06.08.2015 17:10

Tvær myndir frá Grundarfjarðarhöfn

Hér eru tvær myndir sem ég tók á dögunum í Grundarfjarðarhöfn þegar að ég átti leið þar um . 

Á myndunum má meðal annars sjá Hring SH , Helga SH , Farsæl SH og marga smábáta , svo sem Bót SH , Sif SH og Bjargey SH

 
 

05.08.2015 13:25

Hvalaskoðunarbáturinn Máni

Ég hef ekkert farið leynt með hrifningu mína á gömlu eikarbátunum , sem gerðir hafa verið upp og fengið nýtt líf sem hvalaskoðunarbátar. Ég birti mynd á dögunum af Láka SH frá Grundarfirði en í dag sjáum við mynd af Mána EA sem gerður er út á hvalaskoðun frá Dalvík.

 

Glæsilegur bátur sem var smíðaður árið 1977 í Stykkishólmi.

04.08.2015 14:10

Hringur SH 153

Hér er Hringur SH 153 í Grundarfjarðarhöfn á dögunum . Hringur SH er gerður út af Guðmundi Runólfssyni í Grundarfirði . 
Hringur SH var smíðaður árið 1997 í Skotlandi en kom til Íslands árið 2005 . Hringur SH bar áður nafnið Marina Polaris

 
 

Með því að SMELLA HÉR má sjá mynd frá því í júní af Hring SH í slipp í Reykjavík. 

03.08.2015 20:00

Myndir af sjónum : Sunna SI 67

Þiðrik Unason sendi mér nokkrar myndir sem hann tók á sjónum þann 28.júlí , en hann var a strandveiðum á Binna EA 108 frá Dalvík.
Hér eru 3 myndir sem hann tók af Sunnu SI 67.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

02.08.2015 20:33

Gáta dagsins : Hvert er skipið ? Vísbending

Hvernig væri að skella í létta gátu í dag og spyrja , hvert er skipið ?

1. Vísbending : Hér má sjá stærri mynd og í lit . Hjálpar þessi ?

 

02.08.2015 12:00

Gáta dagsins : Hvert er skipið ?

Hvernig væri að skella í létta gátu í dag og spyrja , hvert er skipið ?

 

Rétt svar kemur síðar í dag ..

01.08.2015 11:25

Láki SH 55 - Glæsilegur hvalaskoðunarbátur

Ég hef ekkert farið leynt með hrifningu mína á gömlu eikarbátunum , sem gerðir hafa verið upp og fengið nýtt líf sem hvalaskoðunarbátar. 

Láki SH 55 er einn af þeim . Láki er gerður út frá Grundarfirði í hvalaskoðun , en á lakitours.com segir meðal annars um bátinn " Láki SH55 er tignarlegur viðarbátur sem siglir með stolti í kringum Melrakkaey á sumrin.  Láki þjónar okkur líka þegar við skoðum háhyrninga á veturna því við getum siglt hljóðlega að dýrunum án þess að trufla vöðurnar.  "

 

Láki SH var smíðaður á Akureyri hjá skipasmíðastöðinni Vör árið 1974.

Ætli Haukur geti frætt okkur aðeins um sögu bátsins ?

31.07.2015 11:30

Grundfirðingur SH 24 - Glæsilegt skip

Grundfirðingur SH 24 er glæsilegt skip , reyndar eins og öll skip Soffaníasar Cecilssonar hf og er gerður út á línu.

Grundfirðingur SH var smíðaður hjá Stálvík hf í Garðabæ árið 1972

 

 

30.07.2015 19:30

Margret EA 710

Hér má sjá Margret EA 710 , nýjasta skip Samherja við bryggju á Akureyri í byrjun mánaðarins .

 

30.07.2015 11:10

Strandveiði : Fannar EA 29

Fannar EA 98 er einn þeirra fjölmörgu báta sem gera út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

 

29.07.2015 12:25

Egill SH 195

Egill SH 195 er hér í Ólafsvíkurhöfn á dögunum. Egill SH er gerður út af Litlalóni ehf og er gerður út á dragnót.

Egill SH var smíðaður á Seyðisfirði hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1972 og hét upphaflega Fylkir NK 102

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Egil SH :

Stærð og mál

Brúttórúmlestir 99,20
Brúttótonn 183,00
Nettótonn 55,00
Mesta lengd 28,15
Skráð lengd 25,82
Skráð dýpt 5,40
Skráð breidd 5,90

28.07.2015 19:55

Kópur BA 175

Þiðrik Unason er duglegur að senda mér myndir og hér er ein af Kóp BA 175 sem Þiðrik tók á dögunum í Hafnarfjarðarhöfn.

Mynd : Þiðrik Unason

 

28.07.2015 12:35

Myndir af Kap VE eftir áreksturinn

Á miðvikudaginn í síðustu viku varð það óhapp í Vestmannaeyjarhöfn að Jón Vídalín VE sigldi á Kap VE og urðu talsverðar skemmdir á Kap VE eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan sem nágranni minn , Arnar Þór Björnsson tók.

Á vefnum Eyjafréttir mátti lesa "Samkvæmt upplýsingum Eyjafrétta var Jón Vídalín að bakka í höfninni en þegar taka átti áfram svaraði stjórnbúnaður ekki og sigldi hann á Kap framanverða. Aftur gálginn á Jóni Vídalín er töluvert skemmdur. Gat kom ofarlega á stjórnborðskinnunginn á Kap auk þess sem sem vinstri síðan, sem sneri að bryggjunni, gekk inn á um tíu metra kafla."

Á efstu tveimur myndunum má sjá skemmdirnar sem urðu á Jóni Vídalín en neðstu þrjár sýna skemmdirnar sem urðu á Kap VE

Mynd : Arnar Þór Björnsson

 

Mynd : Arnar Þór Björnsson

 

Mynd : Arnar Þór Björnsson

 

Mynd : Arnar Þór Björnsson

 

Mynd : Arnar Þór Björnsson

 

27.07.2015 14:10

Sæbjörg RE

Hér er mynd frá því í júní mánuði af Sæbjörg RE í Reykjavíkurhöfn.

Sæbjörgin bar áður nafnið Akraborg og var farþegaferja áður en íslenska ríkið gaf Slysavarnarfélaginu Landbjörgu skipið . 

 

Sæbjörg var smíðuð í Noregi 1974.

26.07.2015 17:29

Beitir NK 123

Hér koma tvær myndir af Beiti NK 123 sem Þiðrik Unason tók og sendi mér á dögunum . 

Þær eru teknar á farsímann og því eru gæðin ekki alveg 100% en við sættum okkur við það ?

Símamynd : Þiðrik Unason

 

Símamynd : Þiðrik Unason

 

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar