Færslur: 2012 Október

31.10.2012 07:30

Bíldsey & Mávur

Þessar þrjár myndir voru teknar í sumar , að morgni 10. júlí og sýna fyrst Bíldsey SH 65, svo Máv SI 96 og loks bátana tvo saman og er gaman að sjá stærðarmuninn á þeim.

30.10.2012 19:00

Uggi SI 167

 

Uggi SI 167 í Siglufjarðarhöfn fyrir nokkrum dögum.

Uggi SI er smíðaður hjá Mótun í Hafnarfirði árið 1987.

30.10.2012 09:00

Siglufjarðar Seigur

Á þessum tveimur mánuðum sem síðan hefur verið í loftinu , hef ég oft nefnt Siglufjarðar Seig og starfsmenn fyrirtækisins. Í forgrunni myndarinnar  hér fyrir neðan má sjá Odd á Nesi SI 76 , en í bakgrunni myndarinnar má sjá húsið þar sem starfsemi Siglufjarðar Seigs fer fram.

Til vinstri á myndinni er lyftarinn sem notaður er við bátahífingar og til hægri við Odd á Nesi er Helle Kristina

 

29.10.2012 14:30

Gunni Jó SI 173

Gunni Jó SI 173 í Siglufjarðarhöfn í gær.

Smíðaður í Þrándheimi í Noregi árið 1991.

28.10.2012 22:30

Sigurbjörg & Mánaberg

Sigurbjörg ÓF 1 landaði núna á föstudaginn og smellti ég nokkrum myndum af, þegar verið var að landa úr skipinu.

Mánaberg ÓF 42 landaði í gær en vegna anna komst ég ekki til þess að taka myndir úr lönduninni.

Næstu þrjár voru teknar núna í morgun á sunnudagsrúntinum.

 

28.10.2012 14:00

Ágúst GK

 

Ágúst GK 95 á Siglufirði 30. ágúst 2012

Landaði hann 33 tonnum , þar af 21 af þorski.

Ágúst GK er smíðaður í Noregi árið 1974

27.10.2012 15:15

Petra SI 18

Fáir smábátar hafa fengið jafn mikla fjölmiðla umfjöllun upp á síðkastið og Petra SI 18 sem gert hefur út frá Raufarhöfn síðustu misseri. Petra SI hefur landað yfir 55 tonnum í síðustu 8 róðrum og var sá stærsti 10,3 tonn . En Petran hefur áður fiskað vel og þann 28 ágúst 2008 kom hún til löndunar á Siglufirði með um 9,3 tonn og var báturinn vel siginn eins og sjá má á þessum myndum sem ég tók. 

Meiri umfjöllun má lesa á aflafréttir.com

26.10.2012 20:30

Sæunn ÓF 7

Sæunn ÓF 7

s

Smíðuð af Knörr hf , árið 1980 á Akranesi.

26.10.2012 11:00

Gullhólmi SH 201

Gullhólmi SH 201 landaði á Siglufirði í gær um 60 tonnum. Hér eru nokkar myndir frá því í gær.

25.10.2012 19:30

Brá EA 92

Brá EA 92 að koma til löndunar 10. júlí sl.

 

Báturinnn er smíðaður 1975 í Hafnarfirði.

25.10.2012 12:00

Arnarfell

Þessi stórglæsilega mynd er í boði Antons P. Eyþórssonar og sýnir flutningaskip sem síðuritari þekkir ekki með nafni og leita ég því til lesenda síðunnar eftir hjálp með nafnið á skipinu.

UPPFÆRT : Nafn skipsins er komið, Arnarfell

(c) Anton P Eyþórsson

24.10.2012 21:30

Myndasyrpa 24.okt

 Rifsnes SH 44 landaði á Siglufirði í gærkveldi eftir rúman einn og hálfan sólarhring á veiðum. Var góður afli eins og alltaf.

Hér er Mávur SI 86 að hífa kör um borð eftir löndun í morgun, en aflabrögð hafa verið mjög góð á línuna síðustu daga.

Karfinn sem hefur verið að koma af línubátunum síðustu daga hefur verið mjög stór eins og sjá má.

Helle Kristina liggur enn við kantinn og bíður útrásar.

Systurnar Dúan SI 130 og Hafdís SI 131

 

Anna SI 6 og Gunni Jó SI 173

Myndir teknar í dag 24.10.2012

 

24.10.2012 07:00

Dagur SI 3

Dagur SI 3 í Siglufjarðarhöfn í september 2012

23.10.2012 12:00

Lukka SI 57

Hér er Lukka SI 57 að gera sig klára í róður á föstudaginn síðastliðinn.

22.10.2012 19:30

Rifsnes SH 44

Rifsnes SH 44 landaði einnig á Siglufirði í gær og var aflinn mjög góður , yfir 60 tonn og fór þorskur og ýsa í vinnslu hjá Hraðfrystihúsi Hellissands en 10 tonn á Fiskmarkað Siglufjarðar.

A

Nóg var um að vera á hafnarsvæðinu á Siglufirði í gær , því ásamt Rifsnesinu og Gullhólma voru allir línubátarnir á sjó og þurfti marga flutningabíla til að flytja fiskinn 

 

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar