23.05.2017 14:30

Togarar Ramma hf í höfn á Siglufirði

Í gærmorgun þegar að ég vaknaði og leit út um eldhúsgluggann voru allir togarar Ramma hf í Fjallabyggð saman komnir við bryggju á Siglufirði og er gaman að sjá stærðarmuninn á þessum þremur togurum .

 

22.05.2017 23:00

Óli á Stað GK 99 í fyrsta túr !

Óli á Stað GK 99 kom til Siglufjarðar aðfaranótt föstudagsins síðasta og hélt af stað í sína fyrstu veiðiferð á laugardagskvöldið.

Fjöldi fólks var samankomin á bryggjunni þegar að Óli á Stað GK hélt loks til veiða og sá Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að sleppa endanum hjá Óla á Stað.

Óli á Staðkom svo til löndunar um kaffileytið í gær og landaði um rúmum 8 tonnum og voru strákarnir í áhöfninni mjög sáttir eftir fyrsta túr.

Skipstjórinn á Óla á Stað er Óðinn Arnberg.

 
 
 

21.05.2017 17:00

Móttökuathöfn við komu Sólbergs ÓF 1

Í gærdag fór fram fjölmenn móttökuathöfn þegar að Rammi hf á Siglufirði tók formlega við Sólberg ÓF 1 . Talið er að um 800-1000 manns hafi mætt á Hafnarbryggjuna á Siglufirði í sól og blíðu.

Ólafur H Marteinsson framkvæmdarstjóri Ramma hf og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fluttu stutt ávörp , áður en Álfhildur Stefánsdóttir gaf skipinu formlega nafnið Sólberg ÓF 1 . Að lokum blessaði Sigríður Munda Jónsdóttir , sóknarprestur í Ólafsfirði , skipið.

Rammi hf bauð svo fólki um borð í Sólberg ÓF í skoðunarferð og léttar veitingar.

 

 

Ólafur Helgi Marteinsson 

 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

 

Ólafur H Marteinsson og Álfhildur Stefánsdóttir

 

Sigríður Munda Jónsdóttir

19.05.2017 11:10

Sólberg ÓF 1 komið til Siglufjarðar

Sólberg ÓF 1 er komið inn til Siglufjarðar og siglir nú í þessu á hægri ferð inn fjörðinn . 

Ég tók nokkrar myndir núna rétt áðan þar sem skipið dólaði í minni Siglufjarðar áður en það hélt af stað til hafnar.

Fleiri myndir koma inn síðar í dag.

 
 
 
 
 

17.05.2017 16:14

Sóberg ÓF 1 - Móttökuathöfn

Nú styttist í komu Sólbergs ÓF 1 til heimahafnar en áætlað er skipið komi til hafnar á Siglufirði upp úr hádegi á föstudaginn næsta.

Af því tilefni býður Rammi hf. til móttöku sem haldin verður laugardaginn 20. maí nk. á Siglufirði.

 

Dagskrá:

Kl. 13.30 Framkvæmdastjóri Ramma hf., Ólafur Helgi Marteinsson, býður gesti velkomna.

Kl. 13:35 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, flytur ávarp.

Kl. 13:50 Álfhildur Stefánsdóttir gefur skipinu formlega nafn.

Kl. 13:55 Sóknarpresturinn í Ólafsfirði, Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, blessar skipið.

Kl. 14:00 Gestum boðið að skoða skipið.

15.05.2017 10:30

Sjagaklettur TG964

Hér er færeyski togarinn Sjagaklettur TG 964 við bryggju í Hafnarfirði en Magnús Jónsson sendi mér þessa mynd fyrir stuttu.

Sjagaklettur var smíðaður árið 1997 í Þýskalandi.

Mynd : Magnús Jónsson

 

14.05.2017 08:00

Kaldbakur EA 1

Ég hef lítið verið á ferðinni og því lítið myndað upp á síðkastið en skrapp til Akureyrar á fimmtudaginn og smellti þá nokkrum myndum af Kaldbak EA þar sem verið var að færa skipið til í höfninni á Akureyri.

Kaldbakur EA kom til heimahafnar á Akureyri 4 mars. Skipið kemur í stað togara með sama nafni sem þjónað hafði ÚA síðan 1974.
Kaldbakur var smíðaður í Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi.  Skipið er 62 metra langt og 13,5 metra breitt.

 
 
 
 

08.05.2017 09:25

Áskell Egilsson EA og Steini Vigg SI

Þiðrik Unason tók þessar tvær myndir í morgun af Steina Vigg og Áskel Egilssyni við bryggju á Akureyri.

Áskell Egilsson EA var smíðaður árið 1975 og Steini Vigg SI var smíðaður árið 1976 en báðir bátarnir voru smíðaðir hjá Skipasmíðastöðinni Vör hf á Akureyri .

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

07.05.2017 17:00

Akraberg ÓF 90

Ennþá eru nokkrir bátar sem gera út frá Siglufirði sem eru á grásleppunetum . Akraberg ÓF er einn þeirra og hér kemur Akraberg að bryggju fyrir nokkrum dögum.

 

02.05.2017 14:30

Standveiðivertíðin hafin !

Strandveiðivertíðin er hafin og er fjöldi báta á sjó í dag . Ég hafði samband við Vaktstöð Siglinga og töldu að þeir að um 150-200 bátar hefðu verið á sjó í dag þegar að mest var , en fáir bátar eru á sjó fyrir sunnan land í dag vegna brælu. 

Strandveiðar hófust fyrst í júní 2009 og máttu þá smábátasjómenn veiða 4.000 tonn á tímabilinu maí - ágúst. Á komandi vertíð verður leyfilegur heildarafli 9.200 tonn og er það aukning um 200 tonn frá fyrra ári.  Önnur ákvæði um veiðisvæði, veiðidaga, hámarksafla á dag og fjölda handfærarúlla verða óbreytt frá fyrri árum.  Reikna má með að útgefin veiðileyfi verði rúmlega 700.

Trausti EA 98 - Glæsilegasti strandveiðibátur landsins

Við úthlutun aflaheimilda er byggt á svæðaskiptingu; svæði A) nær frá A. Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps, svæði B) nær frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps, svæði C) nær frá Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps og svæði D) nær frá Hornafirði til Borgarbyggðar.

01.05.2017 22:00

Þorleifur EA 88

Þorleifur EA 88 kom inn til Siglufjarðar í síðustu viku og lá við bryggju í rúman sólarhring áður en hann hélt út aftur . 

 

30.04.2017 10:30

Oddverji ÓF 76

Oddverji ÓF 76 er byrjaður á línu eftir að hafa lokið grásleppuveiðum . Oddverji ÓF er búinn að fara tvo róðra að eltast við grálúðu og hefur fiskað ágætlega.

Hér er Oddverji ÓF að koma inn til löndunar í gærdag.

 

 

 

23.04.2017 21:45

Ásbjörn RE 50 og Engey RE 91

Magnús Jónsson sendi mér þessa mynd fyrir stuttu af Ásbirni RE og Engey RE við bryggju í Reykjavík .

Ásbjörn RE lýkur senn ferli sínum en Engey RE mun taka við af honum þegar að hún verður klár til veiða.

Mynd : Magnús Jónsson

 

20.04.2017 20:20

Oddur á Nesi SI 76 með góðan afla

Það hefur verið rólegt yfir öllu á Siglufirði síðustu vikur . Flest allir bátar eru gerðir út á grásleppuveiðar þessa dagana en aflabrögð hafa verið mjög döpur hér fyrir norðan .

Enginn bátur hefur verið gerður út á línu frá því að grásleppuvertíðin hófst en Oddur á Nesi SI 76 fór í róður í fyrradag og landaði í gærmorgun góðum afla , eða rúmum 9,3 tonnum , þar af 4,6 tonn af ýsu og 3,7 tonn af þorski.

Hér eru tvær myndir frá því að Oddur á Nesi sigldi inn í gærmorgun til löndunar.

 
 

18.04.2017 12:15

Óli á Stað GK 99

Jæja .. Nú er að duga eða drepast . Það eru 15 dagar síðan að síðasta færsla kom inn og því er kominn tími á að skella inn eins og einni mynd. 

Hér er Óli á Stað GK 99 við bryggju á Akureyri en myndina tók ég 2 apríl síðastliðinn og þá frétti ég að stutt væri þar til að báturinn væri fullklár og gæti haldið fljótlega til veiða. 

Síðan eru liðinn rúmur hálfur mánuður og enn liggur Óli á Stað við bryggju á Akureyri . Síðan þá hef ég heyrt að hann eigi eftir að koma til Siglufjarðar þar sem starfsmenn Siglufjarðar Seigs eigi eftir að vinna í honum til þess að fullklára hann . 

Hvað sem veldur þessari seinkun er ég ekki viss um , en gaman væri ef fróðir menn gætu frætt okkur hina með því að skilja hér eftir athugasemdir.

 
Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 676
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 2229589
Samtals gestir: 515668
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 00:21:14

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar