14.07.2014 10:30

Gullborg RE 38

Hér ein í viðbót úr aprílferðinni, mynd af Gullborginni hans Binna í Gröf.

Á vef Faxaflóahafna segir meðal annars um Gullborgina "Gullborgin er eikarskip, smíðuð árið 1946 í Nyborg Skibsværft, Danmörku,  og er um 94 tonn að stærð. Hún var endurbyggð í Bátalóni, Hafnarfirði, 1967 og fékk þá m.a. nýtt stýrishús. Nú er komið á það þriðja stýrishúsið. Gullborgin var lengst af með skráningarnúmerið RE 38.

Aflakóngurinn Binni í Gröf og Einar Sigurðsson útgerðarmaður keyptu Gullborgina árið 1955. Binni var síðan með skipið á árunum 1955 til 1972. Sonur Binna, Friðrik, sótti sjóinn með föður sínum og tók síðan við skipinu og var með það til ársins 2000.

Ási í Bæ söng um Binna í Gröf og sagði hann hafa fiskað 60.000 tonn úr sjó á Gullborginni. Ætla má að Friðrik hafi fiskað svipað, þannig að Gullborgin hefur skilað í kringum 100.000 tonnum á land undir stjórn þeirra feðga. Þó eru þetta ekki nákvæmar tölur.

Faxaflóahafnir sf. eignuðust skipið 2008 og var það tekið upp í Daníelsslipp í Reykjavík þar sem það var teiknað inn í deiliskipulag svæðisins. Þar stendur nú þetta mikla happafley og hefur verið málað líkt og það leit áður út."

 

 

13.07.2014 14:20

Víkingur AK 100 - Myndasyrpa

Föstudagurinn 11 júlí verður líklegast skráður sem enn einn sorgardagurinn í íslenskum sjávarútvegi , því þann dag sigldi síðasti fjórburinn frá Bremerhaven frá Akranesi eftir að hafa þjónað eigendum sínum í 54 ár.

Víkingur AK 100 er á leiðinni til Danmerkur eins og bróðir hans Sigurður VE sem sigldi sömu leið þann 28 ágúst sl.

Þegar að ég átti leið á Akranes í apríl síðastliðnum , smellti ég nokkrum myndum af Víking þar sem hann lá við bryggju og beið örlaga sinna sem  í dag eru ráðin, en hann er á leið í brotajárn.

 
 
 
 
 
 

Ætli Víking hefði verið bjargað frá brotajárni ef Kiljan hefði skrifað eina af bókum sínum þar um borð ? 

12.07.2014 22:50

Dagur SI 100 - ex Otur SI

Eigendaskipti áttu sér stað á Otri SI 100 í maí og heitir báturinn í dag , Dagur SI 100. Er báturinn gerður út á strandveiðar frá Siglufirði í sumar.

 

Myndin er tekin að kvöldi 17 maí .

11.07.2014 09:15

Borgar Sig AK 66 - Í dag Unnur ÁR 10

Í apríl síðastliðnum þegar að ég átti leið suður , leit ég við á Akranesi og smellti af nokkrum myndum þar og hef ég birt hluta þeirra upp á síðkastið.

Þegar að ég smellti mynd af þessum bát , hét hann Borgar Sig AK 66 en í dag heitir hann Unnur ÁR 10 .

Í dag er kominn annar bátur með sama nafni og ber hann skipaskrárnúmerið 2545 . Fyrra nafn hans var Skjöldur ÓF og var hann gerður út frá Ólafsfirði.

 

 

09.07.2014 23:38

Steinunn SF 10

Enn er ég finna myndir sem ég hef ekki haft tíma til að birta og í dag sjáum við Steinunni SF 10 , en myndina tók ég í apríl.

Samkvæmt vef Fiskistofu hefur Steinunn SF ekki róið síðan 26 maí , en samkvæmt Marine Traffic þá er Steinunn farin af stað á ný , hugsanlega á makríl .

 

Steinunn SF var smíðuð í Kína árið 2001 og hét upphaflega Helga RE.

09.07.2014 11:25

Lukka SI 57

Lukka SI 57 var síðustu daga í klössun hjá Siglufjarðar Seig. 

Verið var að botnhreinsa og mála , ásamt öðru tilfallandi viðhaldi sem þurfti að sinna.

 

Lukka SI var smíðuð árið 2001 á Akranesi.

08.07.2014 11:50

Nýr Kaldi !

Eigendaskipti hafa orðið á Kalda SI (2782) og Birgi ÞH (2005) . Heitir því Birgir ÞH í dag Kaldi SI 23. 

Hvert nafn "gamla" Kalda verður , veit ég ekki , en geri ráð fyrir því að það verði Birgir ÞH.

Fyrsti róður hins nýja Kalda var í gær og var aflinn góður , eða um 5 tonn og uppistaðan þorskur og steinbítur.

 

Það er Útgerðarfélagið Bylur sem gerir Kalda út og óska ég þeim til hamingju og velfarnaðar í framtíðinni með nýja bátinn..

07.07.2014 09:55

Leiftur - Hraðbátur LHG

Þann 20 júní síðastliðinn voru starfsmenn LHG og Fiskistofu við fiskveiðieftirlit á grunnslóðinni fyrir utan Siglufjörð.

Á vef Landhelgisgæslunnar mátti lesa þann 20 júní "Er nú verið við eftirlit norður af Siglufirði þar sem eftirlitsmenn Fiskistofu fara um borð í bátana, athuga veiðarfæri, afla, samsetningu hans og afladagbækur, hjá grásleppubátum er einnig kannaður netafjöldi. Landhelgisgæslan kannar lögskráningu og haffærisskírteini bátanna auk þess að hafa umsjón með bátnum Leiftri"

Ég smellti nokkrum myndum af ofurbátnum Leiftri , sem og starfsmönnum LHG og Fiskistofu sem sjá má hér fyrir neðan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

06.07.2014 17:25

Snarfari AK 17

Hér er ein af Snarfara AK 17 , sem ég tók í apríl á Akranesi . 

Faðir minn , Sveinn Björnsson , átti lengi vel bát með sama nafni , Snarfari SI 11. Með því að smella HÉR má lesa nánar um þann bát og sjá mynd af honum , en hann var smíðaður á Siglufirði árið 1961 og er í dag varðveittur af Síldarminjasafni Íslands.

Vonandi mun hann verða gerður upp á næstu árum , áður en hann verður handónýtur.

 

Snarfari AK 17 var smíðaður árið 1980 í Hafnarfirði.

05.07.2014 21:10

Alfa SI 65

Alfa SI 65 er einn af mörgum bátum sem stunda strandveiðar og gera út frá Siglufirði í sumar.

 

Alfa SI var smíðuð árið 1986 í Hafnarfirði.

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar