21.03.2017 22:00

Grásleppuvertíðin hafin - Myndasyrpa

Grásleppuvertíðin hófst formlega í gær , þótt enginn hafi farið frá Siglufirði að leggja netin vegna veðurs. Nokkrir bátar fóru svo í morgun og lögðu fyrsta skammt.

Það var mikið líf á bryggjunni í gær þegar að ég fór heim eftir vinnu , bátar undir hverjum krana , netasekkir út um allt , baujur og belgir og allir á fullu að gera klárt . Ég smellti af nokkrum myndum í gær sem sjá má hér fyrir neðan.

Sigurður Oddsson á Lukku ÓF og Haraldur Hermannsson á Petru ÓF ræða saman

 

Guðbrandur Ólafsson 

 

Tomasz Janiszewski og Oddur Sigurðsson

 

Stefán Jón Stefánsson og Baldvin Kárason

 

Oddur Sigurðsson og Guðmundur Óli Sigurðsson

 

Baldvin Kárason og Sævar Guðjónsson

 

 

 

 

g

19.03.2017 19:25

Berglín GK 300 landaði á Siglufirði í gær

Berglín GK 300 kom inn til löndunar á Siglufirði í gærmorgun og landaði um 45 tonnum . Var Berglín að koma að austan . Að löndun lokinni hélt Berglín vestur og núna að nálgast Snæfellsnesið . 

 

17.03.2017 18:10

Mánaberg ÓF 42 selt úr landi !

Um hádegisbilið í dag sigldi Mánaberg ÓF 42 í síðasta sinn út úr Ólafsfjarðarhöfn en búið er að selja skipið til Rússlands.

Mánaberg ÓF var smíðað á Spáni árið 1972 fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur og kom til Reykjavíkur í janúar 1973 og bar í upphafi nafnið Bjarni Benediktsson RE 210. Síðar bar skipið nafnið Merkúr RE 800. Árið 1987 var skipið keypt til Ólafsfjarðar og því breytt í frystitogara . 

Í dag lýkur því 30 ára sögu þessa glæsilega skips á Ólafsfirði en Ólafsfirðingar geta þó brosað því áætlað er að Sólberg ÓF haldi af stað heim til Íslands um miðjan apríl.

 

Þetta er síðasta myndin sem ég tók af Mánaberginu en hún var tekin 6.mars síðastliðinn.

16.03.2017 11:25

Lukka ÓF 57

Hér er mynd af Lukku ÓF 57 frá því í febrúar og í bakgrunni má sjá Guðbjörgu GK 666 og Hótel Sigló .

 

15.03.2017 10:55

Petrea EA 24

Þiðrik Unason sendi mér þessa mynd af Petreu EA 24 . 

Petrea EA var smíðuð á Siglufirði 1985 af feðgunum Jóni Björnssyni og Birni Jónssyni og bar nafnið Ingeborg SI 60 . Síðar var báturinn seldur til Dalvíkur og bar nafnið Ingeborg EA áður en hann fékk nafnið Petrea EA.

 

12.03.2017 21:55

Oddur á Nesi SI 76

Hér er nýsmíðin Oddur á Nesi SI 76 við bryggju á Siglufirði og má sjá Múlaberg SI 76 í bakgrunni.

Línubátarnir sem gera út frá Siglufirði hafa lítið róið upp á síðkastið . Er ástæðan lág verð á fiskmörkuðum.

 

k

10.03.2017 09:10

Björgvin SI 108

Andrés Jónsson tók þessa mynd á dögunum af Björgvin SI 108 í slippnum á Akureyri.

Björgvin SI var smíðaður í Póllandi árið 1990 og hefur meðal annars borið nöfnin Hanna og Binni EA .

Mynd : Andrés Jónsson

 

07.03.2017 21:05

Bjarni Sæmundsson RE 30 landar á Siglufirði

Á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar , www.hafogvatn.is , segir þann 28.febrúar " Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum er hafin og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fjögur skip taka þátt í verkefninu að þessu sinni; togararnir Ljósafell SU og Barði NK og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson. Alls verður togað á um 600 stöðvum á 20-500 m dýpi umhverfis landið.
Verkefnið, sem einnig er nefnt marsrall eða togararall, hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti á hverju ári síðan 1985. Helstu markmið eru að fylgjast með breytingum á stofnstærðum, aldurssamsetningu, fæðu, ástandi og útbreiðslu botnfisktegunda við landið. "


Bjarni Sæmundsson RE 30 er núna fyrir norðan land á veiðum og landaði á Siglufirði í gærdag rúmum 11 tonnum.

 

06.03.2017 11:45

Sólberg ÓF 1 nýmálað

Búið er að  mála Sólberg ÓF 1 í litum Ramma hf og var skipið sjósett að nýju í morgun og er það glæsilegt að sjá.

Sólberg ÓF er 80 metra langt og 15,4 metra breitt og er í smíðum í Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi.

 

05.03.2017 21:25

Smári ÞH 59

Í síðustu færslu hafði ég orð á því að núna myndi ég setja allt á fullt við að setja inn færslur hér á síðuna en ekki tókst það nú alveg. Skrapp til Orlando með fjölskylduna í nokkra daga og var planið að setja inn færslur á meðan en vegna tæknilegra vandamála tókst það nú ekki en nú er ég kominn heim og vonandi fer þetta nú að komast í gang hjá mér á ný.

Þiðrik Unason sendi mér þessa mynd á dögunum af Smára ÞH 59 þar sem hann stóð á þurru í slippnum á Akureyri.

Smári ÞH 59 var smíðaður árið 1979 hjá Bátalóni í Hafnarfirði og bar í fyrstu nafnið Gísli á Hellu HF 313 .

Mynd : Þiðrik Unason

 

21.02.2017 20:00

Verkfall leyst - Múlaberg SI heldur til veiða

Sjó­menn samþykktu naum­lega nýj­an kjara­samn­ing með 52,4 pró­sent­um at­kvæða í at­kvæðagreiðslu í sunnudaginn sem batt enda á tæp­lega tíu vikna langt verk­fall sjó­manna. Sjó­menn höfðu verið samn­ings­laus­ir frá byrj­un árs 2011.

Strax á sunnudagsmorgunin var hafist handa við að gera Múlaberg SI klárt til veiða en stefnt var að því að halda til veiða um kl.22:00 ef að sjómenn myndu samþykkja samninginn , en vegna bilunar gat Múlabergið ekki haldið til veiða fyrr en um hádegisbilið á mánudaginn.

Hér fyrir neðan eru tvær myndir frá því á sunnudaginn þegar að starfsmenn Fiskmarkaðs Siglufjarðar voru að ísa Múlabergið.

 
 

Á meðan að verkfalli sjómanna stóð var ég óskaplega latur við að taka myndir og setja hér inn færslur en núna skulum við vona að andinn kominn yfir mig á ný og að líf vakni hér á síðunni. 

18.02.2017 21:45

Hofsós

Þiðrik Unason sendi mér þessa mynd fyrir stuttu en myndina tók hann á Hofsós og má meðal annars sjá Leifur SK og Ásmund SK.

Mynd : Þiðrik Unason

 

13.02.2017 14:45

Mokstein (ex Lundey NS)

Magnús Jónsson sendi mér þessar myndir af Mokstein (ex Lundey NS) . Á vef HB Granda segir " HB Grandi hefur selt uppsjávarveiðiskipið Lundey NS til Noregs. Söluverðið er 1,1 milljón bandaríkjadollarar eða jafnvirði um 124 milljóna íslenskra króna. Kaupandi er norska útgerðarfélagið Partrediet Karolös ANS í Bekkjarvik og staðgreiðir það skipið.

Samkvæmt upplýsingum Vilhjálms Vilhjálmssonar, forstjóra HB Granda, hefur kaupandinn fengið tilraunaveiðileyfi á laxsíld, m.a. á gulldeplu sem íslensk skip veiddu um hríð, hjá norskum yfirvöldum og verður skipið notað til þeirra veiða. Áformað er að sigla Lundey til Noregs um næstu helgi. Lundey var smíðuð árið 1960 í Rendsburg í Þýskalandi "

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Fleiri myndir og umfjöllun um sögu Lundeyjar NS koma hér inn síðar í kvöld.

09.02.2017 17:15

Brimnes RE 27

Hér er önnur mynd sem Magnús Jónsson sendi mér á dögunum en á henni má sjá togarann glæsilega Brimnes RE 27

Mynd : Magnús Jónsson

 

06.02.2017 08:30

Björgunarsv. Strákar óskar eftir mönnum í áhöfn Bs. Sigurvins

Björgunarsveitin Strákar óskar eftir mönnum í áhöfn Björgunarskipsins Sigurvins.

 

Eins og allir vita þá þarf starfsemi björgunarskips eins og Sigurvin er, að vera í föstum og góðum skorðum til þess að öryggi sjófarenda sé sem mest.

Erfitt hefur verið að manna skipið upp á síðkastið og hefur það að mestu leyti verið á herðum 2-4 manna sem er einfaldlega of fáir fyrir skip eins og Sigurvin er.

Reynt hefur verið að virkja fleiri í áhöfn skipsins en það hefur gengið upp og ofan og þar af leiðandi leytum við til ykkar með von um að við fáum fleiri virka félaga. 

Okkar vantar sérstaklega menn með vélstjórnar og skipstjórnar réttindi sem geta gefið sér tíma í það að vera í áhöfn skipsins. 

Ef þú hefur áhuga mátt þú endilega senda okkur línu á kveldulfur@simnet.is

Jón Hrólfur Baldursson, formaður Björgunarsveitarinnar Stráka

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar