Færslur: 2013 Mars

30.03.2013 18:00

Runólfur SH 135 - Myndasyrpa

Hér er Runólfur SH 135 við bryggju á Siglufirði. Ástæðan fyrir innkomu Runólfs til Siglufjarðar var sú að skipinu vantaði ís.

Á heimasíðu G.Run segir "

1972

Guðmundur Runólfsson útgerðarmaður skrifar undir samning við skipasmíðastöðina Stálvík hf. um smíði á 47 metra löngum skuttogara, sem einnig bar nafnið Runólfur SH-135. 

1975

Skuttogarinn Runólfur SH-135 kemur í fyrsta skipti til Grundarfjarðar hinn 19. janúar. Í þau rúm tuttugu og þrjú ár sem skipið var í eigu félagsins landaði það hjá Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar, síðar Sæfangi hf., auk þess sem skipið sigldi með afla á markaði erlendis

1998

Í maí var togarinn Runólfur SH 135 seldur til Rússlands og veiðileyfi og veiðiheimildir hans fluttar yfir á Hring SH 535.  "

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á síðunni www.lognid.is má lesa skemmtilegan fróðleik um Runólf SH 135, en þar segir "  Saga Runólfs SH 135 frá því hann kom til Grundarfjarðar hefur alla tíð verið góð, henda má hér fram nokkrum staðreyndum.  Runólfur fór í 800 veiðiferðir, aflaði þann tíma 73.500 tonn, aflaverðmæti upp úr sjó er ca 5. milljarðar og útflutningsverðmæti 8 milljarðar.  Upp reiknaður hásetahlutur gæti því verið um 80 milljónir á 24 árum, sem gera c.a 3.3 milljónir á ári. "

29.03.2013 18:02

Ein gömul : Runólfur SH 135

Runólfur SH 135 við bryggju á Siglufirði . 

Úr safni Sveins Björnssonar

Fleiri myndir af Runólfi SH 135 á morgun.

28.03.2013 10:45

Magnús Ágústsson ÞH 76

Magnús Ágústsson ÞH 76 kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun og landaði rækju í vinnslu Ramma hf á Siglufirði. Var þetta líklegast fyrsta rækjulöndun skipsins eftir að það skipti um eigendur og nafn. Fyrra nafn Magnúsar var Oddgeir EA 600

 
 

Magnús Ágústson var smíðaður árið 1967 í Boizenburg í Austur Þýskalandi. 

p.s - Þann 9. febrúar birti ég mynd af Oddgeir EA 600 við bryggju í Njarðvík sem sjá má HÉR

 

27.03.2013 12:45

Jökull ÞH 259

Jökull ÞH 259 kom inn til Siglufjarðar í gærmorgun og landaði rækju í vinnslu Ramma hf á Siglufirði . 

 
 
 

Jökull ÞH var smíðaður árið 1964 í Sandefjord í Noregi. Er skipið gert út af G.P.G á Húsavík. 

25.03.2013 23:03

Síðasta löndun

Síðasta löndun Múlabergs á fiskitrolli var í gær , sunnudag. Var aflinn með ágætum eins og alltaf. Fer Múlaberg núna á rækju að nýju og er fyrsta löndun sett á annan í páskum.

 
 

25.03.2013 07:30

Þrjár gamlar : Jakob EA 7

Í færslunni hér á undan var spurt um hvað báturinn héti sem á myndinni væri. Rétt svar er Jakob EA 7 . Gaman væri ef einhverjir spekúlantar gætu frætt mig aðra lesendur um sögu þessa báts.

Mynd : Jónas Benediktsson - Úr safni Hafliða Óskarssonar

 

Mynd : Jónas Benediktsson - Úr safni Hafliða Óskarssonar

 

Mynd : Jónas Benediktsson - Úr safni Hafliða Óskarssonar

 

23.03.2013 23:00

Ein gömul : Hver er báturinn ?

Nú er spurt : Hver er báturinn ?

 Mynd : Jónas Benediktsson  -  Úr safni Hafliða Óskarssonar

Seinnipartinn á morgun birti ég svo tvær aðrar myndir af bátnum .

23.03.2013 14:00

Mánaberg ÓF

Mánaberg ÓF kom inn til Siglufjarðar um hádegisbilið í dag eftir góða veiði í Norsku landhelginni. Verður landað úr skipinu á mánudaginn. Er aflinn 847 tonn upp úr sjó , eða 329 tonn af flökum . 

 
 

 

22.03.2013 16:50

Í gegnum kýraugað II

Eins og ég sagði frá í morgun þá fékk ég tvær flottar myndir sendar frá Sigurði Baldvinssyni , matráð á Múlaberginu.

Hér kemur seinni myndin frá Sigga . Góða helgi.

(c) Sigurður Örn Baldvinsson

 

22.03.2013 10:30

Í gegnum kýraugað I

Alltaf bætist í hóp velunnara síðunnar , því á dögunum fékk ég tvær myndir sendar frá Sigurði Baldvinssyni, matráð á Múlaberginu. Báðar myndirnar eru teknar út um kýraugað á Múlanum og eru hreint út sagt virkilega flottar. 

Hér kemur sú fyrri .

(c) Sigurður Örn Baldvinsson

 

21.03.2013 10:50

Milla SI 727

Milla SI 727 í Siglufjarðarhöfn í blíðunni sem hefur gengið yfir norðurlandið.

 

Í bakgrunni er Petra SI 18 

21.03.2013 07:35

Frosti ÞH & Sóley Sigurjóns GK

Frosti ÞH 229 landaði í morgun rækju í fyrsta sinn í vinnslu Ramma hf á Siglufirði. Var aflinn um 20 tonn af rækju og rúm 6 tonn af fisk. 

 

Sóley Sigurjóns landaði einnig í dag , um 23 tonnum af rækju og rúmum 9 tonnum af fisk. Rækjan fór á Hvammastanga í vinnslu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

20.03.2013 07:40

Berglín GK 300

Landað var úr Berglín GK 300 í gærdag . Var aflinn með ágætum , rúm 12 tonn af rækju og um 4 tonn af fisk, mest af þorski.

 
 
 

 

19.03.2013 07:40

Máni GK - ex Kársnes

Hér er mynd af Mána GK 109 við bryggju á Siglufirði árið 2009 . Þegar þessi mynd er tekin hét báturinn Kársnes KÓ 66

 

 

18.03.2013 22:00

Vantar gamla bátavél

Samkvæmt ritstjórastefnu síðunnar þá er ekki æskilegt að birta myndir né texta eftir aðra nema með leyfi viðkomandi , en stundum er í lagi að gera undantekningar.

Ég sá á síðunni hjá Hjalta frænda að hann er að óska eftir gamalli bátavél , en þar stendur " Nú vantar mig tilfinnanlega gamla bátavél eins eða tveggja cyl helst með gír og öllu, sem við á að éta. Ef þið eigið eitthvað sem þið megið missa, og viljið sjá fara í notkun aftur endilega hafið samband við mig  "

Hægt er að hafa samband við Hjalta á mail-ið artser@simnet.is eða hringja í hann , en númerið hans má finna á tile.123.is

 

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar