20.09.2015 13:35

Vilhelm Þorsteinsson EA 11

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 var við bryggju á Akureyri á dögunum þegar að ég átti leið þar hjá . 

 

Vilhelm Þorsteinsson var smíðaður í Gdansk í Póllandi.

19.09.2015 11:45

Blængur NK 125

Blængur NK 125 sem nú er í eigu Síldarvinnslunnar var við slippbryggjuna á Akureyri á dögunum þegar að ég átti leið þar hjá . 

 

Blængur NK 125 hét upphaflega Ingólfur Arnarsson og var smíðaður í skipasmíðastöðinni Astilleros Luzuriaga S.A. á Spáni

18.09.2015 09:50

Arnarborg ÍS 260

Arnarborg ÍS 260 kom inn til Siglufjarðar nú á dögunum og lá við bryggju fram eftir degi . Ekki er mér kunnugt um ástæðuna , en eflaust hefur verið einhver smávægileg bilun í gangi.

 
 

Á Haukur miða um 1327 ?

17.09.2015 19:25

Mánaberg ÓF 42

Hér er ein af Mánaberginu sem ég tók líklegast þegar að þeir voru í landi síðast en það styttist í næstu löndun hjá , hugsanlega í næstu viku.

 

16.09.2015 19:50

Örninn ÓF 28

Örninn ÓF 28 er aðallega gerður út á línu frá Siglufirði en tók þó nokkra róðra í sumar á handfærum. 

Í ágúst mánuði fékk ég að fara með í línuróður á Erninum með Guðmundi Óla skipstjóra og tók ég auðvitað nokkrar myndir sem ég á eftir að fara betur í gegnum og vonandi gefst tími bráðlega til þess að henda þeim hér inn.

 

15.09.2015 20:10

Anna SH13 & Maí SH 67

Hér er tveir bátar sem stóðu á þurru þegar að ég var í Stykkishólmi á dögunum , Anna SH 13og Maí SH 67

 

14.09.2015 12:50

Kristrún RE 177 landaði góðum afla á Siglufirði

Kristrún RE 177 landaði á Siglufirði í gærdag mjög góðum afla , eða tæpum 400 körum sem gera rúm 100 tonn.

 

13.09.2015 14:00

Snæfell EA 310 - Glæsilegt skip

Snæfell EA 310 lá við bryggju á Akureyri á dögunum þegar að ég átti leið þar um og auðvitað stóðst ég það ekki , að smella mynd af skipinu enda er Snæfell EA eitt af glæsilegri skipum íslenska flotans.

 

12.09.2015 15:30

Skutla SI 49

Hér er Skutla SI 49 við flotbryggju á Siglufirði á dögunum.

 

11.09.2015 12:25

Hrafn GK 111 landar á Siglufirði

Línuskipið Hrafn "föðurlausi" sem gerður er út af Þorbirni hf kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun og landaði ágætis afla , yfir 200 körum . Var uppistaða aflans þorskur.

 

k

10.09.2015 12:45

Sigurbjörg ÓF 1 heldur á ný til veiða eftir bilun

Sigurbjörg ÓF 1 kom inn til Siglufjarðar um hádegisbilið í gær þar sem skipið var gert sjóklárt eftir að hafa verið í slipp á Akureyri síðustu daga. Var ástæðan sú að skipta þurfti um skrúfuhring ásamt öðrum viðhaldi sem því tengdist.

 

Sibban hélt svo til veiða um kl. 16:00 í gær og er þessi mynd tekin þegar að einungis átti eftir að sleppa springnum.

09.09.2015 12:10

Rifsnes SH 44 landar á Siglufirði

Rifsnes SH 44 frá Hellissandi kom inn Siglufjarðar í gærmorgun og landaði ágætis afla , um 200 körum . Var uppistaða aflans þorskur.

 

08.09.2015 12:50

Frosti ÞH 229 landar á Siglufirði

Frosti ÞH 229 kom inn til Siglufjarðar um hádegisbilið í gær og landaði góðum afla áður en hann hélt á ný til veiða.

 
 

 

08.09.2015 09:40

Sturla GK 12 landar á Siglufirði

Línuskipið Sturla GK sem gerður er út af Þorbirni hf kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun og landaði ágætis afla , yfir 200 körum . Var uppistaða aflans þorskur.

 
 

07.09.2015 12:25

Örvar SH 777 landar á Siglufirði

Örvar SH 777 frá Hellissandi kom inn Siglufjarðar í gærmorgun og landaði ágætis afla , um 200 körum . Var uppistaða aflans þorskur.

 
 

 

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar