13.02.2017 14:45

Mokstein (ex Lundey NS)

Magnús Jónsson sendi mér þessar myndir af Mokstein (ex Lundey NS) . Á vef HB Granda segir " HB Grandi hefur selt uppsjávarveiðiskipið Lundey NS til Noregs. Söluverðið er 1,1 milljón bandaríkjadollarar eða jafnvirði um 124 milljóna íslenskra króna. Kaupandi er norska útgerðarfélagið Partrediet Karolös ANS í Bekkjarvik og staðgreiðir það skipið.

Samkvæmt upplýsingum Vilhjálms Vilhjálmssonar, forstjóra HB Granda, hefur kaupandinn fengið tilraunaveiðileyfi á laxsíld, m.a. á gulldeplu sem íslensk skip veiddu um hríð, hjá norskum yfirvöldum og verður skipið notað til þeirra veiða. Áformað er að sigla Lundey til Noregs um næstu helgi. Lundey var smíðuð árið 1960 í Rendsburg í Þýskalandi "

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Mynd : Magnús Jónsson

 

Fleiri myndir og umfjöllun um sögu Lundeyjar NS koma hér inn síðar í kvöld.

09.02.2017 17:15

Brimnes RE 27

Hér er önnur mynd sem Magnús Jónsson sendi mér á dögunum en á henni má sjá togarann glæsilega Brimnes RE 27

Mynd : Magnús Jónsson

 

06.02.2017 08:30

Björgunarsv. Strákar óskar eftir mönnum í áhöfn Bs. Sigurvins

Björgunarsveitin Strákar óskar eftir mönnum í áhöfn Björgunarskipsins Sigurvins.

 

Eins og allir vita þá þarf starfsemi björgunarskips eins og Sigurvin er, að vera í föstum og góðum skorðum til þess að öryggi sjófarenda sé sem mest.

Erfitt hefur verið að manna skipið upp á síðkastið og hefur það að mestu leyti verið á herðum 2-4 manna sem er einfaldlega of fáir fyrir skip eins og Sigurvin er.

Reynt hefur verið að virkja fleiri í áhöfn skipsins en það hefur gengið upp og ofan og þar af leiðandi leytum við til ykkar með von um að við fáum fleiri virka félaga. 

Okkar vantar sérstaklega menn með vélstjórnar og skipstjórnar réttindi sem geta gefið sér tíma í það að vera í áhöfn skipsins. 

Ef þú hefur áhuga mátt þú endilega senda okkur línu á kveldulfur@simnet.is

Jón Hrólfur Baldursson, formaður Björgunarsveitarinnar Stráka

05.02.2017 19:35

Nuunnu EA 57

Þiðrik Unason sendi mér þessar tvær myndir af Nuunnu EA 57 , en báturinn stendur á þurru á Akureyri .

Lítið veit ég um þennan bát , þannig að gaman væri að fá upplýsingar um hann hér fyrir neðan.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

03.02.2017 08:25

Höfrungur AK 250 og Þerney RE 1

Nú þegar verkfall sjómanna hefur staðið í rúmar 6 vikur er lítið til að mynda hér á Siglufirði og þá er gott að eiga góða að , því að Magnús Jónsson sendi mér nokkrar myndir sem hann tók í gær .

Hér sjáum við HB Granda togarana Höfrung AK 250 og Þerney RE 1.

 

Ég minni á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com , ef einhverjir vilja senda mér myndir til birtingar hér á vefnum.

29.01.2017 10:15

Múlaberg , Sigurborg og Bjarni Sæm

Ég hef verið agalega latur upp á síðkastið að mynda enda lítið um að vera þessa dagana sökum verkfalls sjómanna og leiðinda veðurs .

Hér er þó mynd sem ég tók á dögunum en á henni má sjá Múlaberg SI , Sigurborg SH og Bjarna Sæmundsson RE.

 

Til gamans má geta að samanlagður aldur skipanna þriggja er 142 ár .

26.01.2017 21:55

Nýr bátur frá Trefjar ehf. - Loup de mers

Magnús Jónsson sendi mér þessa mynd á dögunum af nýsmíði frá Trefjar ehf . sem ber nafnið Loup des mers , að ég held. 

Ég finn ekkert um bátinn í fljótu bragði á netinu , þannig ef einhver veit eitthvað um hann , má sá sami skella inn upplýsingum í athugasemdakerfið hér fyrir neðan.

Mynd : Magnús Jónsson

 

23.01.2017 21:30

Oddur á Nesi SI 76 landar á Siglufirði

Oddur á Nesi SI 76 var í dag í sínum fyrsta alvöru róðri og landaði rúmum 5 tonnum . Var aflinn ýsa og þorskur til helminga.

Farinn var prufu róður fyrir helgi með stutta línu þar sem báturinn var prófaður og voru menn sáttir með bátinn . 

Hér eru nokkrar myndir frá því í dag þegar Oddur á Nesi kom inn til löndunar.

 
 
 
 

22.01.2017 10:50

Kaldbakur EA 301 orðinn Sólbakur EA 301

Andrés Jónsson sendi mér þessa mynd fyrir helgi af Kaldbak EA 301 en nú hefur verið skipt um nafn á skipinu og ber það nafnið Sólbakur EA 301 í dag .

Eins og flestir vita er Útgerðarfélag Akureyrar með nýtt skip í smíðum í Tyrklandi sem hlotið hefur nafnið Kaldbakur EA 1 . Kald­bak­ur EA var sjó­sett­ur í byrj­un júlí og er 62 metra lang­ur og 13,5 metra breiður. Skipið var hannað af verk­fræðistof­unni Skipa­tækni, Bárði Haf­steins­syni, starfs­mönn­um Sam­herja og sér­fræðing­um sem þjón­usta flota Sam­herja.

Mynd : Andrés Jónsson

 

Um Sólbak EA ( ex Kaldbak EA ) segir í skipaskrá Fiskifrétta :

Smíði

Smíðaár 1974
Smíðastaður Pasajes spánn
Smíðaland Spánn
Smíðastöð Astillaros luzuriaga
Smíðanúmer 313
Efniviður Stál

21.01.2017 17:30

Polar Amaroq GR 18-49 leggur úr höfn

Polar Amaroq kom inn til Siglufjarðar um kvöldmatarleytið þann 16.janúar vegna brælu og hélt á ný til loðnurannsókna um hádegisbilið daginn eftir. 
Hér eru þrjár myndir frá því Polar Amaroq lagði úr höfn á Siglufirði.

 
 
 
 

20.01.2017 14:10

Árni Friðriksson RE 200 leggur úr höfn

Árni Friðriksson RE 200 kom inn til Siglufjarðar um hádegisbilið þann 16.janúar vegna brælu og hélt á ný til loðnurannsókna um hádegisbilið daginn eftir. 
Hér eru þrjár myndir frá því Árni Friðriksson RE lagði úr höfn á Siglufirði.

 
 
 
 

19.01.2017 14:45

Bjarni Sæmundsson RE 30 leggur úr höfn

Bjarni Sæmundsson RE 30 kom inn til Siglufjarðar um hádegisbilið þann 16.janúar vegna brælu og hélt á ný til loðnurannsókna um hádegisbilið daginn eftir. 

Hér eru þrjár myndir frá því Bjarni Sæm lagði úr höfn á Siglufirði.

 
 
 

17.01.2017 17:45

Bjarni Sæm , Árni Friðriks og Polar Amaroq

Rannsóknarskipin Bjarni Sæmundsson RE 30 og Árni Friðriksson RE 200 komu inn til Siglufjarðar í gærmorgun vegna brælu og grænlenska loðnuveiðiskipið Polar Amaroq kom inn í gærkveldi af sömu ástæðu .

Eru skipin þrjú í loðnuleiðangri Hafrannsóknarstofnunar sem ljúka á 19. janúar en samkvæmt skipaáætlun Bjarna og Árna hófst leiðangurinn 11. janúar.

Skipin héldu svo á ný til hafs um kl. 13:00 í dag .

 
 
 

Fleiri myndir af skipunum koma inn á morgun.

15.01.2017 11:10

Oddur á Nesi SI 76 kemur til heimahafnar

Nýsmíðin Oddur á Nesi SI 76 kom til á heimahafnar á Siglufirði í fyrsta sinn í gærdag um kl 17:30 eftir um rúma 5 tíma siglingu frá Akureyri.

Hópur fólks beið á Togarabryggjunni til þess að fagna komu bátsins og þeyttu bílar flautur sínar til þess að bjóða hið nýja fley velkomið til heimahafnar.

Oddur á Nesi SI er 11,99 metrar á lengd og 5,59 metrar á breidd og 29,5 bt að stærð og er í eigu BG Nes á Siglufirði.

Í Fiskifréttum sagði Freyr Steinar Gunnlaugsson eigandi bátsins " Lestin er stór og rúmar 29 stykki af 660 lítra körum í botninn. Þau taka um 15 tonn af fiski. Hægt verður einnig að vera með 58 stykki 440 lítra kör, það komast tvö markaðskör í hæðina. Alls gæti báturinn ef því er að skipta borið hátt í 30 tonn í lest.   "

Oddur á Nesi SI verður gerður á landbeitta línu og segir Freyr að báturinn geti borið 100 bala en róið verði að jafnaði með 48 bala .

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá því í gær þegar að Oddur á Nesi kom að bryggju.

 

 

 

 

 

 

Freyr Gunnlaugsson með son sinn í brúnni

 

Freyr Gunnlaugsson með son sinn í brúnni

 

Freyr Gunnlaugsson með son sinn í brúnni , ásamt Jóni Gunnarssyni tengdaföður sínum.

 

 

 

Freyr og konan hans , Arndís Erla Jónsdóttir  með syni sína .

 

Ég óska Frey , Arndísi og fjölskyldu til hamingju með bátinn og velfarnaðar í útgerðinni.

14.01.2017 09:45

Þröstur ÓF 24

Hér er mynd frá því í desember af Þresti ÓF 24 en Þröstur ÓF er gerður út á handfæraveiðar frá Ólafsfirði.

 
Flettingar í dag: 479
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 711
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 2226089
Samtals gestir: 515002
Tölur uppfærðar: 19.9.2017 22:18:58

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar