Færslur: 2013 Febrúar

28.02.2013 21:15

Sóley Sigurjóns GK 200 - Myndasyrpa

Það var einn góður sem sagði að Siglufjörður væri að verða eins og New York . Hér væru stanslausar skipakomur þessa dagana . Múlaberg og Frosti lönduðu á sunnudaginn , Mánaberg á mánudaginn , Siglunes , Sigurborg , Múlaberg og Frosti á þriðjudaginn, Berglín í gær og loks í dag Sóley Sigurjóns , að ógleymdum öllum smábátunum. 

Var Sóley að landa sínum fyrsta rækjuskammti í hina nýju vinnslu Nesfisk manna , Meleyri. Var aflinn góður , á bilinu 15-20 tonn af rækju og annað eins af fiski, mest þorski.

 
 
 
 
 

 

28.02.2013 08:25

Níels Jónsson EA 106

Níels Jónsson EA 106 í Dalvíkurhöfn.

 

Níels Jónsson er smíðaður árið 1974 á Akureyri. 

27.02.2013 19:15

Berglín GK 300

Eins og mörgum er kunnugt um keypti Nesfiskur rækjuvinnsluna Meleyri á Hvammstanga nú fyrr í vetur og voru uppi áform um að gera 2-3 togara út á rækjuveiðar . Nú eru tveir togarar á vegum Nesfisks byrjaðir , en það eru Berglín og Sóley Sigurjóns.

Berglín kom inn til Siglufjarðar í gærnótt og í morgunsárið var fyrsta rækjulöndunin. Aflinn var lítill eftir fyrstu veiðiferð en vonandi á hann bara eftir að aukast. Var aflanum síðan keyrt á Hvammstanga í nýja vinnslu þeirra Nesfisks manna . 

 
 

Menn frá Fjarðarneti voru á kæjanum í allan dag að laga trollið áður en Berglín hélt á ný til veiða seinnipartinn í dag. 

 

 

27.02.2013 07:15

1976 , 1981 & 2010

Þeir liggja þrír í röð á norðurkantinum í smábátadokkinni á Siglufirði , Steini Vigg , Mávur og Jón Kristinn . Ef maður lætur hugann reika má með sanni segja að þessir þrír bátar sýni sögu íslenskrar sjósóknar að hluta. Fyrst trébátur , því næst lítill plastbátur og loks stór plastari sem getur leikandi dregið um og yfir 70 bala á dag ef svo ber undir.

Steini Vigg er smíðaður 1976

 

Jón Kristinn er smíðaður 1981

 

Mávur SI er smíðaður árið 2010

26.02.2013 18:30

Löndun úr Mánabergi - Myndasyrpa

Landað var úr Mánaberginu í gær . Var aflinn um 300 tonn , eða um 15800 kassar .

 
 
 
 
 
 
 
 

25.02.2013 21:30

Janúar myndir - Skip & bátar

Ég hef haft það fyrir reglu að birta fljótlega eftir mánaðarmót á bilinu 60-80 myndir í albúmi sem ber þá nafn líðandi mánaðar. Ég hef greinilega verið utan við mig í byrjun febrúar því ég hef gleymt að birta Janúar albúmið. Að þessu sinni eru 80 myndir birtar og hafa margar af þeim ekki verið settar inn hér áður . 

Nálgast má albúmið HÉR

 

Til gamans má geta að stór hluti myndanna er tekinn í Njarðvík , Keflavík og Sandgerði , og að sjálfsögðu á Siglufirði.

25.02.2013 12:30

Frosti ÞH & Múlaberg SI

Á Siglufirði er alltaf nóg að gera . Í gær lönduðu tveir togarar , Múlaberg og Frosti ÞH um 120 tonnum af fiski og í dag er verið að landa úr Mánaberginu.

Frosti & Múlaberg

 

Frosti ÞH 229

 

Múlaberg SI 22

24.02.2013 23:30

Steini Vigg

Steini Vigg að koma inn í í gærdag með hóp af mönnum sem voru á sjóstöng. Alltaf gaman að sjá þessa gömlu eikarbáta í drift.

 
 
 

24.02.2013 01:00

Mánaberg ÓF 42

Mánaberg ÓF 42 lagðist að bryggju um hádegisbilið í gær . Var skipið við veiðar í Barentshafi og verður landað úr skipinu á mánudaginn.

 
 
 
 
 

 

23.02.2013 10:10

Einn stór : 34 kg óslægður

Þann 20. febrúar síðastliðinn landaði Petra SI 18 tæpum tveimur tonnum af þorski sem í sjálfu sér er ekki frásögu færandi, fyrir utan það að einn þorskur í aflanum vigtaði 34 kg óslægður. Fór aflinn af Petru í slægingu á Fiskmarkað Siglufjarðar.

 

Eins og áður segir , 34 kg óslægður.

 
 

Sá stærsti 34 kg , næsti rúm 5 kg og sá minnsti tæp 2 kg.

 

Búið að rista á.

 

Innyflinn vógu 7 kg .

 

Fiskurinn vigtaði 27 kg eftir slægingu.

 

Guðni Brynjar Guðnason , starfsmaður FMSI með þann stóra .

 

 

22.02.2013 07:35

bs. Sigurvin

Mikið hefur mætt á Björgunarskipinu Sigurvin síðustu vikur og hefur Sigurvin og áhöfn hans staðið sig sem hetjur.

 

 Í efri brúnni í rauðum galla má sjá Ómar Geirsson , umsjónarmann Sigurvins.

21.02.2013 16:45

Tumi EA 84

Tumi EA 84 í Dalvíkurhöfn um síðastliðna helgi.

 

 Tumi EA hét áður Mars EA 542

21.02.2013 00:15

Dóri GK 42

Hér er Dóri GK 42 við bryggju í Sandgerði í janúar síðastliðinn.

 

20.02.2013 07:25

Frosti ÞH 229

Frosti ÞH 229 landaði seinnipartinn á sunnudaginn um 50 tonnum á Siglufirði . Þar af voru 32 tonn af þorski og rúm 12 tonn ýsu.

 
 
 

Frosti hét upphaflega Björn RE 79 og var smíðaður árið 2000 í Kína

19.02.2013 07:30

Skjöldur ÓF 57

Skjöldur í Ólafsfjarðarhöfn um síðastliðna helgi.

 
 
 
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar