12.10.2015 12:55

Rifsnes SH 44

Rifsnes SH 44 hefur landað rúmlega 200 tonnum á Siglufirði á þessu hausti í 5 löndunum . 

Myndin hér fyrir neðan var tekin núna í upphafi mánaðar.

 

11.10.2015 12:00

Herrakvöld Kótilettufélags Togarajaxla

Þetta segir sig nokkuð sjálft ...

 

 

10.10.2015 10:25

Valbjörn ÍS 307

Valbjörn ÍS 307 var við bryggju á Akureyri á dögunum þegar að ég átti leið þar um . Samkvæmt vef Fiskistofu er engin skráð löndun á Valbjörn á þessu fiskveiðiári sem komið er.

 

Valbjörn er gerður út af Útgerð GGJ ehf 

09.10.2015 13:20

Kap VE 4

Kap VE 4 var við slippbryggjuna á Akureyri á dögunum þegar að ég átti leið þar um .

Kap VE var smíðað árið 1988 í Danmörku og er gert út af Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.

 

 

07.10.2015 11:00

Grundfirðingur SH 24 landar á Siglufirði

Þeim fjölgar alltaf skipunum sem landa á Siglufirði þessa dagana , því að á sunnudaginn var landað úr línuskipinu Grundfirðing SH 24.

Var aflinn með ágætum og fór þorskurinn vestur í vinnslu hjá Soffanías Cecilssyni en annar afli fór á Fiskmarkað Siglufjarðar

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Grundfirðing SH : 

Smíði

Smíðaár 1972
Smíðastaður Garðabær
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Stálvík hf
Smíðanúmer 0018
Efniviður Stál

06.10.2015 14:45

Frosti ÞH 229 í slipp á Akureyri

Frosti ÞH 229 er þessa dagana í slipp á Akureyri og smellti ég tveimur myndum af honum á laugardagskvöldið síðasta.

 
 

05.10.2015 13:00

Nýi Gullhólmi SH 201 landar á Siglufirði - Fyrsta löndun !

Hið nýja fley Agustson ehf , Gullhólmi SH 201, landaði á Siglufirði í gær . Var þetta fyrsta löndun Gullhólma SH en báturinn var afhentur núna á dögunum .

Var aflinn rúm 10-12 tonn af slægðum þorski, en um 1700 kg fóru á markað.

Að sögn Sigurðar skipstjóra reyndist báturinn mjög vel og virkaði allt sem skyldi og svo bætti hann við " 7-9-13 "

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir frá því í gær :

 
 
 
 
Útgerðarmaður og skipstjóri ánægðir með nýja bátinn við löndun á Siglufirði í gær

 

04.10.2015 16:50

Ljósafell SU 70

Ljósafell SU 70 var í slipp á Akureyri í síðasta mánuði þegar að ég átti leið þar um . 

 

Ljósafell SU 70 var smíðað árið 1973 í Japan eins og flestir vita .

02.10.2015 21:20

Abba SH 98

Abba SH 98 stóð á þurru þegar að ég átti leið um Stykkishólm á dögunum . 

 

01.10.2015 20:45

Sandvík EA 200

Hér er mynd sem Þiðrik Unason sendi mér á dögunum af Sandvík EA 200 en Sandvíkin landaði þrívegis í Skagafirði í september mánuði .

Mynd : Þiðrik Unason

 

30.09.2015 12:20

Sigurbjörg ÓF 1 heldur til veiða

Landað var úr Sigurbjörg ÓF 1 á laugardaginn sl. og segir á Siglfirðingur.isAfli úr sjó var 279 tonn, mest þorskur og karfi en einnig veiddist lítilsháttar af grálúðu og ufsa."

Sibban hélt svo á ný til veiða í gærmorgun og smellti ég af einni mynd þegar að hún bakkaði frá bryggju.

 

29.09.2015 18:25

Guðrún SH 190

Guðrún SH 190 stóð á þurru þegar að ég átti leið um Stykkishólm á dögunum . Guðrún SH var gerð út á grásleppunet í vor en fór einungis 5 róðra .

 

28.09.2015 14:35

Kristrún RE 177 á útleið frá Siglufirði

Kristrún RE 177 landaði á Siglufirði rúmlega 100 tonnum í gær en þetta var þriðja löndunin á Siglufirði í haust hjá Kristrúnar mönnum.

Í fyrstu lönduninni var aflinn um 128 tonn og í þeirri seinni var aflinn um 117 tonn. 

 

Myndin hér fyrir ofan var tekin seinnipartinn í gær þegar að Kristrún RE hélt á ný til veiða að löndun lokinni.

27.09.2015 12:30

Nótin tekin á Þorleifi EA - Stór myndasyrpa

Þiðrik Unason hefur verið duglegur að senda mér myndir í gegnum tíðina og í dag fáum við að sjá stóra myndasyrpu sem hann tók um borð í dragnótarbátnum Þorleifi EA þann 15. september sl. þegar að áhöfnin var að taka hol og nótin að koma upp.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Ég þakka Þiðrik vel fyrir sendinguna og minni sjómenn sem og aðra á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com , ef þeir vilja deila myndum sínum hér á myndasíðunni.

25.09.2015 09:45

Pétur afi SH 374 - Gamall og lúinn

Á ferð minni um Stykkishólm tók ég nokkrar myndir eins og áður segir . Meðal annars myndaði ég Pétur afa SH 374 sem lá við bryggju við Skipavík.

Pétur afi SH var smíðaður árið 1976 hjá Dröfn hf í Hafnarfirði. Síðasta löndun sem skráð var á bátinn var 10. september árið 2013.

 

Ætli Haukur eigi pappírssnepil um afa ?

Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 711
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 2226063
Samtals gestir: 515000
Tölur uppfærðar: 19.9.2017 21:47:13

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar