07.02.2015 14:00

4 gamlar : Guðrún Jónsdóttir SI 155

Hér koma fjórar myndir sem ég skannaði inn á dögunum úr myndasafninu hans pabba . Á þeim sést áhöfnin á Guðrúnu Jónsdóttir SI 155 við vinnu um borð í bátnum.

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

 

Guðrún Jónsdóttir SI var smíðuð árið 1970 í Stykkishólmi hjá Skipavík og bar nafnið Jón Helgason ÁR í upphafi. 

06.02.2015 13:45

Sóley Sigurjóns GK 200 landar á Siglufirði

Sóley Sigurjóns GK 200 kom inn til Siglufjarðar á miðvikudaginn og landaði um 60-70 tonnum. 

 
 

Sóley Sigurjóns GK hélt svo á ný til veiða seinnipartinn í gær.

 

 

04.02.2015 23:35

Miðvikudagsgátan : Karlsey BA

Sá sem kom með rétt svar við gátu gærdagsins skrifaði ekki undir nafni , heldur kallaði sig 123 . Rétt svar var við gátunni var Karlsey BA . 

Á vef Hafnarfjarðarhafnar mátti lesa þann 31.janúar 2013 "Karlsey þjónaði Þörungavinnslunni á Reykhólum til margra ára með þangöflun, eða þangað til þangskipið Grettir leysti hana af hólmi á síðasta ári. Karlseyjan var smíðuð í Hollandi árið 1967 og því komin til ára sinna. Áður en Karlsey varð þangskip þjónaði hún sem flutningaskip, meðal annars við Noregsstrendur."

 

Ég þakka þeim sem þátt tóku en nú spyr ég , er áhugi hjá mönnum fyrir því að hafa svona gátur sem fasta liði hér á síðunni ?

04.02.2015 21:03

Miðvikudagsgáta : Hver á brúna ?

Þar sem myndbirting dagsins klikkaði hjá mér , þá skulum við skella í eina gátu í sárabætur . 

Spyr eins og oft áður , hver á brúna ?

VÍSBENDING NO 1 : Skipið var smíðað árið 1967

VÍSBENDING NO 2 : Skipið var smíðað í Hollandi

 

Rétt svar kemur síðar í dag ..

 

Af Facebook : 

 

03.02.2015 12:00

Norðborg KG 689 kemur til hafnar á Siglufirði

Á síðustu dögum hafa komið fjögur loðnuskip inn til Siglufjarðar . Birtingur , Lundey og nú í gær Beitir og Norðborg.

Ég birti á dögunum myndasyrpu af Birting NK sem sjá má HÉR og á sunnudaginn tók ég nokkrar myndir af Lundey NS sem birtar verða núna í vikunni.

Ég ætlaði að mynda Beiti í bak og fyrir , fékk meira að segja símtal að austan frá góð vini síðunnar þar sem ég var minntur á að Beitir væri að sigla inn fjörðinn , en vegna anna í vinnu komst ég því miður ekki til þess að mynda en náði þó að skjótast til þess að smella nokkrum myndum af Norðborg KG 689 koma að bryggju en Norðborg var að koma að austan og tók eftirlitsmann frá Fiskistofu og hélt svo strax til veiða úti fyrir norðurlandi.

 
 

Núna væri gaman að vera skipa og bátaljósmyndari ef Síldarvinnslan hefði ekki tekið ákvörðun um að loka verksmiðjunni á Siglufirði fyrir nokkrum árum . Á bilinu 15 - 20 loðnuskip hafa verið á veiðum rétt utan við Siglufjörð síðustu daga og má gera sér í hugarlund að hér væri eflaust búið að bræða nokkur tonn ef verksmiðjan væri í gangi.

 

02.02.2015 13:15

Kristrún RE 177 í Reykjavíkurhöfn

Hér kemur ein úr ferð minni um höfuðborgina í janúar af aflaskipinu Kristrúnu RE 177 í Reykjavíkurhöfn.

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir m.a um Kristrúnu RE

Smíði

Smíðaár 1988
Smíðastaður Tomrefjord noregi
Smíðaland Noregur
Smíðastöð Solstrand slipp og båtb
Smíðanúmer 53
Efniviður Stál

01.02.2015 12:10

Ásbjörn RE 50 - Videó

Hér er videó af Ásbirni RE fara frá bryggju á Siglufirði í september í fyrra eftir löndun , en þá landaði Ásbjörn RE rúmlega 100 tonnum .

 

Kerfið hjá 123.is hefur verið að stríða mér um helgina og hef ég átt í erfiðleikum með að koma inn myndum á hefðbundinn hátt. 

Vonandi fer nú að koma lag á hlutina , þetta er mjög þreytandi svona til lengdar . 

31.01.2015 11:25

Ein gömul : Stálvík SI á sjómanndegi á Siglufirði

Hér er ein úr myndasafninu pabba. Myndin er líklegast tekin í kringum sjómannadaginn á Siglufirði fyrir allmörgum árum.

Skipin sem sjá má á myndinni eru Stálvík SI 1 og líklegast Siglfirðingur SI 150.

Einnig er gaman að sjá Sunnubraggann en í dag er búið að rífa hann og á sama stað er verið að reisa hótel , Hótel Sigló

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

30.01.2015 12:35

Lóðsbáturinn Haki RE - Hver er framtíðin ?

Á ferð minni um höfuðborgina í byrjun janúar tók ég nokkrar myndir í Reykjavíkurhöfn og meðal annars af Haka RE , gömlum lóðsbát sem stendur á þurru. Haki RE var smíðaður árið 1947 hjá Skipasmíðastöð Daníels í Reykjavík.

Nú spyr sá sem ekki veit , hver er framtíð þessa báts ? Báturinn er orðinn 68 ára og á eflaust ekki langt eftir ef þetta er framtíðin , standandi á búkka í Reykjavíkurhöfn.

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir m.a. um Haka RE

Stærð og mál

Brúttórúmlestir 21,12
Brúttótonn 26,21
Nettótonn 7,86
Mesta lengd 14,95
Skráð lengd 14,45
Skráð dýpt 1,81
Skráð breidd 4,05

29.01.2015 12:40

Ein gömul : Mávur SI & óþekktur bátur ! Þekkja menn bátinn ?

Ég hef verið að skanna inn gamla myndir upp á síðkastið úr gömlu albúmum frá pabba og rakst á þessa hér .

Sá minni er Mávur SI 76 en hann var smíðaður hjá Bátalóni í Hafnarfirði árið 1971 og bar smíðanúmerið 391.

Þann stærri þekki ég ekki , en ef myndin er stækkuð þá gæti skipaskrárnúmerið verið 7?4 

Hvað segja lesendur myndasíðunnar , þekkja þeir bátinn ?

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

28.01.2015 11:10

Málmey SK

Nýjasti ísfisktogari Íslendinga , Málmey SK 1 , kom til Sauðárkrókshafnar í byrjun vikunnar eftir miklar endurbætur sem gerðar voru á skipinu í Gdansk í Póllandi. Í Póllandi var skipinu breytt úr frystitogara í ísfisktogara . Samhliða þeim breytingum fór fram mikil endurnýjun á skipinu. Var það allt sandblásið og málað og ýmsum búnaði skipt út.

Þann 9 desember lagðist Málmey að bryggju á Akranesi þar sem nýr vinnslubúnaður var settur í skipið ásamt ýmsu öðru. 

Sett var um borð í Málmey kælibúnaður til að kæla fisk um borð án þess að ís eða krapi komi þar nærri. Er þetta tilraunarverkefni Skagans hf og 3X frá Ísafirði þar sem markmiðið er að undirkæla fiskinn niður í - 1C°. Verður gaman að sjá hvernig þetta mun koma út.

Þiðrik Unason var mættur á kæjann og tók tvær myndir .

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

27.01.2015 12:00

Birtingur NK 124 í höfn á Siglufirði - 6 myndir

Á Kvótinn.is mátti lesa á fimmtudaginn var " Birtingur NK lauk loðnuleitartúr sínum aðfaranótt fimmtudags. Túrinn var farinn í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og voru þrír sérfræðingar frá stofnuninni um borð. Mældi Birtingur loðnu austur og norður af Langanesi og á þeim slóðum sem loðnuflotinn hefur haldið sig á að undanförnu. Að leit lokinni hélt Birtingur til hafnar á Siglufirði og þar skilaði hann af sér sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar. Ráðgert er að Birtingur haldi til loðnuveiða frá Siglufirði. "

Ég mætti á bryggjuna og smellti af nokkrum myndum , enda orðið langt síðan að loðnuskip komi til hafnar á Siglufirði .

 
 
 
 
 
 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir um Birting NK :

Smíði

Smíðaár 1968
Smíðastaður Trondheim noregur
Smíðaland Noregur
Smíðastöð Trondheim mek. verksted
Smíðanúmer 0629
Efniviður Stál

25.01.2015 12:15

Gulltoppur GK 24 landar á Siglufirði - Myndasyrpa

Gulltoppur GK 24 sem Stakkavík ehf gerir út , er kominn norður fyrir land og landaði góðum afla á Siglufirði í gærkveldi. Var aflinn um 14 - 15 tonn , mestmegnis þorskur . Veðrið var ekkert sérstakt en strákarnir á Gulltopp létu það ekki stoppa sig.

Gulltoppur GK rær með balalínu og samkvæmt Aflafréttir.is situr Gulltoppur í 7 sæti á lista 3 yfir báta sem eru stærri en 15 bt með 100,6 tonn í janúar . Er þá róðurinn í gærkveldi ekki meðtalinn.

Ég smellti af nokkrum myndum þegar að Gulltoppur kom í land og á meðan löndun stóð.

 
 
 
 
 
 
 

 

25.01.2015 10:30

Múlaberg SI landar á Siglufirði

Múlaberg SI hefur verið á botnvörpu núna eftir áramót og samkvæmt vef Gísla Reynissonar, Aflafrettir.is , situr Múlaberg í 16 sæti eftir 5 veiðiferðir með 297,9 tonn . Hefur Múlinn landað á Siglufirði og er þorskurinn fluttur til Þorlákshafnar í vinnslu Ramma hf .

Annar meðafli hefur farið á Fiskmarkað Siglufjarðar.

 
 

Hér að neðan er Gunnlaugur Vigfússon starfsmaður Ramma HF að lesta bíl frá Eimskip . 

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir m.a um Múlaberg SI :

Stærð og mál

Brúttórúmlestir 550,17
Brúttótonn 819,35
Nettótonn 245,81
Mesta lengd 53,87
Skráð lengd 51,10
Skráð dýpt 6,50
Skráð breidd 9,50

22.01.2015 12:50

Sigurbjörg ÓF kemur til hafnar - Myndband

Addi Þórs sem heldur úti FishingHat.wordpress.com setti inn á dögunum skemmtilegt myndband af Sigurbjörg ÓF koma til hafnar á Ólafsfirði og ber myndbandið nafnið Sjómannslíf

Myndataka : Arnþór Þórsson

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar