Færslur: 2013 Júlí

31.07.2013 09:30

Voyager á Siglufirði - Myndasyrpa

Skemmtiferðaskipið Voyager kom til Siglufjarðar snemma í gærmorgun. Var áætlað að skipið myndi leggjast að bryggju um átta leytið en smá bilun í vélbúnaði skipsins seinkaði því til kl. 09.00. Brottför skipsins var síðan um kaffileytið og er næsti áfangastaður skipsins Grundarfjörður.

Voyager er eitt stærsta skip sem lagst hefur að bryggju á Siglufirði . Skipið er 152,5 metrar á lengd og 20,6 metrar á breidd. Um borð voru um 500 manns , sem og 200 manna áhöfn.

Sigurvin & Voyager í morgun um kl. 7:50

 

Voyager

 

Legið við Óskarsbryggju 

 

 

 

Komið frá bryggju og verið að snúa skipinu

 

Komið á rétta stefnu

 

Sigurvin

Nánari upplýsingar um skipið má finna HÉR 

30.07.2013 21:52

Hvað gera strandveiðimenn á fimmtudaginn ?

Hjá einum ágætum trillukarli segir á Facebook " Áskorun til allra strandveiðimanna á B svæði. EKKI FARA Á SJÓ Á FIMMTUDAGINN. Það munu allir tapa. Notum þessa fáu daga sem við eigum eftir í næstu viku. Reynum einu sinni að drullast til að vera samstíga. EKKI RÓA Á FIMMTUDAGINN . "

Hvað segja menn um þetta ? Haldið þið að samstaða náist um það , að menn haldi sig í landi á fimmtudaginn ?
 
Endilega notið Athugasemdarkerfið og skrifið skoðanir ykkar. Það er gert með því að velja hér fyrir neðan " Bæta við áliti "
 
 

 

30.07.2013 07:35

Sjöfn EA 142

Sjöfn EA 142 við bryggju á Akureyri í  júní mánuði .

 

Sjöfn EA var smíðuð árið 1987 á Seyðisfirði . Heimahöfn bátsins er á Grenivík.

29.07.2013 09:00

Kiel NC 105 kemur til Siglufjarðar

Kiel NC 105 kom inn til Siglufjarðar um kvöldmatarleytið í gær til þess að sækja tvo viðgerðarmenn . Hafði eitthvað brotnað í spilinu hjá þeim og var tíminn nýttur til þess að rífa í sundur á meðan siglt var til Akureyrar þar sem gert verður við spilið.

Margrét Ósk Harðardóttir tók þessar þrjár myndir af Kiel sigla inn fjörðinn ásamt Akraberginu sem var á leið til löndunar með 7,8 tonn eftir góðan róður á Hornbankann.

Margrét Ósk Harðardóttir

 

Margrét Ósk Harðardóttir

 

Margrét Ósk Harðardóttir

Smá upplýsingar til gamans , að þá er Akrabergið 11,13 metrar á lengd en Kiel er 91,98 metrar  .

28.07.2013 16:00

Sigurey ST 22

Sigurey ST 22 við bryggju í Ólafsfjarðarhöfn í síðustu viku.

 

 

27.07.2013 11:45

Varðskipið Ægir

Varðskipið Ægir kom til Siglufjarðar eftir hádegi í gær og stoppaði í nokkra tíma áður en hann hélt út á ný.

Ég sagði frá því 21 júlí síðastliðinn að bátur á vegum Landhelgisgæslunnar hefði verið á Siglufirði og var Ægir að sækja hann í gær.

 

 

 

Myndir af léttabátnum frá því 21. júlí má sjá HÉR

26.07.2013 07:35

Mávur SI 96

Mávur SI 96 hefur verið að gera það gott á línunni upp á síðkastið . Hefur Mávur verið að eltast við Ýsu uppí Skagafirði meðal annars.

Mávur SI hét áður Ingunn Sveinsdóttir AK

 

25.07.2013 21:11

Milla SI 727

Milla SI 727 er glæsilegur bátur sem hefur verið gerður út á strandveiðar síðustu ár.

 

 

25.07.2013 07:45

Björg B SH 105

Hér er ein af strandveiðibátnum Björg B SH 105 sem hefur landað á Siglufirði núna í júlí mánuði.

 

Björg B var smíðuð árið 1987 hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði.

24.07.2013 12:45

Að muna sinn fífil fegri

Þessir tveir bátar mega muna sinn fífil fegri . Annar þeirra hét Jóhanna EA en hinn þekki ég ekki . 

 
 

Átta menn sig á hvar þeir eru staðsettir ?

23.07.2013 07:45

Oddur á Nesi - 100 bala róður !

Í þar síðustu viku fór Oddur á Nesi á sjó sem er varla frásögu færandi nema fyrir það , að um borð voru 100 balar eða 45.000 krókar . Hvorki meira né minna.

Var siglt á miðin á laugardagskveldi og landað á mánudagsmorgni og vigtaði aflinn um 7600 kg. 

Að sögn Guðmundar Óla skipstjóra bar báturinn balafjöldann virkilega vel og varð svo ennþá betri þegar að aflinn var kominn um borð ;)

"Örlítið" siginn að aftan

 

Eins og sjá má þá bar báturinn balafjöldann vel.

 

Jón Hólm lyftarastjóri hjá FMSI tekur við bölunum

 

Þorskurinn vigtaði 6082 kg

 

Hlýrinn vigtaði 603 kg en Karfinn 127 kg

 

Ýsa vóg 201 kg en Grálúðan 552 kg slægð

 

Boggi háseti ánægður að vera kominn í land

 

Guðmundur Óli skipstjóri við einn bala af hundrað

 

22.07.2013 10:40

Mælingar á steinbít

Í síðustu viku var Tryggvi starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar í heimsókn á Siglufirði við kvörnun og mælingar á steinbít . 

 
 
 
 
 

Eitt er víst að síðuhaldari hefði aldrei þolinmæði til þess að sinna svona starfi :)

21.07.2013 23:00

Landhelgisgæslan

Þessi flotti bátur sem er á vegum Landhelgisgæslunnar hefur legið við bryggju á Siglufirði frá þvi fyrir helgi.

 

 

 

20.07.2013 13:30

Húni II á Siglufirði - Myndasyrpa

Siglfirðingar og Björgunarsveitin Strákar voru svo heppin að Áhöfnin á Húna II ákvað að hafa Siglufjörð sem einn af áfangastöðum sínum á hringferð sinni um landið . Húni II sigldi inn fjörðinn í gær um kl. 14:30 í fylgd björgunarbátsins Sigurvins og fleiri báta. Þegar að Húni II lagðist að bryggju tók síldargengið á móti bát og áhöfn með söng og svo var slegið upp í hringdans á bryggjunni . Var mikill fjöldi fólks saman komin til að taka á móti þessu glæsilega skipi og áhöfn þess.

 

 

Húni II & Sigurvin

 

Húni II

 

Sigurvin

 

Raggi Gísla SI 73

 

Trausti EA 98

 

Hluti af áhöfninni á Húna II

 

Hluti af áhöfninni á Húna II

 

Hluti af áhöfninni á Húna II

 

Um kvöldið hélt Áhöfnin á Húna síðan tónleika á Hafnarbryggjunni á Siglufirði í ekta Reykjavíkur veðri , rigningu og gjólu en 1700 manns lét það ekki stoppa sig og mættu á tónleikana sem voru í einu orði sagt "frábærir"  . Hljómsveitin sem skipuð er þeim Jónasi Sig, Láru Rúnars, Mugison , Ómari Guðjónssyni , Guðna Finnssyni og Arnar Gíslasyni var í fantaformi og held ég að ég geti sagt að þeir 1700 sem saman voru komnir þessa kvöldstund hafi allir skemmt sér konunglega.

 

 

 

Magnús Tómasson formaður Bj. Stráka dregur númer vinningshafa í lukkuleiknum

 

Áhöfnin á Húna II

 

Húni II að loknum tónleikum

 

 

Tónlistarfólkið sem að þessari hringferð stendur , sem og vildarvinir Húna eiga mikið hrós skilið fyrir framlag sitt til styrktar Björgunarsveitunum.  Eru þessir tónleikar Guðs gjöf fyrir Björgunarsveitina Stráka sem fær allan ágóðan af miðasölunni

Að lokum er rétt að enda þetta á myndbandi af laginu Sumardagur með Áhöfninni af Húna

ps. Er þetta í annað sinn sem Húni II kemur á Siglufjörð í sumar, en myndir frá fyrri ferðinni má sjá HÉR

 

19.07.2013 07:45

Strandveiðum á svæði B lauk í gær

Síðasti dagur strandveiða á svæði B var í gær . Veiðin hefur aukist mikið síðustu daga og var aflinn á þeim bátum sem landa á Siglufirði virkilega góður . Stór og vænn þorskur ,  og því virkilega sorglegt að veiðar skulu vera búnar í bili.

Ásdís RE 15 -

Ásdís RE hefur fiskað hvað einna mest af þeim bátum sem landa á Siglufirði , en aflinn í júlí fór yfir 8 tonn.

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar