22.03.2015 18:00

Ein gömul : Jökull SI 118 & fleiri gamlir bátar

Á vefnum FishiningHat.wordpress.com sem Arnþór Þórsson heldur úti , mátti sjá þessa skemmtilegu mynd sem tekin er fyrir fjölda ára í dokkinni á Siglufirði. Myndin er af Jökli SI 118 , trillu sem Gunnar Jóhannsson átti.

Ég þekki nú ekki marga báta þarna , sýnist þó Snarfari SI 11 sem faðir minn átti sé þarna (blá trillan) og Lukka SI.

Eru einhverjir sem átta sig á því hvenær myndin er tekin ?

Mynd : Arnþór Þórsson - Fishinghat.wordpress.com

 

 

21.03.2015 15:40

Neptune EA 41 í slippnum á Akureyri

Haukur Sigtryggur á Dalvík sendi mér þessar tvær í gær af Neptune EA , sem er í slipp á Akureyri þessa dagana.

Neptune var smíðað í Noregi árið 1977.

Mynd : Haukur Sigtryggur

 

Mynd : Haukur Sigtryggur

 

20.03.2015 12:45

Grásleppuveiðar hefjast í dag !

Sjómenn máttu byrja að leggja grásleppunet sín í morgun og héldu nokkrir bátar frá Siglufirði af stað á miðin í morgun.

Í Fiskifréttum mátti lesa fyrir skömmu viðtal við Örn Pálsson framkvæmdastjóra Landssambands Smábátaeigenda þar sem segir "Það eru engar birgðir til af grásleppuhrognum í landinu. Við verðum varir við aukna eftirspurn sem mun væntanlega leiða til verðhækkunar. MSC-vottun á grásleppuveiðum hefur líka í för með sér meiri kostnað vegna veiða og framleiðslu og það eitt gefur líka tilefni til að verðið hækki. Loks eigum við von á því að verð á búknum sjálfum eigi eftir ad hækka 

 

Hafa einhverjir heyrt einhver verð nefnd til sögunnar ? Gaman væri að fá tölur hér að neðan .

19.03.2015 16:00

Hvalur 8 & Hvalur 9

Það þarf ekki mikinn skýringartexta með þessum myndum sem hér fylgja en þetta eru myndir af Hval 8 og Hval 9 sem ég tók í janúar sl.

 
 
 

18.03.2015 13:00

Snæfell EA 310

Þiðrik Unason sendi mér tvær myndir af Snæfellinu á dögunum þegar að það var til löndunar á Dalvík þann 9.mars .

Samkvæmt vef Fiskistofu var aflinn um 232 tonn , þar af 184 tonn þorskur.

Ég þakka Þiðrik fyrir sendinguna og minni á netfangið mitt ; 580skoger@gmail.com fyrir þá sem vilja sem deila með okkur myndum.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

16.03.2015 17:00

Gulltoppur GK 24

Gulltoppur GK 24 sem Stakkavík gerir út er kominn norður á Sigufjörð til veiða og hefur landað um 18 tonnum í fyrstu tveimur róðrunum,

 

 

15.03.2015 16:45

Fleiri myndir af veðurofsanum - Gámur fauk í sjóinn !

Ég birti þrjár myndir í gær þar sem sjá mátti yfir höfnina á Siglufirði í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið.

Sem betur fer var rólegt hjá Björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði en þó voru nokkur útköll . Eitt af því var gámur sem hafði fokið í sjóinn en sökum veðurs var ekkert hægt að gera í því en gámurinn fauk af Hafnarbryggjunni og endaði skorðaður við grjótgarðinn við Óskarbryggju.

 
 

Björgunarsveitin Strákar var síðan beðin um koma auka tógi að framan á Gulltopp GK , vegna ótta við um að þau sem fyrir væru myndum ekki halda í veðurofsanum.

Hér sést hluti Bj. Stráka reyna að draga Gulltopp GK að bryggju .

 

14.03.2015 16:30

Myndir af veðurofsanum í dag

Það má segja að brjálað veður hafi gengið yfir landið fyrr í dag. Á Siglufjarðarvegi mátti sjá vef vegargerðarinnar að vindstyrkurinn fór yfir 60 m/sek.

Vindstyrkurinn hér innan fjarðar var eflaust í kringum 40-50 sek í verstu kviðunum og á tímabili sást ekki yfir höfnina á Siglufirði vegna særoks.

Hér má sjá þrjár myndir sem ég tók í morgun um kl. 11:00 en á þeim sjást Múlaberg SI og Bjarni Sæmundsson RE .

 

 

 

 

 

 

13.03.2015 15:55

Frosti ÞH 229

Frosti ÞH 229 lá við bryggju á Akureyri á dögunum þegar að ég átti leið þar hjá . 

 

12.03.2015 12:45

Óli á Stað GK 99 kemur til Siglufjarðar

Óli á Stað GK 99 er nú kominn norður fyrir land og landaði á Siglufirði í gær um 7 tonnum .

 
 

Hvað segja menn og konur um Óla á Stað ? Líkar fólki þetta útlit ?

11.03.2015 10:45

Lukka SI 57 - Yfir 300 kg á bala !

Mars mánuður hefur verið rólegur fyrir smábátana sem gera út frá norðurlandi. Stanslausar brælur hafa sett strik í reikninginn og hafa bátarnir náð mest þremur róðrum sem gera út frá Siglufirði. 

Siggi Odds á Lukku SI hefur náð þremur róðrum og gerði sá fyrsti rúm 3 tonn. Næstu tveir hafa verið mjög góðir , því í bæði skiptin hefur hann og sonur hans , Oddur , komið með yfir 10 tonn í land. Hafa þeir lagt 32 bala í hvort skiptið og í það fyrra var aflinn 10.041 kg og 11.154 kg í því síðara og er það vel yfir 300 kg á per bala.

 

Þegar að þessi mynd var tekin , var búið að hífa körin sem voru á dekkinu og týna það sem var laust . 

 

 

 

10.03.2015 19:50

Gústi Guðsmaður & Sigurvin

Gústi Guðsmaður stendur vaktina á Síldarminjasafninu á Siglufirði. 

Gústi Guðsmaður hét réttu nafni Ágúst Gíslason og var fæddur á Dýrarfirði árið 1897 en lést á Siglufirði árið 1985. 

Skúlptúrinn af Gústa er eftir listakonuna Aðalheiði S Eysteinsdóttir.

 

Sigurvin SI 16 bátur Gústa var gerður upp af góðum mönnum og prýðir nú Síldarminjasafnið á Siglufirði. 

 

09.03.2015 12:45

Bjartur NK 121

Skipa og báta sérfræðingurinn Haukur Sigtryggur á Davík sendi mér tvær myndir frá því  Bjartur NK 121 landaði á Dalvík þann 5 mars sl.

Á Kvótinn.is má lesa " Bjartur NK hélt í togararall hinn 26. febrúar sl. Segja má að rallið hafi gengið vel þó svo að tvisvar hafi þurft að gera hlé á því vegna veðurs og þá hefur bilirí einnig truflað verkefnið. Bjartur fór til Dalvíkur hinn 5. mars og landaði þar 37 tonnum. Skipinu  er ætlað að toga á 184 fyrirfram ákveðnum togstöðvum á svæðinu frá Hornafirði að Eyjafirði og að sögn Bjarna Hafsteinssonar stýrimanns er lokið við að toga á 84 þessara stöðva. "

Mynd : Haukur Sigtryggur Valdimarsson

 

Mynd : Haukur Sigtryggur Valdimarsson

 

08.03.2015 16:55

Bjarni Sæmundsson RE 30 landar á Siglufirði

Bjarni Sæm kom inn til Siglufjarðar í gærkveldi og landaði ágætis afla, um 15 tonnum .

Bjarni Sæm tekur þessa stundina þátt í mars-ralli Hafrannsóknarstofnunar.

 
 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Bjarna Sæmundsson RE 30

Smíði

Smíðaár 1970
Smíðastaður Bremerhaven v-þýskaland
Smíðaland Þýskaland
Smíðastöð Schiffbau.gesellschaft
Smíðanúmer 473
Efniviður Stál

07.03.2015 10:50

Mánaberg ÓF heldur í Barentshafið á ný !

Mánaberg ÓF hélt á ný til veiða í morgun og var stefnan sett á norsku lögsöguna á ný.

Á Siglfirðingur.is mátt lesa núna í vikunni " Í dag var verið að landa úr Mánabergi á Siglufirði eftir 27 daga veiðiferð skipsins í norsku lögsöguna í Barentshafi. Heildarafli af slægðum fiski úr sjó var 730 tonn, langmest þorskur en einnig lítilsháttar af ýsu. "

 
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar