21.01.2015 20:40

Miðvikudagsgáta : Siglir SI 250

Hún var greinilega frekar létt gátan , sem ég setti inn fyrr í dag , því Jóhann Örn Jóhannsson var ekki lengi að koma með rétt svar : Siglir SI.

Myndina fékk ég lánaða hjá Adda Þórs sem heldur úti hinni stórgóðu síðu , FishingHat.wordpress.com .

Mynd : Arnþór Þórsson - FishingHat.wordpress.com

 

Mynd : Arnþór Þórsson - FishingHat.wordpress.com

 

Siglir SI var smíðaður árið 1976 í Þýskalandi.

21.01.2015 12:10

Miðvikudagsgáta : Hvert er skipið ?

Þar sem kerfið hjá 123.is er í ólagi í dag og ekki hægt að koma myndum inn á hefðbundinn hátt , skulum við skella hér inn einni myndagátu og spyrjum um leið hvort að menn og konur þekki skipið ?

Við bíðum með að birta nafn ljósmyndarans .

20.01.2015 12:45

Ottó N Þorláksson í slipp í RVK - 4 myndir

Ég var staddur í höfuðborginni nú á dögunum og tók nokkrar myndir , meðal annars af Ottó N Þorlákssyni sem þá var uppi í slipp . 

Samkvæmt Marine Traffic er skipið komið niður og liggur nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Unnið var að vélaviðgerð en höfuðlega hafði gefið sig samkvæmt frétt á vef HB Granda

 
 
 
 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir um Ottó N Þorláksson : 

Smíði

Smíðaár 1981
Smíðastaður Garðabær
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Stálvík hf
Smíðanúmer B-29
Efniviður Stá

19.01.2015 12:50

Lukka SI 57 með tæp 11 tonn - Myndasyrpa

Eftir um vikustopp vegna brælu , komust línubátarnir sem gera út frá Siglufirði loksins á miðin á ný í gær. Voru aflabrögð með ágætum hjá flestum en þó skar Lukka SI sig úr , því Lukka landaði hvorki meira né minna en 10.748 kg og það á einungis 36 bala , sem gera 298,5 kg á bala.

Ég smellti af nokkrum myndum en sú fyrsta er frekar óskýr en hún sýnir þó hve vel báturinn bar aflann.

 

Hér má sjá hve þröngt var orðið á dekki 

 

Önnur mynd - Annað sjónarhorn.

 

Sigurður Oddsson skipstjóri sáttur með aflann.

 

Lukka SI 57 - Myndin er frá því í fyrra . 

 

 

18.01.2015 13:40

bs. Sigurvin & Sveinsbúð

Hér er Björgunarskipið Sigurvin við bryggju á Siglufirði á föstudaginn síðastliðinn. Sigurvin kom til Siglufjarðar líklegast í upphafi árs 2006 og leysti þá af eldri bát með sama nafni . Sigurvin var smíðaður árið 1988 í Englandi og hefur reynst vel frá komu sinni.

 

Fljótlega eftir að fyrsti Sigurvin kom , var Sveinsbúð keypt en í henni eru geymd tæki og tól sem tilheyra starfi Sigurvins. 

 

Sveinsbúð var í aukahlutverki í auglýsingu Hewlett Packard sem tekin var upp á Siglufirði fyrir nokkrum árum :

17.01.2015 14:10

Brettingur RE 508

Brettingur RE 508 lá við bryggju þegar að ég átti leið um Reykjavíkurhöfn á dögunum. Brettingur var við Grænland í fyrra á veiðum en ég veit ekki hver framtíð þessa skips er. Kannski hefur einhver lesandi nánari upplýsingar sem hann vill deila með okkur.

 

 

Þann 8. maí 2014 birtust frábærar myndir eftir Gylfa Scheving Ásbjörnsson hér á myndasíðunnni en þær voru teknar um borð í Bretting RE á leið til Grænlands . Þær má sjá með því að smella HÉR .

16.01.2015 14:00

Rifsnes SH & Örvar SH

Hafsteinn Þórarinn Björnsson var duglegur að mynda yfir jólahátíðina og hér eru tvær myndir sem hann tók í Rifshöfn af Rifsnesinu og Örvari .

Mynd : Hafsteinn Þórarinn Björnsson

 

Mynd : Hafsteinn Þórarinn Björnsson

 

15.01.2015 12:50

Aðalbjörg RE 5

Hér er Aðalbjörg RE 5 í Reykjarvíkurhöfn á dögunum. Aðalbjörg RE er gerð út á dragnót og var fyrsta löndun á þessu ári í Grindavík þann 12. janúar .

 

Í skipaskrá Fiskifrétta segir um Aðalbjörg RE :

Smíði

Smíðaár 1987
Smíðastaður Seyðisfjörður
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Vélsmiðja seyðisfjarðar
Smíðanúmer H/F
Efniviður Stál

14.01.2015 15:00

Freri RE 79

Freri RE 79 hefur legið lengi í Reykjarvíkurhöfn en síðasta löndun sem skráð er á skipið var þann 13. mars 2013 .

Freri bar upphaflega nafnið Ingólfur Arnasson RE 201og var smíðaður í skipasmíðastöðinni Astillaros Luzuriaga í San Juan á Spáni 1973.

Freri var lengdur árið 1999 og var gerður út af Ögurvík hf. 

 
 

Ég átti leið um Reykjarvíkurhöfn á dögunum og smellti af þessum tveimur myndum af Frera .

13.01.2015 12:45

Frosti ÞH 229 landar á Siglufirði - 3 myndir

Frosti ÞH 229 kom að vestan í gær og landaði um 70 tonnum á Siglufirði áður en skipið hélt austur fyrir land til veiða.

 
 
 

k

12.01.2015 09:40

Nýr bátur í flota Siglfirðinga - Vaka SI 17

Nú fyrir skömmu bættist nýr bátur í flota Siglfirðinga , Vaka SI 17 (ex. Ólafur Jóhannsson ST 45) . Eigandi bátsins er Daði Steinn Björgvinsson.  Áður átti Daði bátinn Fleyg SI en þann 17.júlí 2013 mátti lesa skemmtilega grein og sjá myndir af nokkrum stórþorskum sem Daði fékk á þann litla gula.

Daði og félagi hans , Arnþór Þórsson (sem heldur úti FishingHat) sóttu bátinn á Hólmavík og tók siglingin til Siglufjarðar um 11 klst.

Verður báturinn líklegast gerður út grásleppu og strandveiðar til að byrja með.

Við sendum Daða hamingju óskir með nýja bátinn.

Mynd : Arnþór Þórsson 

 

Mynd : Arnþór Þórsson 

 

Mynd : Arnþór Þórsson 

 

Mikið fleiri myndir má sjá á síðunni hjá Adda með því að smella HÉR

10.01.2015 10:35

Mánaberg ÓF 42 bilað í höfn

Mánaberg ÓF 42 kom til hafnar á Siglufirði á miðvikudaginn með bilað togspil og er talið að viðgerð geti tekið allt frá viku og upp í 10 daga. 

Var landað á fimmtudaginn , um 2.000 kössum, þar sem ufsi var uppistaða aflans.

 

Mánaberg ÓF var smíðað árið 1972 á Spáni og bar áður nöfnin Merkúr RE 800 og Bjarni Benediktsson RE 210 

09.01.2015 11:19

Andenesfisk I - Glæsilegt skip

Hjalti Gunnarsson vélstóri á Þerney RE sendi mér tvær myndir á dögunum og í meðfylgjandi pósti sagði "erum komnir á veiðislóð við Noregsstrendur og var eitt skip hérna á miðunum þegar við komum og það var enginn annar en Andenesfisk I stórglæsilegur togari og því miður þá birtir ekki meira en þetta hjá okkur og myndaskilyrði ekki góð. Talsvert fyrir norðan okkur er allur skuttogara floti norðmanna"

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

08.01.2015 13:00

Björgúlfur EA 312 - 2 myndir

Ég átti leið á Dalvík í gærdag og smellti af tveimur myndum af Björgúlf EA 312.

Björgúlfur EA landaði á þriðjudaginn rúmum 72 tonnum , og vóg þorskurinn 69.6 tonn samkvæmt vef Fiskistofu. Hélt skipið á ný til veiða seinnipartinn í gær.

 
 

 

07.01.2015 19:50

Þórunn Sveinsdóttir VE 401

Í dag leitum við í myndabunkann sem Arnar Þór Björnsson lánaði mér og fáum að sjá mynd af Þórunni Sveinsdóttir VE 401 í Vestmannaeyjahöfn.

Mynd : Arnar Þór Björnsson

Í skipaskrá Fiskifrétta segir um Þórunni Sveindóttir : 

Smíði

Smíðaár 2010
Smíðastaður Danmörk
Smíðaland Danmörk
Smíðastöð Karstensens skibsværft
Smíðanúmer 409
Efniviður Stá

 

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar