Færslur: 2013 Maí

31.05.2013 07:40

Akraberg SI 90

Akraberg SI 90 er komið norður á Siglufjörð eftir vetursetu á Akranesi.

 

 

30.05.2013 15:45

Edda SI 200 - Mikil og flott breyting

Eins og sjá má á myndinn hér fyrir neðan hefur Eddu SI verið mikið breytt frá því að báturinn hét Aðalbjörn ÍS . Búið er að lengja bátinn sem og breyta stefni hans og afturenda. Voru það starfsmenn Siglufjarðar Seigs sem sáu um verkið.

Samsett mynd : Jón Kort Ólafsson

 

Þessi mynd er tekin í fyrrakvöld þegar að Edda SI sigldi inn eftir góðan dag á strandveiðum.

 

Edda SI var smíðuð árið 1987 í Rödskjær í Noregi.

 

29.05.2013 19:00

Keilir SI 145

Keilir SI 145 kom heim til Siglufjarðar í gærkveldi eftir langa útlegð. 

Fyrst var báturinn á netaveiðum fyrir sunnan land og var hann gerður út frá Keflavík.

Þegar vertíðinni lauk fór Keilir í slipp í Njarðvík áður en haldið var áleiðis heim. 

Keilir hefur verið notaður við að bora niður botnfestur fyrir flotbryggjur og fiskeldi í samstarfi við fyrirtæki sem heitir Hafbor . Áður en haldið var heim var Keilir við störf í Vatnsleysuvík , Sauðárkróki og svo í gær á Hofsós.

 

 

 

29.05.2013 09:25

Sægreifi EA 444

Sægreifi EA 444 við bryggju á Siglufirði.

 

Sægreifi EA er á strandveiðum og hafa veiðar gengið ágætlega.

 

Sægreifinn er smíðaður árið 1985 í Hafnarfirði

28.05.2013 12:45

Bryggjurölt á Ólafsfirði - Part II

Fór smá bryggjurölt á Ólafsfirði fyrir helgi og smellti nokkrum myndum af flotanum sem þar lá. Hér er seinni hlutinn.

Þröstur ÓF 24

 

Freygerður ÓF 18

 

Már ÓF 50

28.05.2013 07:40

Bryggjurölt á Ólafsfirði - Part I

Fór smá bryggjurölt á Ólafsfirði fyrir helgi og smellti nokkrum myndum af flotanum sem þar lá. Hér kemur fyrri hlutinn.

Nói ÓF 19

 

Freymundur ÓF 6

 

Tjaldur ÓF 3

27.05.2013 16:30

Milla SI 727

Milla SI 727 við bryggju á Siglufirði í gær.

 

Gert klárt fyrir næsta róður

Ingvar & Guðmundur

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni , þá fór ég í einn strandveiði róður í fyrra á Millunni og má lesa um það ævintýri HÉR

27.05.2013 07:45

Konráð EA 90

Konráð EA 90 er kominn á þurrt og er í smá skveringu hjá Siglufjarðar Seig .

 

 

26.05.2013 10:00

Sett á flot fyrir mörgum árum á Siglufirði - Myndasyrpa

Á myndunum hér fyrir neðan má sjá bátana Snarfara SI og Fidda SI sjósetta . Myndirnar eru teknar á Siglufirði líklegast á árunum 1970 - 1980. 

Faðir minn, Sveinn Björnsson , átti Snarfara SI 11. Er báturinn varðveittur á Síldarminjasafninu á Siglufirði og bíður eftir því að verða gerður upp - vonandi.

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

 

Mynd : Úr safni Sveins Björnssonar

Á myndunum má m.a. þekkja Svein Björnsson, Sigurð Friðriksson, Kára Jónsson og Jóhann Jónsson.

25.05.2013 09:45

Spaði SU 406 - Vel heppnuð endurbygging

Á miðvikudaginn síðastliðinn óskaði ég eftir myndum af glæsilegum bátum og hef ég fengið góð viðbrögð við því. 

Elís Pétur Elísson frá Breiðdalsvík sendi mér nokkuð margar myndir og í dag birti ég tvær af þeim . Í texta sem fylgdi myndunum segir " Við mágur minn höfum gert upp einn bát á hverjum vetri núna síðustu 3 ár og hér koma myndir af þeim. Bátarnir eru í eigu  Elís Pétur Elísson og Björn Hermannsson og gert út frá  Breiðdalsvík"

Myndirnar eru af bát sem heitir í dag Spaði SU 406. Spaði var smíðaður árið 1980 i Hafnarfirði og eins og myndin hér fyrir neðan sýnir var báturinn mjög illa farinn áður en hann var gerður upp.

Mynd : Elís Pétur Elísson

 Spaði SU í dag

Mynd : Elís Pétur Elísson

Ég þakka Elís fyrir þessa góðu sendingu og mun birta fleiri myndir á næstu dögum.

24.05.2013 14:50

Sprengur

Hjalti Hafþórsson bátasmiður með meiru var ekki lengi að senda mér mynd , eftir að ég óskaði eftir myndum af glæsilegum bátum .

Í texta sem fylgdi myndinni segir " SPRENGUR: Það er ekki mikið vitað um bátinn en upphaflega hefur báturinn sennilega  verið 4. manna far undir árum, að öllum líkindum norsk skekta.
1928 kaupir maður að nafni Bæring  bátinn á Ísafirði eða innan úr djúpi og rær honum þaðan í 50 ár. Bæring setur í hann vél og síðustu árin var komið á hann stýrishús. Ekki er vitað hvenær báturinn er tekinn úr notkun, en hann dagar uppi í geymslu í Hvalfirði. 2009 er haft samband við mig og ég beðin að koma til að skoða bátinn, það eigi að farga honum, ef ég vilji geti ég hirt hann ef hægt væri að gera hann upp. Þar fékk ég bátinn nánast ónýtan og varð að endursmíða hann að stærstum hluta.

Sprengur

Hjalti heldur úti flottri heimasíðu um bátasmíði sína og annað grúsk og má skoða hana HÉR

ps : Ég minni á netfangið 580skoger@gmail.com ef að menn eiga myndir af glæsilegum bátum.

 

23.05.2013 07:45

Húni II & Knörrinn

Eins og flestir skipa og báta áhugamenn vita þá voru Húni II og Knörrinn á siglingu umhverfis Ísland . Ferðin hófst 11 maí á Akureyri þegar að Húni II sigldi úr höfn . Á Húsavík slóst Knörrinn með í för og síðan var stoppað á Vopnafirði, Neskaupstað, Eskifirði, Breiðdalsvík, Höfn, Vestmannaeyjum, Reykjavík, Bíldudal, Þingeyri, Ísafirði , Skagaströnd og loks Siglufirði áður en haldið var heim til Akueyrar.

Húni og Knörrinn sigldu inn Siglufjörð í gærmorgun þegar að klukkan var að verða 08:00 . Ekki voru veðurguðirnir að sýna sparihliðarnar þegar að þessi glæsilegu eikarskip komu og eins og myndin hér að neðan sýnir var skyggnið ekkert of gott fyrir myndartökur. Ég hafði vonast til að ná góðum myndum en  því miður var það ekki hægt.

Flestir kannast við sögu þessara báta. Báðir voru smíðaðir á Akureyri árið 1963 eftir teikningu Tryggva Gunnarssonar og eru þeir því 50 ára. 

Í gær frá kl. 15 - 17 var afmælisdagkrá og var gestum og gangandi boðið um borð að skoða bátana. Ég lét ekki segja mér það tvisvar og fór í skoðunarferð en vegna tímaskorts stoppaði ég stutt og tók alltof lítið af myndum , því miður. 

Knörrinn og Húni að koma inn Siglufjörð 

 

Kl. 12 var veðrið orðið eins og það er nánast alltaf á Siglufirði, sól og blíða.

 

Hluti áhafnarinnar

 

 

 

Auður Helena Hinriksdóttir, matráður um borð í Húna II

 

Húni II á heimleið

 

 
 
Knörrinn á heimleið

 

 
 

Á heimasíðu Húna II , huni.muna.is , má lesa og skoða ýmsan fróðleik um bátinn

22.05.2013 16:45

Trausti EA 98 - Glæsilegur bátur

Ég held að ég geti fullyrt að Trausti EA sé einn sá glæsilegasti í Íslenska flotanum . Virkilega vel heppnuð endurgerð.

 

 

 

Ef að lesendur síðunnar luma á myndum af jafn glæsilegum bátum , þá hvet ég þá til að senda mér myndir á 580skoger@gmail.com og ég mun birta þær allar.

22.05.2013 07:30

Mávur , Trausti & Sægreifinn

Hér eru Mávur SI og Sægreifinn EA að landa á Siglufirði í gær. Einn glæsilegasti strandveiðibátur landsins , Trausti EA 98 bíður eftir að komast undir krana.

 

21.05.2013 07:40

Magnús Ágústsson ÞH 76

Magnús Ágústsson kom inn til Siglufjarðar á Hvítasunnudag og landaði suðurækju til útflutnings. Var aflinn samkvæmt Fiskistofu 918 kg.

 
 
 
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar