15.07.2015 10:25

Mánaberg ÓF með gat á síðunni - Myndasyrpa

Mánaberg ÓF 42 kom inn til Siglufjarðar eftir um mánaðartúr úr Barentshafinu á föstudaginn síðastliðinn og var landað úr skipinu um 318 tonnum af afurðum á laugardeginum . Að löndun lokinni fór Mánabergið yfir til Ólafsfjarðar þar sem skipt var um veiðafæri en Máninn er nú á leið á Makríl.

 

Á mánudaginn voru svo starfsmenn Slippsins á Akureyri búnir að skera gat á stjórnborðssíðuna en verið er að skipta um flökunarvél.

 
 

 

Í gærdag þegar að ég átti leið hjá aftur var byrjað að sjóða stykkið í á ný en áætluð brottför er seinnipartinn í dag eða í fyrramálið.

14.07.2015 17:55

Hvalaskoðunarbáturinn Máni

Þiðrik Unason vinur minn sendi mér í dag nokkrar myndir og hér er ein þeirra af hvalskoðunarbátnum Mána frá Dalvík í "action" ef svo má segja.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Ætli Haukur eigi snepil um Mána ?

14.07.2015 09:10

Björgvin EA 311

Björgvin EA 311 hefur legið við bryggju á Dalvík frá því 23. júní síðastliðinn en þá var landað úr skipinu um 125 tonnum , þar af um 90 tonnum af þorski.

 

Myndin var tekin í síðustu viku í Dalvíkurhöfn. 

13.07.2015 13:30

Mastur híft af Varðskipinu Tý

Magnús Jónsson frá Hafnarfirði sendi mér nokkrar myndir á dögunum og í dag fáum við að sjá mynd sem hann tók þegar verið var að hífa mastrið af Varðskipinu Tý .

Á vef Landhelgisgæslunnar segir " Varðskipið Týr er nú í slipp hjá Stálsmiðjunni og er áætlað að verkið taki um þrjár vikur. Um er að ræða slipptöku sem fyrirhuguð var á þessum tíma til að gera margvíslegar endurbætur á skipinu en um leið verður gert við þær skemmdir sem urðu á Tý er siglt var á varðskipið í Reykjavíkurhöfn fyrir skemmstu. "

Mynd : Magnús Jónsson

 

Ég þakka Magnúsi vel fyrir myndirnar og minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com , ef menn og konur luma á myndum.

11.07.2015 11:45

Konráð EA 90 í slipp

Áfram höldum við að skoða myndir af bátum á þurru landi því í dag fáum við að sjá myndir af Konráð EA 90 í slipp á Siglufirði hjá Siglufjarðar Seig . 

Myndirnar tók ég í vikunni sem leið en Konráð EA var hífður niður í gær og sigldi svo heim til Grímseyjar í gærkveldi .

 

 

 

10.07.2015 10:15

Varðskipið Týr í slipp

Ég fékk þessa flottu mynd frá Þórhall Sófussyni Gjöveraa og í texta með henni segir " 1421. Varðskipið Týr. TFGA. Smíðað í Aarhus Flydedok A/S í Danmörku 1975. 923 br. 2 x 4.300 ha. MAN díesel vélar. Týr tók sig vel út í slippnum í kvöld þrátt fyrir skemmdirnar sem Rússneska Barkskipið Kruzenshtern olli þegar það sigldi á hann og þór fyrir skömmu.‎ "

Mynd : Þórhallur Sófusson Gjöveraa

 

 

09.07.2015 11:45

Bíldsey SH 65 í slipp

Bíldsey SH 65 er þessa dagana í slipp hjá Siglufjarðar Seig á Siglufirði. Í morgun var verið að þrífa bátinn og undirbúa undir botnmálningu og fleira viðhald sem á að sinna.

 
 

Með því að smella HÉR má sjá grein um Bíldsey SH á vefnum SKSsiglo.is

08.07.2015 12:05

Ingunn AK orðin græn ! Fær nafnið Ísleifur VE

Þessa stundina er Ingunn AK í slipp í Reykjavík þar sem verið er að mála hana græna en Ingunn AK er komin í eigu Vinnlustöðvarinnar og mun fá nafnið Ísleifur VE.

Mynd : Þórhallur Sófusson Gjöveraa

07.07.2015 12:44

Strandveiði : Hafdís Helga EA 51

Hafdís Helga EA 51 er einn þeirra fjölmörgu báta sem gera út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

 

06.07.2015 09:40

Strandveiði : Ásdís ÓF 9

Ásdís ÓF 9 er einn þeirra fjölmörgu báta sem gera út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

Ásdís ÓF var 12 aflahæsti báturinn á B svæði , með 9,22 tonn í 11 sjóferðum samkvæmt Aflafréttum.is

 

05.07.2015 11:00

Frosti ÞH 229

Hér er Frosti ÞH 229 að koma að bryggju á Siglufirði til löndunar nú á dögunum .

Á Aflafréttir.is má sjá að Frosti ÞH hefur fiskað um 192.5 tonn af rækju í 11 túrum frá því að hann hóf veiðar í apríl . 

 

04.07.2015 13:15

Vigri RE 71

Vigri RE 71 er glæsilegt skip sem lá við bryggju í Reykjavík þegar að ég átti þar leið um í júní síðastliðnum .

Vigri RE var smíðaður árið 1992 í Flekkefjord í Noregi og hefur að ég held alla tíð verið í eigu Ögurvíkur hf.

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Vigra RE :

Stærð og mál

Brúttórúmlestir 1217,44
Brúttótonn 2157,00
Nettótonn 647,00
Mesta lengd 66,96
Skráð lengd 59,40
Skráð dýpt 8,53
Skráð breidd 13,00

03.07.2015 09:25

SVN kaupir Frera RE - Fær nafnið Blængur NK

Eins og það kom víða fram í gær , til dæmis á Fiskifréttir.is og Kvótinn.is í dag , að þá hefur Síldarvinnslan hf fest kaup á togaranum Frera RE 73 af Ögurvík hf. Mun skipið fá nafnið Blængur NK 125.

Á Kvótinn.is segir " Freri hét upphaflega Ingólfur Arnarsson og var smíðaður í skipasmíðastöðinni Astilleros Luzuriaga S.A. á Spáni. Skipið kom nýtt til landsins í janúarmánuði 1974. Það var í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur til ársins 1985 en þá festi Ögurvík hf. kaup á því.
Þegar Ögurvík eignaðist skipið var því breytt í frystiskip. Árið 2000 voru umfangsmiklar breytingar gerðar á skipinu en þá var það meðal annars lengt um 10 metra og aðalvél þess endurnýjuð ásamt öðrum vélbúnaði. Einnig var vinnslulínan og frystilest endurnýjuð. Skipið er 79 metra langt og búið 5000 hestafla aðalvél af gerðinni Wartsila. Það er 1723 tonn að stærð.
Hinn nýi Blængur mun halda til veiða í íslenskri lögsögu í næstu viku. Skipstjóri í fyrstu veiðiferðinni verður Sigtryggur Gíslason
. "

 
 

Myndirnar hér fyrir ofan voru teknar í janúar 2015

02.07.2015 10:25

Klakkur SK 5 kemur til hafnar !

Þiðrik Unason sendi mér þessar þrjár myndir sem hann tók um 6 leytið í morgun af Klakk SK koma inn til hafnar á Sauðárkrók.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

01.07.2015 09:00

Tjaldur SH 270

Hér er Tjaldur SH 270 í Reykjavíkurhöfn á dögunum . Tjaldur SH er gerður út frá Rifi af KG Fiskverkun ehf.

 

Tjaldur SH er glæsilegt skip.

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar