19.08.2014 15:15

Sigluvík SI 2 - Myndband

Guðjón Björnsson hefur síðustu daga verið að setja inn á Youtube ýmis myndbönd sem hann tók hér á árum áður en hann var sjómaður til fjölda ára.

Ég fékk leyfi hjá honum til þess að birta nokkur þeirra og hér kemur það fyrsta en það er tekið um borð í Sigluvík SI 2 árið 1991.

Siglfirðingar og margir sjómenn þekkja eflaust marga af þeim sem bregða hér fyrir. Ég þakka Guðjóni vel fyrir og hvet fólk til þess að horfa , þó myndbandið sé langt , eða um 40 mín.

Myndataka : Guðjón Björnsson

 

18.08.2014 12:45

Valdimar GK 195 landar á Siglufirði

Valdimar GK landaði góðum afla á Siglufirði í gærdag. Nú eru tvö skip frá Þorbirni sem landa á Siglufirði þessa dagana , Ágúst GK og Valdimar GK.

Meirihluti aflans fór suður til vinnslu hjá Þorbirni en aukategundir fara á Fiskmarkað Siglufjarðar.

 

Að venju voru það bílar frá Jóni & Margeir sem fluttu aflann suður yfir heiðar.

 

 

17.08.2014 14:10

Kristrún RE 177

Helgi Aage Torfason skipstjóri á Kristrúnu RE sendi mér fjórar myndir sem sjá má hér fyrir neðan , en Kristrún hefur verið í slippnum í Reykjavík síðustu daga. Búið er að mála skipið og eflaust eitthvað fleira. 

Kristrún er glæsileg á að líta , nýmáluð og fín. 

Mynd : Helgi Aage Torfason

 

 Mynd : Helgi Aage Torfason

 

 Mynd : Helgi Aage Torfason

 

 Mynd : Helgi Aage Torfason

 

Ég þakka Helga vel fyrir sendinguna og minni á netfangið , 580skoger@gmail.com

16.08.2014 11:10

Hvalaskoðunarskipið Garðar

Hér er hvalaskoðunarskipið Garðar , fullur af farþegum á Skjálfanda við hvalaskoðun. Á vef Norðursiglingar má lesa "Garðar, áður Sveinbjörn Jakobsson frá Ólafsvík, er 103 brúttórúmlestir (109 brt) og tæpir 28 metrar á lengd. Skipið er eitt af þeim síðustu af þessari stærðargráðu sem eftir er í þokkalegu standi og raunar er ástand bátsins mjög gott enda er útgerðarsaga þess einstök. Skipið var smíðað í Esbjerg árið 1964 fyrir útgerðarfélagið Dverg í Ólafsvík og var gert út þaðan samfellt þangað til því var lagt sumarið 2006. Stuttu síðar keypti Norðursigling bátinn og á síðustu árum hefur mikil vinna farið í breytingar og endurbætur. Garðar er lengsti eikarbátur í notkun á Íslandi, rúmgóður og þægilegur fyrir farþega."

Mynd : Þiðrik Unason

 

Ég minni á netfangið , 580skoger@gmail.com , ef að menn og konur eiga myndir sem þau vilja deila með öðrum hér á síðunni.

15.08.2014 10:10

Ágúst GK 95 landar á Sigufirði

Ágúst GK 95 kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun og landaði. Mér er ekki kunnugt um aflabrögð en eflaust hafa þau verið góð , því tveir bílar frá Jóni og Margeir biðu til þess að taka aflann sem fer í vinnslu hjá Þorbirni hf í Grindavík

 

Þeir eru glæsilegir bílarnir hjá Jóni og Margeir.

 

Ágúst GK var smíðaður í Noregi árið 1974.

14.08.2014 07:50

Oddur á Nesi SI 76

Góð veiði hefur verið á línubátunum sem gera út frá Siglufirði þessa dagana. Samkvæmt vef Fiskistofu var Oddur á Nesi með um 7,4 tonn á mánudaginn , uppistaðan þorskur eða 6,6 tonn.

Á vefnum Aflafréttir.is má sjá lista yfir aflahæstu bátana í júlí með því að smella HÉR , en á honum eru 3 bátar sem gera út frá Siglufirði. Þar er Þórkatla GK efst , Hópsnes GK í þriðja sæti og Oddur á Nesi í því tíunda.

 

Greina má Sigurborg SH í bakgrunni myndarinnar .

13.08.2014 09:00

Mánaberg ÓF 42

Mánaberg ÓF kom að bryggju á sunnudagskvöldið síðasta og var landað upp úr því á mánudaginn um 264 tonnum af makríl og um 2 tonnum af síld.

Mánaberg ÓF hélt á ný til veiða á mánudagskvöldið. 

Hér fyrir neðan má sjá hluta af löndunargenginu við löndunina.

 

 

 

 

 

 

 

Mánaberg ÓF var smíðað á Spáni árið 1972.

12.08.2014 19:40

Fanney EA 82

Hér er Fanney EA 82 að fara frá bryggju á Dalvík á dögunum. Bláa húsið sem sjá má í bakgrunni er ísstöðin á Dalvík.

 

Fanney EA 82 var smíðuð árið 1991 í Hafnarfirði.

12.08.2014 13:50

Grímseyjarferjan Sæfari

Hér má sjá Grímseyjarferjuna Sæfara við bryggju á Dalvík á dögunum.

 

Það eru Landflutningar Samskip sem gera Sæfara út.

11.08.2014 09:25

Auður ÞH 1

Auður ÞH 1 er einn af mörgum bátum sem stunda strandveiðar og gera út frá Siglufirði í sumar.

 

Ég hef litlar upplýsingar um þennan bát og ef einhver hefur smíðaár hans , endilega skiljið það eftir í athugasemdarkerfinu.

10.08.2014 11:30

Tjaldur SH 270

Hér er tvær símamyndir eftir góðvin síðunnar , Þiðrik Unason , af Tjaldi SH 270 sem teknar voru í júní . 

Tjaldur SH var smíðaður árið 1992 í Noregi og gerður út af K G Fiskverkun ehf.

Mynd : Þiðrik Unason

 

Mynd : Þiðrik Unason

 

Ég minni á netfangið , 580skoger@gmail.com , ef að menn og konur eiga myndir sem þau vilja deila með öðrum hér á síðunni.

09.08.2014 10:50

Fiskidagurinn mikli - Björgúlfur EA & Trausti EA

Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðlegur í dag á Dalvík. Á vef Fiskidagsins segir "Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11:00 og 17:00 á laugardeginum."

Í gærkveldi buðu íbúar Dalvíkur , gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum.

Ég fór í fyrra og má segja að þetta sé hátíð sem enginn má láta framhjá sér fara. Hægt er nálgast matseðil hátíðarinnar með því að smella HÉR .

Látum mynd frá því í fyrra fljóta hér með , en á henni má sjá Björgúlf EA og Trausta EA .

 

08.08.2014 13:20

O. Jakobsson - Glæsilegar veggmyndur

Fiskidagurinn mikli er haldinn hátíðlegur á Dalvík í dag og um helgina og má búast við miklum fjölda fólks eins og vanalega hefur verið.

Ég skrapp á Dalvík í vikunni og þegar að ég keyrði framhjá O. Jakobsson sem er fiskvinnsla þar í bæ , rak ég augun í glæsilega veggskreytingu sem prýðir hús O. Jak.

Listakonan Rúna Kristín Sigurðardóttir á heiðurinn af myndunum og eru þetta þær tegundir sem O. Jak vinnur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er gaman af því að sjá svona skreytingar á húsum fyrirtækja .

07.08.2014 10:40

Ásdís ÓF 9 - Aflahæsti báturinn á B-svæði

Ásdís ÓF 9 er einn af mörgum bátum sem stunda strandveiðar og gera út frá Siglufirði í sumar.

Ásdís ÓF er aflahæsti báturinn á B svæði strandveiðanna það sem af er sumri , með 31.209 kg í 39 róðrum.

Á vef Landsambands Smábátaeigenda má sjá töflu yfir fimm aflahæstu bátana á hverju svæði með því að smella HÉR

 


 

Myndirnar voru teknar á þriðjudaginn þegar að Ásdís ÓF kom til löndunar á Siglufirði .

06.08.2014 11:00

Sigurbjörg ÓF 1

Sigurbjörg ÓF 1 kom inn til Siglufjarðar um hádegisbilið í gær og landaði um 9000 kössum af makríl og hélt svo á ný til veiða í kringum miðnætti.

 

 

Flettingar í dag: 453
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 711
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 2226063
Samtals gestir: 515000
Tölur uppfærðar: 19.9.2017 21:47:13

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar