Færslur: 2012 Nóvember

30.11.2012 17:30

Akraberg SI 90

Akraberg SI 90 kom til Siglufjarðar í gærmorgun eftir nokkra vikna útilegu fyrir austan þar sem gert var út frá Seyðisfirði og síðar Raufarhöfn .

Akrabergið landaði um 3600 kg , þar af 2500 kg af þorski

Var báturinn síðan hífður á land af starfsmönnum Siglufjarðar Seigs og rúllað inn í hús.

28.11.2012 22:44

Gullberg VE 292

Hér er ein flott frá Tona af Gullberginu .

(c) Anton Páll Eyþórsson

 

26.11.2012 09:50

Ein gömul : Hver er báturinn ?

Eins og áður hefur komið fram , þá áskotnaðist mér fyrir stuttu nokkrar gamlar myndir og hef ég verið að skanna þær inn. Nú spyr ég hvort lesendur síðunnar  þekki þennan bát? Hægt er að svara í athugasemdum eða með því að senda póst á 580skoger@gmail.com

25.11.2012 13:30

Kolbeinsey EA 252 (ex Landey)

Kolbeinsey EA 252 (ex Landey) var hífð upp á land á fimmtudaginn síðasta og sett inn í hús hjá Siglufjarðar Seig þar sem báturinn er að fara í klössun . É

 
 
 
 
 
 
 
 
 

23.11.2012 19:30

Þórkatla GK 9

Hið mikla aflafley Þórkatla GK sem Stakkavík gerir út ,  er komin úr útlegð að austan og sigldi inn til Siglufjarðar núna fyrir nokkrum dögum. Báturinn er að fara í smá viðgerð hjá Siglufjarðar Seig og tekur vonandi nokkra róðra hér fyrir norðan eftir viðgerðina áður en haldið verður suður á bóginn.

23.11.2012 09:30

Mánaberg ÓF 42

Mánaberg ÓF 42 kom inn til Siglufjarðar á miðvikudaginn síðastliðinn. Lágu þeir í vari úti á firði á meðan þrif og annað var klárað og haldið var að bryggju.

Erfiðlega gekk að leggjast að bryggju sökum vinds sem stóð beint á hliðina en tókst að lokum eftir að togvírinn var settur út og skipið "hífði" sig að bryggju.

Áhöfnin að koma landganginum fyrir

Jón Hólm starfsmaður Fiskmarkaðs Siglufjarðar aðstoðar Sigurð yfirhafnarvörð að koma rafmagnskassanum fyrir við skipshlið

Í gær var síðan landað úr skipinu um 10.000 kössum. Er aflaverðmætið áætlað um 160 milljónir

22.11.2012 16:30

Gullhólmi SH 201

Gullhólmi SH 201 landaði um 60 tonnum á Siglufirði í gærmorgun. Eins og áður fór megnið af aflanum , þorskurinn, til vinnslu á Stykkishólmi en annar meðafli fór á Fiskmarkað Siglufjarðar.

 

PS. Þessari færslu átti að fylgja fylgja fleiri myndir en vegna TÆKNILEGRA VANDAMÁLA hjá 123.is er ekki MÖGULEIKI á að setja fleiri myndir inn þessa stundina .

20.11.2012 22:25

Ein gömul : Hvaða viti ?

Mér áskotnaðist nú fyrir stuttu nokkrar gamlar myndir og skannaði ég eina af þeim inn í dag. Mér leikur forvitni á að vita hvort að einhver af lesendum síðunnar viti hvar þessi mynd sé tekin ? Svarið í athugasemdum eða sendið póst á 580skoger@gmail.com

Ljósmyndari óþekktur.

19.11.2012 16:00

Siglufjörður 18.11

Helgin var róleg við sjávarsíðuna á Siglufirði. Leiðinda veður búið að vera og snjóa mikið. Fékk mér rúnt um bæinn í gærdag á meðan gatan mín var mokuð og hér er hluti af afrakstrinum.

Siglunes SI

Múlaberg SI

Roaldsbrakki

Grána 

Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

18.11.2012 22:50

Skutla SI 49

Ég náði þessum myndum af Skutlu SI 49 núna fyrir stuttu þegar að eigandi hennar var að klára að taka olíu og á leið í stæðið sitt aftur.

 

 

Skutla SI er smíðuð í Hafnarfirði árið 1982

17.11.2012 21:30

Múlaberg SI 22

Múlaberg SI 22 landaði á Siglufirði í gær. Rækjan fór í vinnslu Ramma hf á Siglufirði en þorskurinn fór í vinnslu Rammans í Þorlákshöfn. Annar meðafli fór á Fiskmarkað Siglufjarðar.


 

16.11.2012 21:45

Hátt í Sjó - Part II

Á háflóði í dag um hádegisbilið mátti ekki miklu muna að sjór flæddi upp á veg við Hannes Boy og Rauðku . Rölti ég inn á bryggju og smellti af nokkrum myndum og sem betur fer var ég vel skóaður því að sjórinn kom upp fyrir bryggjuna. Núna í kvöld á háflóði má búast við öðru eins.  

Hér koma nokkrar myndir frá því í dag.

Steini Vigg SI 110

Jón Kristinn SI 59 

Jonni SI 86

Bs. Sigurvin

 Siglunes SI & Múlaberg

16.11.2012 12:30

Gullhólmi & Frosti

Gullhólmi SH 201 frá Stykkishólmi landaði i gærdag á Siglufirði góðum afla sem fluttur var vestur til vinnslu.

 

Frosti ÞH 228 landaði einnig í gær og fór þorskurinn suður í vinnslu en annar meðafli á markað.

 

 

 

15.11.2012 23:30

Hátt í sjó

Skítaveður hefur verið í dag og jókst vindur þegar að leið á daginn . Um klukkan 11 í morgun var háflóð og voru þessar myndir teknar þá.

Rifsnes SH landaði í gærkveldi og fór út fljótlega eftir hádegi í dag.

 
 
 
 

 

14.11.2012 17:00

Alfa SI 65

Hér er ein frá því í sumar af Ölfu SI 65

 

 

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar