Færslur: 2012 Desember

31.12.2012 18:30

Góð veiði hjá línubátunum.

Mjög góð veiði var hjá Siglfirsku línubátunum í síðustu róðrum ársins. Á föstudaginn landaði Oddur á Nesi 7.820 kg og Mávur 7.436 kg . Var stærstur hluti aflans ýsa hjá Oddi en til helminga þorskur og ýsa hjá Mávi. Eins og ég sagði frá á aðfangadag var Lukka SI að fiska vel á grunnslóðinni , eða 7.649 kg á einungis 30 bala , eða 255 kg á bala. Þar af var ýsan 5.423.

Verðin á Fiskmörkuðum voru svimandi há síðustu daga ársins og var meðalverð á óslægðum þorski 508 kr/kg og 549 kr/kg á ýsunni.

Vonandi er þetta góða fiskirí það sem koma skal á árinu 2013 .

 

Oddur á Nesi fékk 707 kr/kg fyrir hluta af ýsunni .

 
 
 

Hlýrinn fór á 599 kr/kg

 

Mávur SI 96

 
 
 

Mjög gott verð var á ýsu á mörkuðum í gær , en meðal verið var 520 kr/kg fyrir ósl.

 

Karl Hersteinsson háseti á Máv SI 96 sáttur eftir róðurinn

 

30.12.2012 13:30

Múlaberg SI 22 - Síðasta veiðför ársins.

Múlaberg SI 22 kom inn til löndunar úr síðasta túr ársins seinni partinn á föstudaginn. Var aflinn tæp 16 tonn eftir stuttan tíma á veiðum. Hér koma nokkrar myndir frá því gær þegar að Múlinn var að leggjast að bryggju og áhöfnin var að binda skipið.

 
 
 
 

Löndunargengið mætt og trallinn hífður um borð.

Að lokum er hér ein af aðal togarajaxli framtíðarinnar.

29.12.2012 11:45

Vilhelm Þorsteinsson EA 11

Eitt glæsilegasta skip íslenska flotanns, Vilhelm Þorseinsson , í Akureyrarhöfn þann 20. desember síðastliðinn.

 
 
 

Hér er TENGILL á færslu frá því 17.október og sýna tvær myndir af Vilhelmi .

28.12.2012 11:30

Kaldbakur EA 1

Kaldbakur í Akureyrarhöfn þann 20.12 síðastliðinn.

 

27.12.2012 17:10

123.is - Í ólagi

Frá því rétt fyrir jól hefur kerfið hjá 123.is verið í ólagi. Erfiðlega hefur gengið að setja inn myndir og frá því á aðfangadag hef ég ekki komið inn myndum. Þetta ástand er orðið allgjörlega óþolandi, því þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta skeður. Kerfið dettur inn og út og ég virðist aldrei hitta á réttan tíma þegar að kerfið virkar. 

Til dæmis þegar að ég setti færsluna inn með Lukku SI 57, þá byrjaði ég á laugardeginum að reyna að setja inn myndir og tókst mér að klára færsluna í hádeginu á aðfangadag.

Áskrift mín rennur út í september og eins og ástandið er þessa dagana er ég ekki viss um hvort að ég muni halda áfram hérna ef að ekkert verður gert í málunum.

 

 

24.12.2012 17:00

Nú er hátíð í bæ

 

     
 

Ég vill óska landsmönnum öllum til sjávar og sveita gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakka fyrir innlitin á síðuna mína á árinu sem er að líða.

Guðmundur Gauti Sveinsson

24.12.2012 12:50

Lukka SI 57 - 7.649 kg á 30 bala

Lukka SI 57 landaði á föstudagsmorgunin 21.12 mjög góðum afla.  Að sögn Sigurðar Oddsonar eiganda og skipstjóra á Lukku SI hafa þeir þurft að sækja langt til að forðast ýsuna en í þessum róðri sagðist hann hafa farið "stutt" og  vigtaði aflinn 7.649 kg á einungis 30 bala , sem gera 255 kg á bala. Þar af var ýsan 5.423 kg.

Mikil ýsuveiði hefur verið hér á grunnslóðinni sem hefur valdið smábátasjómönnum miklum vandræðum, því þegar að kvótinn var skorinn niður hækkaði leiguverðið upp úr öllu valdi og hafa minni útgerðir varla átt kost á því að leigja ýsukvóta . Fyrir helgi heyrði ég að leigu verðið væri 318 kr/kg

Ég smellti nokkrum myndum af þegar Lukkan var að landa .

 

 

Ýsan vigtaði 5.423 kg

 

Þorskurinn vigtaði 2.162 kg

 

Karfinn vigtaði 38 kg og fór hann á 506 kr/kg á markaðnum.

 

Jón Hólm lyftarastjóri hjá FMSI að sturta.

 

Hér er einungis hluti aflans.

 

Feðgarnir Sigurður og Oddur að flokka upp úr körum.

 

Lukka SI 57

 

23.12.2012 22:35

Petra SI 18

Petra SI 18 við nýju flotbryggjuna í Siglufjarðarhöfn 

 

 

22.12.2012 20:26

Hafborg EA 152

Hafborg EA 152 í Dalvíkurhöfn á fimmtudaginn síðastliðinn 

 

Hafborg EA er smíðuð á Ísafirði árið 1998

21.12.2012 13:15

Mánaberg ÓF 42

Mánaberg ÓF kom til Siglufjarðar seinnipartinn í gær og er nú verið að landa úr skipinu um 7000 kössum.

 
 
 
 
 

 Í gær var landað úr Sigurbjörginni um 9.000 kössum .

 

20.12.2012 21:00

Múlaberg SI 22

Múlaberg SI 22 landaði í fyrradag um 35 tonnum eftir 2-3 daga á veiðum. Þessar þrjár myndir eru teknar við Hafnarbryggjuna , en þar lagðist Múlabergið að til þess að hífa björgunarbátana í land áður en það færði sig upp á Togarabryggju þar sem landað var.

 
 
 

 

19.12.2012 23:26

Olíubáturinn Andrés

Olíubáturinn Andrés

 

19.12.2012 14:25

Jón Kristinn SI 52

Búið var að hífa Jón Kristinn SI 52 á land núna um hádegisbilið . Ætli báturinn sé ekki á leið í jólaþrifin.

 
 

19.12.2012 00:40

Siglunes & Sigurborg

Rækjuskipin Siglunes SI 70 og Sigurborg SH 12 lönduðu í gærmorgun . Því miður er mér ekki kunnugt um aflabrögð 

 
 
 

18.12.2012 13:00

Nói , Hafdís & Flugan

Hérna koma 3 myndir frá því 14.desember síðastliðinn. 

Nói ÓF 19

 

Hafdís SI 131

 

Flugan SI 16

 

Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar