Færslur: 2012 September

20.09.2012 21:00

Hafró

Í morgun voru tveir sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun að kvarna sem og lengdar og þyngdarmæla Hlýra og Ufsa á Fiskmarkað Siglufjarðar. Smellti ég nokkrum myndum af en því miður láðist mér að biðja um nöfn þeirra félaga.

19.09.2012 22:00

Ný flotbryggja á Siglufirði

Á 36. fundi Hafnarstjórnar Fjallabyggðar þann 10. nóvember 2011 við fjárhagsáætlunargerð var samþykkt að fara í kaup á flotbryggju og fingrum fyrir höfnina á Siglufirði. Var óskað eftir tilboðum í verkið og var ákveðið að ganga að tilboði Króla ehf.

Í byrjun september komu flotbryggjan og fingurnir "keyrandi" að sunnan og núna í byrjun vikunnar var byrjað að undirbúa verkið.

Svo í dag, 19 september var bryggjunni slakað í sjóinn og var björgunarskipið Sigurvin fengið til að draga bryggjuna á sinn stað, í innri höfnina á Siglufirði.

Þar tóku starfsmenn Króla, Bás , Hafbor ehf og JE Vélaverkstæði á móti henni.

Hér koma nokkrar myndir frá því í dag.
 

Arnþór Helgi Ómarsson , háseti á Sigurvin.

Starfsmaður Króla ehf.

Maðurinn með hjálminn , Sverrir Júlíusson frá JE vélaverktæði

Kári frá Bás og Erling frá Tæknistál

Króli , Kristján Óli Hjaltason. Setur upp bráðabirgða handrið á landganginn.

Verið að stilla bryggjuna af.

Í lok dags, verkið klárt.

19.09.2012 12:25

bs. Sigurvin

Hér er ein gömul af björgunarskipinu Sigurvin, tekin 28.2 febrúar 2010.

Seinnipartinn í dag mun ég setja inn nokkrar myndir þar sem Sigurvin er í aðalhlutverki.

18.09.2012 21:31

Smábátar á Siglufirði í dag

Þá eru smábátarnir farnir af stað aftur eftir bræluna sem gekk yfir landið síðustu daga. Hafa síðustu dagar verið rólegir við höfnina á Siglufirði en í dag fór allt á fullt á ný . Þórkatla GK var fyrst í land og landaði um 5,5 tonnum .

Oddur á Nesi SI 76 var að taka bala um kl. 16:00 í dag og er því væntalegur í fyrra fallinu til löndunar á morgun.

Jonni SI var einnig að taka bala á sama tíma.

Magnús Jón ÓF 14 , frá Ólafsfirði kom til Siglufjarðar og landaði um 400 kg

Anna ÓF 83 fylgdi í kjölfarið og landaði um 300 kg.

Mávur SI 96 kom í land um kl.17:00 . Fréttir af aflabrögðum hef ég ekki.

 

 

18.09.2012 19:03

Hópsnes GK 77

Hópsnes GK var híft á land í dag og er það á leið í klössun hjá Siglufjarðar Seig. Tala gárungarnir um að það sé á leið í svipaða klössun og Óli á Stað fór í í fyrra , og má því búast við að Hópsnesið verði stopp í dágóðan tíma.

Síðasta myndin er tekin 23.7.2010

18.09.2012 12:41

Sigurborg SH & Þorleifur EA

Sigurborg SH landaði í morgun um 16 tonnum af rækju til vinnslu hjá Ramma og 7 tonnum af fiski á markað .

Þorleifur EA kom að nýju til Siglufjarðar í gærkveldi í smá viðgerð.

 

18.09.2012 07:26

Daníel SI 152

Þessi er búinn að standa vaktina lengi í slippnum á Siglufirði , líklega um og yfir 20 ár.

Daníel SI 152

Meira af Daníel síðar

17.09.2012 17:51

Siglufjörður 16. & 17. sept

Mánaberg kom inn til millilöndunar í gær og fór aftur í gærkveldi .

Múlaberg og Siglunes lönduðu í morgun rækju og fisk.

Rifsnes SH hélt til veiða í dag eftir helgarfrí


 

 

 

 

16.09.2012 10:00

Vatnsdalsbáturinn - Part I

Í byrjun ágúst mánaðar kom til Siglufjarðar matráður nokkur , Hjalti Hafþórsson . Hann var þó ekki hingað kominn til þess að elda mat , heldur til þess að endursmíða bát, Vatnsdalsbátinn. Fékk hann aðstöðu í gamla slippnum og var mjög gaman að líta við hjá honum og sjá að það var komið líf í slippinn á ný.

Í bók Jóns Þ. Þór sagnfræðings segir um Vatnsdalsbátinn "Af þeim viðarleifum, sem eftir voru, sást, að báturinn hefur verið smíðaður úr barrviði, líklega helzt lerki. Ekki er unnt að gera sér grein fyrir neinum smáatriðum í smíðinni, nema því, að borðin virðast helzt hafa verið sex hvorum megin, frekar mjó, en yfirleitt eru bátar þeir, sem fundizt hafa frá víkingaöld, úr mjög breiðum borðum. Þeir eru einnig oft úr eik, en eikarborð eru eðlilega mun sterkari en borð úr barrviði. Öll bönd voru horfin, og sást ekkert marka fyrir þeim. Var heldur ekki um að ræða lengri nagla á þeim stöðum, þar sem ætla mætti að böndin hefðu verið og þau hefðu verið negld með. Er hugsanlegt, að þau hafi verið negld við byrðinginn með trésaum eða reyrð við hann með böndum [...] Grunnt far sást eftir kjölinn, og voru viðarleifarnar þar allmiklu dekkri að lit en í byrðingnum"

Listasmíði

Aðstoðarmaðurinn Hafþór Rósmundsson , faðir Hjalta.

Hér er Vatnsdalsbáturinn kominn út , 8.september og nánast klár.

Matráður og listasmiður , Hjalti Hafþórsson. Mynd : Sigurður Ægisson - Siglfirðingur.is

Hjalti heldur úti heimasíðu um gerð bátsins og má nálgast þar fleiri myndir og betri upplýsingar um gerð og smíði bátsins.
 

 

 

15.09.2012 21:30

Siglufjörður 14.9

Dagurinn í dag hefur verið rólegur en það var ögn meira fjör í gær . Siglunes bátarnir komu heim aftur eftir tveggja daga útlegð í skagafirði , þar sem þeir voru að eltast við ýsu. Lönduðu þeir aflanum á Hofsós  Voru aflabrögð með ágætum hjá þeim.

Jonni SI

Mávur SI - Mynd tekin 5.9.2012

Raggi Gísla er farinn af stað aftur á nýju kvótaári. Fyrsti róður með nýju græjuna var í gær og sagðist skipperinn vera sáttur ,
en aflabrögð mátt vera betri

Þórkatla GK var einnig í sínum fyrsta róðri eftir klössun hjá Siglufjarðar Seig. Var aflinn um 4.500 kg.

Tveir færabátar voru að skaka , Elva Björg SI og Flugaldan SK

Aflinn var um 650 kg hjá Elvu Björg en minna á Flugöldunni.

 

15.09.2012 11:00

Hafnarbryggjan á Siglurfirði

Á vefnum siglo.is segir í dag "Hafnabryggjan á Siglufirði hefur í gegn um árin, þó aðallega þegar síldarævintýrið stóð sem hæst, skilað afurðum til útflutnings, fyrir ótaldar krónur þjóðarbúinu til góðs.

Á þeim tímum beið fjarmálaráðherra með öndina í hálsinum eftir tölum verðmætanna, frá Síldarverksmiðjunum og Síldarútvegsnefnd, svo hægt væri að greiða skuldir og eyða, oft í vitleysu eins og gengur hjá ríkisstjórnum.

Þá var Hafnarbryggjan og Siglufjörður  nafli alheimsins í augum margra
."

   
   

Tekið af www.siglo.is

14.09.2012 23:21

Steini Vigg SI 110

Steini Vigg SI 110 (ex Guðrún Jónsdóttir) hefur síðustu daga verið einn af aðalleikurunum í auglýsingunni sem verið var að taka upp hér á Siglufirði .


Var nafni bátsins "breytt" í Annabel SI 110. En það var ekki nóg , því einnig var útliti hans breytt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
 

Hvort líkar mönnum betur, gamla eða nýja útlitið ?

14.09.2012 14:00

Ísborg ÍS 250

Ísborg ÍS 250 lá við bryggju á Siglufirði um hádegisbilið í gær og hélt aftur til veiða undir morgun í dag.

13.09.2012 23:24

Frosti ÞH 229

Frosti ÞH 229 kom til löndunar á Siglufjörð í dag . Fór allur aflinn á Fiskmarkað Siglufjarðar. Heildaraflinn var um 25.000 kg , mest allt þorskur .

 

Seinni tvær myndirnar eru síðan 13.8.2012

 

13.09.2012 12:06

Örvar SH 777

Örvar SH 777 kom til löndunar á Siglufirði í morgun . Aflinn , mest þorskur fór á bíl og í vinnslu hjá Hraðfrystihúsi Hellissands en meðaflinn fór á Fiskmarkað Siglufjarðar. Heildaraflinn var um 16.000 kg

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar