19.12.2014 09:50

Útkall - Örlagaskotið - Elliði SI 1

Á morgun, laugardag , mun ég birta smá kaflabrot úr bókinni Útkall - Örlagaskotið eftir Óttar Sveinsson. Í umsögn um bókina segir á vefsíðu Forlagsins : "Hér er sagt frá ævintýralegum björgunaraðgerðum út af Breiðafirði árið 1962 eftir að togarinn Elliði frá Siglufirði hafði legið á hliðinni í glórulausu hafróti og éljagangi. 28 manna áhöfn beið örlaga sinna svo klukkustundum skipti."

Myndin hér fyrir neðan var líklegast tekin , þegar að Elliði SI kom nýr til hafnar á Siglufirði þann 19.október 1947.

Hún er frekar óskýr en við fyrirgefum það.

Mynd : Kristfinnur Guðjónsson (úr safni Sveins Björnssonar)

 

 

18.12.2014 12:50

Juni GR 7 - 519 (ex. Venus HF)

Hér er ein mynd frá því í vor, 17. apríl , af ex Venus HF 519 við bryggju í Reykjavík . Skipið heitir í dag Juni GR 7 - 519 og gerður út frá Grænlandi.

 

ex. Venus hét upphaflega Júní og var smíðaður á Spáni árið 1973 fyrir Bæjarútgerð Hafnarfjarðar.

17.12.2014 12:00

Vilhelm Þorsteinsson EA 11

Hér kemur önnur mynd frá Þiðrik , af Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 við bryggju á Akureyri .  

Símamynd : Þiðrik Unason

16.12.2014 12:45

Oddeyrin EA 210

Þiðrik Unason sendi mér nokkrar myndir í gær og hér má sjá eina af þeim , af Oddeyrinni ljósum prýddri við bryggju á Akureyri.

Símamynd : Þiðrik Unason 

15.12.2014 13:45

Orvar MK 0474 . (ex . Örvar HU 2)

Eins og ég sagði frá á laugardaginn , þá fékk ég sendar myndir frá Antoni P. Eyþórssyni á Þerney RE , nú á dögunum og í dag fáum við að sjá eina af gamla Örvari HU sem í dag heitir Orvar MK 0474 og er gerður út frá Rússlandi . 

Með því að smella HÉR má sjá nánari upplýsingar um Orvar MK á MarineTraffic

Mynd : Anton Páll Eyþórsson

 

Myndin hér fyrir neðan er kroppuð úr þeirri efri .

 

14.12.2014 12:25

Huginn VE 55 í slippnum á Akureyri

Þeir sem litu hér inn í gær sáu tvær myndir af gamla Huginn VE sem nú er gerður út frá Rússlandi . Haukur var ekki lengi að koma með miða um Huginn sem gaman var að lesa.

Ég átti leið til Akureyrar í gær í kaupstaðarferð og stóðst ekki mátið að mynda Huginn VE 55 í slippnum , þótt farið væri að dimma og snjókoma gerði skyggnið slæmt . Myndirnar eru teknar úr mikilli fjarðlægð og eru þær því pínu grófar - þið afsakið það.

Mér er ekki kunnugt um , afhverju Huginn sé í slipp . Eflaust bara eðlilegt viðhald . Ef einhver veit betur , má sá sami setja það hér inn í athugasemdakerfið.

 

 

 

 

 

Í skipaskrá Fiskifrétta má lesa um Huginn : 

Smíði

Smíðaár 2001
Smíðastaður Chile
Smíðaland Chile
Smíðastöð Asmar shipyard
Smíðanúmer 0085
Efniviður Stál

13.12.2014 11:15

Gamli Huginn í Rússasjó

Hér eru tvær myndir sem ég fékk sendar á dögunum frá Antoni P. Eyþórssyni , skipverja á Þerney RE . Í póstinum sagði "fróðir menn um borð hjá mér segja að báturinn er Gamli gamli Huginn frá Vesmanneyjum"

Ef nafninu Huginn er slegið upp á MarineTraffic , þá sést að Huginn sé gerður út frá Rússlandi í dag með heimahöfn í Murmansk

Það væri gaman að fá að sjá miða frá Hauk yfir þennan , ef hann er til ?

Mynd : Anton Páll Eyþórsson

 

Mynd : Anton Páll Eyþórsson

 

Ég þakka Tona kærlega fyrir sendinguna og minni á netfangið mitt, 580skoger@gmail.com

12.12.2014 12:55

SI 152 í óveðrinu á dögunum

Það blés hraustlega á Daníel SI 152 sem stendur ávalt vaktina í gamla slippnum á Siglufirði núna á dögunum þegar að veðrið gekk yfir landið.

 

 

11.12.2014 10:15

Bryggjurúntur um höfnina í brælu - 6 myndir

Það er lítið að ske þessa stundina í höfnum landsins. Ég fór einn bíltúr um Siglufjarðarhöfn í gærdag og smellti af nokkrum myndum af því sem fyrir augun bar , á milli þess sem stórhríðin fyllti upp í linsuna hjá mér.

Örninn ÓF 28

 

Oddverji ÓF 76

 

Elvis - Lyftari í eigu Siglufjarðar Seigs

 

Harbour House Cafe

 

Þórkatla GK 9

 

Óli á Stað GK 99

 

10.12.2014 12:00

FishingHat : Trollið tekið innfyrir á Mánabergi ÓF

Arnþór Þórsson vélstjóri á Mánaberginu heldur úti skemmtilegri síðu , Fishinghat.wordpress.com , og á síðunni hjá honum í dag má sjá myndir af þeim félögum á Mánanum taka "trollið innfyrir" , áður en þeir héldu í var, við Grímsey.

Mynd : Arnþór Þórsson

 

Mynd : Arnþór Þórsson

 

Mynd : Arnþór Þórsson

 

Mynd : Arnþór Þórsson

09.12.2014 12:10

Magnús Geir KE 5

Magnús Geir KE 5 er kominn norður á ný og hefur landað "suðurækju" þrívegis á Siglufirði sem flutt er fersk út til Svíðþjóðar og Noregs.

 

Magnús Geir hefur áður borið nöfnin Magnús Ágústson ÞH, Oddgeir EA, Gjafar VE, Jóhann Gíslason ÁR, Víðir AK, Njörvi SU og Magnús Ólafsson GK 

08.12.2014 11:05

Óli á Stað GK 99 landar á Siglufirði - 5 myndir

Nýjasti báturinn í flota Stakkavíkur , Óli á Stað GK 99 , kom inn til Siglufjarðar á laugardagskvöldið og landaði um 12 tonnum . 

Þrátt fyrir "smá" hríð , þá smellti ég af nokkrum myndum og set hér inn 5 myndir. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einnig landaði báturinn á Siglufirði í gær , en mér er kunnugt um aflabrögðin.

06.12.2014 12:30

Ein gömul frá 1960: Bragi SI 44

Núna á dögunum fékk ég sendan póst frá Gísla Jóhanni Sigurðssyni með þessari flottu mynd af Braga SI 44 frá Siglufirði . Í póstinum sagði m.a. "Hér er gömul mynd  af skipi frá Siglufirði.  Myndin var tekin 1960  af Matthíasi Ó Gestssyni, (sem er nýlega látinn) en hann var einn af áhöfninni.  Það var verið að fara undir krana hjá Rauðku.  Páll Pálsson skipstjóri er í brúarglugganum. Ef ég man rétt þá er Guðmundur sonur Páls strákurinn sem er fremstur þessara þriggja sem standa næst mastrinu,  ég ligg fram á rekkverkið fremst og pabbi (Siggi Gísla) fyrir miðju með sixpensara og báðar hendur á rekkverkinu , svo er ég bara ekki svo glöggur að ég þekki hina mennina á myndinni, en held það gæti verið Jón Gunnar bróðir Guðmundar sem sé fyrir aftan hann til hægri."

Mynd : Matthías Ó Gestsson

 

Ég þakka Gísla kærlega fyrir sendinguna , alltaf gaman að fá myndir og smá sögu með þeim . En þekkja glöggir lesendur aðra í áhöfninni ?

Einnig væri gaman að fá sögu bátsins ef einhver þekkir til hennar ?

 

05.12.2014 13:20

Petra ÓF 88 mokfiskar á línuna !

Það hefur verið virkilega góð veiði á línuna hjá þeim bátum sem gera út frá Siglufirði þegar að veður hefur verið hagstætt og til dæmis í gær var mokveiði á bátunum . 

Petra ÓF 88 landaði um 9 tonnum í gær , en Petran situr í 6 sæti á listanum yfir báta að 13 bt í nóvember hjá Gísla á Aflafréttum.is

Eins og sjá má á myndinni , byrjaði að snjóa á Siglufirði í gær

 

Samkvæmt vef Fiskistofu var aflinn :

 
Fisktegund Óslægt Slægt Til kvóta Undirmál Útfl.álag Linuívilnun VS-afli
Ufsi 4 3 3        
Ýsa 3.885 3.263 2.655 77   531  
Keila 58 52 52        
Langa 21 17 17        
Hlýri 36 32          
Þorskur 4.965 4.171 3.362 136   673  
Karfi / Gullkarfi 21   21        
Samtals 8.990  

04.12.2014 11:55

Frosti ÞH 229

Hið mikla aflaskip , Frosti ÞH 229 , landaði á Siglufirði þann 26.nóvember síðastliðinn.

 

Samkvæmt vef Fiskistofu var aflinn : 

Fisktegund Óslægt Slægt Til kvóta Undirmál Útfl.álag Linuívilnun VS-afli
Ufsi 4.377 3.677 3.677        
Ýsa 1.764 1.482 1.482        
Langa 104 83 83        
Hlýri 497 447          
Skarkoli 7 6 6        
Þorskur 54.965 46.171 46.003 168      
Blálanga 75 60 60        
Grálúða 26 24 24        
Steinbítur 8 7 7        
Karfi / Gullkarfi 2.120   2.120        
Samtals 63.943
Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar