19.05.2015 10:30

Guðbjörg GK 666 komin norður !

Guðbjörg GK 666 sem Stakkavík gerir út , er komin norður og hefur nú landað þrívegis ágætis afla. 

Báturinn var smíðaður árið 2004 og hefur borið nöfnin Ósk KE 5, Frosti II KE 230, Árni í Teigi GK 1, Pálína Ágústsdóttir GK 1, Reynir GK 666 ásamt núverandi nafni, Guðbjörg GK 666. 

 

Með því að SMELLA HÉR má sjá færslu frá 27.02.2014 þegar að Guðbjörg GK var sett á flot eftir miklar endurbætur hjá Siglufjarðar Seig á Siglufirði.

18.05.2015 09:45

Múlaberg SI 22

Hér er Múlaberg SI 22 að koma inn til Siglufjarðar núna á dögunum eftir góðan rækjutúr.

 

Í skipaskrá Fiskifrétta má meðal annars lesa um Múlaberg SI :

Smíði

Smíðaár 1973
Smíðastaður Niigata japan
Smíðaland Japan
Smíðastöð Niigata engineering ltd
Smíðanúmer 0467
Efniviður Stál
 

17.05.2015 12:25

Emma II SI 164

Hér er Emma II SI 164 við bryggju á Siglufirði . Emma II SI hefur lítið róið síðustu ár , en var þó gerð út á makríl í fyrra .

 

Emma II SI var smíðuð í Noregi árið 1982.

16.05.2015 13:10

Óli á Stað GK 99 kominn norður á ný !

Óli á Stað GK 99 sem Stakkavík gerir út , er kominn norður á ný og hefur nú landað tvívegis ágætis afla. Einnig er Guðbjörg GK 666 komin norður og kemur mynd af henni hér á næstu dögum.

 

15.05.2015 17:00

Dýpkun í Siglufjarðarhöfn : Selur HF

Síðustu daga hefur verið unnið við dýpkun við Sigló Hótel á Siglufirði, ásamt því að dýpka hér og þar í Siglufjarðarhöfn. Er það Hagtak hf sem sér um verkið.

Ég hef smellt af nokkrum myndum af Sel HF og gröfunni síðustu daga og hér koma nokkrar af þeim.

 
 
 
 

Sigló Hótel er glæsileg bygging sem verður tilbúin í sumar.

 

 

14.05.2015 11:40

Vatnsnes KE 30 - Myndasyrpa frá 1984

Í dag sjáum við 7 myndir úr safni Ómars Geirssonar , sem teknar voru árið 1984 um borð í Vatnsnes KE 30 á rækjuveiðum.

Útgerðarfélagið Siglfirðingur var með skipið á leigu , á meðan unnið var að breytingum á Siglfirðing SI í frystitogara.

Vatnsnes KE var smíðað árið 1960  í Noregi og bar í upphafi nafnið Sæþór ÓF . Árið 1986 var skipið lengt og árið 1994 var það úrelt og selt til Grænlands. Hvort það sé enn á floti eða ekki , er mér ekki kunnugt um

Mynd : Úr safni Ómars Geirssonar

 

Aðalsteinn Bernharðsson , Alli Benna, í brúarglugganum og Hilmir Hálfdánarson, Mexi, að leysa frá pokanum.

Mynd : Úr safni Ómars Geirssonar

 

Ómar Geirsson og Mexi

Mynd : Úr safni Ómars Geirssonar

 

Ómar og Alli Benna

Mynd : Úr safni Ómars Geirssonar

 

Guðrún Jónsdóttir SI 155 tekur Vatnsnes KE í tog.

Mynd : Úr safni Ómars Geirssonar

 

Guðrún Jónsson SI 155 

Mynd : Úr safni Ómars Geirssonar

 

Mynd : Úr safni Ómars Geirssonar

 

13.05.2015 11:00

Hrafn GK 111 seldur úr landi !

Samkvæmt öruggum heimildum hefur Hrafn GK 111 sem var í eigu Þorbjarnar hf , verið seldur til Rússlands.  

Hrafn GK hefur fengið nafnið F/T NERA. Nýjir eigendur tóku við skipinu í gær eftir reynslusiglingu á mánudaginn og mun Hrafn sigla áleiðis til Vladivostok 21 maí nk. Leiðin liggur suður fyrir og um gíbraltarsund inn í miðjarðarhafið. Farið verður um Suez skurðinn og framhjá sjóræningjaslóðum í Adenflóa. Siglingin er um 12.000 sjómílur.

Mynd : Sigurjón Veigar Þórðarson

 

Mynd : Skjáskot af Marine Traffic 

 

Síðasta löndun Hrafns GK var 22.12.2014 en síðan þá hefur skipið legið í Grindavíkurhöfn.

Hrafn GK var smíðaður árið 1983 hjá Slippstöðinni á Akureyri.

12.05.2015 10:15

Góð veiði á línuna fyrir norðan - Oddur á Nesi SI 76

Ágætis veiði hefur verið á línuna fyrir norðan land síðustu vikur. Til dæmis fiskaði Oddur á Nesi SI rúm 33 tonn í 5 róðrum í apríl sem gera um 6,6 tonn að jafnaði . Ef fyrsti róðurinn í apríl er ekki tekinn inn í töluna , þá var aflinn um 31 tonn í 4 róðrum , eða um 7,7 tonn að jafnaði.

Oddur á Nesi SI að koma úr róðri þann 10.5. sl.

11.05.2015 12:35

Björgúlfur EA 312

Hér er Björgúlfur EA 312 við bryggju á Dalvík á dögunum . Björgúlfur EA var smíðaður árið 1977 á Akureyri.

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Björgúlf EA :

Stærð og mál

Brúttórúmlestir 424,45
Brúttótonn 658,00
Nettótonn 197,00
Mesta lengd 49,85
Skráð lengd 44,88
Skráð dýpt 6,60
Skráð breidd 9,50

10.05.2015 11:45

Sigurbjörg ÓF 1

Sigurbjörg ÓF 1 landaði um 120 tonnum af frosnum afurðum þann 4. maí síðastliðinn , mestmegnis þorski eða um 95 tonnum.

Sigurbjörg ÓF hélt svo til veiða á fimmtudaginn síðastliðinn , eins og sjá mátti á vídeó færslu sem ég birti á föstudaginn.

 

 

09.05.2015 17:39

Bylgja VE 75

Hér er ein mynd af Bylgju VE 75 í slipp í Vestmannaeyjum , en Þiðrik Unason tók myndina á dögunum.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Bylgju VE :

Smíði

Smíðaár 1992
Smíðastaður Akureyri
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Slippstöðin hf
Smíðanúmer B-70
Efniviður Stál

09.05.2015 09:35

Björgvin EA 311

Hér er Björgvin EA 311 í Dalvíkurhöfn á dögunum. Björgvin EA var smíðaður árið 1988 í Flekkefjord í Noregi.

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Björgvin EA :

Stærð og mál

Brúttórúmlestir 498,83
Brúttótonn 1142,22
Nettótonn 342,66
Mesta lengd 50,53
Skráð lengd 48,48
Skráð dýpt 7,30
Skráð breidd 12,00

08.05.2015 16:50

Sigurbjörg ÓF 1 heldur til veiða - Videó !

Hér er stutt myndband sem ég tók í gær , þegar að Sigurbjörg ÓF 1 hélt til veiða frá Siglufirði.

 

08.05.2015 12:22

Jón Kristinn SI 52

Hér er Jón Kristinn SI 52 við bryggju í Siglufjarðarhöfn í gærdag. 

 

07.05.2015 13:20

Álsey VE og Sigurður VE

Hér eru tvær myndir sem Þiðrik Unason tók í Vestmannaeyjarhöfn á 1. maí  . 

Á þeirri efri er Álsey VE 2 og á þeirri neðri er Sigurður VE 15

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar