22.04.2015 16:10

25 tonn af ufsa !

Á myndasíðunni fishinghat.wordpress.com hjá Arnþóri Þórssyni , vélstjóra á Mánaberginu , mátti sjá þessar myndir á dögunum .

Mánaberg ÓF var við veiðar fyrir vestan og gengu veiðar vel .

Textinn hér fyrir neðan sem er skáletraður er sá texti sem fylgdi myndunum á síðunn hjá Adda.

25 tonn af ufsa

Mynd : Arnþór Þórsson - fishinghat.wordpress.com

 

Móttakan full 

Mynd : Arnþór Þórsson - fishinghat.wordpress.com

 

Þetta er það sem allt snýst um núna

Mynd : Arnþór Þórsson - fishinghat.wordpress.com

 

21.04.2015 19:28

Grásleppubátar : Gunnar SI 112

Gunnar SI 112 er nýjasti báturinn í Siglfirska flotanum en hann er núna gerður út á grásleppu. 

Hefur aflinn verið rúm 15 tonn í 8 vitjunum.

 

Báturinn bar áður nafnið Gunnar SK 112 og var gerður út frá Sauðárkróki.

20.04.2015 12:40

Gömul skjöl : Lágmarkskauptaxti 1942

Það er kannski við hæfi í dag að skoða gömul skjöl sem ég á í fórum mínum , því í dag líkur atkvæðagreiðslu um verkföll hjá félagsmönnum sem starfa eftir kjarasamingum við Samtök atvinnulifsins.

Hér fyrir neðan má sjá Lágmarkskauptaxta hjá Verkamannafélaginu Þrótti á Siglufirði frá 1. júní til 1. ágúst árið 1942.

 
 

 Eru ekki annars allir sem atkvæðarétt hafa , búnir að greiða atkvæði ? 

19.04.2015 12:40

Málmey SK 1 og Klakkur SK 5

Hér er ein mynd í viðbót sem ég tók á dögunum á Sauðárkrók en á henni má bæði sjá Málmey SK og Klakk SK.

 

Það er ágætis stærðarmunur á skipunum eins og sjá má á myndinni.

18.04.2015 13:20

Klakkur SK 5

Hér er önnur mynd frá ferð minni í gegnum Sauðárkrók sem ég tók á dögunum . Hér er Klakkur SK 5 við bryggju.

 

Klakkur SK var smíðaður í Póllandi árið 1977. 

17.04.2015 12:45

Málmey SK 1

Ég átti leið í gegnum Sauðárkrók á dögunum og smellti þá mynd af ferskfisktogaranum Málmey SK sem lá við bryggju.

 

Málmey SK 1 er glæsilegt skip sem var smíðað árið 1987 í Flekkefjord í Noregi.

16.04.2015 19:10

Grásleppubátar : Már ÓF 50

Már ÓF 50 er gerður út á grásleppu frá Ólafsfirði.

Hefur aflinn verið með ágætum , eða tæp 9 tonn samkvæmt vef Fiskistofu.

 

15.04.2015 12:50

Sigurbjörg ÓF millilandar vegna bilunar

Sigurbjörg ÓF kom inn til Siglufjarðar á mánudagsmorgunin vegna bilunar . Farinn var rótor og var skipt um hann seinnipartinn í gær og hélt skipið til veiða í kringum miðnætti. 

Enn ekki fór Sigurbjörgin langt , því nú er skipið á landleið aftur og ætti að vera á Siglufirði um kl. 14:00 . Talið er að annar rótor sé einnig farinn.

 

Var landað úr skipinu seinnipartinn gær , um 4000 kössum eða um 80 tonnum af frosnum afurðum. 

14.04.2015 12:40

Grásleppubátar : Petra ÓF 88

Petra ÓF 88 er einn af mörgum bátum sem gerður er út á grásleppu frá Siglufirði.

Hefur aflinn verið góður , eða tæp 24 tonn af grásleppu í 8 vitjunum samkvæmt vef Fiskistofu

 

13.04.2015 14:19

Kirkella H7 - Fleiri myndir

Ég birti hér á dögunum myndir af Kirkella H7 sem Þiðrik Unason sendi mér og í dag fáum við að sjá þrjár myndir til viðbótar af skipinu , en núna var það skipa-og bátasérfræðingurinn Haukur Sigtryggur frá Dalvík sem sendi mér myndirnar.

Mynd : Haukur Sigtryggur

 

Mynd : Haukur Sigtryggur

 

Mynd : Haukur Sigtryggur

 

12.04.2015 09:20

Farsæll SH 30 gerir sig kláran á rækju

Þiðrik Unason sendi mér þessar þrjár myndir og í texta sem þeim fylgdi stóð "Strákarnir á Farsæl SH gera sig klára á rækju "

Farsæll SH var smíðaður á Seyðisfirði árið 1983 og bar upphaflega nafnið Eyvindur Vopni NS 70 og síðar Klængur ÁR

Símamynd : Þiðrik Unason
 

Símamynd : Þiðrik Unason

 

Símamynd : Þiðrik Unason

 

 

11.04.2015 10:10

Nýja skipið Ramma Hf mun heita Sólberg ÓF 1

Samkvæmt heimildum mínum , þá mun nýja skip Ramma hf fá nafnið Sólberg ÓF 1 .

Rammi hf átti áður togara sem bar nafnið Sólberg ÓF 12 en hann var smíðaður í Frakklandi árið 1974. 

Eins og flestir vita ber Sigurbjörgin einkennisnúmerið ÓF 1 en mun það flytjast yfir á nýja skipið þegar að það kemur.

 

Óskum við Ramma hf til hamingju með hið nýja nafn.

 

10.04.2015 10:45

Kristrún RE 177 á Siglufirði - Byrjuð á grálúðu

Kristrún RE 177 kom inn til Siglufjarðar um hádegisbilið í gær vegna smá bilunar og til þess að sækja umbúðir en Kristrún er að hefja grálúðu veiðar.

Hélt Kristrún til veiða um kl. 23 í gærkvöldi.

 

 

Pétur Karlsson stýrimaður

 

 

Helgi Aage Torfason - Skipstjóri  gefur strákunum skipanir um hvernig eigi að binda skipið.

09.04.2015 07:40

Kirkella H7 í slipp á Akureyri

Þiðrik Unason sendi mér þessar tvær myndir af Kirkella H7 sem er í slipp á Akureyri þessa dagana.

Símamynd : Þiðrik Unason

 

Símamynd : Þiðrik Unason

 

Kirkella H7 er glæsilegt skip.

08.04.2015 12:50

Sóley Sigurjóns GK komin á rækju

Sóley Sigurjóns GK 200 er komin norður fyrir land á rækju og hefur núna landað þrívegis á Siglufirði. 

Rækjuveiðin fyrir norðan hefur verið á uppleið og var Sóley Sigurjóns með um 25 tonn af rækju í síðasta túr . 

 
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar