20.06.2015 13:08

Ólafsvíkurhöfn: Guðmundur Jensson SH & Álfur SH

Þiðrik Unason sendi mér þessar tvær myndir frá Ólafsvíkurhöfn sem hann tók í gærdag . Efri myndin er Guðmundi Jenssyni SH og sú neðri er af Álf SH.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

 

19.06.2015 10:55

Gunnbjörn ÍS 302 í slipp

Gunnbjörn ÍS 302 er í slipp á Akureyri þessa dagana en myndina tók ég á sunnudaginn síðastliðinn.

Gunnbjörn ÍS hefur ekki verið gerður út frá því árið 2013 en síðasta löndun sem skráð er á skipið var 7 október 2013.

Þann 23.mars síðastliðinn birti ég mynd af Gunnbirni ÍS og spurði um leið hvort að einhver vissi hver framtíð hans væri en þá var fátt um svör og því spyr ég aftur , hver er framtíð skipsins , sem legið hefur við bryggju í október 2013 en er komið nú í slipp á Akureyri ?

 

 

18.06.2015 16:05

Siglufjarðarhöfn : Sigurvin & Sigurbjörg

Hér er má sjá björgunarskipið Sigurvin og frystitogarann Sigurbjörg ÓF í Siglufjarðarhöfn nú á dögunum . 

Fjallið fyrir miðri mynd heitir Hólshyrna og er eitt glæsilegasta fjall Íslands.

 

18.06.2015 10:20

Svipmyndir frá sjómannadeginum í Hofsós

Í dag sjáum við nokkrar myndir sem Þiðrik Unason sendi mér sem hann tók á sjómannadeginum á Hofsós.

Kann ég Þiðrik bestu þakkir fyrir og minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com ef menn og konur eiga myndir sem þau vilja deila með öðrum hér á síðunni.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

17.06.2015 10:00

Björgúlfur EA með í skrúfunni - Munaði litlu að illa færi

Skipa og báta sérfræðingurinn Haukur Sigtryggur sendi mér 3 myndir í gærkveldi og í texta sem þeim fylgdi sagði "Stórfiskarinn Björgúlfur EA var að koma í land í gærkvöldi og var rétt að stinga nefinu í bryggjuna þegar allt steinstoppaði og viti menn nú rétt áðan (kl 7) var kafari að losa þetta troll úr skrúfunni á Úlfinum. Nú getur eigandinn náð í trollið sitt á bryggjuna á Dalvík og svo má hann skammast sín fyrir að henda svona í hafið.
Þarna hefði getað farið ílla hefði þetta skeð mínútu fyrr.
"

  Mynd : Haukur Sigtryggur

 

  Mynd : Haukur Sigtryggur

 

  Mynd : Haukur Sigtryggur

 

16.06.2015 14:40

Vestri BA 63 landar á Siglufirði

Vesti BA 63 kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun vegna bilunar og var landað úr skipinu um nokkrum tonnum af rækju og smávegis af fiski. 

Vestri BA hélt svo á ný til veiða í gærkveldi eftir að búið var að gera við .

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Vestra BA :

Smíði

Smíðaár 1963
Smíðastaður Nyborg danmörk
Smíðaland Danmörk
Smíðastöð Karmsund verft og mek.v
Smíðanúmer 0003
Efniviður Stál

15.06.2015 11:05

Vilhelm Þorsteinsson EA í slipp

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 er í slipp þessa dagana á Akureyri eftir að hafa lokið Kolmunnaveiðum .

 

Vilhelm Þorsteinsson EA er glæsilegt skip .

14.06.2015 10:15

Flutningaskipið Akrafell í sinni hinstu för !!

Á miðvikudaginn síðastliðinn , 10.júní , lagði flutningaskipið Akrafell í sína hinstu för. Var þá skipið dregið til Danmerkur þar sem skipið verður rifið en það var dæmt ónýtt eftir að hafa strandað við Vattarnes 6 september í fyrra. Þegar að tókst að ná skipnu á flot var það dregið til Reyðarfjarðar og hefur það legið þar síðan . Akrafell var smíðað í Kína árið 2003 

Eggert Páll Theodórsson lánaði mér nokkrar myndir sem hann tók þegar að Akrafell var dregið af stað frá Reyðarfirði og kann ég honum bestu þakkir fyrir.

Mynd : Eggert Páll Theodórsson

 

Mynd : Eggert Páll Theodórsson

 

Mynd : Eggert Páll Theodórsson

 

Mynd : Eggert Páll Theodórsson

 

Mynd : Eggert Páll Theodórsson

 

Mynd : Eggert Páll Theodórsson

 

 

13.06.2015 11:15

Siglunes SI 70 í sinni hinstu för !

Á fimmtudagskvöldið síðastliðið lagði Siglunes SI 70 af stað frá Njarðvík með Tungufell BA 326 í eftirdragi til Belgíu þar sem Siglunesið er á leið í pottinn alræmda.

Örlög Tungufells eru ekki ákveðin , athuga á með sölu á skipinu en annars er það líklega potturinn sem bíður þess líka ef það gengur ekki eftir.

Siglunes SI var gert út frá Siglufirði frá því um vorið 2009 og var gert út á rækju . 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars umSiglunes SI :

Smíði

Smíðaár 1971
Smíðastaður Akranes
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Þorgeir & ellert hf
Smíðanúmer 0023
Efniviður Stál

12.06.2015 09:00

Nýtt skip Samherja : Margrét EA 710

Hér eru tvær myndir af nýjasta skipinu í Samherja flotanum , Margréti EA 710 sem Þiðrik Unason tók á Akureyri á dögunum.

Margrét EA var smíðuð í Flekkefjord í Noregi árið 1995 en skipið var lengt árið 2009 og mælist 73 metrar á lengdina.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

11.06.2015 17:30

Gullhólmi SH hefur fengið nýtt nafn !!

Eins og ég sagði frá hér um daginn þá hefur GPG Seafood keypt Gullhólma SH af Agustsyni á Stykkishólmi.

Er skipið nú í slipp á Akureyri og hefur það fengið nýtt nafn , Hörður Björnsson ÞH 260.

Er skipið skírt í höfuðið á Herði Björnssyni skipstjóra frá Dalvík en hann var skipstjóri á skipinu þegar að það bar nafnið Þórður Jónasson frá árinu 1967 til ársins 2000.

Mynd : Haukur Sigtryggur

 

Mynd : Haukur Sigtryggur

 

11.06.2015 12:40

Varðskipið Ægir

Varðskipið Ægir hafði veturdvöl á Akureyri í vetur. Ég tók nokkrar myndir af skipinu í vetur á ferðum mínum til Akureyrar . Þessi mynd var tekin í apríl.

 

Á vef Landhelgisgæslunnar segir um Ægir "VARÐSKIPIÐ ÆGIR ER SMÍÐAÐ Í AALABORG VÆRFT A/S Í DANMÖRKU ÁRIÐ 1968 . SKIPIÐ ER SMÍÐAÐ SEM VARÐ- OG BJÖRGUNARSKIP. STAFN OG BOLUR ERU SÉR STYRKT FYRIR SIGLINGU Í ÍS OG REISN HÖNNUÐ MEÐ TILLITI TIL ÍSINGARHÆTTU"

10.06.2015 06:50

Geir ÞH 150

Hér má sjá mynd af Geir ÞH 150 við bryggju á Akureyri í síðasta mánuði . Geir ÞH er gerður út á dragnót þessa dagana en áður hafði báturinn verið á netum í vetur.

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir um Geir ÞH 150

Stærð og mál

Brúttórúmlestir 115,73
Brúttótonn 196,00
Nettótonn 59,00
Mesta lengd 22,00
Skráð lengd 19,97
Skráð dýpt 6,20
Skráð breidd 6,99

09.06.2015 10:00

Á strandveiðum - Myndasyrpa

Þessi myndasyrpa er síðan sumarið 2013 þegar að ég skellti mér með í einn strandveiðiróður á Millu SI 727.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

08.06.2015 20:05

Tæknileg vandamal

Þar sem síðuhaldari er staddur í fríi erlendis og tæknin er adeins ad strida mer , fellur færsla dagsins nidur í dag. 

Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 676
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 2229589
Samtals gestir: 515668
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 00:21:14

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar