08.05.2015 16:50

Sigurbjörg ÓF 1 heldur til veiða - Videó !

Hér er stutt myndband sem ég tók í gær , þegar að Sigurbjörg ÓF 1 hélt til veiða frá Siglufirði.

 

08.05.2015 12:22

Jón Kristinn SI 52

Hér er Jón Kristinn SI 52 við bryggju í Siglufjarðarhöfn í gærdag. 

 

07.05.2015 13:20

Álsey VE og Sigurður VE

Hér eru tvær myndir sem Þiðrik Unason tók í Vestmannaeyjarhöfn á 1. maí  . 

Á þeirri efri er Álsey VE 2 og á þeirri neðri er Sigurður VE 15

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

06.05.2015 11:12

Oddeyrin EA 210

Hér er Oddeyrin EA 210 við bryggju á Akureyri á dögunum. 

Á vef Samherja má lesa " Keyptur til Samherja í febrúar 2007. Ætlaður til botnfiskveiða en getur einnig stundað flotvörpuveiðar, getur dregið tvö troll í einu. Aðstaða til heilfrystingar um borð, Oddeyrin var lengd á árinu 2012 "

 

Í skipaskrá Fiskafrétta má meðal annars lesa um Oddeyrina : 

Smíði

Smíðaár 2000
Smíðastaður Figueras castrop spánn
Smíðaland Spánn
Smíðastöð Astilleros gondan s.a.
Smíðanúmer 409
Efniviður Stál

05.05.2015 12:40

Brimnes RE 27 kemur til Siglufjarðar

Brimnes RE 27 kom inn til Siglufjarðar í gærkveldi um kl. 22:00 til þess að sækja umbúðir og veiðarfæri og hélt á ný til hafs rétt fyrir miðnætti.

Brimnes RE var smíðað árið 2002 í Tomrefjord í Noregi og er í eigu Brim hf.

 
 
 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Brimnes RE :

Stærð og mál

Brúttórúmlestir 1503,54
Brúttótonn 2848,25
Nettótonn 875,91
Mesta lengd 70,10
Skráð lengd 62,47
Skráð dýpt 8,80
Skráð breidd 14,60

04.05.2015 17:20

Strandveiðar hófust í dag !

Strandveiðar hófust í dag og eru þó nokkuð margir bátar sem hafa hafið veiðar . Er aflinn með ágætum af þeim sem í land eru komnir. 

Í fyrra þegar best var , voru um og yfir 30 bátar sem lönduðu á Siglufirði.

 

Á vef Landssambands Smábátaeigenda má lesa : " Eins og undanfarin ár er leyfilegur afli sem koma má með að landi í hverri veiðiferð 650 þorskígildi.   Veiði menn eingöngu þorsk er hámarkið 774 kg. Sé eingöngu um ufsa að ræða í tiltekinni veiðiferð er hámarkið óslægt 955 kg. "

 
Við útreikninga til þorskígilda skal margfalda óslægðan af með eftirfarandi stuðlum:
 
Þorskur - 0,8400
 
Ufsi - 0,6804
 
Ýsa - 1,0920
 
Karfi - 0,8500
 
Steinbítur - 0,8550
 
Langa - 0,6080
 
Keila - 0,4590

03.05.2015 20:25

Dráttarbáturinn Bjarni Þór

Ég átti leið til Akureyrar fyrir helgi og smellti af nokkrum myndum , meðal annars af dráttabát Grindvíkinga Bjarna Þór sem lá þar við bryggju.

 

í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Bjarna Þór : 

Smíði

Smíðaár 2008
Smíðastaður Vigo spánn
Smíðaland Spánn
Smíðastöð Francisco cardama
Smíðanúmer 0221
Efniviður Stál

02.05.2015 07:50

Mánaberg ÓF með yfir 300 tonn !

Mánaberg ÓF 42 kom inn til Siglufjarðar um hádegisbilið í gær úr 6 veiðiferð ársins , en landað er úr skipinu í dag. Er aflinn rúm 300 tonn af afurðum , mestmegnis af ufsa.

 

Myndir úr lönduninni munu birtast hér á morgun . 

01.05.2015 12:45

Áhöfnin á Hafliða SI : Trítlakórinn

Árið 1965 var starfræktur kór um borð í síðutogaranum Hafliða SI 2 frá Siglufirði. Hafði verið ákveðið að áhöfnin skyldi sjálf vera með skemmtiatriði á árshátíð sem halda átti þegar að Hafliði kæmi úr siglingu frá Þýskalandi. 

Í upphafi voru 15 menn sem skipuðu kórinn en 2 helltust úr lestinni og voru þeir því 13 sem tróðu upp á sviði á Hótel Höfn.

Í upphafi æfði kórinn í netalestinni á meðan að menn voru að ná saman en fengu svo að æfa í borðsalnum þegar að kórinn hafði fundið taktinn. Faðir minn , Sveinn Björnsson sem var bátsmaður um borð , sá um æfingar og stjórn kórsins og Gylfi Ægisson sá um undirleik.

Ég hvet alla skipa og bátaáhugamenn að líta á síðuna www.si2.is en þar má sjá fjölmargar myndir sem teknar voru um borð í Hafliða SI

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Hér fyrir neðan má sjá mynd af kórnum í heild sinni.

Mynd : Fengin af láni frá Si2.is - Ljósmyndari Már Jóhannsson

 

Til gamans má að geta , að 50 árum síðar, er faðir minn Sveinn Björnsson enn að syngja , en hann verður 80 ára á þessu ári . Er sá gamli í Karlakór Siglufjarðar og í hljómsveitinni Heldri menn , en Heldri menn hafa gefið út tvo geisladiska.

 

 

30.04.2015 12:40

Allan fisk á markað !

Valgeir Sigurðsson veitingarmaður á Siglufirði , sem rekur veitingastaðinn Harbour House Café, dregur ætíð fána að húni ef staðurinn er opinn. 

Valgeir á mikið safn af fánum og einn af þeim , blakti í vindinum um daginn og á honum stóð " ALLAN FISK Á MARKAÐ "

 

Eru menn og konur sammála þessari fullyrðingu ?

29.04.2015 18:50

Steini G & Klakkur SK - 3 myndir

Hér koma þrjár myndir sem Þiðrik Unason sendi mér á dögunum . Myndirnar voru teknar í Sauðárkrókshöfn og má sjá á þeim Steina G SK 14 og Klakk SK 5

Símamynd : Þiðrik Unason

 

Símamynd : Þiðrik Unason

 

Símamynd : Þiðrik Unason

 

29.04.2015 10:40

Frosti ÞH 229 byrjaður á rækju

Frosti ÞH 229 er byrjaður á rækju og hefur nú landað þrívegis á Siglufirði. Fer rækjan í vinnslu hjá Ramma hf á Siglufirði.

 

 

28.04.2015 11:35

Grásleppubátar : Anna ÓF 83

Anna ÓF 83 var gerð út á grásleppu frá Ólafsfirði.

Var aflinn með ágætum , tæp 13,5 tonn af grálseppu í 15 vitjunum samkvæmt vef Fiskistofu

 

 

27.04.2015 12:40

Gullver NS 12 í ólgusjó - 3 myndir

Þessar þrjár glæsilegu myndir birtust á fishingHat.wordpress.com hjá Adda Þórs vélstjóra á Mánaberginu á dögunum með textanum "Gullver NS 12 í ólgusjó

Mynd : Arnþór Þórsson - FishingHat.wordpress.com

 

Mynd : Arnþór Þórsson - FishingHat.wordpress.com

 

Mynd : Arnþór Þórsson - FishingHat.wordpress.com

 

26.04.2015 16:35

Grásleppubátar : Hafalda ÓF 25

Hafalda ÓF er gerð út á grásleppu frá Siglufirði.

Hefur aflinn verið ágætur , 12.7 tonn í 13 vitjunum samkvæmt vef Fiskistofu.

 

 

Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 711
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 2226063
Samtals gestir: 515000
Tölur uppfærðar: 19.9.2017 21:47:13

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar