12.04.2015 09:20

Farsæll SH 30 gerir sig kláran á rækju

Þiðrik Unason sendi mér þessar þrjár myndir og í texta sem þeim fylgdi stóð "Strákarnir á Farsæl SH gera sig klára á rækju "

Farsæll SH var smíðaður á Seyðisfirði árið 1983 og bar upphaflega nafnið Eyvindur Vopni NS 70 og síðar Klængur ÁR

Símamynd : Þiðrik Unason
 

Símamynd : Þiðrik Unason

 

Símamynd : Þiðrik Unason

 

 

11.04.2015 10:10

Nýja skipið Ramma Hf mun heita Sólberg ÓF 1

Samkvæmt heimildum mínum , þá mun nýja skip Ramma hf fá nafnið Sólberg ÓF 1 .

Rammi hf átti áður togara sem bar nafnið Sólberg ÓF 12 en hann var smíðaður í Frakklandi árið 1974. 

Eins og flestir vita ber Sigurbjörgin einkennisnúmerið ÓF 1 en mun það flytjast yfir á nýja skipið þegar að það kemur.

 

Óskum við Ramma hf til hamingju með hið nýja nafn.

 

10.04.2015 10:45

Kristrún RE 177 á Siglufirði - Byrjuð á grálúðu

Kristrún RE 177 kom inn til Siglufjarðar um hádegisbilið í gær vegna smá bilunar og til þess að sækja umbúðir en Kristrún er að hefja grálúðu veiðar.

Hélt Kristrún til veiða um kl. 23 í gærkvöldi.

 

 

Pétur Karlsson stýrimaður

 

 

Helgi Aage Torfason - Skipstjóri  gefur strákunum skipanir um hvernig eigi að binda skipið.

09.04.2015 07:40

Kirkella H7 í slipp á Akureyri

Þiðrik Unason sendi mér þessar tvær myndir af Kirkella H7 sem er í slipp á Akureyri þessa dagana.

Símamynd : Þiðrik Unason

 

Símamynd : Þiðrik Unason

 

Kirkella H7 er glæsilegt skip.

08.04.2015 12:50

Sóley Sigurjóns GK komin á rækju

Sóley Sigurjóns GK 200 er komin norður fyrir land á rækju og hefur núna landað þrívegis á Siglufirði. 

Rækjuveiðin fyrir norðan hefur verið á uppleið og var Sóley Sigurjóns með um 25 tonn af rækju í síðasta túr . 

 

07.04.2015 21:05

Myndir úr Stykkishólmshöfn

Ég skrapp í ferðalag um landið með fjölskylduna í júlí 2012 og kom m.a við í Stykkishólmi. Ég myndaði nú ekki mikið en hér eru tvær myndir sem ég tók yfir höfnina . Má m.a. sjá Gullhólma SH og fleiri báta.

Með því að SMELLA HÉR má sjá upplýsingar um höfnina í Stykkishólmi

 

 

 

06.04.2015 21:10

Hringur SH 153

Þiðrik Unason er duglegur að taka myndir og hér er ein frá honum af Hring SH 153. Hringur SH er gerður út af Guðmundi Runólfssyni í Grundarfirði

Símamynd : Þiðrik Unason

 

Hringur SH var smíðaður árið 1997 í Skotlandi. 

05.04.2015 13:50

Nokkrar gamlar : Olíubáturinn Andrés málaður

Í dag kíkjum við í myndasafnið hjá föður mínum og sjáum 5 myndir frá því þegar hann og bróðir hans , Hafþór Rósmundsson , voru að vinna í viðgerðum á olíubátnum Andrési. Búið var að sandblása bátinn og eru þeir bræður að grunna þegar að myndirnar eru teknar. 

Ætli myndinar séu ekki teknar á árunum 1996 - 1997.

Í dag stendur Andrés við Bátahúsið á Siglufirði og bíður þess að verða tekinn í gegn á ný , en hann er í eigu Síldarminjasafns Íslands.

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

04.04.2015 12:50

Hrafn Sveinbjörnsson GK 255 á Siglufirði

Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 kom inn til Siglufjarðar um hádegisbilið þann 31. mars. Ástæðan fyrir því var sú að mastur hafði brotnað og fóru viðgerðarmenn á vegum JE Vélaverkstæðis um borð og voru frameftir kvöldi að vinna að viðgerð.

Hélt skipið til veiða seinna um nóttina og tók stefnuna austur.

 

Hrafn Sveinbjarnarson GK er glæsilegt skip.

03.04.2015 14:30

Aprílgöbbin slógu í gegn ! Mbl.is leiðréttir mistökin - Brim kaupir ekki Mánaberg

Hver elskar ekki gott grín . Eins og fram kom í gær , voru fréttirnar tvær sem ég birti 1. apríl hugarburður síðuhaldara og setti ég inn leiðréttingu á þessum fréttum í gær og taldi að málið væri búið. 

Hringir svo systir mín í mig í gærmorgun og segir mér að Viðskiptablað Morgunblaðsins hafi bitið á agnið og birt grein um það í blaðinu í gær að Brim hafi keypt Mánaberg ÓF og búið sé að nefna nýja skip Ramma HF , Siglfirðing SI .

Má segja að það sem eftir lifði dags hafi síminn hjá mér verið rauðglóandi , fólk að hringja og óska mér til hamingju með besta apríl gabbið í ár.

Hér fyrir neðan má sjá fréttina sem birtist í blaðinu í gær og leiðréttinguna sem birtist á mbl.is í morgun :)

Símamynd : ggs

 

Mynd : Skjáskot af vef Mbl.is

 

02.04.2015 10:55

1. Apríl :)

Þegar að 1. apríl gengur í garð , er oft betra að taka því sem hljómar ótrúlega með fyrirvara þangað til að annað kemur í ljós.

Í gær birtust hér á skoger.123.is tvær fréttir . Sú fyrri fjallaði um kaup Brims hf á Mánaberginu og hin síðari fjallaði um nafnið á nýja skipinu sem Rammi hf er með í smíðum . Var skipinu gefið nafnið Siglfirðingur SI . 

Voru báðar þessar fréttir hugarburður síðuhaldara og einungis skrifaðar til þess að hafa gaman af. 

 

                                 Mynd : Fengin af netinu

 

UPPFÆRT : TIL GAMANS MÁ GETA AÐ Á BLS. 7 Í MORGUNBLAÐINU (VIÐSKIPTAMOGGANUM) Í DAG ER FRÉTT UM KAUP BRIMS Á MÁNABERGINU OG NAFNIÐ Á NÝJA SKIPINU .

01.04.2015 16:50

Siglfirðingur SI - Nýtt skip Ramma hf

Búið er að opinbera nafnið á nýja skipinu sem er í smíðuð fyrir Ramma hf í Tyrklandi. Mun það bera nafnið Siglfirðingur SI 1 .

Áður hafa skip frá Siglufirði borið nafnið Siglfirðingur SI en fyrsti skuttogari sem íslendingar eignuðust bar það nafn . 

Óskum við Ramma hf til hamingju með hið nýja nafn !

 

Siglfirðingur SI 1 verður glæsilegt skip en það á að vera tilbúið í desember á næsta ári.

01.04.2015 12:55

Brim hf kaupir Mánaberg ÓF

Útgerðarfélagið Brim hf hefur keypt Mánaberg ÓF af Ramma hf. Eins og flestir vita hefur Rammi hf samið um kaup á nýjum frystitogara frá Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og verður hann afhentur í desember á næsta ári.

Áætlað er að Mánabergið verði afhent í byrjun nýs kvótaárs og mun Sigurbjörgin verða gerð út þar til að nýja skipið kemur en mun þá að öllum líkindum fara til Belgíu eða Danmerkur í brotajárn.

Mánaberg ÓF er annað skipið sem Brim hf kaupir af Ramma hf , það fyrra var Kleifaberg RE.

 

Mánaberg ÓF var smíðað árið 1972 á Spáni.

31.03.2015 12:50

Múlaberg SI 22

Múlaberg SI 22 hefur hafið veiðar á ný á rækju , eftir að hafa verið á fiskitrolli frá því um áramót . 

Myndin hér fyrir neðan var tekin þegar að Múlinn kom í höfn eftir síðasta túrinn á fiskitrolli , þann 22. mars. 

 

30.03.2015 19:31

Lundi RE 20

Hér er ein frá því í janúar af Lunda RE 20 í Reykjavíkurhöfn . Gaman væri ef Haukur ætti miða um Lunda RE og sögu hans ?

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir um Lunda RE :

Smíði

Smíðaár 1964
Smíðastaður Akureyri
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Skipasmíðastöð k.e.a
Smíðanúmer  
Efniviður Eik
Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 676
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 2229589
Samtals gestir: 515668
Tölur uppfærðar: 25.9.2017 00:21:14

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar