26.01.2016 14:30

Í framhaldi af umræðunni um TFXD : Hvert er einkennisnúmerið á myndinni ?

Hvert er einkennisnúmerið á myndinni?

Hér birtast ykkur lesendum tvær ljósmyndir. Og spurt er í framhaldi þess: Getið þið lesendur greint bókstafi í þessu einkennisnúmeri á myndinni hér næst að neðan?

 

Til aðstoðar frekari greiningu á einkennisnúmeri hér að ofan, að þá birtist ykkur hér næst að neðan myndbrot út frá efri ljósmyndinni

 

Getið þið lesendur greint hverjir tölustafirnir eru í þessu tiltekna einkennisnúmeri  – og þá það sem mestu máli skiptir, hvaða skip gæti hér átt í hlut?

Er ef til vill hægt að lesa nokkur „númer“ út frá þessum tölustöfum sem sjá má?

Ljósmynd: Hafliði Óskarsson.

 

24.01.2016 10:30

TFXD nýr til landsins fyrir 42. árum

Venjan er sú við nýskráningar stærri skipa og báta hér á landi að þeim er úthlutað ákveðnu kallmerki sem fylgir viðkomandi fleyi alla tíð, þrátt fyrir nafna og eigendaskipti.

Á þessu eru þó til undantekningar. Mætti þar t.d nefna til sögunnar nýsköpunartogarann Ingólf Arnarson RE 201, kallmerki TFXD, en sumarið 1972 voru höfð nafnaskipti á togaranum og hann nefndur í kjölfarið Hjörleifur, og  einkennisnúmerið RE 211. Kallmerki skipsins var þá jafnframt breytt í TFXF.

B.v Ingólfur Arnarson RE árið 1971 - þá 24. ára „öldungur.

Ástæðan fyrir breytingum á skráningum hins þáverandi 25. ára gamla síðutogara, Ingólfs Arnarsonar árið 1972, var sú að útgerð skipsins, Bæjarútgerð Reykjavíkur, átti á sama tíma skuttogara í smíðum á Spáni, væntanlegan arftaka nýsköpunartogarans,- en heiti fyrsta landnámsmannsins myndi koma þar við sögu. Og þá jafnframt sama einkennisnúmer og kallmerki sem fylgt höfðu gamla skipinu í aldarfjórðung.

 

Ex Ingólfur Arnarson RE árið 2014 - þá 40. ára „öldungur

Í dag 24. Jan. 2016 eru liðin rétt 42. ár frá komu skuttogarans „Ingólfur Arnarson RE 201 - TFXD“ til landsins. Kom togarinn nýr til heimahafnar í Reykjavík þann 24. janúar 1974.  Skipstjóri á togaranum nýjum var Sigurjón Stefánsson.

Kallmerkinu, TFXD, sem sjá má á myndinni hér að ofan á Spánartogaranum, fyrrum Ingólfi Arnarsyni RE, var í upphafi alls ekki ætlað að fylgja þessum skuttogara lengstum af smíðatíma skipsins á Spáni! Þrátt fyrir þá staðreynd að öllum fyrri skráningum sem færðust af eldra skipinu sumarið 1972 væri ætlað að fylgja arftakanum. Hver kann að vera ástæða þess ? ? 

 

Smá viðbætur við textann hér að ofan varðandi skuttogarann Ingólf Arnarson RE 201:

Útgerðarfélagið Ögurvík h/f keypti sem kunnugt er skuttogarann Ingólf Arnarson RE 201 af Bæjarútgerð Reykjavíkur á sínum tíma.

Til frekari fróðleiks má jafnframt geta þess hér til gamans, að sama dag og Ögurvík h/f fékk fyrri skuttogarann af tveimur, Vigra RE 71, nýjan til landsins þann 24. okt. 1972, var sjósettur á Spáni skuttogari sem Bæjarútgerð Reykjavíkur, B.Ú.R, átti þar í smíðum. Hlaut togarinn nafnið Snorri Sturluson og einkennisnúmerið RE 219 við sjósetninguna. Þennan sama Spánartogara seldi B.Ú.R síðar meir til Ögurvíkur sem gerði skipið út til margra ára!

Sem sagt; Ögurvík h/f keypti Spánartogarann Ingólf Arnarson RE 201 en jafnframt þann Spánartogara sem sjósettur var sama dag og skuttogarinn Vigri RE 71 kom nýr til landsins!

 

P.s:

Fyrir rúmri viku síðan voru liðin 43. ár frá komu skuttogarans „Bjarni Benediktsson RE 210“ til landsins fyrsta sinni. Kom hið nýja skip til heimahafnar í Reykjavík þann 16. janúar 1973, eða réttri viku fyrir upphaf Eyjagoss. Togarinn Bjarni Benediktsson var fyrstur til afhendingar í röð þriggja systurskipa sem Bæjarútgerð Reykjavíkur lét smíða á Spáni. Skipstjóri á togaranum nýjum var Sigurjón Stefánsson.  

 

Myndbrot af síðutogara: Ásgrímur Ágústsson. Mynd af stjórnpalli TFXD: Hafliði Óskarsson. Höfundur texta: Hafliði Óskarsson.

23.01.2016 10:40

Ísbjörn ÍS 304

Ísbjörn ÍS 304 liggur við bryggju í Reykjavík en síðasta löndun skipsins er skráð 2. desember 2013 á vef Fiskistofu

Árið 2014 var skipið leigt til vestur Grænlands þar sem það var í hlutverki fljótandi frystihúss. Í október síðastliðnum dróg danski dráttarbáturinn Westsund, Ísbjörninn til Íslands en þá hafði skipið legið með bilaðan í gír í um tvo mánuði á Grænlandi. 

Myndir frá komu skipsins má sjá með því að smella HÉR

 

 

21.01.2016 12:50

Áróra RE 82

Áróra RE 82 er glæsilegur eikarbátur sem smíðaður var árið 1977 hjá skipasmíðastöð Gunnlaugs og Trausta á Akureyri . 

Áróra RE siglir aðallega með ferðamenn á sjóstöng á sumrin að ég held. 

 

Ætli Haukur eigi miða um Áróru RE ?

20.01.2016 11:30

Víkingur AK 100

Nýsmíðin Víkingur AK 100 lá við bryggju í Sundahöfn á föstudaginn síðastliðinn , fyrir framan hús Hampiðjunnar . 

Var verið að leggja lokahönd á ýmsa hluti og gera skipið klárt til að hefja veiðar. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem ég tók :

 
 
 
 
 
 
 

 

19.01.2016 16:00

Maí GK 346

Á vefsíðunni Thsof.123.is má sjá þessa glæsilegu mynd af togaranum Maí GK 346 sem Þórhallur Sófusson Gjöveraa tók. 

Með því að smella HÉR má lesa fróðleik um Maí GK 

                    Mynd : Þórhallur Sófusson Gjöveraa - Thsof.123.is

18.01.2016 11:50

Nýsmíðin Tranøy T-115-T

Nýsmíðin Tranøy T-115-T var sjósett á föstudaginn síðasta í Hafnarfjarðarhöfn og smellti Magnús Jónsson tveimur myndum af bátnum en Tranøy fer til Noregs. 

Báturinn var smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði .

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Glæsilegur bátur !

 

17.01.2016 19:30

Sunnudagsgátan : Rétt svar er Ísborg ÍS 250

Jæja.. þá er rétt svar komið við gátu dagsins , og var það Vigfús (Markússon ?) sem kom með svarið , Ísborg ÍS 250.

Hafliði Óskarsson togarasérfræðingur á Húsavík lánaði mér þessar myndir og kann ég honum bestu þakkir fyrir.

Mynd : Hafliði Óskarsson

 

Mynd : Hafliði Óskarsson

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Ísborg ÍS .

Smíði

Smíðaár 1959
Smíðastaður Stralsund a-þýskaland
Smíðaland Þýskaland
Smíðastöð V.e.b. volkswerft

17.01.2016 09:54

Sunnudagsgátan : Hver á brúna ?

Sunnudagur í dag og það þýðir að það er komið að gátu dagsins . Eins og oft áður , spyrjum við hvaða skipi þessir brúargluggar tilheyra !?

 

Rétt svar kemur vonandi síðar í dag.

16.01.2016 10:15

Valbjörn ÍS 307

Valbjörn ÍS 307 er í slipp í Reykjavík þar sem meðal annars er verið að mála skipið eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan sem Magnús Jónsson sendi mér í gær.

Mynd : Magnús Jónsson

 

Þakka ég Magnúsi fyrir myndina og minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com , fyrir þá sem vilja senda mér myndir til birtingar hér á síðunni.

15.01.2016 09:21

Norðborg KG 689

Hér er mynd af Norðborg KG 689 að koma inn til Siglufjarðar í febrúar í fyrra . Norðborg var að sækja eftirlitsmann frá Fiskistofu.

 

Norðborg KG var smíðað árið 2009 og er 83,5 metrar á lengd og 18,5 metrar á breidd.

14.01.2016 12:45

Oddur á Nesi ÓF 176

Þá er smábátasjómenn byrjaðir á veiðum á ný eftir nokkurra daga stopp vegna brælu . Fimm línubátar sem gera út frá Siglufirði eru á sjó dag .

Oddur á Nesi er einn þeirra , en hér er hann að koma að bryggju á dögunum eftir línuróður.

 

13.01.2016 18:04

Sigurður ÍS 33 (RE 4 - VE 15)

Á vefsíðunni thsof.123.is má sjá margar glæsilegar myndir og lesa mikinn fróðleik um skip og báta. 

Nú fyrir skömmu mátti sjá þessa mynd af Sigurði ÍS 33 ásamt því að lesa um sögu þessa glæsilega skips. 

Með því að SMELLA HÉR má fræðast um Sigurð ÍS 33 , síðar RE 4 og VE 15

                       Mynd af thsof.123.is -  (C) Mynd: Karl Kristjánsson.

12.01.2016 12:45

Nökkvi ÞH 27

Á leið minni í gegnum Dalvík í desember smellti ég af þessari mynd af Nökkva ÞH 27 við bryggju . 

Nökkvi er búinn að liggja á Dalvík síðan í október að ég held , því að síðasta löndun sem skráð er á skipið samkvæmt vef Fiskistofu er 21.10.2015

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annar um Nökkva ÞH 27 :

Smíði

Smíðaár 1982
Smíðastaður Ísafjörður
Smíðaland Ísland
Smíðastöð M.bernharðsson
Smíðanúmer 51
Efniviður Stál

11.01.2016 12:45

Sunnudagsgátan : Rétt svar er Hamar SH

Þá er rétt svar komið við gátu gærdagsins en það var Orri sem kom með svarið að lokum , Hamar SH.

Það voru óvenju margir sem tóku núna þátt , bara gaman af því og minni ég alla á gátuna í næstu viku.

 

Hamar SH 224 var smíðaður árið 1964 í Selby á Englandi í skipasmíðastöðinni Cochrane & Sons ltd.

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar