Færslur: 2013 Október

31.10.2013 21:15

Rifsnes SH 44

Nú styttist í að nýja Rifsnesið komi en það "gamla" er enn að gera góða hluti. Rifnes SH landaði á Siglufirði á sunnudaginn síðastliðinn og aftur í gær.

 

Myndin hér að ofan var tekin á sunnudaginn. 

 

30.10.2013 07:40

Sturla GK 12

Eins og ég sagði frá í gær , þá landaði Sturla GK góðum afla . Í dag er Tómas Þorvaldsson væntanlegur inn til löndunar sem og Rifsnes SH

 

Sturla GK var smíðaður árið 1967 í Noregi

29.10.2013 09:00

Tómas Þorvaldsson GK 10

Tómas Þorvaldsson GK landaði á Siglufirði á sunnudaginn og var það líklegast hans fyrsta löndun á Siglufirði. Í gær landaði Valdimar GK og dag er Sturla GK að landa.

 

Tómas Þorvaldsson GK var smíðaður árið 1966 í Noregi.

28.10.2013 20:00

Mánudagsgátan : Sveinbjörn Jakobsson SH 10

Jæja.. Það er ekki að spyrja að því , þeir nafnar Haukur og Haukur Sigtryggur voru ekki lengi að koma með rétt svar við gátunni , frekar en aðra mánudaga. Rétt svar er auðvitað Sveinbjörn Jakobsson SH 10

 
 

Myndin er tekin í slippnum í Stykkishólmi í júlí í fyrra.

28.10.2013 08:45

Mánudagsgátan : Hver á brúnna ?

Það er kominn mánudagur og það þýðir að spurning dagsins er , hvaða skipi tilheyrir þessi brú ?

 

 

27.10.2013 13:15

Flotaforinginn

Arnþór Þórsson vélstjóri á Mánaberginu heldur úti skemmtilegri síðu , FishingHat.wordpress.com , þar sem sjá má ýmsar myndir tengdar sjómennsku og veiði.

Í gær birti hann skemmtilega mynd undir fyrirsögninni "Flotaforinginn" en á henni má sjá karl föður minn flaka fisk í soðið .

Mynd : Arnþór Þórsson

 

Addi hefur gefið mér leyfi til þess að birta myndir af síðunni sinni og þakka ég honum kærlega fyrir það. Ég hvet menn til að líta reglulega við á síðunni hjá honum , en hann er mjög duglegur við að birta nýjar myndir.

26.10.2013 22:15

bs. Einar Sigurjónsson

Hér er ein af björgunarskipinu Einari Sigurjónssyni í Hafnarfjarðarhöfn á dögunum.

 
Einar Sigurjónsson var smíðaður árið 1982

25.10.2013 20:15

Maí GK 346

Á þriðjudaginn síðastliðinn átti ég leið um götur Hafnarfjarðar , þegar að ég rak augað í nokkra steina sem höfðu verið málaðir .  Á einum þeirra mátti sjá mynd af síðutogaranum Maí GK 346 og stóðst ég ekki freistinguna til þess að stoppa bílinn og smella af eins og einni mynd.

Þessa mynd sendi ég svo til Hafliða Óskars sem heldur úti hinni frábæru síðu togarar.123.is og má sjá hana þar í færslu dagsins , ásamt smá umfjöllun um Maí GK.

 

Ég hvet alla þá sem luma á myndum og öðru efni tengdu síðutogurunum að hafa samband við Hafliða. Á síðunni hans má sjá upplýsingar um póstinn hans og síma . 

24.10.2013 07:40

Valdimar GK 195

Valdimar GK 195 landaði á Siglufirði í gær góðum afla . Var þetta önnur löndun skipsins á Siglufirði á skömmum tíma og vonandi ekki sú síðasta.

 

 

 

 

 

 

 

23.10.2013 12:35

Oddur á Nesi SI 76

Hér er ein af Oddi á Nesi SI 76 frá því í enda september . Samkvæmt Aflafréttum.com er Oddur í 28 sæti af þeim bátum sem eru yfir 10 bt með 57,9 tonn í 11 róðrum .

 

Síðuhaldari var í borg óttanns frá því á föstudaginn og þar til í gærkveldi og er það ástæðan fyrir því hve síðan var lítið uppfærð síðustu daga.

21.10.2013 20:41

Mánudagsgátan : Vilhelm Þorsteinsson

Þeir Óskar og Haukur voru ekki lengi að koma með rétt svar við mánudagsgátunni , en brúin tilheyrir aflaskipinu Vilhelm Þorsteinssyni.

 

Myndin af Vilhelm var tekin í desember í fyrra. 

 

21.10.2013 00:01

Mánudagsgátan : Hver á brúnna ?

Það er sama spurning í dag og aðra mánudaga .. Hvaða skipi tilheyrir þessi brú ?

 

Myndin er frekar óskýr , en frummyndin var tekin af "löngu færi"

 

20.10.2013 15:30

Sóley Sigurjóns GK 200 rekur vélarvana frá bryggju

Eftir sína næst síðustu löndun á Siglufirði hjá Sóley Sigurjóns , núna í enda september mánaðar , varð bilun um borð þegar að búið var að sleppa endum og tók skipið að reka frá bryggju. Reynt var að henda enda í land , en það náðist ekki .

Það vildi svo vel til að Ómar Geirsson , umsjónarmaður Björgunarbátsins Sigurvins , vinnur á Fiskmarkað Siglufjarðar og var hann fljótur til að stökkva um borð í Sigurvin ásamt Óðni Rögnvaldssyni og undirrituðum. Veður var gott og tókst að koma línu yfir í Sigurvin og draga Sóley að bryggju að nýju .

Þó svo að lítil hætta hafi verið á ferðum , þá mátti ekki miklu muna að Sóley hefði strandað , því að grunnt er á þeim stað sem Sóley stefndi að.

Auðvitað var myndavélin með í för og smellti ég nokkrum myndum af sem koma hér að neðan .

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 

 

 

 

18.10.2013 13:00

Klakkur SK 5

Gísli Jóhann Sigurðsson sendi mér þrjár myndir um daginn af Klakk SK 5 og og þeim fylgdi eftirfarandi texti Ég skoða stundum bátasíðuna þína og þessvegna datt mér í hug að senda þér þessar myndir sem ég tók á Króknum í fyrra.  Ég tók þær aðallega vegna þess að mér fannst svo sérkennilegt að sjá Klakk með gamlan Sovét fána í skutnum og rússneskt orð á síðunni.  Seinna komst ég að því að þarna var nýbúið að taka upp atriði í myndinni Hross í oss "

Mynd : Gísli Jóhann Sigurðsson

 

Mynd : Gísli Jóhann Sigurðsson

 

Mynd : Gísli Jóhann Sigurðsson

 

Ég vill minna á netfangið mitt , 580skoger@gmail.com , ef það er einhver hérna úti sem lumar á myndum sem hann vill koma á framfæri.

17.10.2013 07:45

Bjarni Sæmundsson RE 30 - Myndasyrpa

Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson landaði á Siglufirði á föstudaginn í síðustu viku . Var aflinn um 15 tonn , þar af var ýsa 10.6 tonn.

Bjarni Sæm er í haustralli Hafró þessa stundina og má sjá staðsetningu hans , með því að smella HÉR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Steingrímur Óli Hákonarson frá FMSI & Ingvi Friðriksson skipstjóri á Bjarna Sæm

 

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar