09.03.2015 12:45

Bjartur NK 121

Skipa og báta sérfræðingurinn Haukur Sigtryggur á Davík sendi mér tvær myndir frá því  Bjartur NK 121 landaði á Dalvík þann 5 mars sl.

Á Kvótinn.is má lesa " Bjartur NK hélt í togararall hinn 26. febrúar sl. Segja má að rallið hafi gengið vel þó svo að tvisvar hafi þurft að gera hlé á því vegna veðurs og þá hefur bilirí einnig truflað verkefnið. Bjartur fór til Dalvíkur hinn 5. mars og landaði þar 37 tonnum. Skipinu  er ætlað að toga á 184 fyrirfram ákveðnum togstöðvum á svæðinu frá Hornafirði að Eyjafirði og að sögn Bjarna Hafsteinssonar stýrimanns er lokið við að toga á 84 þessara stöðva. "

Mynd : Haukur Sigtryggur Valdimarsson

 

Mynd : Haukur Sigtryggur Valdimarsson

 

08.03.2015 16:55

Bjarni Sæmundsson RE 30 landar á Siglufirði

Bjarni Sæm kom inn til Siglufjarðar í gærkveldi og landaði ágætis afla, um 15 tonnum .

Bjarni Sæm tekur þessa stundina þátt í mars-ralli Hafrannsóknarstofnunar.

 
 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Bjarna Sæmundsson RE 30

Smíði

Smíðaár 1970
Smíðastaður Bremerhaven v-þýskaland
Smíðaland Þýskaland
Smíðastöð Schiffbau.gesellschaft
Smíðanúmer 473
Efniviður Stál

07.03.2015 10:50

Mánaberg ÓF heldur í Barentshafið á ný !

Mánaberg ÓF hélt á ný til veiða í morgun og var stefnan sett á norsku lögsöguna á ný.

Á Siglfirðingur.is mátt lesa núna í vikunni " Í dag var verið að landa úr Mánabergi á Siglufirði eftir 27 daga veiðiferð skipsins í norsku lögsöguna í Barentshafi. Heildarafli af slægðum fiski úr sjó var 730 tonn, langmest þorskur en einnig lítilsháttar af ýsu. "

 

06.03.2015 18:00

Rammi hf lætur smíða nýtt skip

Á MBL.is mátti lesa í morgun "Rammi hf. í Fjalla­byggð hef­ur samið um smíði á nýj­um frysti­tog­ara hjá Ters­an-skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi fyr­ir jafn­virði 5,5 millj­arða króna. Gert er ráð fyr­ir að hann verði af­hent­ur í des­em­ber 2016.

Ólaf­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Ramma, seg­ir að tími hafi verið kom­inn til að end­ur­nýja skipa­kost fyr­ir­tæk­is­ins, en nýja skipið leys­ir af hólmi frysti­tog­ar­ana Mána­berg, 43 ára, og Sig­ur­björgu, 36 ára "

Einnig segir " Frysti­tog­ur­um hef­ur fækkað í flot­an­um und­an­far­in ár, en Ólaf­ur seg­ist sann­færður um að fyr­ir­tækið sé á réttri leið með því að end­ur­nýja skipa­kost­inn með nýju og full­komnu frysti­skipi. Sem rök nefn­ir hann sam­setn­ingu afla­heim­ilda fyr­ir­tæk­is­ins, sam­fé­lags­leg­ar aðstæður í Fjalla­byggð og markaði sem Rammi hafi byggt upp er­lend­is fyr­ir afurðir sín­ar. "

Tölvumynd : Rammi / Fengin af mbl.is

 

Sigurbjörg ÓF - Smíðuð árið 1979 á Akureyri

 

Mánaberg ÓF - Smíðað 1972 á Spáni

 

05.03.2015 13:30

Brynjólfur VE 3

Hér er ein frá Arnari Þór Björnssyni nágranna mínum af Brynjólfi VE 3 í Vestmannaeyjarhöfn.

Á vef Fiskistofu sést að Brynjólfur VE er byrjaður á netum og hefur fiskað mjög vel, rúm 54 tonn í fyrsta róðri og tæp 30 tonn í þeim næsta.

Mynd : Arnar Þór Björnsson

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Brynjólf VE :

Smíði

Smíðaár 1987
Smíðastaður Akranes
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Þorgeir og ellert h/f
Smíðanúmer 37-B
Efniviður Stál

04.03.2015 13:20

Múlaberg SI 22

Múlaberg SI 22 hefur gert það gott upp á síðkastið , var með 370,8 tonn samkvæmt lista nr .4 á Aflafréttir.is í febrúar. 

 
 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Múlaberg SI : 

Smíði

Smíðaár 1973
Smíðastaður Niigata japan
Smíðaland Japan
Smíðastöð Niigata engineering ltd
Smíðanúmer 0467
Efniviður Stál

03.03.2015 15:35

Sigurbjörg ÓF 1 vélarvana - Dregin til hafnar !

Á vef Landsbjargar má lesa " Björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði var kallað út nú rétt eftir klukkan 11 í morgun til að sækja togara sem var vélarvana utan við Siglufjörð. Björgunarskipið fór á staðinn og dró togarann til hafnar þangað sem komið var um klukkan 12:40.  "

Sigurbjörg ÓF 1 hélt til veiða í dag um kl. 10:00 frá Siglufirði. Fljótlega eftir brottför kom upp bilun og varð skipið vélarvana rétt utan við Siglufjörð og var því kallað eftir aðstoð Björgunarskipsins Sigurvins . Múlaberg SI sem ný komið var til hafnar , fór einnig af stað.

Á tímabili gátu skipverjar komið vélinni inn en að lokum dróg Sigurvin Sigurbjörgina til hafnar og fylgdi Múlabergið á eftir.

Um kl. 14:00 hélt Sigurbjörgin svo á ný til veiða eftir að viðgerð var lokið.

Ég smellti af nokkrum myndum af tröppunum heima og eru fyrstu tvær frekar óskýrar vegna snjókomunnar sem var þá , en allar eru þær teknar úr mikilli fjarlægð , fyrir utan þær tvær síðustu sem eru teknar á bryggjunni þegar að Sigurvin var að ýta Sigurbjörginni upp að bryggju.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er skjáskot af Marine Traffic sem sýnir staðsetningu skipsins.

Mynd : Skjáskot af Marine Traffic.com

 

03.03.2015 09:50

Kleifaberg RE 70 landar á Siglufirði - Myndasyrpa

Á fimmtudaginn síðastliðinn var landað úr Kleifaberginu á Siglufirði. Á MBL.is mátti lesa "Frysti­tog­ar­inn Kleif­ar­berg RE 70 hef­ur aldrei landað verðmæt­ari afla en í dag þrátt fyr­ir mikla brælu á miðunum. Kleif­ar­berg landaði um 950 tonn­um af þorski og ýsu á Sigluf­irði í morg­un og nem­ur afla­verðmætið um 361 millj­ón króna."

Kleifabergið var við veiðar í norsku lögsögunni og hélt á ný þangað um kaffileytið á föstudeginum.

Hér koma nokkrar myndir úr lönduninni :

 
 
 
 
 

 

02.03.2015 19:38

FishingHat : Lestin nánast full

Mánaberg ÓF 42 var við veiðar í Norsku lögsögunni og er á heimleið með nánast fullfermi og er stefnt að því að landa úr skipinu á fimmtudaginn nk. 

Addi vélstjóri á Mánaberginu birti þessa mynd á vefsíðunni sinni , Fishinghat.wordpress.com , undir fyrirsögninni " lestin nánast full "

Mynd : Arnþór Þórsson 

 

01.03.2015 16:15

Sigurborg SH 12

Sigurborg SH 12 er komin norður á ný , eftir um mánaðar dvöl í Grundarfirði. 

Á Kvótinn.is mátti lesa þann 2.janúar sl. " Sex bátar fiskuðu meira en 300 tonn af rækju á nýliðnu ári. Þar af var Sigurborg SH langaflahæst með langleiðina í 700 tonn.  "

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir meðal annars um Sigurborg SH : 

Stærð og mál

Brúttórúmlestir 199,50
Brúttótonn 317,00
Nettótonn 95,00
Mesta lengd 34,86
Skráð lengd 32,31
Skráð dýpt 6,10
Skráð breidd 7,20

28.02.2015 13:54

Björgvin EA 311

Björgvin EA 311 er glæsilegt skip í eigu Samherja HF . Björgvin EA var við bryggju á Dalvík á dögunum þegar að ég átti leið hjá . 

 

 

27.02.2015 19:50

Gullborg RE 38

Hér er ein úr suðurferð minni frá því í janúar sl . af Gullborg RE . Gullborgin var smíðuð árið 1946 í Danmörku.

 

 

26.02.2015 20:00

Kleifaberg RE 70 að landa á Siglufirði

Kleifaberg RE 70 kom inn til löndunar á Siglufirði í morgun úr Norsku lögsögunni . Er skipið nánast með fullfermi og stendur löndun yfir og eitthvað fram á nótt.

 

Meira síðar ...

26.02.2015 11:10

Suðurey ÞH 9

Hér er mynd sem Arnar Þór Björnsson tók í Vestmannaeyjarhöfn af Suðurey ÞH 9 . Suðurey ÞH er gerð út af Ísfélagi Vestmannaeyja HF.

Mynd : Arnar Þór Björnsson

 

Í skipaskra Fiskifrétta segir meðal annars um Suðurey ÞH

Smíði

Smíðaár 1991
Smíðastaður Akureyri
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Slippstöðin hf
Smíðanúmer B-72
Efniviður Stál

25.02.2015 12:50

FishingHat : Saumað fyrir pokann

Mánaberg ÓF 42 er við veiðar við Noregsstrendur. Addi Þórs vélstjóri er duglegur að mynda og setja inn myndir á vefsíðuna sína , fishinghat.wordpress.com

Hér fyrir neðan er mynd síðan 18. febrúar sem ber heitið " Saumað fyrir pokann "

Mynd : Arnþór Þórsson

 

Flettingar í dag: 479
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 711
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 2226089
Samtals gestir: 515002
Tölur uppfærðar: 19.9.2017 22:18:58

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar