05.11.2014 12:55

Bjartur NK 121 í slipp á Akureyri

Bjartur NK 121 var í slipp á Akureyri í byrjun október . Var verið að mála skipið og eflaust unnið að smá viðhaldi um leið.

Á heimasíðu Síldarvinnslunar segir " Bjartur NK 121 var smíðaður fyrir Síldarvinnsluna í Niiigata í Japan árið 1973. Bjartur er einn af tíu togurum sem smíðaðir voru í Japan fyrir Íslendinga, en öll þessi skip hafa reynst afburða vel. Árið 1984 var sett 2.413 hestafla MAK aðalvél í skipið. Árið 2004 voru gerðar miklar endurbætur á Bjarti í skipasmíðastöð í Póllandi. Bjartur hefur fengið gott viðhald og er vel útbúinn sem ísfisktogari. "

 

 

04.11.2014 12:55

Gunnþór ÞH 75 - Fyrir & eftir breytingar

Hafsteinn Þórarinn Björnsson sendi mér þrjár myndir á dögunum sem teknar voru líklegast á árunum 2011 og 2012 . Eru þetta myndir af Gunnþóri ÞH 75 áður en hann fór í klössun hjá Bátahöllinni á Hellissandi. Í texta sem ég fékk frá Hafsteini sagði " Gunnþór fékk endurnýun um 90% , skipt var um síður , vél og allar lagnir , húsi lyft (notað var botn og framendi) annað nýtt "

Eins og sjá má á þessum myndum, þá er nánast báturinn eins og nýr.

Fyrir breytingu : 

Mynd : Hafsteinn Þórarinn Björnsson

Eftir breytingu :

Mynd : Hafsteinn Þórarinn Björnsson

Kominn á flot :

Mynd : Hafsteinn Þórarinn Björnsson

 

Glæsilegur bátur eftir breytingar og viðhald hjá Bátahöllinni . Ég þakka Hafsteini mikið fyrir sendinguna.

03.11.2014 18:15

Sveinn Björnsson - 79 ára

Faðir minn Sveinn Björnsson á afmæli í dag , 3. nóvember . Hann er fæddur 1935 og er því 79 ára . Hann var lengi til sjós , var bæði á Hafliða og Elliða sem og á sínum eigin trillum. Hann rak einnig Skipaafgreiðsluna á Siglufirði um árabil og var um tíma yfirmaður sjóbjörgunarsveitarinnar á Siglufirði. 

Sveinn V. Björnsson - 79 ára í dag

 

03.11.2014 12:45

Ljósafell SU 70

Á leið minni í gegnum Dalvík á dögunum sá ég LJósafellið liggja við bryggju þar og smellti af einni mynd af þessu glæsilega skipi . 

Ljósafellið hefur verið á veiðum fyrir Hafrannsóknarstofnun og kom að vestan til þess að landa á Dalvík og stoppaði svo í nokkra daga , áður en það hélt á ný til veiða . Þó hefur ekki verið skráð löndun á skipið síðan þá (16. október)

 

Á skipaskrá Fiskifrétta.is má meðal annars lesa um Ljósafellið :

Smíði

Smíðaár 1973
Smíðastaður Muroran japan
Smíðaland Japan
Smíðastöð Narasaki shipyard
Smíðanúmer 809

02.11.2014 12:50

ex. Særún EA 251 - 4 myndir

Ég var á Árskógssandi núna á dögunum og notaði tækifærið og smellti af nokkrum myndum þegar að Særún EA og Sólrún EA sigldu inn .

Hér sjáum við Særúnu EA 251 (2303) sigla inn til löndunar en eins og flestir vita hefur Sólrún ehf keypt Hópsnes GK af Stakkavík og gekk Særún EA upp í kaupin , en Hópsnes mun fá Særúnar nafnið á næstunni.

 
 
 
 

 

01.11.2014 18:00

Hríseyjarferjan Sævar - 2 myndir

Átti leið á Árskógsand á dögunum og smellti af nokkrum myndum af Sævari koma að bryggju .

Hér er tvær myndir af Sævari en myndasyrpur af Sólrúnu EA og Særúnu EA bíða birtingar .

 
 

 

31.10.2014 17:20

Sæbjörg EA 184

Hér er ein mynd af Sæbjörg EA 184 í Dalvíkurhöfn sem tekin var fyrir um hálfum mánuði . 

Sæbjörg er gerð út af samnefndu útgerðarfélagi í Grímsey og var smíðuð árið 1990 í Njarðvík.

 

k

30.10.2014 20:38

Hrafn GK 111

Hér er ein gömul af Hrafni GK 111 sem Sigurjón Veigar Þórðarson vélstjóri á Gnúp GK tók í maí síðastliðnum.

 

 

29.10.2014 10:55

Björgúlfur EA 312

Hér er Björgúlfur EA 312 í Dalvíkurhöfn fyrir skömmu . Á vefnum Aflafrettir.is má sjá lista yfir "Botnvörpu í október" en þar skipar Björgúlfur þriðja sætið með 434 tonn í þremur veiðiferðum , eða 149,7 tonn að jafnaði í hverjum túr.

 
 

Björgúlfur EA 312 var smíðaður árið 1977 á Akureyri hjá Slippstöðinni hf.

 

 

Vegna heimferðar ritstjórans frá Noregi í gær náðist ekki að koma inn færslu á síðuna , þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir . 

27.10.2014 10:35

Eyborg ST 59 - "Ormurinn langi"

Eyborg ST 59 kom inn til Siglufjarðar í síðustu viku og beið af sér bræluna sem gekk yfir landið . 

Eyborg ST hefur landað einu sinni á þessu kvótaári , en það var þann 7 október á Hólmavík þegar skipið landaði 62.836 kg af rækju.

 

 

 

26.10.2014 10:50

Oddur á Nesi "strandaður"

Á þriðjudaginn síðastliðinn , um kaffileytið , á háflóði í Siglufjarðarhöfn , festist Oddur á Nesi á dekkjarfestingu í dokkinni . Brugðust hafnarverðir og fleiri skjótt við og var skorið á festinguna með slípirokk og losnaði þá Oddur af "strandstað"

Ekki varð tjón á bátnum og var hann svo færður að nýju flotbryggjunni í innri höfninni .

 

 

 

 

Jónas Sumarliðason hafnarvörður á Siglufirði myndar slípirokkinn

 

25.10.2014 12:40

Jóhann Gauti 6 ára

Sonur minn , Jóhann Gauti , er 6 ára í dag . Er því við hæfi að birta mynd af honum hér á myndasíðunni , með sitt uppáhaldsskip í bakgrunni , Múlaberg SI 22.

 

 

24.10.2014 10:35

Hópsnes GK skiptir um eigendur - Verður Særún EA 251

Á Facebook síðu Péturs Sigurðssonar , úgerðarmanns á Árskógssandi mátti lesa í gær "Hópsnes GK komið í nýja heimahöfn á Árskógssandi þar sem það kemur til með að leysa Særúnu EA 251 af hólmi og mun fá sama nafn og númer. Báturinn mun hefja róðra á næstu dögum."

Skoger.123.is óskar Pétri og fjölskyldu til hamingju með nýja bátinn.

Mynd : Pétur Sigurðsson

 

Mynd : Pétur Sigurðsson

 

Eins og flestir vita hefur Stakkavík látið smíða fyrir sig tvo nýja báta og er annar þeirra klár , Óli á Stað GK . Núna hefur Stakkavík því bæði selt gamla Óla á Stað og Hópsnes. Þann 26. júní síðastliðinn mátti lesa hér á vefnum , færslu um það þegar að Óli á Stað var seldur !

23.10.2014 23:10

Rifsnes SH á útleið frá Siglufirði í skítabrælu - Myndasyrpa - Part II

Rifsnes SH landaði á Siglufirði á mándagsmorguninn og beið svo af sér verstu bræluna en hélt á ný til veiða eftir hádegi á þriðjudaginn. Enn var haugasjór og braut þvert fyrir fjörðinn , en Rifsnes-menn létu það ekki á sig fá og því var ekkert annað í stöðinni en að elta þá út á strönd og taka myndir . 

Ég tók um 50 myndir en hér kemur seinni hluti þeirra mynda sem ég birti að sinni. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Rifsnesið komið út úr verstu sköflunum og komið of langt frá til þess að mynda meira ...

 

 

22.10.2014 09:15

Rifsnes SH á útleið frá Siglufirði í skítabrælu - Myndasyrpa - Part I

Rifsnes SH landaði á Siglufirði á mándagsmorguninn og beið svo af sér verstu bræluna en hélt á ný til veiða eftir hádegi í gær. Enn var haugasjór og braut þvert fyrir fjörðinn , en Rifsnes-menn létu það ekki á sig fá og því var ekkert annað í stöðinni en að elta þá út á strönd og taka myndir .

Við skiptum þessu upp í tvær færslur , því að ég tók um 50 myndir og kemur seinni hlutinn inn síðar í dag.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá brimskaflinn brotna á Hellunni..

 

Nálgast Helluna .. 

 

Við sjáum svo seinni hluta myndasyrpunnar síðar í dag . 

Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 711
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 2226063
Samtals gestir: 515000
Tölur uppfærðar: 19.9.2017 21:47:13

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar