10.01.2016 18:35

Sunnudagsgátan : Hver á brúna ?

Það er sunnudagur í dag og við spyrjum að vanda , hver á brúna ? 

 

Vísbending  : Hér er annað myndbrot ! Hjálpar það til ?

 

 

Rétt svar kemur síðar í dag.

10.01.2016 11:45

Sigurborg SH 12 aflahæst á rækjunni 2015

Sigurborg SH 12 frá Grundarfirði var aflahæst af þeim bátum og skipum sem stunduðu rækjuveiðar á síðast ári , með um 766 tonn af rækju. 

Á vefnum Aflafréttir.is segir "Engin metveiði á rækjunni árið 2015.  Alls voru það 33 bátar sem lönduðu rækju og af þeim voru aðeins tveir frystitogarar. Brimnes RE og Eyborg EA.  Samtals var landað um 6200 tonnum af rækju og voru frystitogarnir með um 675 tonna afla.  

Sigurborg SH var sem fyrr aflahæstur rækjubátanna og endaði með um 766 tonna rækjuafla.  Auk þess þá var báturinn með þónokkurt magn af fiski."

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Sigurborg SH

Smíði

Smíðaár 1966
Smíðastaður Hommelvik noregur
Smíðaland Noregur
Smíðastöð A/s hommelv.mek.verkste
Smíðanúmer 0108
Efniviður Stál

09.01.2016 11:00

Gæslan í eftirlitsferð um borð í Klakk - Myndasyrpa

Hér er myndasyrpa sem Þiðrik Unason tók í nóvember í fyrra á miðunum fyrir vestan þegar að gæslan kom í eftirlitsferð um borð í Klakk SK 5

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

08.01.2016 21:00

Kaldi SI 23

Hér er Kaldi SI 23 að sigla inn eftir löndun á milli jóla og nýárs . Kaldi SI var smíðaður árið 1989 í Noregi .

 

 

07.01.2016 12:45

Björgúlfur EA 312

Á leið minni um Dalvík í desember smellti ég af nokkrum myndum og meðal annars af Björgúlf EA 312 þar sem hann lá við bryggju .

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Björgúlf EA 

Vél

Aðalvél Wichmann
Vélarorka í kW 1546
Árgerð 1976
Hestöfl 2102,56
Aflvísir 5887,00

06.01.2016 12:55

Frosti ÞH 229 landar á Siglufirði

Frosti ÞH 229 landaði á Siglufirði í morgun ágætisafla , eða um 50 tonnum .  Var aflinn þorskur og ýsa til helminga .

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Frosta ÞH 

Smíði

Smíðaár 2000
Smíðastaður Kína
Smíðaland Kína
Smíðastöð Huanpu shipyard
Smíðanúmer FV-5
Efniviður Stál

05.01.2016 12:55

Myndasyrpa frá Akureyrarhöfn

Þiðrik Unason er duglegur að mynda og í gær sendi hann mér nokkrar myndir sem hann tók í Akureyrarhöfn.

Á myndunum má meðal annars sjá Normu Mary , Arnar HU og Vilhelm Þorsteinsson EA 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

04.01.2016 11:00

Sunnudagsgátan : Rétt svar er Eyborg ST 59

Það hafðist að lokum að koma með rétt svar við gátu gærdagsins , en það var Hafþór sem var fyrstur til þess að koma með rétt svar , Eyborg ST 59.

Ég þakka öllum þeim sem tóku þátt og minni á gátuna næsta sunnudag.

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Eyborg ST 59 :

Stærð og mál

Brúttórúmlestir 304,61
Brúttótonn 522,20
Nettótonn 173,64
Mesta lengd 45,00
Skráð lengd 41,28
Skráð dýpt 6,20
Skráð breidd 7,90

03.01.2016 14:05

Sunnudagsgátan : Hver á brúna ?

Þá er runninn upp sunnudagur og við skellum í gátu í tilefni dagsins og spyrjum , hver á brúna ?

 

Uppfært  : Nýtt myndbrot - hjálpar þetta ?

 

 

02.01.2016 23:30

Múlaberg SI 22

Ég hef lítið myndað upp á síðkastið . Ætli það megi ekki segja að það sé bæði út af veðri sem og stundum dettur maður í svona lægð þegar að lítið er að ske á bryggjunum . Ég á nokkuð mörg albúm sem ég á eftir að skanna inn , vonandi finn ég smá dugnað á nýju ári til þess að skanna inn þær myndir og skella þeim hingað inn . 

Hér er Múlaberg SI að fara frá bryggju á dögunum . 

 

31.12.2015 18:00

Áramótakveðja 2015

 

Þá er enn eitt árið að klárast og hafa viðtökurnar með síðuna mína farið fram úr mínum björtustu vonum . Gestafjöldinn á þessu ári fór yfir 100.000 gestir og nú þegar að þetta er skrifað er heildargestafjöldinn frá upphafi kominn yfir 300.000 .

Ég hef reynt að setja inn eina færslu að jafnaði á dag , en stundum hafa þær orðið fleiri. Fyrsta heila árið voru þær 441 , í fyrra voru þær 394 en í ár eru þær 374.

Ég hef einnig haldið úti Facebook síðu , þar sem vinafjöldinn vex dag frá degi. Þar birti ég annað slagið myndir og annað sem ekki kemur hér fram ,  myndir af sjómönnum og öðru sem tengist sjávarútvegi. Hægt er að sjá Facebook síðuna með því að , SMELLA HÉR .

Einnig er ég með Instagram. Þeir sem eru snjallsímavæddir , geta fundið síðuna með því að slá inn "skoger.123.is" á Instagram en þar birtast myndir , af hinu og þessu tengdu skipum og bátum þegar að ég man eftir því.

Ég stefni að því að færa myndasíðuna núna á næstu vikum , ef allt gengur upp , á annað vefsvæði . Muna nýja síðan verða "nútímalegri" heldur en þessi sem er í loftinu í dag , mun virka betur í snjallsímum og spjaldtölvum.

Þegar ég horfi til baka er ég bara býsna ánægður með árið og vil þakka þeim öllum vel fyrir sem sendu mér myndir og annan fróðleik til birtingar hér á myndasíðunni.

Ég óska öllum lesendum mínu til sjávar og sveita gleðilegs nýs árs og farsældar á nýju ári.


Guðmundur Gauti Sveinsson

30.12.2015 21:30

Kleifaberg RE 70 í slipp

Á vefsíðunni Thsof.123.is sem Þórhallur Sófusson Gjöveraa heldur úti má sjá margar flottar myndir sem hann tók af Kleifaberginu í gær.

Á Kvótinn.is mátti lesa í gær "Skipið verður 43 ára á næsta ári og er með elstu togurum landsins, en þrátt fyrir það hefur ekki tapast hjá þeim dagur í 17 ár og taka þeir meira í gegn um vinnsluna en aðrir þegar vel fiskast.
Þeim hefur gengið vel á Kleifaberginu á þessu ári líkt og í fyrra. Aflinn er um 11.000 tonn í allt og verðmætið um 3,7 milljarðar króna. Megnið af afla skipsins innan íslensku lögsögunnar er ufsi og karfi, en í Barentshafinu hafa þeir verið í um fimm mánuði af árinu og þar er aflinn mest þorskur, um 4.000 tonn.
 "

 

Með því að smella HÉR má sjá fleiri myndir af Kleifaberginu á vefsíðu Þórhallar.

29.12.2015 18:45

Togarar HB Granda ljósum prýddir

Magnús Jónsson sendi mér fyrir jól þessar fjórar myndir af ísfisktogurum HB Granda , þar sem þeir eru ljósum prýddir í Reykjavíkurhöfn.

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

28.12.2015 21:35

Sunnudagsgátan : Rétt svar er Lundey

Jæja .. Þá er komið rétt svar við gátu gærdagsins , en skipið sem um var spurt var Lundey NS 14 . Sá getspaki heitir Steini.

Ég þakka þeim sem tóku þátt.

 

28.12.2015 17:20

Sunnudagsgátan : Ný vísbending !

Það gengur hægt að finna rétta svarið við gátunni sem ég setti fram í gærkveldi.

Við skulum stækka myndbrotið . Hjálpar þetta fólki ?

 
Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar