22.11.2016 20:20

Snæfell EA 310 landar á Dalvík

Átti leið í gegnum Dalvík í gærmorgun og sá að Snæfell EA 310 var að landa á Dalvík . Ekki er mér kunnugt um aflabrögð .

Snæfell EA var smíðað árið 1968 í Syvikgrend í Noregi og hét upphaflega Stella Kristína , síðar Sléttbakur EA , svo Akureyrin EA áður en nafninu var breytt í Snæfell EA.

 

20.11.2016 22:30

Áskell Egilsson EA - Glæsilegur bátur !

Á ferð minni um Akureyri í síðasta mánuði , sá ég þennan glæsilega bát , Áskel Egilsson . Ég hef ekki farið leynt með dálæti mitt á gömlu eikarbátunum sem gerðir hafa verið upp og fengið nýtt líf og má segja að Áskell Egilsson EA sé verðandi mubla. Báturinn var smíðaður árið 1975 hjá Bátasmiðjunni Vör á Akureyri og bar í upphafi nafnið Vöttur SU 3.

 

Á vef Árna Björns Árnasonar , ww.aba.is segir meðal annars um Áskel Egilsson EA : " Á haustdögum 2015 var bátinn að finna í Húsavíkurhöfn en 17. október 2015 var hann dreginn til Akureyrar til nýrra eigenda.
Frá þessum tíma eru eigendur hans Egill Áskelsson, Halldór Áskelsson og Sævar Áskelsson allir frá Akureyri. 
Segja má að eplið falli sjaldan langt frá eikinni því að þeir Áskelssynir eru synir Áskels Egilssonar eins af eigendum Bátasmiðjunnar Varar hf. sem bátinn smíðaði. Hugmynd eigenda er að koma bátnum í upprunalegt horf og nota hann til eigin þarfa. Fyrsta verk nýrra eiganda var að fjarlægja hvalbakinn af bátnum. Stýrishúsið, sem er úr stáli, var ryðbarið, sandblásið og málað. Allt var það síðan einangrað að innan og klætt með  Fibo-Trespo og það innréttað á svipaðan hátt og áður var.
Aftan á stýrishúsið var smíðaður ryðfrír stigi og ofan á þak þess rekkverk úr ryðfríum rörum og frá því gengið. Afgasrör vélar var endurnýjað og til verksins notað ryðfrítt rör. Lunningsplanki úr eik var endurnýjaður frá stefni að skut eða með öðrum orðum allan hringinn.
Tveggja pila rekkverk úr ryðfríum stálrörum var smíðað og frá því gengið ofan á lunningu.  Rafbúnaður bátsins var að miklum hluta endurnýjaður. Meðal annars voru rafmagnstöflur endurnýjaðar svo og siglingaljós. Annað í rafbúnaði bátsins sem betur mátti fara var lagfært.
Allur var báturinn málaður frá kili að masturstoppum og honum gefið nafnið "Áskell Egilsson" til minningar um föður þeirra sem að verkinu stóðu.
Meiri hluti þessarar vinnu var framkvæmdur á hliðargörðum slippsins á Akureyri og var hann sjósettur 9. ágúst 2016. 
"

19.11.2016 09:50

Katrín GK og Gullhólmi SH

Leiðinda veður hefur verið hér fyrir norðan og hafa Katrín GK og Gullhólmi SH legið við bryggju á Siglufirði frá því að verkfall sjómanna skall á . 

 

 

17.11.2016 21:55

Múlaberg SI 22

Hér er Múlaberg SI 22 við bryggju á Siglufirði á sunnudaginn síðasta en Múlaberg SI var rækilega bundið við bryggju á meðan verkfalli sjómanna stóð.

 

16.11.2016 19:20

Mánaberg ÓF 42

Mánaberg ÓF kom inn til Siglufjarðar á föstudaginn síðasta vegna verkfalls sjómanna og var landað upp úr skipinu á laugardeginum um 200 tonnum . 

Mánaberg ÓF hélt svo á ný til veiða í gærkveldi eftir að samningar náðust á milli sjómanna og útgerðarmanna.

 

14.11.2016 21:14

Sigurbjörg ÓF 1 - Myndasyrpa frá löndun

Landað var úr Sigurbjörg ÓF 1 á fimmtudaginn í síðustu viku, rúmlega 9.300 kössum eða 200 tonnum af frosnum afurðum. Var uppistaða aflans þorskur , eða tæp 120 tonn.

Sigríður Guðrún Hauksdóttir tók nokkrar myndir þegar að löndunarlið Fiskmarkaðs Siglufjarðar var að störfum við löndun .

Mynd : Sigríður Guðrún Hauksdóttir

 

Mynd : Sigríður Guðrún Hauksdóttir

 

Mynd : Sigríður Guðrún Hauksdóttir

 

Mynd : Sigríður Guðrún Hauksdóttir

 

Mynd : Sigríður Guðrún Hauksdóttir

 

Mynd : Sigríður Guðrún Hauksdóttir

 

Mynd : Sigríður Guðrún Hauksdóttir

 

 

13.11.2016 19:40

Katrín GK 266

Hér er Stakkavíkur báturinn Katrín GK að leggjast að bryggju á Siglufirði fyrir nokkrum dögum síðan .

Katrín GK kemst eflaust ekki á "topp 10" listann yfir fallegustu bátana en strákarnir um borð fiska þó vel.

 

11.11.2016 21:00

Þinganes ÁR 25

Fyrir mánuði síðan birti ég tvær myndir af Þinganes ÁR 25 þar sem verið var að mála skipið . Myndina hér fyrir neðan tók ég 21.október en þá var búið að mála skipið og stuttu síðar hélt það svo af stað til veiða en Þinganes ÁR er búið að landa þrívegis á Hornafirði áður en verkfallið skall á.

 

09.11.2016 21:10

Sólberg ÓF 1 - Síðasta púslið

Hjalti Gunnarsson sendi mér þrjár myndir sem hann tók í dag í Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi þegar verið var að hífa afturgálgann á Sólbergið . Hjalti verður vélstjóri um borð og er við eftirlit með smíðinni en í tölvupóstinum frá Hjalti sagði " Sìðasta pùslið komið à sinn stað  "

Glæsilegt !

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

Mynd : Hjalti Gunnarsson

 

08.11.2016 21:30

Ljósafell SU 70

Þiðrik Unason tók þessa mynd af Ljósafellinu þar sem það lá við bryggju á Dalvík í síðasta mánuði . 

Mynd : Þiðrik Unason

 

08.11.2016 12:30

Viggó SI 32

Sverrir Björnsson hífir hér aflann upp úr bát sínum , Viggó SI 32 núna fyrir skömmu .

Viggó SI var smíðaður á Skagaströnd árið 1979 hjá Guðmundi Lárussyni.

 
Sverrir Björnsson þrífur eftir löndun og Sigurður Jónsson fylgist með

 

06.11.2016 20:30

Hrafn GK 111

Hrafn GK 111 landaði á Siglufirði í dag um 70 tonnum . Samkvæmt vefsíðunni Aflafrettir.is fiskaði Hrafn 367 tonn í síðasta mánuði og situr í 12 sæti yfir aflahæstu línuskipin í október.

 
 

04.11.2016 12:40

Sólberg ÓF 1

Hjalti Gunnarsson vélstjóri á Sólberg ÓF 1 sendi mér þessa flottu mynd af skipinu þar sem það liggur við bryggju í Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi.

Sólberg ÓF er 80 metra langt og 15,4 metra breitt. Skipið verður stórglæsilegt þegar að það verður tilbúið , það er ekki spurning.

Mynd : Hjalti Gunnarsson

02.11.2016 23:20

Kristrún RE 177 landar á Siglufirði

Kristrún RE 177 hefur nú bæst í stóran hóp línuskipa sem landa á Siglufirði og hefur aflinn verið góður . Er Kristrún RE búin að landa tæplega 400 tonnum á Siglufirði í október.

 

 

 

 

 

 

Flettingar í dag: 479
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 711
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 2226089
Samtals gestir: 515002
Tölur uppfærðar: 19.9.2017 22:18:58

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar