03.07.2015 09:25

SVN kaupir Frera RE - Fær nafnið Blængur NK

Eins og það kom víða fram í gær , til dæmis á Fiskifréttir.is og Kvótinn.is í dag , að þá hefur Síldarvinnslan hf fest kaup á togaranum Frera RE 73 af Ögurvík hf. Mun skipið fá nafnið Blængur NK 125.

Á Kvótinn.is segir " Freri hét upphaflega Ingólfur Arnarsson og var smíðaður í skipasmíðastöðinni Astilleros Luzuriaga S.A. á Spáni. Skipið kom nýtt til landsins í janúarmánuði 1974. Það var í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur til ársins 1985 en þá festi Ögurvík hf. kaup á því.
Þegar Ögurvík eignaðist skipið var því breytt í frystiskip. Árið 2000 voru umfangsmiklar breytingar gerðar á skipinu en þá var það meðal annars lengt um 10 metra og aðalvél þess endurnýjuð ásamt öðrum vélbúnaði. Einnig var vinnslulínan og frystilest endurnýjuð. Skipið er 79 metra langt og búið 5000 hestafla aðalvél af gerðinni Wartsila. Það er 1723 tonn að stærð.
Hinn nýi Blængur mun halda til veiða í íslenskri lögsögu í næstu viku. Skipstjóri í fyrstu veiðiferðinni verður Sigtryggur Gíslason
. "

 
 

Myndirnar hér fyrir ofan voru teknar í janúar 2015

02.07.2015 10:25

Klakkur SK 5 kemur til hafnar !

Þiðrik Unason sendi mér þessar þrjár myndir sem hann tók um 6 leytið í morgun af Klakk SK koma inn til hafnar á Sauðárkrók.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

01.07.2015 09:00

Tjaldur SH 270

Hér er Tjaldur SH 270 í Reykjavíkurhöfn á dögunum . Tjaldur SH er gerður út frá Rifi af KG Fiskverkun ehf.

 

Tjaldur SH er glæsilegt skip.

30.06.2015 08:50

Strandveiði : Freymundur ÓF 6

Freymundur ÓF 6 er einn þeirra fjölmörgu báta sem gera út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

 

29.06.2015 12:36

Þorleifur EA 88

Þorleifur EA 88 landaði á Siglufirði í morgun rúmu tonni , mest megnis skarkola . Fékkst aflinn í Skagafirði í dragnót.

 

Þorleifur EA er gerður út frá Grímsey og var smíðaður árið 1975 á Seyðisfirði.

28.06.2015 10:02

Þórir SF 77

Á ferð minni um Reykjavík á dögunum , smellti ég mynd af Þóri SF 77 sem lá þar við bryggju .

Þórir SF er í eigu Skinney Þinganes og gerður út á humarveiðar.

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Þóri SF :

Smíði

Smíðaár 2009
Smíðastaður Kaohsiung taiwan
Smíðaland Taiwan, roc
Smíðastöð Chingfu shipbuilding co
Smíðanúmer HO62
Efniviður Stál

27.06.2015 10:35

Hvalur 8 & Hvalur 9 - Glæsileg skip - 3 myndir

Ég hef nú reglulega birt myndir af hvalveiðiskipum Kristjáns Loftssonar. Ekki hef ég ennþá náð myndum af þeim á sjó , einungis við bryggju í Reykjavík. Þegar að ég var í Reykjavík á dögunum smellti ég nokkrum myndum af Hval 8 og Hval 9 og hér fyrir neðan má sjá þrjár myndir af þessum gömlu , en glæsilegum skipum.

 
 
 


Hvalur 8 var smíðaður í Trönsberg í Noregi árið 1948 og Hvalur 9 var smíðaður í Langesund í Noregi árið 1952 

26.06.2015 12:35

Pálína Ágústsdóttir vélavana ! Sigurvin dróg hana til hafnar

Um kaffileytið í gærdag fór Björgunarskipið Sigurvin í útkall rétt út fyrir Siglufjörð , en Pálína Ágústdóttir hafði kallað eftir aðstoð eftir að báturinn varð vélarvana um 1,2 sjómílum úti fyrir Siglunesi. Veður var gott og var engin hætta á ferðum.

Dróg Sigurvin Pálínu inn til Siglufjarðar þar sem gert var við bilunina og hét Pálína á ný til veiða í gærkveldi.

 
 
 

25.06.2015 12:34

Grímsnes GK 555 landar á Siglufirði

Grímsnes GK 555 landaði á Siglufirði í gær rúmum 20 tonnum af rækju sem flutt var á Hvammstanga til vinnslu hjá Meleyri .

Grímsnes GK var smíðað í Flekkefjord í Noregi árið 1963 og hét í upphafi Heimir SU 100.

 

Ætli Haukur vilji gefa okkur miða um Grímsnesið ? 

24.06.2015 10:20

Strandveiði : Bylgjan SI 115

Bylgjan SI 115 er einn þeirra fjölmörgu báta sem gera út á strandveiðar í sumar frá Siglufirði.

 

23.06.2015 09:30

Ísborg ÍS 250 landar á Siglufirði - Myndasyrpa

Ísborg ÍS 250 kom inn til Siglufjarðar í gærdag og landaði rúmum 20 tonnum af rækju sem flutt var vestur til vinnslu hjá Kampa á Ísafirði.

 
 
 
 
 

Ísborg ÍS var smíðuð árið 1959 í Stralsund í Austur Þýskalandi . 

22.06.2015 12:10

Hringur SH 153

Hringur SH 153 er í slipp í Reykjavík þessa dagana. Hringur SH er gerður út af Guðmundi Runólfssyni í Grundarfirði . 

Hringur SH var smíðaður árið 1997 í Skotlandi en kom til Íslands árið 2005 . Hringur SH bar áður nafnið Marina Polaris

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Hring SH 153

Stærð og mál

Brúttórúmlestir 271,61
Brúttótonn 481,27
Nettótonn 144,38
Mesta lengd 28,99
Skráð lengd 25,00
Skráð dýpt 7,50
Skráð breidd 9,30

21.06.2015 18:40

Havtind N-10-H

Havtind N-10-H kom inn til Akureyrar á dögunum , eflaust á leið í slipp . Havtind var smíðaður árið 1997

 
 

 

20.06.2015 13:08

Ólafsvíkurhöfn: Guðmundur Jensson SH & Álfur SH

Þiðrik Unason sendi mér þessar tvær myndir frá Ólafsvíkurhöfn sem hann tók í gærdag . Efri myndin er Guðmundi Jenssyni SH og sú neðri er af Álf SH.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

 

19.06.2015 10:55

Gunnbjörn ÍS 302 í slipp

Gunnbjörn ÍS 302 er í slipp á Akureyri þessa dagana en myndina tók ég á sunnudaginn síðastliðinn.

Gunnbjörn ÍS hefur ekki verið gerður út frá því árið 2013 en síðasta löndun sem skráð er á skipið var 7 október 2013.

Þann 23.mars síðastliðinn birti ég mynd af Gunnbirni ÍS og spurði um leið hvort að einhver vissi hver framtíð hans væri en þá var fátt um svör og því spyr ég aftur , hver er framtíð skipsins , sem legið hefur við bryggju í október 2013 en er komið nú í slipp á Akureyri ?

 

 

Flettingar í dag: 479
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 711
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 2226089
Samtals gestir: 515002
Tölur uppfærðar: 19.9.2017 22:18:58

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar