27.10.2015 11:50

Útboð - Siglufjörður, endurbygging Bæjarbryggju

Á vef Vegagerðarinnar mátti lesa þann 16.október síðastliðinn :

Siglufjörður, endurbygging Bæjarbryggju

Hafnarsjóður Fjallabyggðar óskar eftir tilboði í ofangreint verk.

Helstu verkþættir og magntölur eru:

·           Brjóta og fjarlægja kant, polla og þekju á núverandi Bæjarbryggju,  um 205 m.

·           Fylling og kjarni, 22.000 m³.

·           Jarðvinna, uppúrtekt og þjöppun.

·           Reka niður 162 stálþilsplötur og ganga frá stagbitum og stögum.

·           Steypa um 227 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.

·           Grjótgarður, um 60 m langur.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. júní 2016.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) og á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24, frá og með þriðjudeginum 20. október 2015.  Verð útboðsgagna er 5.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 3.nóvember 2015 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.

- - -

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hluta af Hafnarbryggjunni á Siglufirði.

26.10.2015 12:45

Varðskipið Þór - Glæsilegt skip.

Varðskipið Þór kom inn til Siglufjarðar á föstudaginn og lagðist að Óskarsbryggju . Þegar að ég leit svo út um eldhúsgluggan í gærmorgun sá ég að skipið var farið. Hver ástæðan er fyrir komu þess til Siglufjarðar , er mér ekki kunnugt um.

 

 

25.10.2015 17:00

Jóhann Gauti 7 ára

Sonur minn , Jóhann Gauti , er 7 ára í dag . Er því við hæfi að birta mynd af honum hér á myndasíðunni með Kristrúnu RE í bakgrunni.

 

25.10.2015 12:00

Breytingar um borð í Sigurborg SH

Frá því á þriðjudaginn í síðustu viku hafa iðnaðarmenn frá JE Vélaverkstæði unnið um borð í rækju skipinu Sigurborg SH við breytingar á millidekkinu þar sem slægingar línan er endurnýjuð ásamt því að talibana bandi er komið fyrir.

Ég leit við í byrjun vikunnar þar sem iðnaðarmennirnir ásamt vélstjórunum Guðmanni og Ragnari voru á fullu og smellti af nokkrum símamyndum. 

Freysteinn Ragnarsson

 

Guðmundur Einarsson & Freysteinn Ragnarsson

 

Guðmann , Ragnar , Guðmundur og Freysteinn

 

Sigurbjörn Jóhannsson - Rafvirki

 

Félagarnir Guðmann Jóhannesson og Ragnar "Guðmann" Ragnarsson

 

24.10.2015 21:10

Gunnar á Eyri SH 152

Hér er ein frá því úr ferðalagi mínu í Stykkishólmi í haust af Gunnari á Eyri SH 152. Samkvæmt vef Fiskistofu , finn ég enga löndun skráða á bátinn .

 

22.10.2015 23:55

Hrafn GK 111

Það er mikið um að vera í Siglufjarðarhöfn þessa dagana . Í dag var landað úr Hrafni GK 111 og núna í kvöld var Tjaldur SH 270 að landa. 

Í fyrramálið er Sturla GK 12 til löndunar og um helgina verður landað úr Mánaberginu , Sigurbjörginni og Kristrúnu RE .

 

Myndin af Hrafni GK er frá því á sunnudaginn síðastliðinn en þá var landað rúmlega 60 tonnum úr skipinu.

21.10.2015 22:00

FishingHat : Togað í sólarátt

Þær eru margar flottar myndirnar sem Addi Þórs , vélstjóri á Mánaberginu , birtir á vefsíðunni sinni fishinghat.wordpress.com

Hér er ein af þeim og ber hún titilinn " Togað í sólarátt " en hún er tekin um borð í Mánaberginu á dögunum. 

Mynd : Arnþór Þórsson

 

Tengil á síðuna Adda má finna hér á hægri spalta síðunnar . Þar má sjá margar flottar myndir sem teknar eru um borð í Mánaberginu.

20.10.2015 12:45

Pálína Ágústsdóttir GK 1

Pálína Ágústsdóttir GK 1 landaði á Siglufirði i gærkveldi rúmum 5 tonnum . Er þetta önnur löndun Pálínu á Siglufirði í október en báturinn landar aðallega á Dalvík . 

Pálína Ágústsdóttir GK er gerð út af K&G ehf í Sandgerði og var smíðuð árið 2004.

 

19.10.2015 16:05

Hamar SH 224 landar á Siglufirði

Hamar SH 224 hefur nú landað sjö sinnum á Siglufirði það sem af er hausti . Þessi öldungur sem smíðaður er í Selby á  Englandi árið 1964 hefur fiskað ágætlega en ég mun fjalla nánar um Hamar á næstunni og birta fleiri myndir.

 

18.10.2015 18:50

Daníel SI 152 í slippnum á Siglufirði

Daníel SI stendur sína vakt sem áður fyrr í gamla slippnum á Siglufirði og á vonandi eftir að standa nokkur ár til viðbótar .

 

17.10.2015 13:25

Berglín GK 300 landar á Siglufirði

Berglín GK 300 kom inn til Siglufjarðar á fimmtudaginn á leið sinni að vestan og landaði ágætis afla , áður en skipið hélt austur fyrir land.

 

Eins og sjá má er Berglín GK nýkomin úr slipp .

16.10.2015 18:48

Dúan SI 130

Hér er Dúan SI 130 á siglingu á dögunum en Dúan er gerð út á handfæri frá Siglufirði.

 

15.10.2015 12:00

170 kg stórlúða ! - Myndir

Á þriðjudaginn síðastliðinn barst í land með rækjuskipinu Sigurborg SH stórlúða sem seld var á Fiskmarkað Siglufjarðar. 

Við vigtun kom í ljós að lúðan vóg 170 kg slægð . Er þetta stærsta lúða sem seld hefur verið að ég held á Fiskmarkað Siglufjarðar frá því að ég hóf störf 2007. 

Ég smellti af nokkrum myndum þegar að lúðan var sett á vogina sem sjá má hér fyrir neðan :

 
 
 
 
 

14.10.2015 12:55

Þorleifur EA 88

Gylfi frændi og félagar á Þorleifi EA 88 hafa landað á Siglufirði síðustu daga ágætisafla eða um 14 tonnum í þremur róðrum.

 

13.10.2015 07:30

Áskorun frá Grindvíkingum vegna öryggismála

Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur hefur ásamt fulltrúum stærri útgerðanna í Grindavík sent frá sér áskorun „Vegna þessa hörmulega slyss sem varð þann 7 Júlí 2015 þegar fiskibáturinn Jón Hákon BA 60 sökk.“

„Það er krafa okkar sem komum að öryggismálum sjómanna hér í Grindavík. Viljum við hvetja þá sem koma að þessu máli að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að finna orsök slyssins og hví  öryggisbúnaður virkaði ekki.Til að svona slys endurtaki sig ekki og sjómenn búi ekki við falskt öryggi,“ segir í áskoruninni.


Undir áskorunina rita:

 
f.h.Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur, Einar Hannes Harðarson, 
f.h.Þorbjarnar Eiríkur Tómason, 
f.h.Vísis Pétur Pálsson, 
f.h. Stakkavíkur Hermann Ólafsson, 
f.h. Einhamars Seafood, Stefán Kristjánsson, 
f.h.Björgunarsveitarinnar Þorbjörns Steinar Þór Kristinsson.

Flettingar í dag: 479
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 711
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 2226089
Samtals gestir: 515002
Tölur uppfærðar: 19.9.2017 22:18:58

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar