Færslur: 2013 Janúar

31.01.2013 07:30

Kolbeinsey EA 252

Hér er Kolbeinsey EA 252 að taka olíu fyrir heimferð, nýskveruð og fín eftir breytingar hjá Siglufjarðar Seig .

Myndin er tekin 19.1.2013

Kolbeinsey hét áður Landey SH 31 og var smíðuð í Hafnarfirði 2006

30.01.2013 12:15

Kristina EA 410

Hér er ein flott frá Tona af Kristina EA 410. 

(c) Anton Páll Eyþórsson

29.01.2013 14:20

Skjöldur ÓF 57

Skjöldur ÓF 57 var hífður á land hjá Siglufjarðar Seig núna fyrir stuttu og botnhreinsaður . Var báturinn síðan dreginn inn í hús til áframhaldandi klössunar.

 

Skjöldur var gerður út á línu í fyrra og landaði á Siglufirði en gerði út á grásleppu frá Ólafsfirði og hefur ekki verið gerður út eftir að henni lauk.

 

 Skjöldur bar áður nafnið Baddý og var gerður út af Festi .

28.01.2013 23:00

Óveður á Siglufirði

Ég fékk mér smá rúnt í gærkveldi (27.1) um kl. 19:30 og smellti af nokkrum myndum á hafnarsvæðinu . Samkvæmt Veðurstofunni fór vindurinn mest í 41 m/sek í hviðum en var annars í 24 m/sek að jafnaði um þetta leyti.

 
 
 
 
 
 
 
 
 

Næstu tvær myndir voru teknar í dag (28.1) kl. 15:20 og sýna endann á grjótgarðinum á Hafnarbryggjunni. Það þarf svolítinn veðurofsa til þess að feykja svona grjótum um koll.

 
 

28.01.2013 12:00

Mánaberg ÓF

Mánaberg ÓF 42 kom inn Siglufjarðar í gær um kl. 16:00 en reyndi þó ekki að leggjast að bryggju fyrr en um kl. 19:30 vegna veðurs. Fór vindstyrkurinn upp í 41m/sek í mestu hviðum og tók um klukkutíma að koma skipinu að bryggju , en vindur stóð beint á stjórnborðsíðuna. Núna er verið að landa úr skipinu , en aflinn er um 117 tonn eftir rúma viku á veiðum.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

27.01.2013 19:00

Frosti ÞH 229

Frosti ÞH 229 landaði á Siglufirði á fimmtudagskvöldið síðasta og var aflinn nálægt  50 tonnum. Þorskurinn fór suður í vinnslu en ýsan og annar meðafli fór á Fiskmarkað Siglufjarðar.

 
 
 
 
 
 

Frosti var smíðaður árið 2000 í Huanpu Shipyard í Kína

26.01.2013 20:25

Svala SI 51

Strandveiðibáturinn Svala SI 51 hefur verið seldur frá Siglufirði og verður ný heimahöfn bátsins á Stykkishólmi. 

 
 

Svala SI var smíðuð árið 1978 en hefur gengið í gegnum miklar breytingar með árunum, m.a lengd árið 1993

25.01.2013 23:25

Mávur SI 96

Mávur SI 96 var hífður upp í gær í skamma stund og svo slakað niður á ný eftir smá viðgerð.

 

25.01.2013 16:15

Siglunes SI 70

Siglunes SI 70 landaði á þriðjudaginn síðastliðinn tæpum 15 tonnum af rækju í vinnslu hjá Ramma hf á Siglufirði

 

 Siglunes SI 70 landaði á síðasta ári 424 tonnum af rækju samkvæmt Rammi.is

23.01.2013 15:35

Múlaberg SI 22

Múlaberg landaði í dag um 35-40 tonnum og fór megnið af þorskinum í vinnslu Ramma hf í Þorlákshöfn.

 

Múlaberg SI 22 landaði á síðasta ári 2.318 tonnum af bolfisk, rækju og makríl samkvæmt Rammi.is

23.01.2013 07:15

Sigurbjörg ÓF 1

Sigurbjörg ÓF 1 í Siglufjarðarhöfn á föstudaginn síðastliðinn. 

 

Sigurbjörg ÓF fiskaði 6098 tonn á síðasta ári samkvæmt Rammi.is

22.01.2013 15:50

Mánaberg ÓF 42

Mánaberg ÓF í Siglufjarðarhöfn á föstudaginn síðastliðinn. Landað var úr skipinu yfir 10 þúsundum kössum og hélt það til veiða á ný seinna um kvöldið.

 

Mánabergið fiskaði á síðasta ári 6.692 tonn samkvæmt Rammi.is

21.01.2013 21:15

Oddur á Nesi & Siglunes

Oddur á Nesi í prufutúr eftir smá viðhald á föstudaginn síðastliðinn og Siglunes SI 70 í bakgrunni

 

 

19.01.2013 14:00

Bergur Vigfús GK 43

Bergur Vigfús í Sandgerðishöfn í byrjun janúar 2013

 

Einnig má sjá Hópsnes og fleiri skip í fjarska sem ég hef ekki nöfnin á . 

18.01.2013 07:40

Drífa GK 100

Drífa GK 400 í Sandgerðishöfn í byrjun janúar . 

 
 
Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar