10.08.2015 13:00

Varðskipið Þór á Fiskideginum mikla

Ég skrapp með fjölskylduna á Fiskidaginn mikla á Dalvík um liðna helgi og var vopnaður myndavélinni til þess að mynda varðskipið Þór bak og fyrir en þegar á Dalvík var komið var Þór hvergi sjáanlegur.

Síðar um daginn frétti ég að útkall hefði komið og Þór orðið að rjúka frá Dalvík en Haukur Sigtryggur báta og skipagrúskari með meiru náði að smella tveimur myndum af Þór áður en hann hélt til hafs . 

Ég þakka Hauki mikið fyrir afnotin af þessum glæsilegum myndum.

Mynd : Haukur Sigtryggur

 

Mynd : Haukur Sigtryggur

08.08.2015 11:15

Fiskidagurinn mikli 2015

Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðlegur í dag á Dalvík. Á vef Fiskidagsins segir "Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11:00 og 17:00 á laugardeginum."
Í gærkveldi buðu íbúar Dalvíkur , gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum.

 

Myndin hér að ofan var tekin árið 2013 á Fiskideginum mikla .

07.08.2015 11:10

Bjarni Sæmundsson RE 30 landar á Siglufirði

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson RE er þessa dagana í rannsóknarverkefni sem heitir " Úthafsrækja og ástand sjávar ".

Bjarni Sæm kom inn til Siglufjarðar í gærdag og landaði rækju og um 5 tonnum af fiski . 

Samkvæmt vef Hafrannsóknarstofnunar stendur verkefnið yfir frá 28. júlí og til og með 23. ágúst.

 
 

Bjarni Sæm hélt á ný til veiða um kl. 22:00 í gærkveldi.

06.08.2015 17:10

Tvær myndir frá Grundarfjarðarhöfn

Hér eru tvær myndir sem ég tók á dögunum í Grundarfjarðarhöfn þegar að ég átti leið þar um . 

Á myndunum má meðal annars sjá Hring SH , Helga SH , Farsæl SH og marga smábáta , svo sem Bót SH , Sif SH og Bjargey SH

 
 

05.08.2015 13:25

Hvalaskoðunarbáturinn Máni

Ég hef ekkert farið leynt með hrifningu mína á gömlu eikarbátunum , sem gerðir hafa verið upp og fengið nýtt líf sem hvalaskoðunarbátar. Ég birti mynd á dögunum af Láka SH frá Grundarfirði en í dag sjáum við mynd af Mána EA sem gerður er út á hvalaskoðun frá Dalvík.

 

Glæsilegur bátur sem var smíðaður árið 1977 í Stykkishólmi.

04.08.2015 14:10

Hringur SH 153

Hér er Hringur SH 153 í Grundarfjarðarhöfn á dögunum . Hringur SH er gerður út af Guðmundi Runólfssyni í Grundarfirði . 
Hringur SH var smíðaður árið 1997 í Skotlandi en kom til Íslands árið 2005 . Hringur SH bar áður nafnið Marina Polaris

 
 

Með því að SMELLA HÉR má sjá mynd frá því í júní af Hring SH í slipp í Reykjavík. 

03.08.2015 20:00

Myndir af sjónum : Sunna SI 67

Þiðrik Unason sendi mér nokkrar myndir sem hann tók á sjónum þann 28.júlí , en hann var a strandveiðum á Binna EA 108 frá Dalvík.
Hér eru 3 myndir sem hann tók af Sunnu SI 67.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

02.08.2015 20:33

Gáta dagsins : Hvert er skipið ? Vísbending

Hvernig væri að skella í létta gátu í dag og spyrja , hvert er skipið ?

1. Vísbending : Hér má sjá stærri mynd og í lit . Hjálpar þessi ?

 

02.08.2015 12:00

Gáta dagsins : Hvert er skipið ?

Hvernig væri að skella í létta gátu í dag og spyrja , hvert er skipið ?

 

Rétt svar kemur síðar í dag ..

01.08.2015 11:25

Láki SH 55 - Glæsilegur hvalaskoðunarbátur

Ég hef ekkert farið leynt með hrifningu mína á gömlu eikarbátunum , sem gerðir hafa verið upp og fengið nýtt líf sem hvalaskoðunarbátar. 

Láki SH 55 er einn af þeim . Láki er gerður út frá Grundarfirði í hvalaskoðun , en á lakitours.com segir meðal annars um bátinn " Láki SH55 er tignarlegur viðarbátur sem siglir með stolti í kringum Melrakkaey á sumrin.  Láki þjónar okkur líka þegar við skoðum háhyrninga á veturna því við getum siglt hljóðlega að dýrunum án þess að trufla vöðurnar.  "

 

Láki SH var smíðaður á Akureyri hjá skipasmíðastöðinni Vör árið 1974.

Ætli Haukur geti frætt okkur aðeins um sögu bátsins ?

31.07.2015 11:30

Grundfirðingur SH 24 - Glæsilegt skip

Grundfirðingur SH 24 er glæsilegt skip , reyndar eins og öll skip Soffaníasar Cecilssonar hf og er gerður út á línu.

Grundfirðingur SH var smíðaður hjá Stálvík hf í Garðabæ árið 1972

 

 

30.07.2015 19:30

Margret EA 710

Hér má sjá Margret EA 710 , nýjasta skip Samherja við bryggju á Akureyri í byrjun mánaðarins .

 

30.07.2015 11:10

Strandveiði : Fannar EA 29

Fannar EA 98 er einn þeirra fjölmörgu báta sem gera út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

 

29.07.2015 12:25

Egill SH 195

Egill SH 195 er hér í Ólafsvíkurhöfn á dögunum. Egill SH er gerður út af Litlalóni ehf og er gerður út á dragnót.

Egill SH var smíðaður á Seyðisfirði hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1972 og hét upphaflega Fylkir NK 102

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Egil SH :

Stærð og mál

Brúttórúmlestir 99,20
Brúttótonn 183,00
Nettótonn 55,00
Mesta lengd 28,15
Skráð lengd 25,82
Skráð dýpt 5,40
Skráð breidd 5,90

28.07.2015 19:55

Kópur BA 175

Þiðrik Unason er duglegur að senda mér myndir og hér er ein af Kóp BA 175 sem Þiðrik tók á dögunum í Hafnarfjarðarhöfn.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Flettingar í dag: 479
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 711
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 2226089
Samtals gestir: 515002
Tölur uppfærðar: 19.9.2017 22:18:58

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar