Færslur: 2013 Apríl

30.04.2013 12:00

Brá EA 92 seld !

Brá EA 92 hefur verið seld suður á bóginn . Heyrði ég að Keflavík væri ný heimahöfn bátsins.

Brá EA var búinn að liggja við bryggju á Siglufirði frá því að strandveiðin endaði í fyrra. Báturinn hafði verið á sölu og má sjá nánari upplýsingar og myndir HÉR

 
 

29.04.2013 12:30

Gulltoppur GK 24

Gulltoppur GK er farinn á ný suður eftir stutt stop fyrir norðan . Tók Gulltoppur 11 róðra og var aflinn um 70 tonn , mest þorskur.

 
 
 
 
 

28.04.2013 19:45

Mánaberg ÓF 42 - Myndasyrpa

Mánaberg ÓF 42 landaði á Siglufirði í gærdag. Að löndun lokinni var skipinu siglt yfir til Ólafsfjarðar.

Þar verður skipt um troll , því Mánabergið er á leið á karfa .

Smellti af nokkrum myndum þegar að skipið sigldi inn Ólafsfjörðinn og lagðist að bryggju.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

27.04.2013 10:15

Varðskipið Ægir

Varðskipið Ægir var við eftirlitsstörf núna í vikunni við Siglufjörð .

Varðskipið Ægir við eftirlitsstörf . Siglunes í baksýn.

 

Hafborg SI 4 á landleið.

 

Gulltoppur GK á landleið

25.04.2013 22:30

Sumar á Sigló - Gleðilegt sumar

Ég vill byrja á að óska öllum lesendum síðunnar gleðilegs sumars og þakka fyrir öll innlitin í vetur.

Tók þrjár myndir í kvöld af tröppunum heima sem sýna sumar blíðuna á Siglufirði. Á myndunum má sjá Lukku og Odd á Nesi taka balana. 

Fyrsta myndin er tekin kl. 20:17 og sú síðasta er tekin 20:29

 
 
 

25.04.2013 13:25

Þorleifur EA 88 - Myndasyrpa

Þorleifur EA 88 sem gerður er út frá Grímsey hefur verið við bryggju á Siglufirði síðustu daga í smá viðgerð hjá Siglufjarðar Seig . 

Núna í morgun hélt Þorleifur EA frá Siglufirði , líklegast á leið heim og smellti ég nokkrum myndum af þegar að hann fór frá bryggju og hélt út fjörðinn.

 
 
 
 
 
 
 
 

Þorleifur EA 88 var smíðaður árið 1975 á Seyðisfirði. 

24.04.2013 12:45

Tveir góðir : Sigurður & Jónas

Hér eru þeir félagar Jónas Sumarliðason og Sigurður H. Sigurðsson hafnarverðir á Siglufirði.

 

23.04.2013 18:30

Nóg um að vera í Siglufjarðarhöfn - Myndasyrpa

Nóg var um að vera í gærdag á Siglufirði . Þrír rækjutogarar voru til löndunar , Múlaberg , Siglunes og Sóley Sigurjóns. Þá lönduðu einnig línubátarnir Oddur á Nesi , Jonni og Lukka ásamt tveimur grásleppubátum .

Seinna um daginn lönduðu svo Gulltoppur GK og Stormur SH .

 

 

Jonni SI 86 að landa

 

Jonni SI 86 að landa

 

Freyr skipstjóri á Jonna SI kemur bölunum fyrir á bílnum

 

Jonni SI siglir undan krana og Lukka SI bíður fyrir utan

 

Lukka SI komin undir kranann . 

 

 

 

Gulli Sínu með 4 rækju kör úr Múlaberginu á göflunum

 

Sprungið

 

Mávur SI búinn að draga upp grásleppu netin.

 

 

Sóley Sigurjóns landaði 175 körum af rækju.

 

Jón Hólm lyftarastjóri að landa úr Sóley

 

22.04.2013 23:00

Júlía & Öðlingur

Hafliði vinur minn sem heldur úti síðunni Togarar.123.is hefur mjög gaman af því að setja inn texta og finna tengingar á milli ýmissa hluta sem síðan er hægt að tengja við ákveðin skip eða atburði . 

Í kvöld ætla ég að reyna það sama . Sjá menn og konur einhverjar tengingar útúr þessum tveimur myndum ? 

Júlía SI 62  - Myndin er tekin 21.3.2008

 

Öðlingur SU 19

21.04.2013 12:45

Tvær gamlar : Sindri VE 60

Sindri VE 60 við bryggju á Siglufirði . Á myndunum má sjá að bryggjuliðið er að ísa skipið .

Mynd  : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd  : Úr safni Sveins Björnssonar

20.04.2013 09:30

Hafborg SI 4 & merkt grásleppa

Hafborg SI 4 hefur gert út á grásleppu eins og flestir aðrirbátar frá Siglufirði. Hafa veiðar gengið með ágætum . Í fyrradag fengu þeir frændurnir Kjartan og Arnar merkta grásleppu eins og sjá má á neðri myndinni.

 

Á Facebook síðu Arnars segir " Þetta ku vera rafeindamerkt grásleppa fra Hafrannsóknastofnun. Tækið aflar upplýsinga um gönguhegðun (já fiskar ganga  )tegundarinnar. Litla merkid er til ad fylgjast med aldri hennar og hrognkelsa. Þessi fyrirlestur var í boði Hafró og BioPol "

Mynd : Arnar Þór Björnsson

Þá vitum við það...  

18.04.2013 23:30

Ásdís EA & Steini GK

Ásdís EA 250 og Steini GK 45 við bryggju á Siglufirði síðasta haust.

 

18.04.2013 07:30

Góð rækjuveiði

Góð veiði hefur verið á skipunum sem gera út á rækju frá Siglufirði. Frosti og Berglín lönduðu í gær , um 20 - 25 tonnum af rækju hvort skip ásamt öðrum meðafla.

Frosti ÞH 229

 

Berglín GK 300

17.04.2013 12:45

Þrjú rækjuskip

Þessir þrír lönduðu í morgun Frosti ÞH, Magnús Ágústson ÞH og Berglín GK.

 

 

16.04.2013 20:00

Stormur SH 177 - Myndasyrpa

Alltaf fjölgar bátunum á Siglufirði , því Stormur SH 117 kom til Siglufjarðar seinnipartinn í dag . Stormur SH er gerður út á landbeittri línu . 

Á myndunum hér fyrir neðan má sjá þegar að Stormur kom inn Siglufjörðinn og þegar balarnir voru teknir.

 
 
 
 
 
 

Stormur SH 177 var byggður árið 1968 í Vestnes í Noregi.

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar