Færslur: 2013 Nóvember

30.11.2013 21:45

Siglunes SI 70

Hér er ein af Siglunes SI 70 sem tekin var fyrir nokkrum dögum . Eins og áður hefur komið fram þá hét Siglunes SI upphaflega Danski Pétur og var smíðað árið 1971.

 

 

29.11.2013 07:40

Daníel SI 152

Það er alltaf gaman að mynda Daníel SI 152 sem stendur í gamla slippnum á Siglufirði.

 

Ætli Haukur eigi ekki miða um Daníel SI ?

28.11.2013 16:30

Myndir teknar úr Klakk SK 5

Hér koma þrjár myndir til viðbótar frá Þiðrik , sem teknar eru um miðjan nóvember . Þiðrik er á Klakk SK 5. 

 

 

 

 

 

 

 

Flottar myndir frá Þiðrik og góð tilbreyting að sjá myndir sem teknar eru um borð í skipum og bátum.

Ég hvet aðra sjómenn sem luma á myndum að senda mér á netfangið 580skoger@gmail.com

27.11.2013 12:45

Keilir SI 145

Hér eru þrjár myndir af Keili SI 145 sem ég tók fyrir stuttu. Keilir SI var smíðaður hjá Skipavík í Stykkishólmi árið 1975.

Keilir SI hefur áður borið nöfnin Kristbjörg ÞH 44 , Atlanúpur ÞH 270, og Keilir GK 145

 

 

 

 

 

 

26.11.2013 07:45

Rifsnes SH 44

Hér má sjá hið nýja og glæsilega skip Hraðfrystihús Hellissands, Rifsnes SH 44.

Mynd : Þiðrik Unason

 

25.11.2013 22:20

Mánudagsgátan : Kristinn SH 12

Þeir Arnar og Fitti voru ekki lengi að koma með rétta svarið , auðvitað er þetta Kínabáturinn Kristinn SH 112 en Kristinn var smíðaður árið 2001 í Kína.

Mynd : Þiðrik Unason

 

25.11.2013 01:00

Mánudagsgátan : Hver á brúnna ?

Mynd mánudagsgátunnar er frekar lítil í dag , en ég vona þó að menn geti áttað sig á því,  hvaða skipi þessir gluggar tilheyra.

 

 

23.11.2013 11:30

Í brælu - Part II

Þann 10.11 síðastliðinn birti ég nokkrar myndir undir fyrirsögninni " Í brælu - Part I " . Núna er komið að seinni helmingnum af myndunum sem Helgi Aage Torfason , skipstjóri á Kristrúnu RE , sendi mér . 

Þetta eru virkilega flottar myndir frá Helga og gaman fyrir okkur landkrabbana að skoða.

Mynd : Helgi Aage Torfason

 

Mynd : Helgi Aage Torfason

 

Mynd : Helgi Aage Torfason

 

Mynd : Helgi Aage Torfason

 

Mynd : Helgi Aage Torfason

 

 

Fyrir þá lesendur síðu minnar sem Facebook aðgang hafa , er hægt að gerast vinur Skoger - Skipamyndir með því að smella HÉR

22.11.2013 08:30

Gullhólmi SH 201

Gullhólmi SH 201 hefur landað á Siglufirði í haust og það sem af er vetri . Samkvæmt Aflafréttir.is hefur Gullhólmi landað 98,1 tonni í þremur löndunum núna í nóvember.

 

 

 

Gullhólmi var smíðaður árið 1964 í Noregi. Skipið hefur einungis borið tvö nöfn að ég held , Gullhólmi og lengst af Þórður Jónasson.

21.11.2013 21:00

Siglufjarðarhöfn

Hér er ein frá því um daginn , tekin í innri höfninni á Siglufirði.

 

 

20.11.2013 17:25

Gamall og þreyttur

Hér er einn gamall sem hvílir lúin bein við Dagverðareyri við Eyjarfjörðþ

 

20.11.2013 07:45

Fernanda - Myndasyrpa

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af Fernöndu sem Helen Ósk Pálsdóttir tók í Njarðvíkurhöfn í gær . Eins og sjá má þá hefur allt brunnið sem brunnið gat og er ekki skrýtið að Fernanda hafi verið dæmd handónýt.

Mynd : Helen Ósk Pálsdóttir

 

Mynd : Helen Ósk Pálsdóttir

 

Mynd : Helen Ósk Pálsdóttir

 

Mynd : Helen Ósk Pálsdóttir

 

Mynd : Helen Ósk Pálsdóttir

 

Mynd : Helen Ósk Pálsdóttir

 

Mynd : Helen Ósk Pálsdóttir

 

Ég þakka Helen Ósk fyrir þessar fínu myndir.

19.11.2013 10:45

Arnar HU 1

Kristján Blöndal sendi mér þess glæsilegu mynd og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Á henni má sjá Arnar HU 1 sigla til hafnar á Skagaströnd í fyrra. 

Mynd : Kristján Blöndal

Virkilega flott mynd !

18.11.2013 20:00

Mánudagsgátan : Sigurbjörg ÓF 1

Svarið við mánudagsgátunni var auðvitað Sigurbjörg ÓF 1 og kom hann Bjössi með rétt svar og staðfesti Haukur Sigtryggur það endanlega.

 

18.11.2013 07:45

Mánudagsgátan : Hver á ...

Mánudagsgátan er með aðeins öðruvísi sniði í dag en aðra mánudaga, því nú er ekki mynd af brúargluggum , heldur radar , loftnetum og fleiru.

En spurning er sú sama , hvaða skipi tilheyrir þetta ?

 
 
Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 647
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 2417789
Samtals gestir: 537642
Tölur uppfærðar: 18.8.2018 05:05:29

Nafn:

Guðmundur Gauti Sveinsson

Farsími:

868-9333

Afmælisdagur:

25.08.1983

Heimilisfang:

Hávegur 26

Staðsetning:

Siglufjörður

Tenglar