Færslur: 2013 Ágúst

29.08.2013 18:00

Sigurður VE 15 farinn í sína hinstu för

Í gær var sorgardagur í Íslenskum sjávárútvegi þegar að Sigurður VE 15 lagði af stað í sínu hinstu ferð,  frá Vestmannaeyjum til Danmerkur , þar sem skipið verður rifið niður í brotajárn . Sigurður VE var smíðaður í Seebeck skipasmíðastöðinni í Bremerhaven árið 1960.

Í upphafi hét skipið Sigurður ÍS 33 og kom í fyrsta sinn til Íslands að kvöldi laugardagsins 24 september árið 1960 og kvaddi í gær 28 ágúst 2013 . Þar með líkur tæplega 53 ára útgerðarsögu þessa merka skips .

Frábært hefði verið , ef hægt hefði verið að varðveita Sigurð til minningar um síðutogarana og það tímabil í íslenskum sjávarútvegi. Ef skipinu hefði verið breytt í fljótandi safn um þennan tíma , þar sem gestir og gangandi gætu komið  og skoðað myndir og fengið fróðleik um síðutogarana og allt þeim tengt. 

Hafliði Óskarsson frá Húsavík hefur unnið frábært starf við að safna saman myndum og öðrum heimildum tengdum síðutogurunum og heldur hann úti síðunni togarar.123.is . Ef það eru einhverjir hérna úti í þessum stóra heimi sem eiga myndir eða annað efni , eða vita um einhverja sem eiga , hvet ég þá til að hafa samband við Hafliða , en símanúmerið hans og tölvupóstinn er hægt að sjá á síðunni hans. 

Þótt Sigurður VE sé farinn þá getum við varðveitt söguna og fortíðina með því að forða því að myndir og annað fari í ruslið þegar að amma og afi falla frá.

Jóhann Jónsson í Vestmannaeyjum var á kæjanum í gær þegar að landfestunum á Sigurði var sleppt í  hinsta sinn og smellti af þremur myndum sem leyfir okkur að njóta .

 

Mynd : Jói Listó

 

Mynd : Jói Listó

 

Mynd : Jói Listó

 

Þriðjudaginn 27. september árið 1960 stóð í Morgunblaðinu " Stefnið er framhallandi og perulagað. í fáum orðum sagt er bv. Sigurður, sem hefur einkennisstafina ÍS-33, hinn vandaðasti og mjög fullkominn " 

Við skulum hafa þetta lokaorðin um aflaskipið Sigurð VE 15

29.08.2013 08:00

Hafborg SI 4

Hafborg SI 4 við bryggju á Siglufirði núna í Ágúst mánuði

 

Hafborg SI var smíðuð árið 2000

28.08.2013 09:30

Ice Crystal

Frystiskipið Ice Crystal var á Siglufirði í gærdag að taka Makríl farm frá Ramma hf á Siglufirði.

 
 

Ice Crystal var smíðað árið 1991 en fleiri upplýsingar um skipið má nálgast HÉR

27.08.2013 16:30

Björgúlfur EA 312

Hér er ein af Björgúlf EA við bryggju á Dalvík frá því í síðustu viku.

 

Björgúlfur var smíðaður á Akureyri árið 1977

27.08.2013 09:20

Örvar SH 777 landaði á Siglufirði

Örvar SH 777 frá Hellissandi landaði á Siglufirði í gærmorgun góðum afla. Megnið af aflanum fór í bíl og var keyrt til vinnslu í Hraðfrysthúsi Hellissands.

 

Örvar SH var smíðaður í Tomrefjord í Noregi árið 1992.

 

26.08.2013 22:00

Þekkja menn bátinn ?

Sá þennan trébát á Hauganesi nú fyrir stuttu og spyr nú , hvort að einhver viti hvað þessi bátur heiti.

 

 

26.08.2013 10:45

Gullhólmi SH 201

Nú eru stóru línubátarnir komnir norður og austur fyrir land og landaði sá fyrsti á Siglufirði í gær en það var hið glæsilega skip , Gullhólmi SH 201, sem Agustson gerir út.

Má búast við auknu lífi við höfnina á Siglufirði með tilkomu þessara skipa sem og að nú styttist í að nýtt kvótaár hefjist með tilheyrandi fjöri.

 

 

 

 

25.08.2013 15:00

Draumur & Máni

Draumur og Máni í Dalvíkurhöfn í síðustu viku . Fallegir bátar báðir tveir.

 

 

 

 

24.08.2013 13:15

Sigurður VE 15

Það er alltaf gaman þegar að það bætist í hóp velunnara síðunnar. Jóhann Jónsson , Jói Listó , frá Vestmannaeyjum sendi síðuhaldara um daginn þessar stórglæsilegu myndir af gamla höfðingjanum , Sigurði VE 15 sigla inn til Vestmannaeyja. Myndirnar eru teknar 9 mars 2012, þegar að Sigurður VE er að koma í land í sinni þriðju síðustu veiðiferð . 

Ég þakka Jóa kærlega fyrir þessar myndir.

Mynd : Jóhann Jónsson - Jói Listó

 

Mynd : Jóhann Jónsson - Jói Listó

 

Mynd : Jóhann Jónsson - Jói Listó

 

 

Sigurður VE 15 var smíðaður í Seebeck Werft skipasmíðastöðinni í Bremerhaven árið 1960. Góða umfjöllun um Sigurð VE má lesa HÉR

 

Framtíð þessa fallega skips er enn óráðin að ég held , en vonandi verður skipið varðveitt og þá hugsanlega nýtt sem safn um sögu síðutogaranna ?

23.08.2013 16:25

Myndir frá Fiskideginum-Húni II, Trausti, Björgúlfur og fl.

Ég virðist hafa steingleymt að birta myndirnar sem ég tók á Fiskideginum og lofaði að birta hérna . 

Betra er seint en aldrei.. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jóhann Gauti sonur minn fyrir miðju , ásamt vinum sínum Tristan (tv.) & Mikael Daði

 

Batman bræður & Spiderman ánægðir í dagslok.

 

22.08.2013 10:30

Múlaberg SI 22 - Myndasyrpa

Múlaberg SI 22 kom heim til Siglufjarðar í fyrrakvöld eftir 5 vikna útlegð fyrir sunnan land. Múlaberg fór á Makríl þegar að rækjustoppið byrjaði og landaði tæpum 1000 tonnum af makríl í Þorlákshöfn.

 
 
 
 
 
 

Múlaberg SI var smíðað árið 1973 í Japan.

21.08.2013 16:00

Kría ÓF 10

Eins og sést á þessum bát þá er ber hann nafnið Kría ÓF 10 , en hann er ekki að finna á vef fiskistofu né á skipaskránni hjá Sax. 

 

Ef einhver veit eitthvað um þennnan bát , má sá sami senda mér línu á 580skoger@gmail.com eða skrá það hér undir í athugasemd.

21.08.2013 08:00

Oddverji ÓF 76 - ex Bára SH

Núna rétt í þessu sigldi inn til Siglufjarðar nýjasti báturinn í flota Ólafsfjarðar , Oddverji ÓF 76. Oddverji ÓF hét áður Bára SH 27 og var gerður út á dragnót frá Hellissandi. 

 

 

 
 
 
 

Fleiri myndir af Oddverja ÓF og nánari umfjöllun birtist seinna í dag eða á morgun.

 

20.08.2013 19:25

Ágúst GK 95

Haukur Sigtryggur á Dalvík sendi mér þessar glæsilegu myndir af Ágúst GK 95 , en Ágúst landaði á Dalvík í dag .

Mynd : Haukur Sigtryggur

 

Mynd : Haukur Sigtryggur

 

Mynd : Haukur Sigtryggur

 

Það mætti halda að það væri blátt þema hjá mér þessa dagana , en síðustu þrjár færslur hafa verið myndir af bláum skipum , þeim Sturlu , Kristrúnu og nú Ágústi.

20.08.2013 13:00

Kristrún RE 177 á Siglufirði

Kristrún RE 177 kom inn til Siglufjarðar núna í morgunsárið til að ná í umbúðir og fleira. Kristrún RE hefur verið á grálúðuveiðum hér fyrir norðan land , aðallega við Kolbeinsey að mér skilst.  Hefur veiðin verið með ágætum .

Áætluð brottför er um kl. 16:00 í dag og er ætlunin að landa í kringum mánaðarmótin.

 

 
 
 

Kristrún RE 177 var smíðuð árið 1988 í Tomrefjord í Noregi.

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar