24.12.2014 16:00

Með ósk um gleðileg jól

Ég óska öllum lesendum síðunnar , skoger.123.is , gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári . Megið þið hafa það sem best um hátíðina.

 
 
 

Þeir leynast víða dýrgripirnir og oftar en ekki finnast þeir við jóla tiltektina . Ég fann þetta kort frá Slysavarnarfélagi Íslands í einum af mörgum blaðabunkunum í draslinu mínu. Ég veit nú ekki síðan hvenær það er , en gamalt er það .

Jólakveðja frá Siglufirði ,

Guðmundur Gauti Sveinsson

22.12.2014 14:35

Sturlaugur H Böðvarsson

Hér er Sturlaugur H. Böðvarsson í Reykjarvíkurhöfn í apríl. Í bakgrunni má sjá Juni ex . Venus HF 518

 

Í skipaskrá Fiskifrétta má sjá um Sturlaug H. Böðvarsson : 

Smíði

Smíðaár 1981
Smíðastaður Akranes
Smíðaland Ísland
Smíðastöð Þorgeir & ellert hf
Smíðanúmer 35
Efniviður Stá

20.12.2014 16:30

Útkall - Örlagaskotið (Kaflabrot úr bókinni)

Núna fyrir jólin kom út 21. Útkallsbókin eftir Óttar Sveinsson, Útkall - Örlagaskotið. Í henni er sagt frá Elliða-slysinu 1962 og nýrri hlið af sögunni um árásina á Goðafoss 1944. Ég hafði samband við Óttar Sveinsson og fékk leyfi hjá honum til þess að birta smá kaflabrot úr bókinni.

Á aftari bókarkápunni segir : "Togarinn Elliði SI 1 frá Siglufirði liggur ljóslaus og vélarvana á hliðinni í glórulausu hafróti og éljagangi. Klukkustundum saman hírast flestir í 28 manna áhöfninni hoknir fyrir aftan brú og bíða örlaga sinna. Tveir ungir piltar hurfu út í sortann á örsmáum korkfleka – enginn í áhöfninni, þar á meðal faðir annars þeirra, á von á að sjá þá aftur á lífi. Skömmu áður höfðu tveir aðrir skipverjar í örvæntingu stokkið út í gúmbát sem slitnaði frá Elliða – þeirra er einnig saknað. Á bátabylgjunni heyra Siglfirðingar rödd loftskeytamanns Elliða tilkynna: „Ég held við séum að fara yfir um.“ Fæstir telja að Elliði snúi aftur – meðal þeirra er nítján ára ófrísk unnusta loftskeytamannsins. Togarinn Júpiter siglir af stað á fullri ferð í ofviðrinu eftir að hafa heyrt síðbúna neyðartilkynningu í Ríkisútvarpinu. Hér er sagt frá ævintýralegum björgunaraðgerðum út af Breiðafirði 10. febrúar 1962."

Mynd : Fengin af netinu 

 

Faðir minn , Sveinn Björnsson var netamaður um borð í Elliða á þessum tíma en hafði tekið sér frí. Við gerð bókarinnar hafði Óttar samband við pabba og birti ég nú hluta af því sem hann hafði að segja og birtist í bókinni :

"Sveinn Björnsson var 26 ára Siglfirðingur sem hafði verið í áhöfn Elliða frá sautján ára aldri. Hann átti tvo yngri bræður um borð, þá Friðrik, 21 árs, og Hjalta, 22 ára. Þegar Elliði kom heim úr siglingu frá Bretlandi í vikunni áður hafði eiginkona hans fært honum tíðindi. Læknir í bænum hafði úrskurðað að hún þyrfti að fara sem fyrst í skurðaðgerð á sjúkrahúsi í Reykjavík. Hún yrði send með næsta strandferðaskipi suður:

Af því að konan mín veiktist skyndilega varð ég að fara í land og fá frí frá Elliða til að sinna börnunum okkar fjórum, sem voru á aldrinum fimm til tólf ára. Það varð hálfgert mannahrak á skipinu af þessum sökum. Hólmar og Egill Steingrímsson, félagi okkar, sem var 36 ára, voru í raun báðir farnir af skipinu. Hólmar var trúlofaður, hann var vörubílstjóri og vann alla jafna í landi og hafði það gott þar. Egill ætlaði að fara í frí. Nú vantaði útgerðina mannskap til að fara í túrinn. Egill og Hólmar voru báðir hörkuduglegir og góðir félagar. Þegar ljóst var að það vantaði mann í plássið mitt biðlaði Kristján skipstjóri, sem var frændi Hólmars, til hans um að taka þennan túr. Hólmar lét undan. Við Hólmar vorum fermingarbræður, fæddir sama árið, vorum saman í gagnfræðaskóla og þekktumst vel.

Síðar í bókinni segir

Sveinn Björnsson var heima á Siglufirði með börnin sín fjögur. Konan hans var farin til Reykjavíkur í skurðaðgerðina. Hann hafði skroppið niður í bæ til að kaupa sér tóbak:

„Þegar ég kom í sjoppuna sagði einhver við mig: „Heyrðu, Sveinn, hann Elliði er að sökkva.“ 

„Hvaða bölvuð vitleysa er þetta?“ sagði ég strax. „Það getur ekki verið, þetta er einhver misskilningur. Hvaðan hefur þú þetta?“ 

Mér var sagt að þetta hefði heyrst í talstöð á báti og starfsmennirnir á Loftskeytastöðinni á Siglufirði hefðu einnig sagt þetta. Ég fór heim en gekk svo yfir til foreldra minna. Þegar ég kom inn sátu þau við eldhúsborðið og ég sá strax að eitthvað var að, þeim var greinilega brugðið. 

„Eruð þið búin að heyra að Elliði sé að sökkva?“ spurði ég.

„Já,“ svaraði pabbi strax. 

„Það var verið að segja okkur þetta.“ „Ég trúi því bara ekki að þetta sé að gerast,“ sagði ég.

„Jú,“ sagði pabbi. „Ég held að þetta sé nokkuð klárt. Það eru allir að tala um þetta.“ 

Rétt hjá okkur bjuggu tvær konur sem áttu ættingja um borð í Elliða eins og við. Stuttu síðar kom önnur þeirra yfir til okkar, hágrátandi. Hún átti son um borð.“

Seinna segir

Óvissan hélt áfram um nóttina. Enn var verið að leita tveggja manna sem horfið höfðu út í sortann og var sárt saknað. Fréttirnar um björgunina voru óljósar og aðstandendur óttuðust um afdrif síns fólks. Sveinn Björnsson átti tvo yngri bræður um borð, þá Hjalta og Friðrik. Hann hafði verið hjá foreldrum sínum:

„Við sem áttum ættingja um borð vöktum alla nóttina. Það var reynt að fá fréttir eins og kostur var. Þau á Loftskeytastöðinni gátu ekki sagt annað en að skipið væri á floti meðan það var. Svo var sagt að tveir væru týndir. Ég svaf ekkert, heldur gekk bara um gólf. Hið sama var með foreldra mína. Ég bað til Guðs að það væru ekki bræður mínir sem hefðu týnst á gúmbátnum.“ "

---

Þessi mynd af þeim gamla er í bókinni , en hún er tekin um borð í Hafliða SI 2

Mynd : Jóhann Ö. Matthíasson

 

Ég þakka Óttari kærlega fyrir og hvet alla til þess að tryggja sér eintak af bókinni . Hún fæst í öllum betri bókabúðum og stórmörkuðum. Einnig er hún fáanleg sem hljóðbók , en hana er hægt að kaupa HÉR .

 

19.12.2014 09:50

Útkall - Örlagaskotið - Elliði SI 1

Á morgun, laugardag , mun ég birta smá kaflabrot úr bókinni Útkall - Örlagaskotið eftir Óttar Sveinsson. Í umsögn um bókina segir á vefsíðu Forlagsins : "Hér er sagt frá ævintýralegum björgunaraðgerðum út af Breiðafirði árið 1962 eftir að togarinn Elliði frá Siglufirði hafði legið á hliðinni í glórulausu hafróti og éljagangi. 28 manna áhöfn beið örlaga sinna svo klukkustundum skipti."

Myndin hér fyrir neðan var líklegast tekin , þegar að Elliði SI kom nýr til hafnar á Siglufirði þann 19.október 1947.

Hún er frekar óskýr en við fyrirgefum það.

Mynd : Kristfinnur Guðjónsson (úr safni Sveins Björnssonar)

 

 

18.12.2014 12:50

Juni GR 7 - 519 (ex. Venus HF)

Hér er ein mynd frá því í vor, 17. apríl , af ex Venus HF 519 við bryggju í Reykjavík . Skipið heitir í dag Juni GR 7 - 519 og gerður út frá Grænlandi.

 

ex. Venus hét upphaflega Júní og var smíðaður á Spáni árið 1973 fyrir Bæjarútgerð Hafnarfjarðar.

17.12.2014 12:00

Vilhelm Þorsteinsson EA 11

Hér kemur önnur mynd frá Þiðrik , af Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 við bryggju á Akureyri .  

Símamynd : Þiðrik Unason

16.12.2014 12:45

Oddeyrin EA 210

Þiðrik Unason sendi mér nokkrar myndir í gær og hér má sjá eina af þeim , af Oddeyrinni ljósum prýddri við bryggju á Akureyri.

Símamynd : Þiðrik Unason 

15.12.2014 13:45

Orvar MK 0474 . (ex . Örvar HU 2)

Eins og ég sagði frá á laugardaginn , þá fékk ég sendar myndir frá Antoni P. Eyþórssyni á Þerney RE , nú á dögunum og í dag fáum við að sjá eina af gamla Örvari HU sem í dag heitir Orvar MK 0474 og er gerður út frá Rússlandi . 

Með því að smella HÉR má sjá nánari upplýsingar um Orvar MK á MarineTraffic

Mynd : Anton Páll Eyþórsson

 

Myndin hér fyrir neðan er kroppuð úr þeirri efri .

 

14.12.2014 12:25

Huginn VE 55 í slippnum á Akureyri

Þeir sem litu hér inn í gær sáu tvær myndir af gamla Huginn VE sem nú er gerður út frá Rússlandi . Haukur var ekki lengi að koma með miða um Huginn sem gaman var að lesa.

Ég átti leið til Akureyrar í gær í kaupstaðarferð og stóðst ekki mátið að mynda Huginn VE 55 í slippnum , þótt farið væri að dimma og snjókoma gerði skyggnið slæmt . Myndirnar eru teknar úr mikilli fjarðlægð og eru þær því pínu grófar - þið afsakið það.

Mér er ekki kunnugt um , afhverju Huginn sé í slipp . Eflaust bara eðlilegt viðhald . Ef einhver veit betur , má sá sami setja það hér inn í athugasemdakerfið.

 

 

 

 

 

Í skipaskrá Fiskifrétta má lesa um Huginn : 

Smíði

Smíðaár 2001
Smíðastaður Chile
Smíðaland Chile
Smíðastöð Asmar shipyard
Smíðanúmer 0085
Efniviður Stál

13.12.2014 11:15

Gamli Huginn í Rússasjó

Hér eru tvær myndir sem ég fékk sendar á dögunum frá Antoni P. Eyþórssyni , skipverja á Þerney RE . Í póstinum sagði "fróðir menn um borð hjá mér segja að báturinn er Gamli gamli Huginn frá Vesmanneyjum"

Ef nafninu Huginn er slegið upp á MarineTraffic , þá sést að Huginn sé gerður út frá Rússlandi í dag með heimahöfn í Murmansk

Það væri gaman að fá að sjá miða frá Hauk yfir þennan , ef hann er til ?

Mynd : Anton Páll Eyþórsson

 

Mynd : Anton Páll Eyþórsson

 

Ég þakka Tona kærlega fyrir sendinguna og minni á netfangið mitt, 580skoger@gmail.com

12.12.2014 12:55

SI 152 í óveðrinu á dögunum

Það blés hraustlega á Daníel SI 152 sem stendur ávalt vaktina í gamla slippnum á Siglufirði núna á dögunum þegar að veðrið gekk yfir landið.

 

 

11.12.2014 10:15

Bryggjurúntur um höfnina í brælu - 6 myndir

Það er lítið að ske þessa stundina í höfnum landsins. Ég fór einn bíltúr um Siglufjarðarhöfn í gærdag og smellti af nokkrum myndum af því sem fyrir augun bar , á milli þess sem stórhríðin fyllti upp í linsuna hjá mér.

Örninn ÓF 28

 

Oddverji ÓF 76

 

Elvis - Lyftari í eigu Siglufjarðar Seigs

 

Harbour House Cafe

 

Þórkatla GK 9

 

Óli á Stað GK 99

 

10.12.2014 12:00

FishingHat : Trollið tekið innfyrir á Mánabergi ÓF

Arnþór Þórsson vélstjóri á Mánaberginu heldur úti skemmtilegri síðu , Fishinghat.wordpress.com , og á síðunni hjá honum í dag má sjá myndir af þeim félögum á Mánanum taka "trollið innfyrir" , áður en þeir héldu í var, við Grímsey.

Mynd : Arnþór Þórsson

 

Mynd : Arnþór Þórsson

 

Mynd : Arnþór Þórsson

 

Mynd : Arnþór Þórsson

09.12.2014 12:10

Magnús Geir KE 5

Magnús Geir KE 5 er kominn norður á ný og hefur landað "suðurækju" þrívegis á Siglufirði sem flutt er fersk út til Svíðþjóðar og Noregs.

 

Magnús Geir hefur áður borið nöfnin Magnús Ágústson ÞH, Oddgeir EA, Gjafar VE, Jóhann Gíslason ÁR, Víðir AK, Njörvi SU og Magnús Ólafsson GK 

08.12.2014 11:05

Óli á Stað GK 99 landar á Siglufirði - 5 myndir

Nýjasti báturinn í flota Stakkavíkur , Óli á Stað GK 99 , kom inn til Siglufjarðar á laugardagskvöldið og landaði um 12 tonnum . 

Þrátt fyrir "smá" hríð , þá smellti ég af nokkrum myndum og set hér inn 5 myndir. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einnig landaði báturinn á Siglufirði í gær , en mér er kunnugt um aflabrögðin.

Flettingar í dag: 479
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 711
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 2226089
Samtals gestir: 515002
Tölur uppfærðar: 19.9.2017 22:18:58

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar