09.11.2015 21:25

Frosti ÞH 229 landar á Siglufirði

Frosti ÞH kom inn til Siglufjarðar í gær og landaði rúmlega 60 tonnum , mest megnis þorski . 

 

 

Hér má sjá skipperinn sjálfann , en myndin er tekin úr dágóðri fjarlægð og er pínu óskýr en þið fyrirgefið það .

 

 

08.11.2015 23:00

Elva Björg SI 84

Hér er Elva Björg SI 84 að sigla inn seinnipartinn í dag . Á lokalistanum fyrir október , yfir báta að 8 BT , á Aflafréttir.is mátti sjá að Elva Björg SI var í 5 sæti með 14 tonn í 19 róðrum. Var aflahæsti handfæra báturinn í flokknum . 

 

07.11.2015 19:10

Snarfari SI 11 - Gamli báturinn pabba

Á vefsíðunni FishingHat.wordpress.com sem Arnþór Þórsson heldur úti mátti sjá tvær myndir í gær af Snarfara SI 11 en faðir minn átti þennan bát lengst af. Í dag er hann í eigu Síldarminjasafnsins og er geymdur í "stóra mjölhúsinu" þar sem hann bíður hægt og rólega eftir því að verða handónýtur ef Síldarminjasafnið fer ekki að girða sig í brók og huga að endurbótum á bátnum sem og öðrum bátum í þeirra eigu.

Á vefsíðunni Tile.is sem Hjalti Hafþórsson heldur úti , má lesa um Snarfara SI  "Sigurður Björnsson smíðaði bátinn á Siglufirði 1961 fyrir Gvend ríka (veit ekki föðurnafnið) sem gekk frá smíðinni þegar lokið hafði verið við skrokkinn, eftir það var báturinn settur í geymslu í mjölhúsi síldarverksmiðju Rauðku. 1962 kaupa feðgarnir Björn Einarsson og Sveinn Björnsson skrokkinn af Sigurði á 70.000 kr. Vélin sem þeir feðgar kaupa í bátinn var 4 cl Volvo Penta, og kostaði hún 75.000 kr. Báturinn er fluttur í slippinn á Siglufirði þar sem vélin er sett niður, þar er smíðað á bátinn stýrishús og endanlega gengið frá honum til notkunar. Fyrst eftir að báturinn var settur á flot var hann afturbyggður með lúkar að framan. Aftan við stýrishúsið var stýrissveif, og úr henni voru taumar sem lágu inn í stýrishúsið,  þaðan var honum stjórnað með gamla góða taumastýrinu. Báturinn er 4.21 brl og fór á flot vorið 1963."

Mynd : Arnþór Þórsson

 

Mynd : Arnþór Þórsson

 

06.11.2015 17:00

Perla komin á kaf á ný - 2 Myndir

Eins og flestir vita var reynt að ná Perlu á flot í dag en ekki gekk það eftir . Á mbl.is mátti lesa í fréttum dagsins " Sand­dælu­skipið Perla er komið á kaf á ný eft­ir að ákveðið var að dæla vatni inn í aft­ur­hluta skips­ins. Var það gert til að reyna að rétta skipið af. Í morg­un gekk vel að lyfta aft­ur­skip­inu en aft­ur á móti lyft­ist fram­skipið lítið. "

Magnús Jónsson fór á stúana og smellti af tveimur myndum þegar unnið var við að ná Perlu á flot . 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

05.11.2015 22:15

Kristbjörg HF 212 komin á Sigló á ný

Kristbjörg HF 212 er komin aftur til Siglufjarðar eftir um viku dvöl fyrir austan þar sem báturinn landaði fjórum sinnum á Djúpavogi og einu sinni á Neskaupsstað .

Kristbjörg er í eigu Stakkavíkur og er gerð út á balalínu. Samkvæmt Aflafréttum var Kristbjörg með 114,3 tonn í 20 róðrum í október og sat í 14 sæti yfir aflahæstu bátana í flokknum " Bátar yfir 15 BT"

 

04.11.2015 10:10

Dýpkunarskipið Perlan sökk í Reykjarvikurhöfn - 4 myndir

Eins og víða kom fram í fyrradag , sökk dýpkunarskipið Perlan í Reykjavíkurhöfn í fyrradag. Segir sagan að ekki hafi verið skrúfað fyrir botnlokana þegar að skipið var dregið niður úr slippnum og sé það ástæðan fyrir því að Perlan sökk.

Magnús Jónsson sendi mér 4 myndir sem hann tók í fyrradag : 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

03.11.2015 12:00

Sveinn Björnsson 80 ára !

Faðir minn Sveinn Björnsson á afmæli í dag , 3. nóvember . Hann er fæddur 1935 og er því 80 ára . Hann var lengi til sjós , var bæði á Hafliða og Elliða sem og á sínum eigin trillum. Hann rak einnig Skipaafgreiðsluna á Siglufirði um árabil og var um tíma yfirmaður sjóbjörgunarsveitarinnar á Siglufirði. 

Hann var aðaldriffjöðurinn í Trítlakórnum sem stofnaður var um borð í síðutogaranum Hafliða SI 2 árið 1965 og núna 50 árum síðar er hann ennþá syngjandi , bæði í eigin hljómsveit sem og í Karlakór Fjallabyggðar.

Ég sendi gamla bestu kveðjur í tilefni dagins ! 

Mynd : Jóhann Örn Matthíasson

 

02.11.2015 22:20

Skipavík

Hér er mynd sem ég tók af húsnæði Skipavíkur í Stykkishólmi á ferð minni um hólminn í enda ágúst síðastliðinn.

Á vefsíðunni Skipavík.is segir meðal annars " Skipasmíðastöðin Skipavík var stofnuð árið 1967 af Skipasmíðastöð Stykkishólms. Árið 1975 sameinuðust Vélsmiðja Kristjáns Rögnvaldssonar og Skipasmíðastöð Stykkishólms og undir nafninu Skipamíðastöðin Skipavík. Fram til ársins 1998 var rekstur dráttarbrautar og vélsmiðjan megin starfsemi fyrirtækisins.  "

 

01.11.2015 20:00

Mánaberg ÓF & Sigurbjörg ÓF

Um síðustu helgi var landað úr Mánaberginu og Sigurbjörginni góðum afla . Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á sunnudeginum fyrir viku þegar að Máninn hélt úr höfn .

 
 

31.10.2015 22:00

Aðalberg BA 236

Hér er mynd frá Þiðrik Unasyni frá því í sumar af Aðalberg BA 236 . 

Samkvæmt vef Fiskistofu var síðasta löndun 31.janúar 2014 en þá landaði skipið rúmum 2 tonnum í Sandgerði .

Mynd : Þiðrik Unason

 

Veit einhver eitthvað um framtíð þessa skips ?

29.10.2015 19:15

Hvalur 6 & 7

Þessa skemmtilegu mynd fékk ég lánaða hjá velunnara síðunnar , Magnúsi Jónssyni , af hvalveiðibátunum Hval 6 og Hval 7 . 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Hvalur 6 var smíðaður árið 1946 en Hvalur 7 var smíðaður árið 1945. Bæði skipin voru smíðuð í skipasmíðastöðinni Smith Doch & Co Ltd í Middelsborough á Englandi.

28.10.2015 14:15

Westsund & Ísbjörn - 4 myndir

Það er gaman frá því að segja að alltaf bætist í hóp velunnara síðunnar því Magnús Jónsson í Hafnarfirði er byrjaður að lauma að mér myndum og fleiru og kann ég honum bestu þakkir fyrir .

Magnús tók nokkrar myndir nú á dögunum þegar danski drátt­ar­bát­ur­inn Westsund kom með frysti­tog­ar­ann Ísbjörn ÍS-304 í togi frá Græn­landi og í texta frá honum segir "eins og sést er Westsund kemur með Ísbjörn er dráttar beislið sett niður við sjólínu. Ísbjörn var mannlaus yfir hafið. Ef dráttartaugin hefði slitnað voru ankeriskeðjurnar af  Ísbirni tengdar við vír sem var bundinn aftur með b.b síðunni. Síðan kom tóg sem lá aftur úr skipinu fest í belg. Ef dráttartaugin hefði slitnað þá hefði dráttar báturinn farið í belgin og tengt á ný. Vanir menn"

Ísbjörn ÍS var i leigu hjá grænlensku fyrirtæki sem nýtti það um tíma til að frysta grálúðu og annan fisk af smábátum við Grænland en skipið hafði legið í um tvo mánuði með bilaðan gír .

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

27.10.2015 11:50

Útboð - Siglufjörður, endurbygging Bæjarbryggju

Á vef Vegagerðarinnar mátti lesa þann 16.október síðastliðinn :

Siglufjörður, endurbygging Bæjarbryggju

Hafnarsjóður Fjallabyggðar óskar eftir tilboði í ofangreint verk.

Helstu verkþættir og magntölur eru:

·           Brjóta og fjarlægja kant, polla og þekju á núverandi Bæjarbryggju,  um 205 m.

·           Fylling og kjarni, 22.000 m³.

·           Jarðvinna, uppúrtekt og þjöppun.

·           Reka niður 162 stálþilsplötur og ganga frá stagbitum og stögum.

·           Steypa um 227 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.

·           Grjótgarður, um 60 m langur.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. júní 2016.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) og á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24, frá og með þriðjudeginum 20. október 2015.  Verð útboðsgagna er 5.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 3.nóvember 2015 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.

- - -

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hluta af Hafnarbryggjunni á Siglufirði.

26.10.2015 12:45

Varðskipið Þór - Glæsilegt skip.

Varðskipið Þór kom inn til Siglufjarðar á föstudaginn og lagðist að Óskarsbryggju . Þegar að ég leit svo út um eldhúsgluggan í gærmorgun sá ég að skipið var farið. Hver ástæðan er fyrir komu þess til Siglufjarðar , er mér ekki kunnugt um.

 

 

25.10.2015 17:00

Jóhann Gauti 7 ára

Sonur minn , Jóhann Gauti , er 7 ára í dag . Er því við hæfi að birta mynd af honum hér á myndasíðunni með Kristrúnu RE í bakgrunni.

 
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar