Færslur: 2013 September

30.09.2013 20:15

Mánudagsgátan : Hver á brúnna ?

Vonandi verða menn lengur en síðustu skipti að finna út hverjum þessi brú tilheyrir !

 
Vegna tæknivandamála hjá 123.is gat ég ekkert sett inn í morgun og þess vegna birtist færslan svona seint.

29.09.2013 21:10

Að kvarna hlýra

Tryggvi hjá Hafrannsóknarstofnun kom við á Fiskmarkað Siglufjarðar í vikunni og fékk að kvarna eins og hundrað hlýra eða svo . 

Þetta er mikið þolinmæðisverk og eflaust þyrfti síðuhaldari að láta dáleiða sig ef hann ætti að ganga í starf Tryggva.

 

 

 

 

 
 

28.09.2013 11:10

Orri ÍS 180 - Myndasyrpa

Orri ÍS 180 kom inn til Siglufjarðar á þriðjudaginn var , og landaði þremur körum af rækju sem flutt voru vestur á Hólmavík. Báturinn lagðist að Togarabryggjunni og var aflinn hífður í land og síðan var báturinn færður að Óskarsbryggju þar sem hann liggur nú og bíður eftir því að nýr skiptstjóri taki við bátnum .

Orri ÍS var smíðaður í Frederikssund í Danmörku árið 1957. Ég geri ráð fyrir því að Haukur lumi á einhverjum upplýsingum um Orra sem væri gaman að fá að sjá.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

27.09.2013 08:45

Seigur EA 69

Hér eru þrjár myndir af Seig EA 69 . Seigur EA var sjósettur í fyrsta sinn í júlí og var notaður á strandveiðar í ágúst mánuði. 

Seigur EA hefur landað tvívegis á Siglufirði í þessari viku og fiskað vel.

 

 

 

 

 

 

26.09.2013 08:35

Sauðárkrókshöfn - Nýji Víkingur & Fannar SK

Ingvar Erlingsson sendi mér þrjár myndir um helgina og kann ég honum mestu þakkir fyrir.

Á fyrstu myndinni má sjá yfir Sauðárkrókshöfn , á þeirri annarri Nýja Víking SK og þeirri þriðju Fannar SK

Mynd : Ingvar Erlingsson

 

Mynd : Ingvar Erlingsson

 

Mynd : Ingvar Erlingsson

 


 

25.09.2013 07:45

Í vari vegna brælu

Í brælunni sem gekk yfir landið fyrir um hálfum mánuði , leituðu mörg skip skjóls á Siglufirði .  Á myndinni hér fyrir neðan má sjá ef talið er frá vinstri : Sigurborg , Oddverji , Múlaberg  , Keilir , Siglunes , Örvar , Sóley Sigurjóns og loks Berglín.

 

Myndin hér fyrir neðan er kroppuð úr þeirri efri til þess að sýna betur um hvaða skip ræðir.

 

Við Óskarsbryggju lágu svo Rifsnes , Magnús Geir & Fönix

 

Má því segja að "uppselt" hafi verið í Siglufjarðarhöfn þegar að veðrið gekk yfir, en legið var við alla kanta.

24.09.2013 08:25

Sunna SI 67

Nokkrir færabátar hafa verið að veiðum núna á nýju kvótaári og hefur verið ágætis veiði hjá þeim . Sunna SI 67 landaði meðal annars á sunnudaginn um 600 kg  af vænum þorski eftir fáeina tíma á skaki.

 

 

Marteinn Haraldsson

 

23.09.2013 13:15

Mánudagsgátan : Bjarni Sæmundsson

Þið voruð ekki lengi að koma með svarið við þessari gátu , frekar en við aðrar sem ég hef sett hér fram. Auðvitað var þetta afturendinn á Hafrannsóknarskipinu Bjarna Sæm. Myndin var tekin í vor þegar að Bjarni var í vorrallinu hér fyrir norðan.

 

 

g

23.09.2013 07:45

Mánudagsgátan : Hver á þennan afturenda ?

Ein létt í morgunsárið .. Hvaða skipi tilheyrir þessi afturendi ?

 

 

22.09.2013 18:45

Oddur á Nesi SI 76

Hér er ein af Oddi á Nesi frá því í síðustu viku , er hann var að koma úr róðri.

 

21.09.2013 12:10

Ein gömul : Björg Jónsdóttir ofl.

Hér er ein gömul frá Sigurði Helga yfirhafnarverði . Á henni má sjá Björg Jónsdóttir ÞH 321 og olíuskipið Laugarnes. Skipið fyrir aftan þekki ég ekki.

Mynd : Sigurður Helgi Sigurðsson

 

20.09.2013 10:00

Jonni SI 86

Hér er ein af Jonna SI 86 frá því í fyrradag , er hann var að  gera sig klárann í róður.


Ég hvet alla þá lesendur síðunnar sem eru með Facebook aðgang að smella HÉR og gerast vinir mínir á Facebook .  Er búinn að setja inn mikið af myndum og alltaf bætist við.

19.09.2013 20:00

Skipið yfirgefið !

Ég rak augun í þennan ramma í gær um borð í Mánaberginu og stóðst ekki freistinguna til þess að smella einni af.

 

 

 

19.09.2013 10:00

Mánaberg ÓF 42

Mánaberg ÓF 42 millilandaði í gær á Siglufirði um 11.800 kössum. 

 

 

 

 

 

18.09.2013 21:00

Minna BA 322 - Nú Ebba SH 29 ?

Hér er ein gömul eftir Sigurð Helga Sigurðsson , yfirhafnarvörð , af Minnu BA 322 . Í dag heitir báturinn Ebba SH 29 ef skipaskrá númer hans er flett upp hjá Fiskistofu . Síðasta löndun bátsins er skráð 13.1.2008.

Mynd : Sigurður Helgi Sigurðsson

 

Ef einhverjir vita hvað varð um þennan bát , mega þeir endilega deila því með okkur hinum. 

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar