Færslur: 2013 Júní

30.06.2013 18:30

Hrafnreyður KÓ 100

Hún var ekki erfið gátan sem ég lagði fram í gær , mynd af byssunni á Hrafnreyði KÓ 100

 

Hrafnreyður hefur veitt vel síðan að skipið kom til Siglufjarðar fyrir 10 dögum , líklegast 10 til 12 dýr.

 

Áhöfnin er núna í fríi og fer skipið eflaust út fljótlega eftir helgi.

29.06.2013 19:30

Ein létt : Hver er hluturinn ?

Hver er hluturinn og hvar er hann staðsettur ?

 

28.06.2013 09:30

Björgúlfur EA 312

Björgúlfur EA 312 fánum prýddur við bryggju á Dalvík um sjómannadagshelgina.

 

Björgúlfur EA var smíðaður árið 1977 hjá Slippstöðinni á Akureyri.

27.06.2013 14:15

Strandveiðar III

Alltaf bætist í hóp þeirra báta sem gera út frá Siglufirði á strandveiðar . Hér eru þrír sem eru ný tilkomnir á Siglufjörð.

Fannar EA 29

 

Úlfur AK 25

 

Ágústa EA 16

26.06.2013 09:45

Fönix ST 177

Fönix ST 177 kom inn til Siglufjarðar eftir hádegi á mánudaginn og landaði rækju . Rækjan fór beint í bíl og var hún flutt til Hólmavíkur í vinnslu.

 
 

 
 
 

Fönix ST 177 var smíðað árið 1960 í Noregi.

25.06.2013 16:30

Tvær gamlar : Bjarni Sæm

Hér er tvær myndir úr safninu hans pabba af Bjarna Sæm að koma inn Siglufjarðar.

Ég veit ekki hvenær myndirnar voru teknar .

Mynd : Sveinn Björnsson

 

Mynd : Sveinn Björnsson

Bjarni Sæmundsson var smíðaður árið 1970 í Bremerhaven í V - Þýskalandi

 

24.06.2013 21:30

Ingeborg EA 24

Ingeborg EA er einn af þeim fjölmörgu bátum sem gera út frá Siglufirði á strandveiðar þetta sumarið.

 

Fallegur bátur sem hefur fengið gott viðhald.

 

Ingeborg var smíðuð á Siglufirði árið 1985 af Jóni Björnssyni .

23.06.2013 22:48

Hafdís SI 131

Hafdís SI 131 er gerð út á handfæri yfir sumartímann . Báturinn hefur núna farið tvo róðra á Hornbankann og fiskað vel , eða yfir 6 tonn.

 

 

22.06.2013 15:00

Kaldbakur EA 1

Kaldbakur fánum prýddur við löndun á Akureyri , laugardaginn fyrir sjómannadag.

 

 

 

 

21.06.2013 07:40

Bíldsey SH 65

Bíldsey SH er í slipp hjá Siglufjarðar Seig þessa dagana . Eins og sjá má þá er báturinn enginn smásmíði.

 

 

20.06.2013 10:45

Örvar SH 777

Hún var ekki erfið gátan sem ég setti hér fram í gærkveldi . Stefán var ekki lengi að koma með rétt svar , Örvar SH 777 

 
 

19.06.2013 23:15

Ein létt : Hver á brúnna ?

Ein létt fyrir svefnin .. Hver á brúnna ?

 

18.06.2013 15:00

Hrafnreyður KÓ 100 landar á Siglufirði

Hrafnreyður KÓ 100 kom inn til Siglufjarðar rétt fyrir miðnætti í gær og var landað úr skipinu núna í dag. Hrafnreyður KÓ var með tvær hrefnur sem fengust á Málmeyjarfirði og eru þetta líklegast fyrstu hrefnurnar sem landað er á Siglufirði í mörg mörg ár.

 

 

 

 

 

d

 

 

 

Hrafnreyður KÓ 100 var smíðaður árið 1973 á Seyðisfirði.

18.06.2013 07:45

Standveiðar II

Það eru ekki bara "aðkomu" bátar sem landa á Siglufirði þegar að strandveiðar eru í gangi . Heimamenn er líka duglegir að róa til fiskjar. Hér má sjá þrjá heimabáta. 

Flugan SI

 

Elva Björg SI 

 

Alfa SI 

16.06.2013 13:10

Strandveiðar I

Þeir eru margir bátarnir sem koma til Siglufjarðar og landa þegar að strandveiðarnar hefjast. Hér má sjá þrjá "aðkomu"báta.

Gvendur á Eyrinni HU

 

Jenna EA 

 

Lukka EA
Flettingar í dag: 225
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 2491567
Samtals gestir: 546530
Tölur uppfærðar: 19.1.2019 21:28:27

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar