14.12.2015 12:25

Sunnudagsgátan : Rétt svar er Bjarni Sæm

Hún vafðist aðeins fyrir mönnum gátan í gær en að lokum komu þeir Magnús og Orri með rétta svarið , Bjarni Sæmundsson RE .

Ég þakka þeim tóku þátt og hvet fleiri til að spreyta sig við gátuna í næstu viku.

 
 

13.12.2015 15:35

Sunnudagsgátan : Hver á brúna ?

Hvað er skemmtilegra en að spreyta sig á smá gátu ? Eins og svo oft áður , spyrjum við , hver á brúna  

 

Rétt svar kemur síðar í dag eða í fyrramálið . 

12.12.2015 23:10

Drangavík VE 80

Hér er mynd sem Þiðrik Unason tók í vor af Drangavík VE 80 í Vestmannaeyjarhöfn.

Mynd : Þiðrik Unason

 

11.12.2015 23:15

Líkön af Nýsköpunartogurunum

Á vefsíðunni Thsof.123.is má sjá margar skemmtilegar myndir af líkönum af nýsköpunartogurunum .

Ég sendi Þórhalli nokkrar myndir um daginn af Elliða SI og Hafliða SI og má sjá eina af þeim hér fyrir neðan . 

Með því að smella HÉR má sjá fleiri myndir og umfjallanir um skipin . 

 

Myndin er tekin á Síldarminjasafninu á Siglufirði en þar má skoða þessi líkön af Elliða og Hafliða , sem Hafliðafélagið gaf.

10.12.2015 12:55

Kap VE (ex Faxi RE) í slipp - Myndasyrpa

Magnús Jónsson sendi mér í gær nokkrar myndir af Kap VE (ex Faxi RE 9) í en í gær var verið að setja stýrið á sinn stað , ásamt öðru tilfallandi verkum .

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

09.12.2015 16:05

Þorleifur EA 88

Þorleifur EA 88 liggur við bryggju á Siglufirði þessa dagana , en starfsmenn JE Vélaverkstæðis og Siglufjarðar Seigs hafa síðustu daga verið að vinna um borð um í bátnum.

 

Þorleifur EA var smíðaður árið á Seyðisfirði árið 1975 og er því 40 ára í ár.

08.12.2015 09:15

Sunnudagsgátan : Rétt svar

Það tók smá tíma að fá rétt svar við gátu sunnudagsins , en að lokum kom rétta svarið , eftir að ég skellti inn tengli á Facebook síðuna mína . 

Var það Ragnar Konráðsson , aflakló á Örvari SH sem kom með rétt svar , Vilhelm Þorsteinsson EA 11.

Fær Raggi að launum kaffibolla þegar að hann mætir norður á næsta ári .

 
 

Í gærkveldi þegar að ég var að setja inn svarið við gátunni fór rafmagnið af Siglufirði og því kemur rétt svar inn í dag.

07.12.2015 17:25

Sunnudagsgátan : Hver á brúna ? Vísbending !

Við skellum í létta gátu í tilefni dagsins og spyrjum , hver á brúna ?

 

Rétt svar kemur síðar í kvöld eða fyrramálið.

---

UPPFÆRT !! 

Hér er fyrsta vísbending .. Hjálpar þessi myndpartur mönnum ?

 

Ég skellti inn tengli á Facebook síðuna mína og skömmu síðar kom rétt svar við gátunni , Vilhelm Þorsteinsson . Sjá nánar hér fyrir neðan : 

Comments
Ragnar Konráðsson vilhem þorsteinnson
 
LikeReply4 hrs
Sigge H Nordquist skipperen tongue emoticonSee Translation
 
LikeReply3 hrs

 

05.12.2015 19:15

Trausti EA 98 í slipp á Akureyri

Ég var að fara yfir myndasafnið mitt og rakst á þessar tvær myndir sem ég tók 23. desember 2012 af Trausta EA 98 í slipp á Akureyri.

 
 

04.12.2015 21:15

Daníel SI 152

Það er aldrei leiðinlegt að mynda Daníel SI 152 í gamla slippnum á Siglufirði . Líklegast eru fáir bátar jafn mikið myndaðir og Daníel , en flest allir ferðamenn sem leggja leið sína á hafnarsvæðið á Siglufirði , stoppa til þess að smella af myndum af bátnum.

 

03.12.2015 20:15

FishingHat : Losað úr pokanum

Á vefnum FishingHat.wordpress.com má sjá margar flottar myndir sem Addi vélstjóri á Mánaberginu hefur birt upp á síðkastið .

Myndin hér fyrir neðan birtist undir fyrirsögninni "losað úr pokanum"

Mynd : Arnþór Þórsson - Fishinghat.wordpress.com

 

02.12.2015 20:55

Jón Júlí BA 157

Hér er mynd frá því í sumar sem Þiðrik Unason sendi mér en á henni má sjá Jón Júlí BA 157 . Jón Júlí endaði daga sína á þurru landi á Tálknafirði.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Ætli Haukur eigi ekki miða um sögu þessa báts sem spannar 60 ár , en hann var smíðaður árið 1955.

01.12.2015 15:40

Líf­legt á bryggj­unni á Sigluf­irði í haust

Í Morgunblaðinu í gær var umfjöllun um Siglufjörð og birtist úrdráttur úr greininni á mbl.is ásamt mynd sem ég tók af Gullhólma SH 201 á dögunum . Í greininni sagði "Línu­bát­ar hafa verið mun leng­ur á miðum fyr­ir Norður­landi en venj­an er og landa marg­ir þeirra afla á Sigluf­irði.

Fjöl­marg­ir bát­ar frá Suður­nesj­um og Snæ­fellsnesi róa á Norður­landsmið og koma yf­ir­leitt með mik­inn afla í land. Afl­an­um er síðan skutlað upp í bíl og hann keyrður á Suður­nes og Snæ­fells­nes.

„Það er búið að vera æv­in­týri hér í mörg ár. Bát­ar hafa alltaf komið á þess­ar slóðir á haust­in en ekki verið svona lengi,“ seg­ir Stein­grím­ur Óli Há­kon­ar­son hjá Fisk­markaði Siglu­fjarðar sem sér um alla lönd­un á Sigluf­irði. Línu­bát­ar frá Þor­birni í Grinda­vík, þrír bát­ar Stakka­vík­ur, auk heima­báta og báta víðs veg­ar að hafa landað mikl­um verðmæt­um á Sigluf­irði, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag."

 

30.11.2015 18:10

Sunnudagsgáta: Rétt svar er Þórsnes SH 109

Jæja .. betra er seint en aldrei . Ætlaði að vera löngu búinn að koma með rétt svar hingað inn en vegna anna dróst það aðeins , en það var hann Magnús sem kom með rétt svar við gátunni . Skaut hann á Þórsnes SH .

 

Í fyrra var ég reglulega með svona gátur og var þátttakan ágæt . Nú spyr ég , er þetta eitthvað sem fólk hefur áhuga á að verði fastur liður í hverri viku ?

29.11.2015 19:55

Sunnudagsgáta : Hver á brúna ?

Skellum í eina gátu í tilefni dagsins og spyrjum eins og sem oft áður , hver á brúna ? 

 

Rétt svar kemur síðar í kvöld eða í fyrramálið.

Flettingar í dag: 479
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 711
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 2226089
Samtals gestir: 515002
Tölur uppfærðar: 19.9.2017 22:18:58

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar