14.06.2014 12:30

Fannar EA 29

Fannar EA 29 er einn af mörgum bátum sem stunda strandveiðar og gera út frá Siglufirði í sumar . 

 

Fannar EA var smíðaður árið 1988 í Svíþjóð

13.06.2014 08:30

Oddverji ÓF 76 - ex Bára SH

Hér er Oddverji ÓF 76 , ex Bára SH 27. Oddverji ÓF er gerður út á línu frá Siglufirði.

 

Það er Útgerðarfélagið Nesið sem gerir út Oddverja ÓF 76.

12.06.2014 09:25

Ottó N Þorláksson

Hér er Ottó N Þorláksson við bryggju í Reykjavík í apríl . Ottó N Þorláksson var smíðaður árið 1981 hjá Stálvík í Garðabæ.

Á vef HB Granda segir um skipið "Ottó N. Þorláksson, sem heitinn er eftir fyrsta forseta ASÍ, þótti vera tímamótaskip þegar það bættist í flota BÚR á sínum tíma en það fyrirtæki var einn af forverum HB Granda s.s. kunnugt er. Þetta var fyrsti togarinn sem BÚR lét smíða á Íslandi en áður hafði fyrirtækið látið smíða fyrir sig 13 skip erlendis. Þá var skipið byggt samkvæmt nýju skrokklagi, sem hannað var hjá Stálvík í samvinnu við Sigurð Ingvarsson, tæknifræðing í Svíþjóð, en við þróun þess var horft til líkamsbyggingar búrhvala. Fékk þetta skrokklag heitið BÚR-lagið. Eins var skrúfubúnaðurinn nýbreytni á þessum tíma. Skrúfan var mun stærri en menn áttu að venjast í skipum af þessari stærð og snerist einnig hægar. Í viðtali við Jón Sveinsson, fyrrverandi forstjóra Stálvíkur, í Morgunblaðinu í maí 2002 kemur fram að BÚR-skrokklagið hafi svo sannarlega slegið í gegn og í prófunum á líkani af skipinu í Danmörku á sínum tíma hafi komið í ljós að mótstaða skrokksins í sjó hafi verið 39% minni en á öðrum líkönum sem prófuð höfðu verið fram til þess tíma."

 

Glæsilegt skip . 

11.06.2014 08:20

Ósk SI ?

Á síðustu dögum hef ég birt myndir af glæsilegum eikarbátum , Keili SI og Steina Vigg SI . Þeir eru fleiri glæsilegir á Siglufirði. 

Annar glæsilegur bátur ber nafnið Ósk. Eigandi hans og smiður er bátasmiðurinn Njörður Jóhannsson.

Tvívegis hefur verið fjallað um Njörð og líkanasmíði hans á vefnum Siglo.is . Hægt er að lesa þær greinar með því að smella HÉR og HÉR .

 

 

Það leiðréttir mig vonandi einhver , ef ég fer með rangt mál.

10.06.2014 10:50

Steini Vigg SI 110

Það eru fleiri glæsilegir trébátar á Siglufirði heldur en Keilir SI 145. Steini Vigg SI 110 er einn þeirra , en hann er gerður út af Selvík ehf.

Steini Vigg var smíðaður árið 1976 á Akureyri og bar áður nafnið Guðrún Jónsdóttir.

 

Steini Vigg hefur verið notaður í sjóstangveiði og útsýnisferðir frá Siglufirði á sumrin.

 

09.06.2014 11:40

Keilir SI 145

Það er alltaf gaman að mynda fallega eikarbáta sem eru í drift. Hér er Keilir SI 145 að færa sig til í höfninni á Siglufirði.

Keilir SI var smíðaður hjá Skipavík í Stykkishólmi árið 1975 og hefur áður borið nöfnin Kristbjörg ÞH 44 , Atlanúpur ÞH 270, og Keilir GK 145

 

Keilir SI hefur verið gerður út á net frá Keflavík á vetrarvertíð síðustu ár , sem og hefur hann verið nýttur af Hafbor við borun á ankerisfestingum.

08.06.2014 10:10

Óli á Stað GK 99

Eins og sagt var frá í gær , þá eru vorboðarnir af Suðurnesjunum komnir norður. 

Myndin hér fyrir neðan er síðan 5. júní og er Óli á Stað GK 99 að landa hér tæpum 5 tonnum , þar af 4,3 tonnum af þorski.

 

 

07.06.2014 08:05

Þórkatla GK 9

Vorboðarnir ljúfu eru mættir á Siglufjörð , en í ár eru það Þórkatla , Óli á Stað og Hópsnes.

Hér fyrir neðan sjáum við Þórkötluna sigla inn á leið til löndunar.

 

Það er Stakkavík frá Grindavík sem gerir út Þórkötlu , Óla á Stað og Hópsnes.

06.06.2014 11:10

Ásbjörn RE 50

Hann er glæsilegur HB Granda togarinn , Ásbjörn RE 50. Hér er hann við bryggju í Reykjavík í apríl mánuði.

Ásbjörn RE var smíðaður árið 1978 í Noregi.

 

Ætli Haukur eigi eitthvað handa okkur um Ásbjörn ?

05.06.2014 17:30

Lýr veiðist við norðurland

Í byrjun maí, veiddist Lýr í grásleppunetin hjá trillukarli sem gerir út frá Ólafsfirði. Fiskurinn kom á Fiskmarkað Siglufjarðar og eftir að hafa staðfest að um Lýr væri að ræða var ákveðið að vigta hann og mæla . Reyndist hann vera um 80 cm á lengd og vega 5 kg óslægður en 4,5 kg slægður.

Starfsmenn Hafró komu svo stuttu síðar í heimsókn á FMSI og voru þeir látnir kvarna hann og skoða til nánari upplýsinga.

Á vefsíðunni 640.is mátti lesa þann 11.desember "Lýr er náskyldur ufsa en þeir tilheyra sömu ættkvísl. Lýr hefur mun sverari stirtlu en ufsi, rákin er sveigðari auk þess sem neðri kjálkinn skagar mun lengra fram hjá lý en ufsa. Liturinn, sem getur verið breytilegur, er oft ólífugrænn eða brúnn að ofan en silfraður að neðan ólíkt ufsanum sem er bláleitur.

Lýr lifir við vesturströnd Evrópu en er flækingsfiskur hér við land. Hann veiðist öðru hverju undan suðurströndinni en afar sjaldgæft er veiða hann við norðurströndina."

 

 

Nánari mæling hjá starfsmönnum Hafró sýndi að hann mældist 81 cm.

 

 

Flettingar í dag: 388
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 669
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 2190179
Samtals gestir: 508868
Tölur uppfærðar: 22.7.2017 13:01:35

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar