22.08.2015 16:35

Andvari I SI 30

Andvari I SI 30 hefur verið gerður út á handfæri frá Siglufirði í sumar og í vikunni sem leið kom hann með rúm 4,6 tonn að landi eftir veiði á Hornbankanum . Var meirihluti aflans vænn ufsi eða rúm 2,6 tonn.

 

Myndin er frá því snemma í sumar þegar að Andvari I SI var að koma að bryggju eftir 

21.08.2015 12:10

Berglín GK 300

Hér er ein mynd sem ég tók af Berglín GK í júlí mánuði þegar að færa þurfti skipið vegna komu frystitogara (Mánaberg / Sigurbjörg - man ekki hvort skipið það var)

 

20.08.2015 18:56

Strandveiði : Blíðfari ÓF 70

Blíðfari ÓF 70 var einn þeirra fjölmörgu báta sem gerðu út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

 

19.08.2015 16:55

Vöttur SU 250

Vöttur SU 250 kom inn til Siglufjarðar á aðfaranótt mánudagsins sl. Vöttur var að koma frá Breiðdalsvík eftir vel heppnaða strandveiði vertíð og var á leið til sinnar nýju heimahafnar , Bolungarvík.

Eigandi bátsins keypti hann í sumar og kláraði vertíðina á Breiðdalsvík og ætlaði að nota tímann í vetur til þess að dytta að bátnum , meðal annars setja á hann mastur á ný.

 

18.08.2015 12:45

Akraberg ÓF 90 með tæp 10 tonn !

Akraberg ÓF 90 landaði á Siglufirði í gærkveldi mjög góðum afla , 9.552 kg , sem fengust á handfæri á Hornbankanum . 

Var aflinn 7,5 tonn af stórum þorski og 2 tonn af vænum ufsa.

 

Myndin er tekin úr dágóðri fjarlægð í gærkveldi þegar að Akraberg ÓF var að koma að bryggju á Siglufirði en eins og sjá má , þá ber báturinn þennan afla mjög vel.

17.08.2015 12:55

Bíldsey SH 65 aftur í gang !

Bíldsey SH 65 var dregin útúr húsi hjá Siglufjarðar Seig á föstudaginn síðasta eftir að hafa verið í klössun í sumar en síðasti róður var 25 maí.

Í gær landaði svo Bíldsey tæpum 6,5 tonnum , mestmegnis ýsu , á Hofsós.

 

16.08.2015 10:20

Strandveiði : Mínerva EA 100

Mínerva EA 100 var einn þeirra fjölmörgu báta sem gerðu út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

 

15.08.2015 09:30

Sóley SH 124

Hér er Sóley SH 124 í Grundarfjarðarhöfn a dögunum . Sóley SH er gerð út af Soffaníasi Cecilssyni í Grundarfirði.

Síðasta löndun sem skráð er á Sóley SH samkvæmt vef Fiskistofu var 30.12.2014

 

Sóley SH var smíðuð hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1985.

14.08.2015 10:30

Strandveiði : Jón Kristinn SI 52

Jón Kristinn SI 52 var einn þeirra fjölmörgu báta sem gerðu út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

 

13.08.2015 09:10

Strandveiði : Anna SI 6

Anna SI 6 er einn þeirra fjölmörgu báta sem gera út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

12.08.2015 09:20

Strandveiði : Sveini EA 173

Sveini EA 173 er einn þeirra fjölmörgu báta sem gera út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

 

11.08.2015 10:50

Helga María AK 16

Helga María AK 16 er glæsilegt skip sem ég myndaði í júní mánuði á leið minni um höfuðborgarsvæðið .

Helga María AK var smíðuð árið 1988 í Flekkefjord í Noregi en skipinu var breytt í ísfisktogara í Póllandi árið 2013.

 
 

10.08.2015 13:00

Varðskipið Þór á Fiskideginum mikla

Ég skrapp með fjölskylduna á Fiskidaginn mikla á Dalvík um liðna helgi og var vopnaður myndavélinni til þess að mynda varðskipið Þór bak og fyrir en þegar á Dalvík var komið var Þór hvergi sjáanlegur.

Síðar um daginn frétti ég að útkall hefði komið og Þór orðið að rjúka frá Dalvík en Haukur Sigtryggur báta og skipagrúskari með meiru náði að smella tveimur myndum af Þór áður en hann hélt til hafs . 

Ég þakka Hauki mikið fyrir afnotin af þessum glæsilegum myndum.

Mynd : Haukur Sigtryggur

 

Mynd : Haukur Sigtryggur

08.08.2015 11:15

Fiskidagurinn mikli 2015

Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðlegur í dag á Dalvík. Á vef Fiskidagsins segir "Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11:00 og 17:00 á laugardeginum."
Í gærkveldi buðu íbúar Dalvíkur , gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum.

 

Myndin hér að ofan var tekin árið 2013 á Fiskideginum mikla .

07.08.2015 11:10

Bjarni Sæmundsson RE 30 landar á Siglufirði

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson RE er þessa dagana í rannsóknarverkefni sem heitir " Úthafsrækja og ástand sjávar ".

Bjarni Sæm kom inn til Siglufjarðar í gærdag og landaði rækju og um 5 tonnum af fiski . 

Samkvæmt vef Hafrannsóknarstofnunar stendur verkefnið yfir frá 28. júlí og til og með 23. ágúst.

 
 

Bjarni Sæm hélt á ný til veiða um kl. 22:00 í gærkveldi.

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar