 140 tonnum , mest af karfa en Sibban millilandaði þann 16.febrúar í Þorlákshöfn.

29.02.2016 08:45

Dagur SK & Röst SK

Magnús Jónsson sendi mér þessar þrjár myndir sem hann tók í Hafnarfjarðarhöfn í gærmorgun .

Á þeim má sjá Dag SK 17 sem nýkominn er til landsins og er í eigu Dögunar á Sauðárkrók og Röst SK 47 sem er eigu sömu útgerðar en Dagur kemur til með að leysa Röstina af hólmi .

Á myndunum má sjá að Röst er ennþá merkt SK 17 en á vef Fiskistofu er búið að breyta skráningunni í SK 47.

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Röst SK var smíðuð árið 1966 í Noregi og er því 50 ára í ár.

28.02.2016 16:45

Sunnudagsgátan : Rétt svar er Rifsnes SH 44

Stefán var ekki lengi að koma með rétt svar við gátu dagsins , en svarið er Rifsnes SH 44 .

 
 

Myndirnar voru teknar í septemer árið 2014

28.02.2016 10:10

Sunnudagsgátan : Hver á brúna ?

Sunnudagsmorgun og þá er upplagt að skella í gátu og spyrja eins og oft áður , hver á brúna ?

 

Rétt svar kemur vonandi síðar í dag ..

27.02.2016 11:00

Berglín GK 300

Hér er Berglín GK 300 að koma til hafnar á Siglufirði í haust en skipið landaði tæpum 37 tonnum.

Berglín GK hefur áður borið nöfnin Jöfur ÍS og Jöfur KE

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Bergvík GK

Smíði

Smíðaár 1988
Smíðastaður Garðabær
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Stálvík hf
Smíðanúmer B-33
Efniviður Stál
Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 711
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 2226063
Samtals gestir: 515000
Tölur uppfærðar: 19.9.2017 21:47:13

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar