07.03.2016 13:00

Gulltoppur GK 24

Gulltoppur GK 24 er kominn norður á ný , eftir að hafa farið einn hring í kringum landið en Gulltoppur kom til Siglufjarðar 24. janúar og landaði nokkrum sinnum áður en hann hélt austur og landaði á Djúpavogi , í Grindavík , Sandgerði og á Skagastönd áður en hann kom aftur til Siglufjarðar og landaði 27. febrúar.

 

Gulltoppur GK hefur borið nokkur nöfn í gegnum tíðina , meðal annars Egill Halldórsson SH , Farsæll SH og Langanes ÞH

06.03.2016 22:40

Sunnudagsgátan : Rétt svar er Frosti ÞH 229

Það gekk frekar hægt að fá rétt svar við gátu dagins , en það kom þó að lokum eftir að ég setti inn tengil á Facebook síðuna mína . 

Ragnar Aðalsteinsson , útgerðarstjóri Ramma hf , kom svo með rétta svarið , Frosti ÞH 229.

Mynd : Þórhallur Sófuson Gjöveraa

 

Mynd : Þórhallur Sófusson Gjöveraa

 

Ég þakka Þórhalli kærlega fyrir myndirnar og minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com , ef fólk lána mér myndir hér til birtingar.

06.03.2016 09:50

Sunnudagsgátan : Hver á brúna ?

Sunnudagur í dag og við spyrjum eins og svo oft áður , hver á brúna ?

Mynd : Aðsend

 

Það gekk frekar hægt að fá rétt svar við gátunni , þannig að ég setti inn tengil á færsluna á Facebook. Að lokum kom rétta svarið , eins og sjá má hér fyrir neðan :

 
 
Ragnar Aðalsteinsson Frosti ?
 
LikeReply1 hr
Haraldur Hermannsson Gulltoppur?
 
LikeReply19 mins
Guðmundur Sveinsson
Write a reply...
 
Guðmundur Sveinsson Ragnar Aðalsteinsson er með rétta svarið , Frosti
 
LikeReplyJust now

05.03.2016 20:30

Nökkvi ÞH 27

Ég sá á Marine Traffic að Nökkvi ÞH er farinn af stað á ný til rækjuveiða , en Nökkvi hafði legið lengi við bryggju á Dalvík en síðasta löndun sem skráð var á skipið var í október 2015.

Myndina hér fyrir neðan tók í byrjun febrúar .

 
Skjáskot af Marine Traffic
 

04.03.2016 20:18

Hrappur SK 121 seldur á Stykkishólm !

Þiðrik Unason sendi mér þessar myndir í dag af Hrapp SK 121 , en búið er að selja bátinn vestur til Stykkishólms.

Hrappur SK var smíðaður árið 1980 á Hofsós af Þorgrími Hermannssyni.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

03.03.2016 20:00

Sigurborg SH 12

Ég hljóp út á trébryggjuna fyrir framan Síldarminjasafnið á Siglufirði til þess að ná myndinni af skipum Ramma hf í heimahöfn á þriðjudaginn og smellti af um leið mynd af Sigurborg SH þar sem hún lá við Ingavarsbryggjuna á Siglufirði.

 

Myndin er pínu óskýr vegna snjókomu sem skall á þegar að ég var kominn út á bryggjusporðinn.

02.03.2016 17:00

Valbjörn ÍS 307 landar á Siglufirði

Valbjörn ÍS 307 landaði á Siglufirði í morgun tæpum 10 tonnum af rækju , sem flutt var vestur í vinnslu hjá Kampa á Ísafirði.

 
 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Valbjörn ÍS : 

Smíði

Smíðaár 1984
Smíðastaður Ytri-njarðvík
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Hörður h/f
Smíðanúmer 0002
Efniviður Stál

 

01.03.2016 12:55

Sigurbjörg , Múlaberg & Mánaberg í heimahöfn

Það er ekki oft sem að skip Ramma hf liggja á sama tíma í heimahöfn en Sigurbjörg ÓF , Múlaberg SI og Mánaberg ÓF liggja þessa stundina við bryggju á Siglufirði.

 

Landað var úr Mánaberginu í gær , rúmlega 300 tonnum af afurðum , mest þorski eftir um mánaðar túr í Barentshafið.

Landað verður úr Múlaberginu eftir hádegi, rúmlega 100 körum en Múlinn fór út á seinnipart sunnudags og kom inn seinnipartinn  í gær.

Landað verður úr Sigurbjörginni á morgun , rúmlega 140 tonnum , mest af karfa en Sibban millilandaði þann 16.febrúar í Þorlákshöfn.

29.02.2016 08:45

Dagur SK & Röst SK

Magnús Jónsson sendi mér þessar þrjár myndir sem hann tók í Hafnarfjarðarhöfn í gærmorgun .

Á þeim má sjá Dag SK 17 sem nýkominn er til landsins og er í eigu Dögunar á Sauðárkrók og Röst SK 47 sem er eigu sömu útgerðar en Dagur kemur til með að leysa Röstina af hólmi .

Á myndunum má sjá að Röst er ennþá merkt SK 17 en á vef Fiskistofu er búið að breyta skráningunni í SK 47.

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Röst SK var smíðuð árið 1966 í Noregi og er því 50 ára í ár.

28.02.2016 16:45

Sunnudagsgátan : Rétt svar er Rifsnes SH 44

Stefán var ekki lengi að koma með rétt svar við gátu dagsins , en svarið er Rifsnes SH 44 .

 
 

Myndirnar voru teknar í septemer árið 2014

28.02.2016 10:10

Sunnudagsgátan : Hver á brúna ?

Sunnudagsmorgun og þá er upplagt að skella í gátu og spyrja eins og oft áður , hver á brúna ?

 

Rétt svar kemur vonandi síðar í dag ..

27.02.2016 11:00

Berglín GK 300

Hér er Berglín GK 300 að koma til hafnar á Siglufirði í haust en skipið landaði tæpum 37 tonnum.

Berglín GK hefur áður borið nöfnin Jöfur ÍS og Jöfur KE

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Bergvík GK

Smíði

Smíðaár 1988
Smíðastaður Garðabær
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Stálvík hf
Smíðanúmer B-33
Efniviður Stál

26.02.2016 10:20

Anna ÓF 83

Anna ÓF 83 sem gerð er út frá Ólafsfirði kom til löndunar á Siglufirði í gær og landaði 663 af þorski . Anna ÓF er á handfæra veiðum.

 

Anna ÓF var smíðuð hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1986.

25.02.2016 14:00

Múlaberg SI 22

Múlaberg SI hefur verið á fiskitrolli frá því í byrjun desember og hafa veiðar gengið ágætlega . Þorskurinn er fluttur til Þorlákshafnar þar sem hann fer í vinnslu hjá Ramma hf en annar meðafli fer á Fiskmarkað Siglufjarðar. 

 

Múlaberg SI er einn af Japans togurunum sem smíðaðir voru í Japan á árunum 1972-1973 og bar áður nafnið Ólafur Bekkur ÓF.

Með því að SMELLA HÉR má lesa grein á mbl.is um smíði togaranna.

24.02.2016 15:45

Dýpkunarskipið Galilei 2000

Hér er mynd sem Magnús Jónsson tók af dýpkunarskipinu Galilei 2000 sem dýpka á í Sandeyjarhöfn.

Mynd : Magnús Jónsson

 

Ég birti myndir af Galilei á dögunum sem Magnús tók , þar sem skipið var enn um borð í flutningaskipinu Rolldock Storm en þær MÁ SJÁ HÉR

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar